Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 50
 50 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 A- Grettir ( JÓN SESIR AÖ MATSRÆöeiN ) V EISI EFTIR Aö ÖREPA Mie^ O O £! ( /s, (PAÖ ER EINMITT ÞAÖ SEM KOm) 1 1 V FYRIT MATTA FRÆNÖA J | I § I ° HANN RpYNÖI Aö STELA MATN- UM FRA RISASTÓRRI 6ÓRILLU o o lo I7AV?S fl-lfe Hundalíf Ó, ÓI M/lt draslið sem dtti S að fara í Sorpu ! r- I JU5T DON'T THINK YOU 5H0ULD L0R.ITE TO 5ANTA CLAU5 AND CALL HlM"5N0OTr.:/ _ U)HY N0T7HE MADE ME MAD LA5TYEAR.. I REFU5ET0CALL HIM MR.CLAU5' U)ELL,6I\/E Y i ^ Æ M ■2L% -j 1 Þú ættir ekki að skrifa jóla- Hvers vegna ekki? Hann En, Þaðmun Kæri Stubbur. sveininum og kalla hann gerði mig fokreiða í fyrra. hugsaðu ég gera. snobbaðann. Eg neita að ávarpa málið. hann, Hr. Svein. MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hinir ósnertanlegu Frá Pórdísi Ba.chma.nn: TÖLUVERÐ umræða er nú uppi um útburði Félagsbústaða og hefur hinn vaski þingmaður vinstri-grænna gerst sjálfskipaður talsmaður 50- menninganna. Er það vel að einhver taki upp hanskann fyrir smælingjana og vafalítið eru 49 hinna 50 mesta sómafólk sem, eins og þingmaðurinn bendir á, einungis hefur lent í alvar- legum hremmingum. Svo vill þó tál að allt öðru gildir um þann aðila sem eft- ir stendur. Látum nú vera að aðilinn skuldi tæpa milljón í húsaleigu, þar er einungis um peninga að ræða sem borgin getur alltaf tekið sér með meh'i álögum á almenning. Þama er hins vegar um að ræða skjólstæðing sem stundað hefur sjúklegt áreiti á fólk í sama stigagangi árum saman og valdið því, sem vitund alls starfs- fólks Félagsbústaða og annarra borgarstarfsmanna, að saklausir og löghlýðnir nágrannar hafa lent í svo alvarlegum hremmingum að þeir munu seint eða aldrei bíða þess bæt- ur. Þessum vanda hafa borgaryfír- völd alfarið neitað að taka á en hins vegar velt honum yfir á fólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og beitt til þess ýmsum óvönduðum meðölum. Meðal þeirra er að bera upp á fólk lygar og móðursýki en dugi það ekki til eru bomir upp á nágranna vágrannans glæpir til þess að þagga niður í þeim. Þrátt fyrir að nágrannar vágrannans missi öll afnot af heimili sínu vegna sjúklegra árása vágrannans em engin grið gefin hjá borginni í innheimtu fasteignagjalda né á nokkum annan hátt. Hver vísar á annan að vanda borgaryfirvalda. Félagsbústaðir, sem þó hafa viður- kennt opinberlega að hafa leyft öllu vanskilafólkinu sjálftöku á húsaleigu, benda á Félagsþjónustuna, sem læt- ur sér fátt um finnast eða grípur til heillaráðsins að bera lögbrot upp á fólk. Æðstu menn borgarinnar veita skjólstæðingnum hundaleyfi í blóra við vilja þeirra sem í húsinu búa. Lög- menn Félagsbústaða meina meðeig- endum sínum að setja húsreglur og Félagsbústaðir hafna því með öllu að setja viðkomandi skjólstæðingi um- gengnisreglur, svo líft sé á staðnum. Félagslegi geirinn hefur þannig kom- ið þessum skjólstæðingi sínum upp á það, ekki einungis að sjálftaka sér húsaleigu ámm og áratugum saman, heldur einnig með synjun afskipta, gefið vágrannanum leyfi til að áreita nágranna sína þannig að þeir missa heilsuna unnvörpum. Þeir missa einnig atvinnuna og að lokum heimili sín, allt vegna þess að stofnanir borg- arinnar synja því alfarið að takast á við vandann sem stafar af vágrann- anum. Fæst þeirra bama sem lent hafa í áreiti vágrannans munu nokk- um tíma bera þess bætur og vom þó kjörgróður fyrir. Nú er komið mál að linni og borgaryfirvöld taki á sínum eigin vanda á annan hátt en að velta honum yfir á saklausa borgara sem ekki em menntaðir í að fást við fólk með svo alvarleg hegðunarvandamál og raun ber vitni. Það er fallegt að vilja hjálpa þeim sem minna mega sín og ber vitni um sanna menningu. Engum skyldi þó líðast að stunda sitt hjálparstarf á kostnað fólks sem búið er að leggja sinn skerf af höndum með sköttum, fasteignagjöldum, ær- unni og blóði sínu og barna sinna. Þingmaðurinn vaski bendir á að „allir einstaklingar eigi rétt til að hafa þak yfir höfuðið". Vonandi telur hann það einnig gilda um þá sem strituðu tií að kaupa sér þak yfir höfuðið en ekki einungis um þá sem vora svo kræfir að koma sér í ókeypis leigu hjá Reykjavíkurborg og öðluðust þar sem stöðu hinna ósnertanlegu. ÞÓRDÍS BACHMANN, Danmörku. Islensk fyndni - íslensk sorg Frá Margréti K. Sverrisdóttur: LAUGARDAGINN 29. janúar sl. birti DV frétt af uppnámi í Ása- prestakalli í Skaftártungum. Þar seg- ir í stuttu máli af því, að presturinn þar, sem er kona, hafi „sagt sig frá kjóli og kalli í kjölfar erfiðleika í starfi sökum óreglu. Konan er nafngreind og mynd fylgir fréttinni svo ekki leiki vafi á því um hvaða prest er að ræða. Þá er það rifjað upp að hún hafi áður „hrökklast úr starfi. Síðan segir orðrétt: „Um þverbak keyrði þó þegar hún gleymdi að mæta í jarðarfor í Langholtskirkju í Meðal- landi og prestlærður kirkjugestur þurfti að taka að sér að jarðsyngja með nokkurra mínútna fyrirvara. Á öðrum stað kemur fram að sendi- boði prests hafi, fáum mínútum áður en jarðarför skyldi hefjast, tilkynnt að presturinn væri veikur og kæmist því ekki til kirkju. Mér fannst átakanlegt að lesa þessa frétt, ekki síst í Ijósi þess að öldum saman hafa íslenskir prestar iðulega átt við drykkjuvandamál að stríða og það hefur þótt sjálfsagður hlutur hingað til. Ég veit ekki betur en bækumar „íslensk fyndni gangi meira og minna út á góðlátlegt grín í þeim dúr. En ég fullyrði að þegar presturinn er kona gegni öðra máli. Það er t.a.m. fullyrt að hún hafi „gleymt jarðarförinni og lesendur jafnframt upplýstir óþarflega mikið um aðrar aðstæður, svo sem að hún hafi átt við þessa sömu örðugleika að etja í kennslustarfi sínu og að hún eigi þrjú böm á gmnnskólaaldri sem sæki þann sama skóla! Ég sé ekki tilganginn með svo ítar- legri frétt. Það eina sem hefur bæði frétta- og jafnvel skemmtigildi í mín- um augum er að prestur skuli lenda í því að jarðsyngja fyrirvaralaust þeg- ar hann ætlar sér að fylgja kunningja til grafar. Finnst mér það vel af sér vikið af séra Hirti Hjartarsyni og sjálfsagt að nafngreina hann, enda brást hann mjög rösklega við óþægi- legum aðstæðum. En er hægt að draga það í efa að konan hafi verið veik umræddan dag þó svo óregla hafi kannski valdið þeim veikindum? Hún missti hemp- una fyrir vikið og æmna gagnvart sveitungum sínum. Þetta er sorgar- saga sem ég hefði kosið að væri ekki borin á borð fyrir alþjóð, hvort sem í hlut á karl eða kona. Og að lokum: Þessi sóðafrétt Eir- íks Jónssonar blaðamanns er hvorki meira né minna en tveggja ára gömul. Og dæmi svo hver fyrir sig um slíka blaðamennsku. MARGRÉT K. SVERRISD., Grenimel 29, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.