Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 31 LISTIR Ljóðasleppingar BÆKIIR Ljóð BÓK í MANNHAFIÐ láttu hana ganga Ljóð 13 skálda. Nykur. 2000 - 77 bls. ÞAÐ er hreint ekki svo fráleit hug- mynd að varpa Ijóðabók út í mann- hafið í þeirri von að hún berist frá manni til manns. Út á því reginhafi heldur tilviljunin um stjómvölinn og það er aldrei að vita að hvaða ströndu bókin berst. Þetta gerir skáldahópur með fulltingi Bónus- verslanakeðjunnar og nefnir Bók í mannhafið. Það er að mörgu leyti létt yfir þessari bók, skáldskapurinn sum- part fullur af krafti og leikgleði. Sumt í honum kallast á við þau skáld sem nefndu sig listaskáldin vondu og þóttu fyndin og félagsleg enda þótt félagslega rýnin í þessari bók sé takmarkaðri. Athyglinni sé fremur beint að einstaklingnum í samfélaginu. Viðfangsefnin og kveðskaparmátinn eru þó keimlík. Þrettán höfundar eiga ljóð í bók þessari, sumir nokkuð þekktir og aðrir eiga vafalaust eftir að setja mark sitt á ljóðaheiminn. Athygli vekur hversu ófeimnir þeir eru við að spreyta sig á ýmsum ljóðform- um. Þannig er að finna tilraunir við sonnettur. Þannig er með Sonnett- una af C. J. fógru eftir Sigtrygg Magnason. En C. J. þessi mun vera strandvarðagella túlkuð af Pamelu Anderson. Gerður Kristný fer í fótspor 19. aldar skálda þegar hún yrkir um Hallgerði langbrók og Bergþóru úr Njálssögu. Niður- staðan um Hallgerði er að líf henn- ar hafi verið „líkt og slitinn / lokkur í gömlum boga“. Neyslusamfélagið er höfundunum hugleikið og öll velferðin og ofgnóttin sem kannski hvílir á fremur veikum grunni. At- hyglisvert finnst mér hvemig Sig- urbjörg Þrastardóttir nálgast þetta umhverfi. Eg er inni í ávexti og mér finnst hann fádæma safaríkur þarf að strjúka drop- ana af vörunum öðru hvequ þykir betra að sleikja út um til að missa ekki af neinu ét mig áfram hring eftir annan og alltaf er kjötið eins og blóðugt og þetta aldin er heimurinn eins og ég vil hafa hann en innan tíðar hlýt ég að fyrirhitta kjamahúsið og tekur hýðið þá hægt og sígandi að skreppa saman. Tækniheimurinn kann að virka þrúgandi stundum finnst Berg- sveini Birgissyni í kvæðinu Stund- um og segir „Stundum / langar mig hreinlega / til að losa um bind- ið / og slökkva á tölvunni...“ Það er að sönnu ekki tilþrifamikil upp- reisn gegn tæknisamfélaginum en svipaðan tæknihrylling er að finna í ljóðum Sindra Freyssonar: „Sím- inn spilaði upphafsstef eftir Bach / - hrollkalt, ískalt, helkalt - “. Kvæði hans era úr bók sem hann nefnir Harði kjarninn sem vísar vafalaust til þeirrar vélrænu tón- listarstefnu samtímans sem kallast hardcore en vísar einnig til hörku nútímans. Þessi heimur er líka heimur lífsflótta og myrkurs. Það má glögglega sjá í ljóðum Mar- grétar Lóu Jónsdóttur en tvö þeirra fjalla um sjálfsvíg, eða í hin- um sundurlausu kvæðum Steinars Braga sem raunar leita eftir birt- unni í ástinni en fjarlægjast hana jafnóðum: „...því fleiri sérstakar vímur sem bjóðast með innblásn- um lýsingarorðum eða laumulegu hvísli á homi kókaínheróínecstacy því fleiri lengdargráður því fleiri baugar í andlitum fólksins í kring- um mig því fleiri hnit hef ég fundið til að staðfesta þig sem miðpun- ktinn ástin mín kjaftæði ég hata þig-“ Bók í mannhafið er kærkominn litadropi í hversdagsgrámann. Ef ég man rétt gefa litlir litadropar furðumikinn lit sé þeim blandað í málningu. Ég hygg að þessi bók sé slíkur dropi. Kveðskapurinn er raunar dálitið misjafn og mis- áhrifamikill en sumt er í bókinni býsna vel gert og umfram allt er bókin vitni þess að enginn doði ríki í ljóðaheiminum. Nú er bara að vita hvar eintakið sem ég hefi á milli handanna lendir. Skafti Þ. Halldórsson Útvarp á nýrri öld Vegleg útvarpsþáttahá- tíð verður haldin í Há- skólabíói 2.-5. febrúar á vegum menningarborg- ar og RUV. „ÞETTA er sjálfstæð hátíð sem Reykjavík menningarborg ásamt Ríkisútvarpinu stendur sameigin- lega að,“ segir Jón Hallur Stefáns- son, útvarpsmaður einn skipuleg- gjendanna. Ásamt honum hafa Jón Karl Helgason og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson unnið að undirbúningi. „Dagskráin fer öll fram í Há- skólabíói og þar verða leiknir út- varpsþættir og höfundar þeirra ræða um vinnu sína og möguleika útvarpsins til ýmiss konar þátta- gerðar. Til þæginda fyrir þátttak- endur verður textum varpað á tjald. Við höfum fengið góða gesti erlendis frá og þar er helst að nefna Gyrrid Listuen, Piers Plowright og Barbro Holmberg sem eru meðal fremstu þáttagerðarmanna útvarps í veröldinni í dag og hafa þau öll hlotið ýmiss konar viðurkenningar á ferli sínum. Ég vil einnig benda sérstaklega á málstofu sem við efn- um til í samvinnu við Endurmennt- unarstofnun HÍ undir stjórn þeirra Piers Plowrights og Barbro Holm- berg. Þau munu kynna gerð heim- ilda- og fléttuþátta með hljóðdæm- um. Þátttökugjald er ekkert og aðeins þarf að skrá sig. Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Á mánudeginum 31. janúar verð- ur tekið forskot á sæluna með út- sendingu á Rás 1 kl. 23.00 á Harri Huhtamahki, Amazon sem er frum- skógahljóðverk úr smiðju finnskra galdramanna. Dagskrá hátíðarinnar er að öðru leyti sem hér segir. Þriðjudagur HÁSKÓLABÍÓ: 19:00 Setning. 20:00 Brot úr íslenskum þætti Stefáns Jónssonar. Einn af sérstökum gestum hátíð- arinnar, norska þáttagerðarkonan Gyrid Listuen, kynnir þátt sinn En surrebuk pa stjernehimmelen. Þessi spennandi og fjörugi þáttur segir frá lífi Sten Erik Holstad, sem er með Downseinkenni. Norð- menn hafa náð sérlega góðum tök- um á gerð heimilda og fléttuþátta á undanförnum árum, þeir hafa rak- að til sín verðlaunum og fyrir þenn- an þátt fékk Gyrid Listuen Prix Europa verðlaunin árið 1997. Jocelyn Pook, Between the ears. Jocelyn Pook samdi meðal annars tónlistina fyrir kvikmynd Ku- bricks Eyes Wide Shut. Hér er hún með verk á mörkum tónlistar og fléttuþáttar þar sem hún notar upptökur úr símsvaranum sínum. RÁS 1: Helen, Ardelius, Normal- torgsdramat. I þessum sænska þætti er rifjuð upp söguleg gísla- taka og bankaránstilraun í Stokk- hólmi árið 1973. Nokkrar af pers- ónum þeirrar sögu líta til baka, en þátturinn hefst á kostulegu símtali eins gíslanna og Olof Palme, þáver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar. Miðvikudagur HÁSKÓLABÍÓ 16:00 Endurteknir þættir frá þriðjudagskvöldi 20:00 Lisbeth Jessen, Hvorfor ringede hun ikke? Þessi danski þáttur hlaut fyrstu verðlaun í Prix Italia samkeppninni árið 1996. Við heyrum af sifjaspellum og misnotk- un, en sagan fær óvæntan endi. Sérstakur gestur hátíðarinnar, hin finnsk-sænska Barbro Hom- berg kynnir margverðlaunaðan þátt sinn Gettóið í Feneyjum. RÁS 1: Kaye Montley, How far is it to Babylon...? Ljóðrænn og hljóðrænn þáttur um hringekjur. Fimmtudagur HÁSKÓLABÍÓ 16:00 Endurteknir þættir frá miðvikudagskvöldi 20:00 Richard Dinker, Det er bara i perfil som jag er kroat. Ný- legur sænskur þáttur eftir ungan mann sem fjallar um þjóðerni og „identítet“. Gott dæmi um persónu- legan heimildaþátt, þar sem út- varpið er notað til að grafast fyrir um sínar eigin rætur. Einn af gestum hátíðarinnar, Bretinn Piers Plowright, kynnir nýlegan heimildaþátt sinn um bandarískan blúsleikara, auk brota úr eldri þáttum sínum. RÁS 1: Gyrid Listuen: Selfportrett med mikrofon. Annar þáttur eftir norska gestinn okkar. Við fylgj- umst með leit hennar að hinum eina rétta. Föstudagur HÁSKÓLABÍÓ 16:00 Endurfluttir þættir 20:00 Tvíhöfði gefur dæmi um ís- lenska leið til að búa til öðruvísi út- varp. Gyrid Listuen, Tradlös og til- gjengelig, stuttur þáttur til höfuðs farsímum. Cristoph Schlingensief, Camp sans frontiers. Þýskur þáttur eða útvarpsleikrit eftir einn óþekkasta strákinn í þýskum bókmenntum. Við fylgjumst með yfirgengilegri útvarpssöfnun fyrir stríðshrjáða á Balkanskaganum. Raunveruleik- inn og afskræming fjölmiðlanna er efniviðurinn í þessari kröftugu og grimmu satíru sem gengur út yfir öll mörk velsæmis, en lendir þar á kunnuglegum slóðum. Laugardagur 14:00 Kari Hesthamar, Till kom- unen skil dykk at. Verðlaunaþátt- urinn frá Prix Europa 1999 kom frá Noregi. Hann fjallar um hjón sem hafa verið gift í 65 ár þegar samfé- lagið ákveður að skilja þau að og baráttu konunnar til að leiðrétta þá ákvörðun. Afhent verðlaun í útvarpsþátta- samkeppni Útvarps 2000. 16.15 Hátíðinni lýkur svo með pallborðsumræðum í Lögbergi um útvarp á nýrri öld. Stefán Jón Haf- stein, Eiríkur Hjálmarsson, Þor- gerður Gunnarsdóttir sitja á palli og Ævar Kjartansson stýrir um- ræðum sem sendar verða út beint á Rás 1. Veg(g)ir á Kjarvalsstöðum Lok og upphaf VERKI Hlyns Hallssonar lýkur fimmtudaginn 3. febrúar kl. 18 í miðrými Kjarvalsstaða. Verkið ber yfirskriftina „Dagbók“ og hefur listamaðurinn ritað dagbók á 24 metra langan vegg sl. þrjár vikur. Hlynur er fyrstur í röð sex listamanna sem taka þátt í sýningarverkefninu „Veg (g)ir“. Framkvæmd verkefnisins byggir á tveimur megin- þáttum; annars vegar að veita listafólki tækifæri til að vinna úr hugmyndum sínum á eða út frá stórum fleti og hins vegar að leyfa gestum safnsins að fylgjast með þró- un hvers listaverks frá upphafi til enda. Framkvæmdin vísar með sterkum hætti til hverful- leika lífs og listar. Að loknu sérhveiju sýningartímabili verður framlag hvers listamannsins fjarlægt eða hulið á bak við nýtt lag af málningu, sem um leið verður undirlag þess sem næst kemur á veginn, þannig á sér stað viss tæming um leið og ákveðin hringrás er leidd áfram. Á fimmtudaginn mun Hlynur Hallsson kynna dagbók- arverk sitt og hugleiðingar um það. Við sama tækifæri mun Daði Guðbjömsson kynna hugmyndir sínar og áætl- anir en hann er næsti listamaður sem vinnur á vegg miðrýmis Kjarvalsstaða. Yfírlýsing Daða „Bæði vegir og veggir hafa komið fyrir á myndum sem ég hef málað síðustu tvo áratugina og því finnst mér spennandi að fá tækifæri til að vinna að verki í stóru formi sem tengir þessi tvö myndefni saman með jafn markvissum hætti og hér á sér stað,“ segir Daði Guð- bjömsson í yfirlýsingu sinni. „Listin er að mínu áliti úrvinnsla hugsunarinnar og því verður það aldrei neitt einfalt sem kemur út úr þeirri vinnslu sem hin endanlega afurð, listaverkið sjálft. Listin er manninum einnig mikilvægt hjálpartæki við misvel heppnaðar tilraunir hans til að skilja hluti og fyr- Morgunblaðið/Sverrir Daði Guðbjörnsson við veg(g)inn góða á Kjarvalsstöðum. irbrigði á þeim vettvangi sem stundum er kallaður „Raunveruleiki“. Ég hef ákveðið að við vinnslu þessa verkefnis komi fram viss aðferðafræði sem ég nota almennt við mína list- sköpun. Hún felst í því að fyrst eru málaðir ákveðnir hlut- ar verksins á nokkuð raunsæislegan hátt, líkt og hug- mynd sem kemur listinni sjálfri ekkert við; hin víddin í verkinu verður síðan „hin listræna sýn„ sem verður mál- uð á þann hluta veggjarins sem eftir verður þegar búið er að leiða heildina saman eftir veginum annars vegar og veggnum hins vegar.“ á heima Electrolux í Húsasmiðjuimi HÚSASMIDJAN 0] Electrolux • Þvottavél • 850 snúninga • 4,5 kg. • Sérstakur ullarþvottur • Fjölþætt hitastilling • Einföld og sterk Sími 525 3000 • www.husa.is NÝTT NÝTT NÝTT var að koma til landsins frá Mexikó (MB)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.