Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þorsteinn Vilhelmsson selur hlut sinn í Samherja Góður samstarfs- andi lykilatriði Arsuppgjör lífeyrissjóðsins Lífiðnar Hrein raun- ávöxtun 14% KAUPÞING hf. hefur keypt 21,6% hlut Þorsteins Vilhelmssonar og fjöl- skyldu hans í Samherja hf. og er kaupverðið rúmir þrír milljarðar króna, en að sögn Sigurðar Einars- sonar, forstjóra Kaupþings, voru bréfin keypt á genginu 10,6. „Við töldum að fyrirtækið væri nokkuð áhugavert og ákváðum að gera Þorsteini tilboð. Þetta hefur í sjálfu sér skamman aðdraganda, en okkur hefur verið kunnugt um að hann gæti jafnvel hugsað sér að selja hlutinn. Við teljum að við getum miðlað töluvert stórum hluta fljót- lega eitthvað áfram, en frá því hefur ekki verið gengið endanlega,“ sagði Sigurður. Engin eftirsjá Þorsteinn Vilhelmsson segir í yfir- lýsingu vegna sölu á ríflega fimmt- ungs hlut sínum í Samherja, að að baki þeirri ákvörðun liggi ýmsar ástæður. Þeirra á meðal það viðhorf að góður samstarfsandi þurfi að ríkja innan hlutafélaga. Þorsteinn vill að öðru leyti lítið segja um málið, en þó að ýmsir möguleikar séu á framhaldinu, en hann vilji ekkert tjá sig um þá. „Það er ekkert sem er fast í hendi, annað en að ég verð áfram í sjávar- útvegi, ég þekki ekkert annað. Ég get ekki sagt að mér sé eftirsjá að því að yfirgefa Samherja. Þessi ákvörðun er tekin án eftirsjár, að öðru leyti en því, að þarna er mikið af góðum starfsmönnum, sem voru vin- ir mínir og ég átti dagleg samskipti við. Þetta er fólk á skrifstofunum, verkstæðinu, í skipaþjónustunni og sjómennirnir. Það er aðal eftirsjáin að þau samskipti minnki. Að öðru leyti hef ég gert upp hug minn hvað söluna varðar og er sáttur við þá ákvörðun," segir Þorsteinn Vil- helmsson. Hér fer á eftir yfirlýsing Þorsteins vegna sölunnar: Fyrst og fremst hagkvæmnisjónarmið „Þar sem ég hef látið af störfum hjá Samherja og önnur verkefni í sjávarútvegi verða tímafrek á næst- unni, tókum ég og fjölskylda mín þá ákvörðun í dag að selja Kaupþingi 21,6% eignarhluta okkar í Samherja hf. Að baki þessari ákvörðun liggja fyrst og fremst hagkvæmnisjónar- mið en einnig markast þau af því við- horfi að góður samstarfsandi þurfi að ríkja innan hlutafélaga. Það er öll- um aðilum fyrir bestu að hafa hrein- ar línur og ég óska stjórn, hluthöfum og starfsfólki Samherja velgengni á komandi árum. Ákvörðun okkar um að selja hlutinn í Samherja er á eng- an hátt vísbending um að ég sé hætt- ur afskiptum af rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Að undanförnu hef ég, fjölskylda mín og fyrirtæki okk- ar, Ránarborg ehf., fjárfest í nokkr- um sjávarútvegsfyrirtækjum, m.a. í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Fiskeldi Eyjafjarðar og verður eftir atvikum framhald á því næstu misseri." Ekki dæmdir til að eiga hlut til eilífðar Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ljóst í sín- um huga að Kaupþing hf. hlyti að hafa trú á því sem stjórnendur fyrir- tækisins væru að gera og að fyrir- tækið ætti framtíð fyrir sér. Hann sagði að ágætur andi hefði ríkt innan Samherja í gegnum árin, en það gæti þó alltaf komið upp að menn hefðu mismunandi skoðanir. „Þó svo að menn séu eigendur í Samherja þá eru þeir ekki dæmdir til að eiga þann hlut til eilífðar. Ég reikna með því að Þorsteinn Vil- helmsson starfi fyrst og fremst að vettvangi sjávarútvegs í framtíðinni og muni nýta sína fjármuni til þess að fjárfesta annars staðar í sjávar- útvegi og það fylgja honum ekkert nema góðar óskir í því. Ég reikna með því að það séu einhveijir að kaupa sig inn í fyrirtækið og það hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar hverjir það eru, en ég reikna þó með því að Kaupþing eigi einhvern hlut í þessu áfram,“ sagði Þorsteinn Már. Líeyrissjóðurinn Lífiðn skilaði 14% hreinni raunávöxtun fyrir árið 1999 samkvæmt endurskoðuðu ársupp- gjöri sjóðsins sem nú liggur fyrir en hrein raunávöxtun sjóðsins nam 5,1% á árinu 1998. Meðalraunávöxt- un frá stofnun sjóðsins er 9,7%. Avöxtunin skýrist fyrst og fremst, að því er segir í fréttatil- kynningu, af mikilli hækkun á inn- lendri og erlendri hlutabréfaeign sjóðsins svo og 17% lækkun heild- arkostnaðar á milli ára. Heildareignir h'eyrissjóðsins námu 14,5 milljörðum króna í árs- lok 1999 en voru 11,3 milljarðar STJÓRN Kögunar hf. hefur sam- þykkt að nýta heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um 15 milljónir í því skyni að kaupa 90% hlut í Verk- og kerfisfræðistofunni (VKS). Heim- ildin var veitt á aðalfundi Kögunar í síðustu viku. Gunnlaugur Sigmundsson, for- stjóri Kögunar, segist vonast til þess að stjóm Verðbréfaþings íslands taki skráningarlýsingu Kögunar fyrir á fundi sínum í lok febrúar og I kjölfarið fái Kögun hlutabréf sín skráð á VÞI. „Skráningarlýsing er tilbúin frá okk- króna í árslok 1998. Eignaaukning sjóðsins nemur því um 28% á milli ára. Iðgjaldatekjur Lífiðnar á árinu 1999 námu 951 milljón króna og jukust um 15% á milli ára. Greiddar voru um 126 milljónir króna á árinu 1999 í lífeyri en lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum er 13,3%. í fréttatil- kynningunni segir að árið 1999 sé besta ár í þriggja ára sögu Lífiðnar. A síðasta ári greiddu 4.594 félag- ar til sjóðsins. Aðildarfélög Lífeyr- issjóðsins Lífiðnar eru Rafiðnaðar- samband íslands og Matvæla- og veitingasamband Islands. ar hendi og komin til Kaupþings. Þeg- ar Kaupþing hefur afgreitt hana fer hún til stjómar Kögunar og að því loknu til stjórnar Verðbréfaþingsins,“ segir Gunnlaugur.Kaupþing hefur þegar keypt 45% hlut í VKS og þegar skipti á bréfum Kögunar og VKS fara fram fer hluti af bréfum Kögunar til Kaupþings, að sögn Gunnlaugs. „Við höfum gert samkomulag við Kaup- þing um að þau hlutabréf fari í al- menna og víðtæka dreifingu með það að markmiði að fjölga hluthöfum í Köguní 1500-2000.“ Kaup Kögunar á VKS samþykkt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kælitækjaverksmiðjan Thermo Plus opnar söluskrifstofu í Bretlandi Stefna á markað í 12 löndum fyrir árslok Frysti- og kælivélar frá Thermo PIus Europe hafa þegar verið seldar tii stórverslananna Tesco, Sainsbury’s og Iceland í Bretlandi. Frá vinstri Kristinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, Tom Ros- eingrave framkvæmdastjóri og John Ireland, framkvæmdastjóri sölusviðs í Bretlandi. Eimskip selur Detti- foss EIMSKIP hefur gengið frá sölu á skipi sínu, m/s Dettifossi. Kaupandi er þýska skipafélagið BAUM, í Nor- denham. Söluverð skipsins er 249 milljónir króna og er söluhagnaður áætlaður rúmlega 120 milljónir króna. Að sögn Þórðar Sverrissonar, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, er þessi sala liður félags- ins í því að yngja upp skipaflota sinn. Aðspurður um hvort Eimskip hyggist kaupa annað skip í stað Dettifoss segir Þórður að tvö skip hafi í fyrra verið tekin á þurrleigu sem koma í stað Dettifoss. „Annað þeirra var Selfoss, sem við fengum í maí, og hitt Mánafoss, sem kom í desember síðastliðnum," bætti hann við. Dettifoss varð hluti af flota Eim- skips árið 1991, en skipið var smíðað árið 1982 í Þýskalandi. Burðargeta þess er um 7.700 tonn. Allt fram á síðasta ár var skipið í siglingum fyrir Eimskip milli Islands og Evrópu, en frá þeim tíma hefur það verið í leiguverkefnum erlendis. ------f-f-4------ Kaupþing kannar opnun útibús I New York KAUPÞING hf. er að kanna mögu- leika á því að opna útibú I New York á þessu ári. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, vildi í samtali við Morgunblaöið ekki tjá sig hvar 'máliö væri á vegi statt, en sagði það í sjálfu sér ekki vera leyndar- mál að stefna Kaupþings hafi um alllangt skeiö veriö að auka umsvif sín erlendis. „( Bandaríkjunum er stærsti fjármálamarkaður heimsins með um 50% af öllum hlutabréfum og það gæti því út af fyrir sig verið freistandi að gera eitthvaö þar, en á þessu stigi vil ég ekki tjá mig frekar um málið," sagði Sigurður. FRYSTI- og kælitækjaverksmiðjan Thermo Plus Europe á íslandi hf., sem staðsett er í Reykjanesbæ, hef- ur opnað söluskrifstofu í Bretlandi. Félagið stefnir að þvi að koma sér upp söluskrifstofum í allt að tólf löndum fyrir lok þessa árs, sagði framkvæmdastjóri félagsins, Tom Roseingrave, á blaðamannafundi í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í gær þar sem framleiðsla kæli- og frysti- tækja undir vörumerkinu Thermo Plus Europe er nú að komast í gang. Tækin verða ætluð bæði fyrir flutn- ingabíla og kæligeymslur og verða framleidd í ýmsum stærðum og út- gáfum. Stefnt að hálfs milljarðs veltu í fréttatilkynningu frá félaginu segir að sölumál gangi vel í Bret- landi og hafi þegar verið gerðir samningar um sölu á frysti- og kæli- tækjum til stórra breskra verslun- arkeðja á borð við Sainsburýs, Tesco, Iceland og fleiri. Búist er við að velta fyrirtækisins muni nema um hálfum milljarði króna á þessu ári, og að útflutningur hefjist í lok febrúar. Gert er ráð fyr- ir því að starfsmönnum hér á landi fjölgi úr um 20 í um 50 talsins. Éramleiðslan er í um 1.000 fermetra húsnæði, en hús við hliðina hefur verið leigt einnig. Það er um 1.400 fermetrar og er stefnt að því að það verði tekið í notkun síðar á árinu. Kristinn Jóhannesson, sem ný- lega var ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslusviðs fyrirtækisins, sagði að nýir starfsmenn yrðu þjálfaðir til þeirra starfa sem þeim er ætiað að sinna, og er það stefna fyrirtækisins að greiða hærri iaun en sem nemur þeim samningsbundnu launatöxtum sem í gildi eru. Einnig yrði frammi- staða og geta starfsmanna metin og laun látin hækka eftir henni. í tilkynningunni segir að forráða- menn félagsins séu bjartsýnir á ör- an vöxt í framtíðinni, og byggist það á fyrrnefndum sölusamningum og umfangsmiklum markaðsrannsókn- um, en búist er við 10% aukningu viðskipta með kælitæki í heiminum á hverju ári. Einnig kemur fram að tækin uppfylla ströngustu umhverf- iskröfur. Kæli- og frystitækin sem fram- leidd verða af Thermo Plus byggjast á tækni sem þróuð hefur verið af kanadíska fyrirtækinu Masseau Refrigeration, og hefur verið undir- ritaður samningur um afnot af einkaleyfum og vörumerkjum kana- díska fyrirtækisins. Stefna á hlutabréfamarkað innan þriggja ára Á blaðamannafundinum sagði Tom Roseingrave að fyrir um tveim- ur til þremur árum hefði verið tekin sú ákvörðun hjá Masseau Refrigera- tion, sem hefur alls um 100 starfs- menn í Kanada, að stefna á Evrópu- markað, þó að fyrst þyrfti að aðlaga vöruna að þeim markaði. Hann sagði að upphaflega hefði verið stefnt að því að setja upp fram- leiðslu tækjanna í öðru landi en Is- landi, en áhugi hafi verið nægur hér og sú trú að þetta verkefni gæti gengið vel á Islandi. Nú væri vöru- þróun lokið með íslenskri hönnun að hluta, sem og skipulagning sölu- mála, og væri sölustarfsemi að fara í gang. Hann sagðist einnig hafa trú á því að fyrirtækið myndi fara á innlend- an hlutabréfamarkað innan þriggja ára, og njóta þar velgengni. Tom Roseingrave sagði í samtali við Morgunblaðið að tækin sem framleidd eru af Thermo Plus hafi samkeppnisforskot í Evrópu vegna þess að þau eru í grunninn hönnuð fyrir Norður-Ameríkumarkað þar sem hitasveiflur í umhverfi eru mun meiri en í Evrópu. Einnig er fram- leiðslan hér á landi hagkvæm kostn- aðariega. John Ireland er framkæmdastjóri sölusviðs í Bretlandi þar sem fjórir menn starfa, og hefur hann 22 ára reynslu í kælitækjaiðnaðinum, þar af átta ár í Mið-Austurlöndum. Hann segir að vegna langrar reynslu hafi tekist að ná fljótt og vel sambandi við háttsetta aðila hjá áð- ur nefndum verslanakeðjum, og því hafi salan til þeirra farið vel af stað. Eins segist hann horfa vongóður til Mið-Austurlanda varðandi síðari tíma tækifæri, vegna sinnar fyrri reynslu af því svæði, en þar er tals- verð þörf fyrir kælibúnað til að halda matvælum köldum. Tom Roseingrave segir að heild- arfjárfesting í verksmiðju Thermo Plus nálgist nú 150 milljónir króna, en búist sé við að við þá tölu bætist þegar stærra húsið verði tekið í notkun. Að hans sögn eiga Islend- ingar um 85% hlut í Thermo Plus Europe á íslandi hf. og eru helstu hluthafar Sjóvá-Almennar, Kaup- thing Luxembourg S.A., Hitaveita Suðurnesja, Eignarhaldsfélag Suð- urnesja og Fiskiðjan hf. Meðal er- lendra hluthafa er Tom Roseingrave lang-stærstur og á hann mestan hluta þeirra 15% sem erlendir hlut- hafar eiga. t I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.