Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Akraneskaupstaður o g
Borgarbyggð semja
Morgunblaðið/Ingimundur
Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar við undirskrift sam-
komulags sveitarfélaganna. F.v. Gunnar Sigurðsson, Guðrún Jónsdött-
ir, Sveinn Kristinsson, Stefán Kalmansson, Gísli Gíslason, Guðrún Fjeld-
sted, Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðmundur Páll Jónsson.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Ný sfjórn Fiskvinnslunnar Drangs ehf. Frá vinstri: Guðbrandur Sverris-
son, Jón Magnússon, Guðmundur B. Magnússon, Haraldur Ingólfsson og
Guðmundur Ragnar Guðmundsson, nýkjörinn stjórnarformaður.
Stofna félag
um fiskvinnslu
Borgamesi - Síðastliðinn mánudag
undirrituðu Gísli Gíslason bæjar-
stjóri Akraneskaupstaðar og Stefán
Kalmansson bæjarstjóri Borgar-
byggðar samkomulag milli sveitarfé-
laganna um samstarf og samvinnu.
Fór athöfnin fram í Mótel Venusi í
Hafnarskógi að viðstöddum bæjar-
ráðsmönnum sveitarfélaganna og
blaðamönnum. Var undirritunin
gerð með fyrirvara um samþykki
viðkomandi bæjarstjórna.
Með samkomulaginu hyggjast
sveitarfélögin auka samstarf og sam-
vinnu í því skyni að bæta þjónustu
sveitarfélaganna gagnvart íbúunum
og ná fram hagstæðum samningum
við vöru- og þjónustukaup.
Starfsmenn skoði einnig mögu-
leika á auknu samstarfi og samvinnu.
Gagnkvæm aðstoð verði hjá slökk-
viliðum sveitarfélaganna til að auka
þær brunavamir sem fyrir hendi
eru. Samstarf verði tekið upp í út-
boðsmálum og kannaðir möguleikar
á sameiginlegu útboði vegna búnað-
arkaupa til grunnskóla sveitarfélag-
anna á árinu 2001 og við kaup á
tölvubúnaði til grunnskólanna.
Kannaðir verði möguleikar á að
standa sameiginlega að fráveitumál-
um og bæjarverkfræðingi Borgar-
byggðar og forstöðumanni fram-
kvæmda- og tæknisviðs Akra-
nesveitu falið að leggja fyrir bæjar-
stjómir sveitarfélaganna greinar-
gerð um samstarfsgrundvöll þar að
lútandi. Félagsmálastjómm sveitar-
félaganna verði falið að leggja fram
tillögu um sameiginlegt átak í vímu-
vörnum. Menningarmála- og skóla-
fulltrúa Akraneskaupstaðar og bæj-
arritaranum í Borgarbyggð verði
falið að koma á samstarfi í nám-
skeiðahaldi fyrir gmnnskólakennara
og í uppbyggingu stoðþjónustu
gmnnskólanna. Fólk með lögheimili
í öðm sveitarfélaginu verði ekki
krafið um hærra endurgjald þjónust-
unnar en sá, sem á lögheimili í sveit-
arfélaginu.
Er þá átt við eftirfarandi þjónustu:
Þjónustu dagvistarstofnana, heimils-
hjálpar, vinnuskóla, þjónustu tónlist-
arskóla.
Samkomulagið veitir íbúum ann-
ars sveitarfélagsins ekki forgang til
þjónustu í hinu sveitarfélaginu. Sam-
komulaga er um að að hvomgt sveit-
arfélagið geri kröfur hvort á hendur
öðm vegna þeirrar þjónustu sem
veitt er samkvæmt samkomulagi
þessu.
Drangsnesi - Drangsnesingar fjöl-
menntu á stofnfund Fiskvinnslunn-
ar Drangs ehf. sem haldinn var í
Samkomuhúsinu Baldri á fimmtu-
dagskvöldið 27. janúar sl.
Hólmadrangur hf. rekur nú salt-
fiskverkun á Drangsnesi en við sam-
mna hans við ÚA á Akureyri sem
fyrirhugaður er nú á næstunni er
ljóst að þeirri vinnslu verður hætt.
ÚA hefur lýst yfir að þeir hafi ekki
áhuga á rekstri saltfiskverkunar á
Drangsnesi eftir yfirtökuna. Við
saltfiskverkun Hólmadrangs sem er
aðalatvinnurekandinn á staðnum á
Drangsnesi vinna um 20 manns og
því ijóst að þeir myndu allir missa
vinnuna strax við sammna þessara
fyrirtækja.
Undirbúningshópur skipaður full-
trúum Kaldrananeshrepps og út-
gerðarmanna á Drangsnesi hefur
unnið að stofnun nýs fiskvinnslufyr-
irtækis sem taka mun til starfa þeg-
ar Hólmadrangur hættir rekstri á
Drangsnesi.
Mjög vel var mætt á stofnfundinn
og 26 aðilar skrifuðu sig fyrir hluta-
fé í nýja félaginu sem hlotið hefur
nafnið Fiskvinnslan Drangur ehf.
Stærstu hluthafar em Kaldrana-
neshreppur, Hraðfrystihús Drangs-
ness ehf. og útgerðarmenn á
Drangsnesi sem fara með meirihluta
í hinu nýja félagi. Stjórnarmenn em
fimm og þeir em Guðmundur Ragn-
ar Guðmundsson stjómarformaður,
Haraldur Ingólfsson, Jón Magnús-
son, Guðmundur B. Magnússon og
Guðbrandur Sverrisson.
Kristín best
í Borgarfirði
Borgarnesi - Kristín Þórhallsdóttir
fijálsíþróttakona var valin Iþrótta-
maður Borgarfjarðar 1999. Þetta
var tilkynnt á íþróttahátíð UMSB á
Iaugardag.
Kristín, sem er mjög efnilegur
spretthlaupari og langstökkvari,
sýndi miklar framfarir á síðasta
ári. Hún bætti árangur sinn um 60
sm í langstökki, stökk lengst 5,58
m og bætti 21 árs UMSB met. Hún
er efst á afrekaskrá FRÍ í lang-
stökki, varð fimmfaldur Islands-
meistari í yngri aldursflokkum og
er nær ósigrandi í sínum bestu
greinum í sínum aldursflokki.
í stuttu spjalli sagðist Kristin
stefna að því að bæta árangurinn í
ár. Eitt af markmiðunum er að ná
Islandsmetinu í langstökki í
meyjaflokki, sem er 5,74 m.
Kristín hlaut 83 stig. í öðru sæti
varð Einar Trausti Sveinsson, fatl-
aður íþróttamaður, með 58 stig.
Þriðji varð Hlynur Bæringsson
körfuknattleiksmaður, með 55,
fjórða Halldóra Jónasdóttir fijáls-
íþróttakona, 25, fimmti Gauti Jó-
hannsson frjálsíþróttamaður, sjötti
ÓIi Þór Birgisson badmintonmað-
ur, sjöundi Guðlaugur Andri Ax-
elsson, fyrir badminton og knatt-
spyrnu, áttunda Elfn Anna Stein-
arsdóttir körfuknattleikskona,
níunda Harpa Dröfn Skúladóttir
sundkona og í tíunda sæti var Þu-
ríður Jóhannsdóttir golfkona.
--------------------
„Eyjapeyjar“
undirbúa
hlutafélag
STOFNUN fjárfestingahlutafélags í
tengslum við ÍBV er í undirbúningi.
Ætlunin er að stofna hlutafélag sem
sjálfstæðan bakhjarl lyrir félagið, á
svipuðum nótum og KR-Sport var
stofnað í tengslum við KR íyrir ári.
Undirbúningsnefnd, sem gengur
undir vinnuheitinu „Eyjapeyjar",
skipa Ásgeir Sigurvinsson, fyrrver-
andi atvinnumaður, Pálmi Sigmars-
son hjá Spectra AB, Jóhannes Ólafs-
son, fyrrv. formaður knattspymuráðs
ÍBV, Bjarki Brynjarsson, forstöðu-
maður útibús Kaupþings í Eyjum og
Jón Valgeirsson, lögfræðingur.
Morgunblaðið/Ingimundur
Fijálsíþróttakonan Kristín Þórhallsdóttir, sitjandi fyrir miðju, ásamt öðrum íþróttamönnum sem hlutu tilnefningar í kjörinu í Borgarfirði.
Forkaupsréttur
vegna kaupa á
Fundvísi stendur
ísafirði - Úrskurður hefur fallið fyrir
Héraðsdómi Vestfjarða, ísafjarðar-
bæ í vil, í máli sem reis vegna þess að
bærinn neytti forkaupsréttar og
gekk inn í kaup á bátnum Fundvísi
IS 881 ásamt veiðileyfi og aflahlut-
deild. Sjávarútvegsráðuneytið hefur
úrskurðað um stjórnsýslukæru í
sama máli; þar sem kærð var sú
ákvörðun Isafjarðarbæjar að neyta
forkaupsréttar.
Úrskurður sjávarútvegsráðu-
neytis var á þá leið, að ákvörðun bæj-
arins sé ekki kæranleg til ráðu-
neytisins og var því ekki tekin
efnisleg afstaða til hennar. Með öðr-
um orðum var málinu vísað frá.
Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar ákv-
að 6. janúar sl. að neyta for-
kaupsréttar að bátnum og jafnframt
að gefa útvegsmönnum og útgerðum
með heimilisfesti í sveitarfélaginu
kost á að kaupa hann. ísafjarðarbær
auglýsti bátinn síðan til sölu með
framangreindum skilmála.
Málsatvik eru þau að 3. nóvember
sl. samþykktu forsvarsmenn Vís
ehf., Urðarvegi 19, ísafirði, sem átti
bátinn, „svokallað“ gagntilboð (eins
og það er orðað í úrskurði hérað-
sdóms) Ingvars Árnasonar og Varar
ehf. (gerðarbeiðenda) við gagntil-
boði. Síðan segir í úrskurði Hérað-
sdóms Vestfjarða: „Var þar kveðið á
um sölu bátsins til gerðarbeiðenda
fyrir kr. 99.000.000, sem skyldu
greiðast með nánar greindum pen-
ingagreiðslum að fjárhæð kr.
77.000.000, en að öðru leyti með af-
hendingu á bátnum Snædísi RE 27.
Ráðgerð afhending bátsins var hinn
20. nóvember sl. I tilboðinu var gerð-
ur fyrirvari um ástand bátsins
Snædísar RE 27, en gerðarþoli [Vís
ehf.] féll frá þeim fyrirvara hinn 8.
nóvember sl.
Aldrei kom til þess að gengið yrði
frá skriflegum kaupsamningi í kjölf-
ar þess. Með bréfí dagsettu 7. des-
ember sl. tilkynnti lögmaður gerðar-
þola Kvóta- og skipasölunni ehf.,
sem milligöngu hafði um kaupin, að
gerðarþoli hefði ákveðið að falla frá
sölu bátsins af þar nánar tilgreind-
um ástæðum. Gerðarbeiðendur
kváðust halda kaupunum upp á gerð-
arþola, sem tilkynnti þeim með bréfi
dagsettu 20. desember sl. að hann
myndi efna þau af sinni hálfu, en tók
fram að hann hlefði boðið ísafjarðar-
bæ forkaupsrétt að bátnum með vís-
an til 11. gr. laga nr. 38/1990. [...]
Fyrir liggur að annar gerðarbeið-
enda, Vör ehf., flutti lögheimili sitt til
Isafjarðarbæjar eftir að kaupin tók-
ust og segjast gerðarbeiðendur ætla
að gera Fundvísan út frá Suðureyri."
Forkaupsréttur orðinn virkur
Einnig segir í úrskurði Héraðs-
dóms Vestfjarða: „Verður að telja að
forkaupsréttur ísafjarðarbæjar að
Fundvísi IS 881 hafi orðið virkur um
leið og gerðarþoli varð bundinn af
samningi sínum við gerðarbeiðend-
ur, sem aðilar eru sammála um að
hafi orðið 3. nóvember sl., þótt aldrei
kæmi til þess að þeir gengju frá
formlegum kaupsamningi að tilboði
samþykktu. Áþeim degi áttu gerðar-
beiðendur báðii- heimili utan ísa-
fjarðarbæjar.
Verður ekki talið að forkaupsrétt-
urinn hafi fallið niður með því að
annar þeirra flutti heimili sitt þang-
að síðar.
Mestan hluta kaupverðs bátsins á
að greiða með peningum, samkvæmt
ofangreindu tilboði. Er forkaups-
réttur því fyrir hendi, þó um skipti sé
að ræða að hluta. Samkvæmt ofán-
sögðu verður að fallast á það með
gerðarþola að ísafjarðarbær eigi
lögmæltan forkaupsrétt að ofan-
greindum báti. [...] Verður því að
synja um framgang hinnar umbeðnu
gerðar. Eftir atvikum þykir rétt að
hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri
máls þessa.“
Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri
Héraðsdóms Vestfjarða, kvað upp
úrskurðinn.