Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNLAUGUR
JÓNSSON
+ Gunnlaugur
Jtínsson fæddist í
Reykjavík 9. janúar
1943. Hann ltíst hinn
20. janúar síðastlið-
inn og ftír útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 31. janúar.
Kveðja
frá Gautavík
Á morgun kveðjum
^gjð Gunnlaug Jónsson,
pípulagningarmeistara
og verksmiðjustjóra
hjá Fiskimjölsverksm-
iðjunni Gautavík á Djúpavogi. Gulli,
eins og hann var ávallt nefndur, var
hjartað og höfuðið í verksmiðjunni á
Djúpavogi. Hann var foringinn sem
fór fyrir þeim góða flokki manna
sem þar vinna. Hann réðst til starfa
hjá Búlandstindi á Djúpavogi fyrir
u.þ.b. þremur árum þegar hafist var
handa við endurbyggingu bræðsl-
unnar á Djúpavogi. Þar stýrði hann
mikilli uppbyggingu á gamalli verk-
smiðju frá síldarárunum sem var
endurbyggð úr nýjum og notuðum
tækjum og vélum. Honum fórust þau
-#torf mjög vel úr hendi enda hafði
hann unnið árum saman í fiskimjöls-
iðnaði á íslandi og víðar, m.a. í
Mexíkó. Gulli var í essinu sínu við
slík verk. Reynsla hans og þekking
var með slíkum yfirburðum að hann
var löngu orðlagður sem einn af
bestu verksmiðjustjórum landsins.
Gulli var mikill verkmaður og dugn-
aðarforkur sem aldrei lá á liði sínu.
Hann var maður sem leið fáum úr
minni eftir fyrstu kynni. Að honum
sópaði hvar sem hann fór. Gulli var
greindur og vel lesinn og unni landi
-^Sru og sögu sem hann kunni góð
skil á.
Fyrir rétt um ári urðu breytingar
á eignarhaldi verksmiðjunnar og
nýtt hlutafélag, Gautavík, tók við
rekstri hennar. Gulli réðst til okkar
sem verksmiðjustjóri og tók strax af
skarið í rekstrinum, því komið var
fram á loðnuvertíð. Allt varð að ger-
ast hratt og mikil vinna var fólgin í
því að fá öll hjól til að snúast. Alls
konar bilanir og vandamál, stór sem
smá, hrönnuðust upp og á stundum
virtist sem allt ætlaði að stöðvast.
En Gulli og samstarfsmenn hans í
verksmiðjunni unnu bug á öllum
vandamálunum með dugnaði og
ósérhlífni og gekk loðnuvertíðin von-
;»iwn framar. Framlag Gulla til þess
verður seint fullþakkað en minning-
in um vel unnin verk hans mun lifa.
Eftir loðnuvertíðina tók við sumar-
síldarvertíð og svo viðhaldsstopp.
Það var nýtt til endurbóta og frekari
uppbyggingar verksmiðjunnar.
Mjölskemma fyrirtækisins var
stækkuð verulega, öll tæki og vélar
yfirfarin og allt umhverfi endurbætt
og fegrað. I sumar sem leið fór Gulli
til írlands á vegum verksmiðjunnar
þar sem hann gróf upp notaða en
góða mjöltanka sem kaup voru fest á
og komu þeir tO landsins í desember
OSWAl.DS :
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AOALS rR/l l I 411 • 101 RLVKJAVÍK |
0% &
‘btm pSt
Dttvíc) ínger ()l/ifur
(hfiir/trsij. Utf/mnstj. Utfttnmtj. |
l.l'KKIS l UVINNUS I OI A
EYVINDAR ÁRNASONAR
síðastliðnum. Gulli var
sem áður prímus mótor
okkar í þessari vinnu
og nutum við þekking-
ar hans og útsjónar-
semi við hana. Næst á
dagskránni var að
koma þessum tönkum
fyrir og taka þá í notk-
un eftir loðnuvertíðina í
vetur. En svo hafa ör-
lögin nú gripið inn í að
ekki fáum við notið
góðra krafta Gulla
meir. Nú verða minn-
ingamar einar um góð-
an dreng og félaga að
duga. Og þær eru margar. Við minn-
umst margra góðra kvöldstunda
heima hjá Gulla á Djúpavogi þar sem
málin voru rædd og lagt á ráðin um
framhaldið. Þar vorum við ætíð au-
fúsugestir og nutum mikillar gest-
risni hans. Við minnumst einnig
góðra stunda með honum og Önnu
Soffíu, sambýliskonu hans, síðasta
sumar, einkum fróðlegrar og fallegr-
ar ferðar út í Papey með þeim í góð-
um hópi.
En nú hefur Gulli lokið síðustu
vaktinni sinni hjá okkur og horfið til
annarra heima. Stjórn og starfs-
menn hjá fiskimjölsverksmiðjunni
Gautavík á Djúpavogi heiðra minn-
ingu Gunnlaugs Jónssonar, verksm-
iðjustjóra, um leið og við þökkum
fyrir vel unnin störf og góð kynni.
Við sendum Önnu Soffíu sem og
bömum Gulla okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum algóðan Guð að
styrkja þau í sorginni.
F.h. stjórnar og starfsmanna
Gautavíkur,
Sigmar Bjömsson,
Stefán Þtírarinsson.
Þegar ég kveð Gunnlaug Jónsson
reyni ég að horfa til þess liðna með
jákvæði. Að jarðvist okkar lýkur, er
það eina sem við vitum fyrir víst,
samt er það alltaf mikið reiðarslag
þegar vinir hverfa á brott. Að síð-
ustu mun hver uppi standa með
minningar einar, áður en hann yfir-
gefur jarðvistina. Á þeirri stundu er
að horfa yfir farinn veg og læra sína
síðustu lexíu. Þá er því lokið að lífið
sé dýrmætt í væntingum og vonum,
þá tekur við eitthvað annað og
óþekkt. Á þeirri stundu er lífið ein
stutt viðkomuvist í minni. Barátt-
unni er lokið, farið er frá gerðum
hlutum og ógerðum, vistinni er lokið.
Að miklum vinskap okkar Gunn-
laugs era minnisatriði svo mörg.
Sem náinn vinur og félagi, þá var
hann hluti þess heimsveruleika sem
maður hrærðist í. Nú er þar stöðvun
á, virkri þátttöku í framvindu dag-
legs lífs er lokið. Öll atriðin þar sem
Gunnlaugur var með og virkur, verð-
ur nú að afgreiða til minnis með
sorg.
Leiðir okkar lágu saman í fiski-
mjölsiðnaðinum. Áhugi Gunnlaugs
óx strax og hann kom að þeim iðnaði.
Það viðfangsefni að láta verksmiðju
ganga með afköstum og gæðum, eins
og tilefni er til, er virkilega flókið
mál.
Áhrifaþættir era fjölmargir og sí-
breytilegir eftir aðstæðum. Þeir sem
stjóma slíkum verksmiðjum með
árangri verða að geta hugsað í mjög
stóra og flóknu kerfi. Og það gat
Gunnlaugur. Hann var einn þeirra
manna, sem gat um margt fram um
aðra menn látið verk ganga. Ósér-
hlífni hans og harka við sjálfan sig
var með ólíkindum. Samtímis var
Gunnlaugur bæði næmur og við-
kvæmur. Hann hafði lært að láta
minna á því bera við ókunnuga, það
yrði talið veikleikamerki. En það er
styrkur að vera næmur og viðkvæm-
ur, þá gerist meir í huga og betur er
tekið eftir. Það verður ekki tómlæti
að láta draslast, heldur bragðist við
hverjum vanda strax. Það var ekki
Gunnlaugs að sleppa frá verki eins
og annarra mat mundi vel við una.
Hann hafði tilfinningu fyrir hverj-
um þætti og miðaði við það sem hann
vissi að var betra. Og gerði í að bæta
það. Verkið réði, ekki samanburður
við aðra menn. Samræður okkar
snerast því mikið um verk, um hvað
væri rétt að gera í stöðunni. En
Gunnlaugur var góður félagi, þegar
tóm gafst til slíkra hlutverka, sem
varð alltof sjaldan. Ég votta Önnu
Soffíu mína dýpstu samúð. Ég kveð
Gunnlaug með söknuði og votta
bömum hans samúð mína. Megi góð-
ur Guð gæta hans.
Þorsteinn Hákonarson.
Hún Ragna hringdi og sagði okk-
ur að hann Gulli væri dáinn. Okkur
var bragðið, hann Gulli var góður
vinur okkar. Við kynntumst honum
fyrst fyrir 20 áram, í kjallaraíbúð á
Baldursgötu. Við hjónin voram ný-
flutt heim frá Danmörku og kíktum
við hjá Önnu Soffíu í kaffi. Gulli var
þar staddur og Anna Soffía kynnti
hann sem pabba hennar Óskar. Gulli
varð strax vinur okkar og hafði
áhuga og skoðun á því sem við rædd-
um. Svo liðu 18 ár án þess við hitt-
umst svo heitið gæti, en það var
mjög svo velkomið að heimsækja
þau Önnu Soffíu og Gulla á Djúpa-
vogi og fá þar gistingu sumarið ’98.
Gulli var aftur orðinn gamall vinur
sem ræddi við okkur um heima og
geima og sýndi okkur allt markvert í
kringum Djúpavog. Fór með okkur í
bíltúr um nágrennið að skoða nátt-
úra og mannlíf þama í kring og einn-
ig fengum við sérstaka kynningu á
loðnubræðslunni. Hann sá svo margt
skondið í lífinu og umhverfinu og
eins og fyrr hafði hann áhuga og
skoðun á flestu sem bar á góma. Við
voram svo heppin að hitta hann
nokkram sinnum síðan, meðal ann-
ars var sko mikið velkomið að við
fengjum gistingu síðastliðið sumar á
leið okkar inn að Eyjabökkum og
Kárahnjúkum. Gulli og Anna Soffía
vora sjálf búin að skoða þetta. Hann
leiðbeindi okkur um leiðir og færð og
vitanlega var hann búinn að mynda
sér skoðanir frá ýmsum hliðum og
hafði gaman af að ræða þetta við
okkur á meðan hann eldaði handa
okkur kvöldmat. Og alltaf var eins
og við hefðum þekkst frá öndverðu.
Bömunum hans og aðstandendum
vottum við innilega samúð okkar.
Sigríður og Þorleifur.
Þau segja mikið og vekja mann til
umhugsunar orðin sem Elín sendi
okkur systkinunum. Þau era úr Spá-
manninum og hljóða svo: Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
Þó sorg og söknuður séu sterkustu
tilfinningarnar þessa dagana eru
þær blandaðar gleði yfir góðum
minningum.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst
Gulla, hann var sérstakur á sinn
hátt, glettinn og léttur í tali við fólk
og barngóður svo eftir var tekið. Ég
þakka líka fyrir að hafa kynnst yngri
börnum hans, þeim Guðrúnu Erlu,
Friðþjófi, Hrafnhildi og Ósk.
Seinni árin hittumst við sjaldnar,
en voram þeim mun oftar í síma-
Lrjisárykkjur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
1 HOTEL LOFTLEIÐIR
C ICELANOAIR HOTILS
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
sambandi. Hann heilsaði mér með
orðunum: „Sæl vertu, kellingin mín“
og þá var við hæfi að svara: „Sæll
kallinn minn“. En nú heyri ég ekki
lengur í elsku kallinum nema í huga
mér og hann hlær við og segir: „Hún
er ekki einföld hún tóra“. Ef ég
kvartaði yfir einhverju við hann hló
hann bara og sagði: „Þetta er verst
fyrstu 100 árin“.
Elsku Jónína, Jón Elías og fjöl-
skyldur ykkar, Anna Soffía, Guðrún
Erla, Friðþjófur, Hrafnhildur og
Ósk.
Mín sorg er ykkar, og ykkar sorg
er mín.
Vertu sæll elsku kallinn minn, hvíl
þú í friði.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margserað minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Berglind Sigurðardtíttir.
Á morgun, mánudaginn 31. jan-
úar, verður mágur okkar, Gunnlaug-
ur Jónsson, borinn til hinstu hvíldar.
Hann lést hinn 20. þessa mánaðar,
langt fyrir aldur fram. Okkur brá öll-
um mjög við fréttina um andlát hans
og viljum kveðja þennan vin okkar
og mág með fáeinum orðum. Við höf-
um um 20 ára tímabil vitað af Gulla
og þekkt hann fyrst sem pabba Ósk-
ar, dóttur hennar Önnu Soffíu syst-
ur, og síðar nutum við þeirrar
ánægju að kynnast honum betur, þá
sem sambýlismanni Önnu Soffíu.
Ætíð höfum við fundið hlýju og sam-
hug streyma frá honum og notið
góðs af ráðleggingum og vangavelt-
um um eitt og annað sem hefur borið
á góma. Hann var alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd þar sem hann gat.
Hann var til dæmis ekki lengi að
drífa sig í eldhúsið og laga vatns-
rennslið úr eldhúskrananum þegar
kvartað var um að vatnið rynni hægt
í einu jólaboðinu núna um jólin. Ekki
hætti hann fyrr en það var komið í
lag. Gulli var greindur og vel lesinn
og glöggur á menn og málefni og það
var alltaf gaman að ræða við hann
um allt mögulegt og alltaf var stutt í
kímnina og glettnina. Hann sagði
okkur oft sögur af fólki sem hann
hafði kynnst á lífsleiðinni og
skemmtilegum atburðum sem hann
hafði lent í, bæði hér heima og þegar
hann var í Mexíkó eða annars staðar
í heiminum. Ekki var það með háv-
aða eða látum sem hann sagði frá
heldur á hljóðlátan, kíminn og
skemmtilegan máta sem kom okkur
oft til að veltast um af hlátri við eld-
húsborðin okkar og austur í Kaldár-
höfða. Hann var einnig sérstaklega
bamgóður maður og það var alltaf
gaman að sjá hann með börnunum í
Álakvíslinni. Þar horfðu mörg augu
á þennan stóra mann en öll enduðu
þau í fangi hans eftir stutta stund
með bros á vör og bók eða dót sem
þurfti að sýna honum. Svona gætum
við haldið lengi áfram og minning-
amar era ótal margar eftir alltof
stuttan tíma saman. Að missa Gulla
setur stórt skarð í fjölskyldu okkar.
Missirinn er mikill sorgin stór fyrir
Önnu Soffíu, Ósk og öll hin börnin
hans og barnabörn og vottum við
þeim öllum okkar dýpstu samúð.
Snjtílaug, Elfar og Ragna.
Ég þekkti Gunnlaug Jónsson of
stutt, sá tími hefði átt að vera miklu
lengri. En mig langar til þess að
þakka þau góðu kynni sem á milli
okkar urðu. Ég gleymi ekki hlýjunni
í augunum, glaða brosinu og hlýja,
fasta handtakinu. Hjá honum fann
ég það traust og þá festu sem prýðir
góðan mann. Eg minnist margs, til
dæmis þegar hann bauð sér og Ónnu
Soffíu í morgunkaffi hjá mér og kom
með brauð og meðlæti úr bakaríinu.
Einnig bíltúranna sem þau buðu mér
með í, það var skemmtilegt og
gleymist ekki. Líka var spáð í hvað
ætti að gera í Kaldárhöfðanum og þá
kom ýmislegt fram. Ég gleymi ekki
heldur þegar ég var í afmæli Óskar
þar sem bamahópurinn hans var
kominn saman og hvað hann var
stoltur af hópnum sínum.
Margs er að minnast og of langt
væri að telja það allt upp hér en
Anna Soffía mín og Ósk og þið öll
börnin hans og barnaböm, ykkur vil
ég senda mínar bestu samúðarkveðj-
ur. Ég veit að sorgin er stór.
Pálína Þorsteinsdtíttir.
Það er með sorg í hjarta sem við
kveðjum þig, kæri vinur. Ég man
þegar við kynntumst fyrst. Vorið
1986. Við vorum samferða á Sogni og
ekki óraði mig fyrir því þá að við ætt-
um eftir að verða góðir vinir. Strax
þá tókst þú það sem þú ætlaðir að
fara að gera mjög alvarlega. Ekki efi
í huga þínum. Sko, strákar, þetta er
ekkert flókið. Það að setja tappann í
flöskuna er framkvæmd og svo fylgj-
um við því eftir með AA-fundum. Við
áttum síðan samleið þegar ég kynnt-
ist fjölskyldu þinni í Sandgerði. Um
leið og ég kom heim til þín og sá
hvemig þú tókst á því að vera pabbi,
hugsaði ég hvað þú varst góður við
krakkana og hve mikill kærleikur
var í samskiptum þínum við þau. Ef
ég var með eitthvert vandamál eða
þurfti á aðstoð þinni að halda kom ég
ekki að tómum kofunum. Sko, þetta
er ekkert mál og svo kom leiðbein-
ingin um hvernig ég ætti að taka á
málunum. Ansi oft rataðist þér satt
orð á munn. Þegar við fóram að búa,
ég og Davíð, vafðist það ekki fyrir
þér. Sko, strákar, þetta er ekkert
mál, maður hefur ftjálsræði til að
elska hvern sem maður vill, ekki
satt? Þegar við fréttum um ótíma-
bæran dauða þinn runnu upp í hug-
ann stundir um skemmtilegar sam-
ræður sem við áttum með þér. Þegar
þú lentir í erfiðleikum og fluttist frá
Sandgerði fylgdumst við með þér og
sáum þig vinna þig út úr erfiðleikun-
um. Þú lagðir land undir fót til að
geta sigrast á þeim erfiðleikum sem
sóttu að þér. Sú virðing sem við bár-
um fyrir þér óx þegar við þurftum á
aðstoð að halda og fundum stuðning
þinn og aldrei gleymum við hvernig
þú stappaðir í okkur stálinu og
hvattir okkur til dáða gafst okkur
ráð, þú varst sannarlega vinur £
raun. Þegar við heyrðum síðast í þér
óraði okkur ekki fyrir því að það yrði
í síðasta sinn. Gulli í svaka vinnu á
Djúpavogi en auðvitað leið þér best
þegar mikið var að gera og þannig
þreifst þú best. Þegar þú komst og
eitthvað bar á góma um fjármál
vinkaðir þú vasareikninum, sko við
skulum skoða þetta strákar og síðan
var reiknað en stundum hagi’æddir
þú útkomunni þannig að allir vora
sáttir og til í slaginn. Við vitum að
skilnaður þinn við börnin var þér
þungur og erfiður. Hvemig þú lýst-
ist upp þegar talið barst að krökkun-
um og £ þau skipti sem við hittumst
fór alltaf stór hluti af umræðunni um
krakkana og hvernig þeim gengi, þú
varst stoltur af þeim og þvi sem þau
vora að gera. Okkur mér og Davíð
var tíðrætt um hvað kærleikurinn og
væntumþykja krakkanna þinna hlyti
að vera þér kær. Hvert barn átti sinn
stað í hjarta þinu og við fundum að
ekkert var þér kærara en hitt. Það
sem þú lagðir á þig við að vera þeim
góður faðir og stefndir að þvi að þau
gætu verið stolt af þér.
Elsku Gulli, okkur langar til að
þakka þér þær stundir sem við átt-
um með þér og allt sem þú gerðir
fyrir okkur. Við munum geyma
glettnina, gáskann, bjartsýnina og
fallega brosið þitt og við kveðjum
þann vin sem á stóran hluta í hjört-
um okkar.
Þú félagi vinur, þín fór enduð er
á framandi ströndu að landi þig ber.
Við syrgjum og gleðjumst hér saman um
stund
en seinna við mætumst á annarri grund.
Sá líknandi faðir er lífið gaf þér
hann leiðir þig áfram um eilífðar veg.
En minning liflr oss mönnunum hjá
á meðan að dveljumst við jörðinni á.
Þó leiðir okkar skilji og lund okkar sár
þú læknað það getur og þerrað hvert tár.
Þú bæn okkur kenndir við biðjum þig nú
að breyta þeim harmi í eilífa trú.
(E.B.V.)
Jónína, Jón Elías, Guðrún Erla,
Friðþjófur, Hrafnhildur og Ósk.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Eymundur og Davíð.