Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 43 samkvæmt heimsfræði Nýals og ekki að efa, að tekið hafi verið á móti hon- um með kostum og kynjum, sem einni af fáum hetjum samtímans, sem berst fyrir sannleikann og réttum skilningi á tilveru og tilgangi lífs í alheimi. Það er ekki að efa að Þorsteinn verður þar fremstur meðal jafningja og mun taka virkan þátt í þeim stóra hópi nýalssinna sem kominn er til framlífs og vinna íslenskri heimspeki brautargengi af öllum þeim krafti sem þeir geta. Þorsteinn myndaði líkama á ann- arri jörð samtímis og lífið fjaraði út í þeim gamla, eða eins og prestarnir segja: af jörðu ertu kominn og af jörðu skaltu aftur upp rísa. Við eina af sólum veraldarrúmsins hvarfast hnöttur sem fóstra mun Þor- stein um ókomin ár, á leið hans og okkar allra til óendanlegs þroska, hnetti af hnetti. Það er mikil eftirsjá að Þorsteini og liðsinni hans til áframhaldandi kynningar á heimsfræði Nýals. Ég þakka fyi'ir að hafa kynnst hon- um og eldmóði hans um framgang málefnisins, en jafnframt hlakka ég til að starfa með honum við þessar nýju og betri aðstæður er hann býr nú við. Við hjónin viijum votta aðstand- endum hans okkar innilegustu sam- úð. Atli Hraunfjörð. Við sem höfðum þekkt Þorstein Guðjónsson lengi vissum að hann var mikill dugnaðarmaður. Hann fékk berkla ungur að árum og varð fyrir miklum skaða af þeim skæða sjúk- dómi. En það var hans eðlishreysti að þakka, hvemig honum tókst að lifa svo lengi, þrátt fyrir sína fötlun, og vinna stórvirki í heimspekilegri hugs- un og ritstörfum. Þorsteinn las Nýal, rit dr. Helga Pjeturss, ungur að árum. Hann hreifst mjög af vísinda- og heimspeki- kenningum Helga, og gerðist fljótt einn öflugasti málsvari þeirra. Hann var einn af stofnendum Fé- lags Nýalssinna, var lengi formaður þess félags, og var ávallt í fararbroddi að vekja athygli á kenningum dr. Helga um líf í alheimi, sambandið miili manna bæði hér á jörð og milli hnattanna. Einnig að lífið sé komið til vegna tilgeislunar frá því meginafli, sem hefur skapað og þróað alla til- veru og líf í alheimi. Lífið hafi síðan þróast áfram fyrir náttúruval, en hið skapandi afl hafi ávallt verið drif- kraftur þróunai'innar. Þorsteinn samdi nokkrar bækur, smærri rit og fjölda greina, sem birt- ust í dagblöðum og tímaritum. Einnig ritstýrði hann bókinni Málþingi ís- lendinga, sem er safn greina um Ný- al, dr. Helga Pjeturss og íslenska heimspeki, eftir marga af vitrustu mönnum þjóðarinnar. Nýyrðið málþing náði skjótri út- breiðslu, enda var Þorsteinn snjall ís- lenskumaður og góður rithöfundur. Þorsteinn vann einnig stórvirki þegar Nýall var geftnn út að nýju fyr- ir nokkrum árum og verður það starf seint full þakkað. Hann var einnig góður málamaður og skrifaði tvær bækur á ensku, en gaf einnig út tímaritið Huginn og Muninn sem hann sendi áhugasömu fólki víða um lönd. Bréfaviðskipti átti hann við fjölda manna víða um heim, og þar átti hann marga trygga vini. Þorsteinn var unnandi forn- sagnanna og hins foma átrúnaðar. Hann vildi halda tryggð við allt það besta í hinni fornu trú norrænna manna, en hann var einnig fylgismað- ur þess sem gott er í kenningum kristninnar og öðrum trúarbrögðum. Grunnatriði í þeirri heimspeki, sem honum var svo kær er, að vísindunum er ætlað að várpa ljósi þekkingar á viðfangsefni trúarbragðanna en alls ekki að varpa rýrð á þau. Nú mun Þorsteinn vera kominn með heilbrigðan líkama og sterk lungu endurlíkamnaður á annarri jörð. Það er í samræmi við það sem kirkjunnar menn segja að við séum af jörðu komin og munum af jörðu aftur upp rísa. Við samstarfsmenn Þorsteins í Fé- lagi Nýalssinna þökkum honum langt og ánægjulegt samstarf. Páll Ragnar Steinarsson, Þorlákur Pétursson. MAGNI GUÐMUNDSSON + Magni Guð- mundsson fædd- ist í Stykkishólmi 3. ágúst 1916. Hann lést á Hrafnistu 24. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Narfeyri, útgerð- arstjóri, og kona hans Guðrún Einars- dóttir. Faðirinn var af Hjaltalíns-ætt, en móðirin af ætt Högna prestaföður, fædd að Ártúnum í Rangár- vallahreppi. Systkini Magna: Steinar, byggingafræð- ingur; Kristján, brúarsmiður; Nanna, húsfreyja; Gunnlaug, hús- freyja; Lárus, skipstjóri, öil látin. Hálfsystkini Magna, móðirin seinni kona Guðmundar, Kristín Vigfúsdóttir frá Brokey: Þóra, Atli, bæði látin, Guðrún húsfrevja. Magni kvæntist árið 1944 Ásu Hjartardóttur Ögmundssonar, bónda og hreppstjóra í Álfatröð- um, og konu hans Kristínar Helgadóttur. Þau eignuðust þijú böm: Guðmund Magnús, Hjört Ögmund og Kristúiu. - Fyrir hjú- skap ól Anna B. Böðvarsdóttir Magnússonar, bónda og hrepp- stjóra að Laugarvatni, honum dóttur, Bergljótu að nafni. Ása og Magni skildu eftir lið- lega 20 ára hjónaband 1965. Hall- fríður Kolbeinsdóttir, fv. banka- gjaldkeri, annaðist heimili hans á Winnipeg-ámnum. Árin 1983- 1988 var hann í hjúskap með Janet Shelagh, f. Brown, frá Glasgow. Barnabörn Magna em 14 og barnabarnabörn fjögur. Magni ólst upp í Stykkishólmi, en dvaldi sumar hvert á höfuðbóli í nærliggjandi Helgafellssveit frá sjö ára aldri til fermingar. Hann sótti Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan vorið 1937, lauk prófi í forspjallsvísind- um frá Háskóla íslands vor 1938, sigldi síðan til Frakklands og lagði stund á viðskiptafræði við skóla í París tengdan Sorbonne Við Magni Guðmundsson vorum málvinir um árabil eftir að við kynnt- umst fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Sím- inn var okkar samskiptatæki. Ég varð þess fljótt áskynja að persónueinkenni hans voru skýr og duldust ekki. Hann var ekki steyptur í neitt meðalmannsmót. Hann átti ekki auðvelt með að laga sig að straumlínuformi stofnanakerfisins. Honum hætti til að ganga götu ein- farans. Hann var afar vandur að virðingu sinni, að vera frjálsborinn maður. Hann var staðfastur unnandi pers- ónufrelsis í orði og athöfn. Óháður vildi hann vera. Þess háttar frelsis- skilningur á lítið skylt við þá auð- valdsfrjálshyggju sem nú breiðir úr sér um alla heimsbyggðina og hefur í leiðinni lagt undir sig frelsishugtakið og gert það að engu. Magni vai’ fé- lagshyggjumaður í góðum skilningi þess orðs, „vinstrisinnaður" eins og hann orðaði það sjálfur í mín eyru, en hvergi flokksbundinn, það ég best veit. Það hefði ekki hentað honum. En húmanistinn og hagfræðingurinn Magni Guðmundsson var rakinn andstæðingur óhefts kapítalisma. Sú var tíðin að Magni Guðmun- dsson var ungur og eldhress kaupsýslumaðm' í Reykjavík, eink- um þekktur fyrir eftirsótt veitinga- hús sitt á Laugavegi 28. Þangað lagði margur leið sína. A yfirborðinu gat manni komið í hug að hann hefði á þeim ái-um sómt sér ágætlega í Junior Chambers og fallið í kramið í hugsjónaveröld „Verzlunarskólans“. En þess háttar ímyndanir um lífsvið- horf og skoðanir hans um þjóðfélags- mál áttu sér enga stoð. Þótt kaupsýsla lægi vel fyrir honum, átti hann sér önnur áhugaefni og hug- sjónamál. Um aldarfjórðungsskeið frá ung- um aldri var hann framkvæmda- stjóri fyrirtækja, viðurkenndur veturinn 1938-39. Deildinni var lokað, þegar seinni heims- styijöld braust út um mánaðamótin ágúst/ september sama ár og sneri Magni þá heim. Honum bauðst þátttaka í veitinga- rekstri vorið 1940 og varð það ásamt inn- flutningsverslun að- alstarf hans næsta aldarfjórðung. Hann fór í framhaldsnám til Kanada 1944 og tók kandidatspróf í hagfræði og stjórnvísindum við McGill-háskóI- ann í Montreal 1946. Við fimm- tugsaldur réðst hann til opinberr- ar þjónustu, fyrst á Hagstofu íslands, síðan hjá Seðlabanka og þá í ráðuneytum. Hann hélt áfram hagfræðinámi í Kanada 1972 og hlaut doktorsgráðu í þeirri grein við Manitoba-háskóla í Winnipeg 1977 með ríkisfjármál og pening- asljórn að sérgreinum. Jafnhliða náminu kenndi hann við háskól- ann og tók að sér verkefni fyrir fylkisstjórnina, hvort tveggja hlutastarf. Honum bauðst fullt starf hjá Hagráði Kanada í Ott- awa 1978-79, en ákvað haustið 1979 að snúa heim endanlega til fyrri starfa hjá ráðuneytum og ríkisstjórnum hérlendis við hag- könnun og ráðgjöf. Magni Guðmundsson byijaði snemma að skrifa greinar í blöð og tímarit, einkanlega Morgun- blaðið. Þær fjölluðu um ýmis eftii, en eftir 1946 aðallega um efnhags- mál. Jafnframt hélt hann gjarnan útvarpsfyrirlestra, oftar en ekki þátt um daginn og veginn. Helstu ritverk hans eru þessi: Þættir um efnahagsmál 1968, Sljórn fyrir- tækja 1972, Hagfræði og stjóm- mál 1984, Líf og landshagir 1991. Þess utan er fjöldi ritgerða fyrir íslensk sljómvöld og kanadísk. Útför Magna fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kaupsýslumaður. En um fimmtugs- aldur hætti hann allri kaupsýslu. Þá urðu afdrifarík umskipti í lífi hans. Þau þurftu ekki að koma neinum á óvart sem þekktu marglyndi Magna Guðmundssonar. Þess er að minnast að jafnframt fyrirtækjarekstri þegar á ungum aldri lagði hann á sig há- skólanám og lauk BA-prófi í hag- fræði og stjómmálafræði frá kana- dískum háskóla 1946, en áður hafði hann stundað nám í viðskiptafræði í Frakklandi fyrii’ stríð (1937-1939) og bjó að því námi þegar þar að kom. Síðar lauk hann doktorsprófi í hag- fræði frá Manitobaháskóla í Winni- peg. Allt sýnir þetta hversu dugandi maður hann var og afkastamikill, ef hann tók til hendi. Hitt er annað að ekki stóðu honum opnar vellaunaðar stöður í stofnana- veldinu á íslandi, þegar honum lá á. Síður en svo. Þótt gáfumaður væri og athafna- samur að eðlisfari, átti hann oft örð- ugt uppdráttar um að hljóta þau störf sem honum var lagið að vinna og lágu á sérsviði hans. Magni náði ekki eyrum þeirra sem mestu réðu. Varla verður því neitað, að Magna Guðmundssyni var ekki gefið það hæfi til aðlögunar að starfsumhverfi, sem auðveldar meðalmönnum að- gang að kjötkötlum kerfisins. Hann dró því aldrei lengsta stráið þegar úthlutað var vegtyllum og verkefn- um handa hagfræðilærðum mönnum í landinu. En á móti kom að hann hélt frelsi sínu, sem honum var svo umhugað um: Að vera einskis manns þý eða fótaþurrka. Með láti hans er mikill öldungur að velli lagður. Ég á góðar minningar um Magna Guðmundsson, og um margt fóru þjóðfélagsskoðanir okkar saman. Vandamönnum hans sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Ingvar Gíslason. t Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, fósturfaðir, sonur og bróðir, GUÐNI SIGURBJARNASON lögreglumaður, Arnarsmára 28, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnu- daginn 30. janúar. Þorgerður Bergvinsdóttir, Björk og Arndís Guðnadætur, Guðbjartur Kristinsson, Sigurbjarni Guðnason, Jóhanna Jakobsdóttir, Sigurborg Sigurbjarnadóttir, Pétur P. Johnson, Marta Lilja Sigurbjarnadóttir, Garðar Sigursteinsson, Edda Sigríður Sigurbjamadóttir, Hanna Birna Sigurbjarnadóttir, Reynir Steinarsson, Hörður Sigurbjarnason, Erna Guðlaugsdóttir, Elísabet Sigurbjarnadóttir, Kristján Sverrisson og aðrir ástvinir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ LAXDAL, Lindasíðu 2, Akureyri, áður húsfreyja á Syðri-Grund, Grýtubakkahreppi, er lést á Kristnesspítala sunnudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Laufáskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Sævar Magnússon, Guðný Hallfreðsdóttir, Helgi Laxdal, Guðrún Jóhannsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Friðrik Rúnar Gíslason, Jóhanna Magnúsdóttir, Tryggvi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN INGI STEFÁNSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur aðfaranótt mánudagsins 31. janúar. Stefán Björnsson, Gyða Guðbjörnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Stefán Ágústsson, Sveinn Björnsson, Örn Björnsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Jón Björnsson, Svana Júlíusdóttir, Þórdís Björnsdóttir, Stefán Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS S. BERGMANN skipstjóri frá Fuglavík, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 13.30. Pátmfríður A. Bergmann, Vignir Bergmann, Jónína Hoim, Alberg Bergmann, Eva Carlsen, Gylfi Bergmann, Helga Jóhannesdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, TORFI SIGURÐSSON frá Bæjum, Grensásvegi 52, Reykjavfk, andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur mánudaginn 31. janúar. Ragnheiður Torfadóttir, Sigurður Kr. Finnsson, Ingibjörg Sara Torfadóttir, Guðmundur Pálmason, Rún Torfadóttir Smith, Murray Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.