Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 25
ERLENT
Flugvél með 88 manns innanborðs hrapar í sjóinn undan strönd Kaliforníu
Hugðist nauðlenda
vélinni vegna bilunar
Oxnard. AP, AFP. " *
Björgunarmenn leita að farþegum og áhöfn þotu sem hrapaði í sjóinn
undan suðurströnd Kaliforníu í fyrrinótt.
FARÞEGAVEL HRAPAR I SJOINN
Flugvél af gerðinni MD-83 steyptist í Kyrrahafið undan suðurströnd
Kaliforníu í fyrrinótt. 89 manns voru í vélinni, sem var í eigu Alaska
Airlines.
Vélin var á leiðinni frá Puerto Vallarta i Mexíkó til Seattle
með viðkomu í San Francisco þegar hún hrapaði um 30
km frá Point Mugu, norðan við Los Angeles.
KALIFORNÍA
© San Francisco
Bandaríkin
stækkað
m
Slysstaðurinn (kl. 00:15 aí%l. tíma)
Flugmaður vélarinnar ^
tilkynnti að bilun hefði orðið ♦
í hæðarstýriskambi í stéli
vélarinnar og óskaði eftir ^
heimild til nauðlendingar á #
alþjóðaflugvellinum
í Los Angeles.
25 km
Strangari
innflytj-
endalög
ÞRÍR af hverjum fjórum
Hollendingum vilja strangari
innflytjendalög, til að sporna
við þeim fjölda útlendinga sem
flytjast til landsins að því er
kemur fram í nýrri skoðana-
könnun hollensku ríkisstjórn-
arinnar.
22% sögðu að takmarka ætti
innflytjendaleyfi við fólk innan
ES-landa og í skoðanakönnun
sem gerð var á árunum 1997-
1998 sagði rúmur helmingur að
ekki ætti að bæta atvinnutæki-
færi útlendinga, auk þess sem
þeir ættu að leggja sig meira
fram við að aðlagast hollensku
samfélagi.
Havel á
sjúkrahúsi
VACLAV Havel, forseti
Tékklands, var lagður inn á
spítala með flensu í gær, en
Havel fór í aðgerð vegna
lungnakrabba fyrir fjórum ár-
um.
Öllum móttökum Havels
hefur verið frestað þessa vik-
una, m.a. fundi með forseta
Indónesíu, Abdurrahman Wa-
hid, á sunnudag. „Hann er með
flensu, en vegna sjúkrasögu
hans er ekki hægt að útiloka
aukakvilla," sagði Ladislav
Spacek talsmaður forsetans.
Morðingi
trúboða
fundinn
DARA Singh, meintur morð-
ingi ástralska trúboðans Gra-
hams Staines, var handtekinn
á Austur-Indlandi í gær eftir
að hafa verið í rúmt ár á flótta.
Hópur hægriöfgasinna
kveikti í bíl sem Staines og
tveir synir hans sváfu í. Talið
er að Singh hafi verið höf-
uðpaur hópsins og að hann
tengist hægriöfgasinnuðum
hindúaleiðtogum þó slík tengsl
hafi ekki verið sönnuð. Staines
hafði starfað með holdsveikum
á Indlandi í 34 ár.
FARÞEGAÞOTA flugfélagsins Al-
aska Airlines hrapaði í Kyrrahafið
úti fyrir Los Angeles í fyrrinótt eft-
ir að flugmaðurinn hafði skýrt frá
bilun í hæðarstýriskambi í stéli þot-
unnar og óskað eftir heimild til að
nauðlenda henni. 88 manns voru í
þotunni og enginn hafði fundist á
lífi í gær.
Þotan var af gerðinni MD-83 og
var á leiðinni frá Puerto Vallarta í
Mexíkó til San Francisco og þaðan
til Seattle þegar hún hrapaði um 65
km norðvestan við alþjóðaflugvöll-
inn í Los Angeles. Þjóðgarðsvörður
á Anacapa-eyju, skammt frá slysst-
að, varð vitni að slysinu og sagði
hann nef vélarinnar hafi snúið beint
niður þegar hún steyptist í sjóinn.
Bandaríska strandgæslan sendi
varðskip og þyrlur á slysstað, auk
þess sem fiskibátar tóku þátt í
björgunarstarfi. Nokkur lík fund-
ust í gærmorgun en enginn á lífi.
„Sjávarhitinn er 14 gráður á
Celsius og fólk getur lifað af í slík-
um hita. Við hættum ekki leitinni
fyrr en við erum vissir um að eng-
inn möguleiki sé á að fólk finnist á
lífi,“ sagði George Wright, skip-
herra varðskips bandarísku strand-
gæslunnar. Þotan er talin vera á
90-225 m dýpi.
Brak dreifðist yfir stórt svæði
undan ströndinni og notuðu sjó-
menn á fiskibátum net til að draga
upp hluti úr vélinni, svo sem tennis-
skó og minjagripi frá Mexíkó.
Flugmennirnir mjög reyndir
Jack Evans, talsmaður Alaska
Airlines, sagði 83 farþega hafa verið
í vélinni, auk fimm manna áhafnar.
Meðal farþeganna voru þrír starfs-
menn Alaska Airlines, fjórir starfs-
menn systurflugfélagsins Horizon
og 23 ættingjar eða vinir þeirra.
' Samgönguöryggisráð Bandarikj-
anna, NTSB, sendi sérfræðinga á
slysstaðinn til að rannsaka slysið.
„Við gerum allt sem 1 okkar valdi
stendur til að komast að því hvað
gerðist,“ sagði John F. Kelly,
stjórnarformaður Alaska Airlines.
Hann kvað flugfélagið hafa ráðið
flugmann vélarinnar 1982 og hann
hefði átt 10.400 flugstundir að baki.
Aðstoðarflugmaðurinn hafði flogið
vélum flugfélagsins í rúmlega 8.000
stundir frá 1985.
Ron Wilson, talsmaður Alaska
Airlines, sagði að ratsjá hefði sýnt
að flugvélin hefði hrapað úr 17.000
feta hæð (5.100 m). Flugmaðurinn
hefði tilkynnt bilun í hreyfanlegum
hæðarstýriskambi vélarinnar og
óskað eftir að fá að nauðlenda á al-
þjóðaflugvellinum í Los Angeles.
í flugvélum af gerðinni MD-83
eru stýriskambarnir stilltir af úr
flugstjórnarklefanum og fari þeir
úr sambandi er ekki hægt að halda
nefi vélarinnar í réttri stöðu og hún
hrapar stjórnlaust.
Heimildarmenn AP-fréttastof-
unnar, sem fylgjast með rannsókn-
inni, sögðu flugið hafa verið eðlilegt
og vélin stöðug þar til flugmaðurinn
tilkynnti bilunina í hæðarstýris-
kambinum. Ratsjár sýndu að flug-
vélin hrapaði skömmu síðar.
Evans sagði að slíkt vandamál
hefði ekki komið upp áður í flugvél-
inni og talsmaður bandarísku flug-
málastjórnarinnar sagði að hún
hefði aldrei áður lent í slysi. Þá
sagði Evans að flugvélin hefði farið
í venjubundna viðhaldsskoðun á
sunnudag og 11. janúar og í ítar-
legri skoðun fyrir ári.
McDonnell Douglas, sem tilheyr-
ir nú Boeing, smíðaði fiugvélina og
Alaska Airlines fékk hana afhenta
árið 1992.
Hefur þótt
öruggt flugfélag
Öryggismál Alaska Airlines hafa
þótt til fyrirmyndar til þessa. Vélar
flugfélagsins höfðu aðeins tvisvar
orðið fyrir slysum sem kostuðu
mannslíf og þau urðu bæði í Alaska
á áttunda áratugnum.
Flugfélagið hefur höfuðstöðvar í
Seattle og heldur uppi áætlunar-
flugi til rúmlega 40 borga í Alaska,
Kanada, Mexíkó og fimm ríkjum í
vesturhluta Bandaríkjanna. Vélar
flugfélagsins fara til nokkurra
borga í Bandaríkjunum frá Puerto
Vallarta.
Flugvélar af gerðinni MD-83 eru
með tvo hreyfla. McDonnell Doug-
las hóf sölu slíkra flugvéla árið 1980
og af 1.167 vélum sem seldar hafa
verið hafa níu eyðilagst í flugslys-
um, að því er fram kom í skýrslu
Boeing í fyrra.
Annað slysið á tæpum
sólarhring
Tæpum sólarhring áður en slysið
varð hafði Airbus 310-þota í eigu
Kenya Airways hrapað í Atlan-
tshafið undan Fílabeinsströndinni
skömmu eftir flugtak frá Abidjan.
Tíu manns var bjargað úr sjónum
en um 169 fórust eða voru taldir af.
Talsmaður Kenya Airways sagði í
gær að ekki væri vitað um orsakir
slyssins og ekkert hefði komið fram
sem benti til bilunar í vélinni. Hóp-
ur verkfræðinga frá Airbus og þrír
franskir rannsóknarmenn voru
væntanlegir til Abidjan til að taka
þátt í rannsókninni.
IRA neitar enn að afvopnast samkvæmt nýrri skýrslu
Heimastjórnm sögð
verða leyst upp
Bclfast. AFP, AP.
DAVID Trimble, forsætisráð-
herra heimastjórnarinnar á Norð-
ur-írlandi, sagði í gær að óhjá-
kvæmilegt væri að heimastjórnin
yrði leyst upp á næstu dögum þar
sem Irski lýðveldisherinn (IRA)
hefði ekki enn hafið afvopnun.
Kanadíski hershöfðinginn John
de Chastelain, formaður nefndar
sem hefur reynt að semja um af-
vopnunina við IRA, afhenti
breskum og írskum stjórnvöldum
skýrslu um árangur viðræðnanna
skömmu fyrir miðnætti í fyrra-
kvöld. Niðurstaða skýrslunnar
var ekki gerð opinber strax en
breskir fjölmiðlar segjast hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir því
að Chastelain hafi skýrt frá að
IRA hafi ekki hafið afvopnun
tveimur mánuðum eftir að heima-
stjórnin var mynduð. Ekki hafi
heldur náðst samkomulag um
hvenær afvopnunin eigi að hefj-
ast.
David Trimble hafði fallist á að
mynda heimastjórn með Sinn
Fein, stjórnmálaflokki IRA, gegn
því skilyrði að IRA hæfi afvopn-
unina ekki síðar en 12. þessa
mánaðar.
Heimastjórnin kann
að verða lögð niður
Trimble kvaðst í gær búast við
því að breska stjórnin tilkynnti á
næstu dögum að heimastjórnin og
þingið á Norður-írlandi yrðu
leyst upp og svipt völdum þar til
IRA hæfi afvopnun og héraðið
yrði því aftur undir stjórn ráða-
manna í London. „Þetta er sorg-
legt en óhjákvæmilegt," bætti
hann við. Trimble segir að hefji
IRA ekki afvopnun muni hann
segja af sér eða verði rekinn sem
leiðtogi UUP, stærsta flokks mót-
mælenda á Norður-írlandi. Sinn
Fein og Jafnaðar- og verka-
mannaflokkurinn, sem nýtur
mests fylgis meðal kaþólskra
Norður-Ira, hafa varað við að
verði heimastjórnin svipt völdum
geti það leitt til að hún verði lögð
niður sem geri erfiðara að knýja
IRA til að afvopnast.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Fein, er andvígur því að heima-
stjórnin verði leyst upp og segir
að í samkomulaginu um myndun
hennar hafi flokkurinn aðeins
skuldbundið sig til að reyna að fá
IRA til að afvopnast. Hann legg-
ur áherslu á að engin trygging sé
fyrir því að IRA láti svo mikið
sem eina byssukúlu af hendi fyrir
maí í ár, þegar afvopnuninni á að
ljúka samkvæmt friðarsamkomu-
laginu sem náðist árið 1998.
Samlokubakkar
við öll tækifæri
3 mismunandi gerðir bakka, fylltir gimilegum samlokum
Pöntunarsími er 5656000, alla virka daga milli kl. 8 - 16