Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNB LAÐIÐ ___________________________MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 37 UMRÆÐAN Reiknum út rætur verðbólg'unnar Á UNDANFÖRNUM árum hefur verðbólga verið lítil sem engin hér á landi. Því hafa margir freistast til að halda að verðbólgudraugurinn hafi endanlega verið kveðinn niður. Samstilltu átaki stjómvalda, at- vinnurekenda og laun- þega hefur verið þakkað- ur sá árangur. Á allra síðustu misserum hefur þó ýmislegt gerst sem bendir til þess að draugsi sé að rakna úr rotinu. Brýnt er að bregðast við því ruski með aðgerðum sem duga. Forsenda íyrir því er að menn ráðist að rót vanda- málsins en ekki aðeins að afleiðingum þess. Hver vakti drauginn? Sjálfsagt má deila um svarið við þeirri spurningu og sökudólgamir era öragglega fleiri en einn. í stað þess að benda á mat- vöraverslunina og kenna henni um hvernig komið er væri ráðamönnum t.d. hollt að líta aðeins í eigin barm. Hver hefur verið afleiðing þess að eigið fé bankanna var aukið haustið 1998? Svarið er aug- Ijóst, þeir lánuðu meira og þenslan jókst í kjölfarið. Hvað hefur gerst á almenn- um vinnumarkaði eft- ir að stjómmálamenn hleyptu í gegn vera- legum hækkunum launa opinberra starfsmanna þrátt fyrir viðvaranir hag- fræðinga? Jú, með þeim hækkunum hófst launaskrið sem fyrirtækin fá vart staðið undir. Matvara hefur vissulega hækkað á síðustu mánuðum en hún hefur þó hækkað minna en tryggingar, kostnaður við fasteignir o.fl. Með því að kenna fá- keppni á matvörumarkaði um hækk- anirnar er verið að draga athyghna frá meginatriðum málsins og skapa ýmsum framleiðendum og innflytj- endum skálkaskjól til hækkana í trausti þess að matvöraversluninni verði kennt um. Skortur á samkeppni í mikilvægum framleiðslugreinum, innflutningstakmarkanir, stjórn- Heildsöluvísitala Ef umræða um rætur verðbólgu á að komast á vitrænan grunn, segir Jón Asgeir Jóhannes- son, verður að taka hér saman heildsöluvísitölu eins og í öðrum löndum. valdsaðgerðir - eða aðgerðaleysi - í aðdraganda kosninga á sl. ári, fá- keppni í flutningum og mun fleiri slík atriði era verðbólguvaldar sem stjórnvöld kjósa að líta framhjá. Heildsöluvísitala verði reiknuð Á síðustu 12 mánuðum hafa mikil- vægir mat- og drykkjarvöruframleið- endur hækkað verð á framleiðslu- vöra sinni um u.þ.b. 10% og má þar nefna Mjólkursamsöluna, Osta- og smjörsöluna, Sól-Víking hf., Vífilfell Jón Ásgeir Jóhannesson Háskóli íslands? NÝVERIÐ var nafni Viðskiptaháskólans í Reykjavík breytt í Há- skólinn í Reykjavík. Vora nefndar fyrir því ýmsar ástæður, ein þeirra var, að mig minnir, efnislega sú að nýtt nafn myndi festa ímynd þessa háskóla betur í sessi sem fram- sækinnar menntastofn- unar. Háskóla sem byði upp á það besta í sífellt harðnandi samkeppni á alþjóðlegum grundvelli. Þegar ég heyrði fréttina í útvarpi var rektor Háskólans í Reykjavík spurð að því hvort hún vænti viðbragða frá Háskóla íslands og taldi hún það frekar líklegt. Ég hugsaði með mér eftir fréttina að þetta væri sennilega rangt hjá rekt- omum þar sem Háskóli Islands heit- ir jú því nafni og hefur, eftir því sem mér skilst, heitið því býsna lengi. Þess vegna væri varla viðbragða að vænta frá þessari virðulegu stofnun sem hefur svona virðulegt nafn, Há- skóli íslands, háskóli allrar þjóðar- innar að nafninu til. En grunur rektorsins var réttur. Háskóli Islands brást snöggt við, ekld síst miðað við aldur og fyrri störf eins og stundum er sagt, þess- ari nafnbreytingu var mótmælt harð- lega, og rektor Háskóla íslands taldi þetta geta skert ímynd Háskóla Is- lands erlendis. Gaf hann jafnvel svo- lítið í skyn að Háskólinn í Reykjavík væri ekki alveg alvöru háskóli, bara sýnishom af háskóla ef ég skildi hann rétt en það er ekkert víst að ég hafi skilið hann rétt. Öllu gamni fylgir nokkur alvara I tilefni af þessum tíðindum rifjaði ég upp að fyrir nokkrum árum kynnti ég hugmynd fyrir fulltrúum frá Há- skóla Islands um stofnun rannsókn- ar- og þróunarseturs á ísafirði þar sem reyna átti að fá Háskóla íslands til að taka þátt. Á einu kynningar- blaðinu stóð „Háskólinn í Reykjavík" en átt var við Háskóla íslands. Var þetta til aðgreiningar frá Háskólan- um á Akureyri. Fulltrúar Háskólans gerðu kurteislega athugasemd við þessa nafngift og sögðu stofnunina heita Háskóla íslands sem að sjálf- sögðu var leiðrétt með það sama. Það má alveg Ijóstra því upp núna, þar sem engmn nenmr sennilega að lesa þessa grein, að það var með vilja gert að hafa nafnið „Háskólinn í Reykja- vík“. Það var til að und- irstrika þá tilfínningu sem bærðist hið innra með manni að þótt Há- skólinn væri kenndur við ísland gæti orðið erfitt að ná smástarf- semi á hans vegum út á ís„land“. Nú segir ein- hver sem er kominn alla leið hingað í lestrin- um að það sé óþarfi að vera að hlaða undir landsbyggðina með því að flytja starfsemi til hennar frá höf- uðborgarsvæðinu. Best að taka fram að ég trúi þeim sem segja að ekki eigi Nafnbreyting * Háskóli Islands á ekki svo mikið sem að velta fyrir sér nafnbreytingu Viðskiptaháskólans, segir Halidór Hall- dórsson, heldur leyfa þeim skóla að nota það nafn sem enginn var hvort eð er að nota. að setja starfsemi á vegum ríkisins út á land og segi eins og þeir að það er bara kostnaður fyrir ríkið því sam- fara, best að hafa þetta allt í Reykja- vík það kostar ríkið ekki neitt, borgar með sér ef eitthvað er. Þeir hljóta að hafa rétt fyrir sér vegna þess að störf á vegum ríkisins spretta ekki upp út á landi, væntanlega vegna þess að það kostar peninga þar en ekki í Reykjavík. í alvöru talað Það er engin starfsemi á vegum Háskóla íslands komin á ísafjörð ennþá, utan einhver endurmenntun- arnámskeið í fjarkennslu frá Reykja- vík. Okkur var vel tekið af fulltráum stofnunarinnar og tráum því enn að einhver áhugi sé þar fyrir hendi og að lokum muni eitthvað gerast. Nú finnst mér vera tækifæri fyrir Há- skóla íslands að nýta þau tímamót sem eru vegna fyrrgreindrar nafn- breytingar og undirstrika að hann er Háskóli Islands með því að setja upp starfsemi á nokkrum lykilstöðum á landinu. Koma með þeim hætti meira að atvinnulífinu í landinu og styðja við það og um leið við starfsemi sína með því að taka þátt í þróunar- og rannsóknarstarfsemi úti á landi. Nýta sér líka tækifærin sem felast í tækninni, fjarvinnsla, fjarfundir, fjarkennsla. Ég tel að Háskóli Is- lands eigi ekki svo mikið sem velta fyrir sér nafnbreytingu Viðskiptahá- skólans heldur leyfa þeim skóla að nota það nafn sem enginn var hvort eð er að nota. Vonandi gengur Há- skólanum í Reykjavík sem best í samkeppninni og Háskóli íslands taki hraustlega á líka í þeirri sam- keppni. Hluti af því að ná sérstöðu og samkeppnisstöðu er að gera hlutina öðravísi en venjan er. Ein aðferðin til að gera hlutina öðravísi er að færa hluta af starfseminni út á land og hefja nýja sókn með okkur sem búum þar. Það er ýmis starfsemi á vegum rík- isins út á landi. Hlutfallslega er hún þó mest í höfuðborginni, sem er í sjálfu sér eðlilegt. Ríkið getur fjölgað störfum úti á landi, sérstaklega látið ný störf koma þangað. Ég verð var við sífellt meiri vilja til þess að þetta verði gert. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er kveðið á um að fjölga beri störfum á vegum ríkisins úti á landi og tryggja betur búsetu þar. Einnig að auka skuli háskóla- menntun úti á landi. Það er gott að vita af stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli því landsbyggðin þarf á nýrri sókn að halda í atvinnumálum. Fjölgun starfa á vegum ríkisins er eitt af mörgu sem þar mun hjálpa til. Mikilvægast er að sjálfsögðu að við sem búum úti á landi vinnum sjálf að bættri framtíð en jöfnun tækifæra er hlutverk ríkisvaldsins og það skilur og viðurkennir það hlutverk sitt með því að setja fram stefnu í málefnum landsbyggðar. Það er ákveðinn ferskleiki yfir Há- skólanum í Reykjavík. Kannski hann hafi betur í samkeppninni og verði sá Háskóli sem kemur að störfum og uppbyggingu með okkur sem búum úti á landi. Þá geta Háskóli Islands og Háskólinn í Reykjavík ef til vill skipt á nöfnum? Höfundur er bæjarstjdri ísafjarðarbæjar. Halldór Halldórsson ehf. og Ölgerðina Egil Skallagríms- son ehf. Það er útilokað að kaupmenn taki þessar hækkanir allar á sig. I umræðum um rætur verðbólgu eram við eftirbátar annarra þjóða. Þetta sést best á því að á Islandi er einungis tekin saman svokölluð neysluvísitala (Consumer Price Ind- ex - CPI) og mælir hún breytingar á neysluverði til neytenda. I öllum löndum sem við berum okkur saman við er einnig tekin saman heildsölu- vísitala (Producer Price Index - PPI) og nota þjóðlöndin hana m.a. til þess að meta rætur verðhækkana. Yfir- leitt hækkar PPI nokkram mánuðum á undan CPI og gefur því nokkra vís- bendingu um þróun neysluvöraverð- lags. Ef umræða um verðbólguna og rætur hennar á að færast yfir á vit- rænan grann verðum við að fá vísi- tölu af þessari gerð í notkun hér á landi eins fljótt og auðið er. Stuðst er við rangar tölur Á dögunum var því haldið fram í fjölmiðlum að smásöluverð innfluttra matvæla hefði hækkað um 9,4% síð- ustu 12 mánuði. Þetta varð tilefni æs- inga í fjölmiðlum og samsæriskenn- inga um fákeppni á matvörumarkaði. Ekki leið á löngu þar til talan vai- leið- rétt og var nú komin niður í 7,8%. Samkvæmt athugunum Baugs, sem unnin var upp úr tölum Hagstofunn- ar, er rétta talan hins vegar um 6%. Því fer fjarri að samkeppni á mat- vöramarkaði sé að minnka. Stærri einingar keppa grimmar. Menn syrgja naumast þá tíma þegar versl- anakeðjur vora undir stjórn ævin- týramanna eða alls engri stjórn eins og Mikligarður heitinn. Hver æth hafi borgað 700 milljóna kr. gjaldþrot þeirrar keðju eða 300 milljóna króna gjaldþrot annarrar keðju, nefnd Grandarkjör? Svarið liggur í augum uppi. Neytendur borguðu brásann. Stefnuföst og vel rekin fyrirtæki eins og Bónus og Hagkaup urðu fyrir hækkunum frá birgjum sem lifðu af gjaldþrotahrinuna. En aftur að draugnum. Ef menn myndu nú kynna sér málið þá hefur álagning í matvöruverslun ekki verið að hækka. Öðru nær. Með mikilli hagræðingu eins og stofnun Baugr?.. hf. hefur verið unnið gegn þvi að hækka vöraverð. Miklar hækkanir á launum, húsnæði og margvíslegri þjónustu hafa dunið á versluninni að undanfömu. Hugsunin á bak við fyr- irtæki eins og Baug hf. er að stærð skapi hagræðingu. Máli skiptir hvort vara er keypt milliliðalaust í heilum gámum eða aðeins eitt bretti í einu af millilið sem leggur meira á en smá- salinn. (Könnun Baugs gerð í júlí í fyrra leiddi í ljós að heildsalar búa við 25-27% meðalálagningu í matvöra.) Wal-Mart-verslanakeðjan hefur verið byggð upp á sömu forsenduni Stærð og lækkun á vöraverði er til komin vegna milliliðalausra við- skipta. Fyrirtæki eins og Baugur hf. era undirstaða þess að neytendur á íslandi fái búið við sambærilegt vöra- verð og sambærilegar verslanir og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Ekki má vera dýrara að reka heimili á íslandi en í þeim löndum sem við keppum við, t.d. í fiskútflutningi. Hlutur stjórnvalda liggur eftir Stjómvöld geta hjálpað til við að lækka matvöraverð. Þau geta brotið upp og aukið samkeppni í landbúnaði með því að rýmka innflutningstolla á mjólkurvöram og ostum. Þar búunÁ við við algjöra einokun. Þá mætti stórlækka verð á kjötvöram með því að lækka ofurtolla sem gera ekkert nema viðhalda framlegðarlitlum bú- um, t.d. í sauðfjárrækt, þar sem ríkis- valdið heldur uppi óhagræði með styrkjakerfi sem er löngu úrelt. Svo lengi sem ekki verða gerðir verð- bólgukjarasamningar verður mat- vöraverslunin áfram einn besti vinur stjómvalda til að halda niðri verð- bólgu. Höfundur er forstjóri Baugs. Srrnr DALE C VRNEGIE* *h- Þjálfun Féík - ,4 nmgur-Hagm&ður KYNNINGARFUNDUR miðvikudag ki. 20.30 á Sogavegi 69 DALE CARNEGIE® NÁMSKEIÐIÐ HJALPAR ÞÉR AÐ: ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Verða hæfah í starfí Fyllast eldmóði Verða betrí i mannlegum samskiptum Auka sjálfstraustið Verða betrí ræðumaður ♦ Setia þér markmið ♦ Stjórna áhyggjum og kvída Hvað segja þátttakendur: : I; Nomskeidid kwadi mér aé a ótta.r :: m 1 byjjija upp sjallsíraast | og öwköi eldmédinn a ! ieik oq starfi. Sigþóira Bnlsiifrsiictfh. Namskeidiö h«fur gelsd mér tækifaers tsS ad ódSast stytk til kjoltfor tíáaigigcrf véitt mér sálorró og andlegf oryggi asamt stjorn ö ahyggjum og kvsda. frfrnjf Smith. Þ®ó sem tsamskssdid gol mér »r; Örvggars IramkomUf betri tjón- ingo, aukna veihðon og kenndi mér od vlrkja ðymóðinn. hetur. Cordar Istgþótsson. hetta némskeid hefur veltt m«r aukið sjjalfs- traust ag Öruggari fromkomu. Sefið mér styrk til ad sigrast á ahyggjam. ímm Iíavkvr Beigascst. 5812411 STJORNUNARÍ»i:<iHhMiM SOGAVEGi 69 - 108 REYKJAVIK - SIMi 58! 2411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.