Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Ekki er rótt að eiga nótt KVIKMYIVDIR Regnboginn, Bfðhöllin HÚSIÐ A DRAUGAHÆÐ - THE HOUSE ON HAUNTED HILL ★ 1/2 Leikstjóri William Malone. Hand- ritshöfundur Dick Beebe. Tónskáld Don Davis. Kvikmyndatökustjóri Rick Bota. Aðalleikendur Geoffrey Rusj, Famke Janssen, Peter Gall- agher, Taye Diggs, Ali Larter, Chris Kattan, Bridgette Wilson, Max Perlich. Lengd 92 mín. Banda- rísk. JM/Warner Bros. 1999. ÞAÐ var sama hvað ég reyndi, fársjúkur maðurinn af myrkfælni, mér brá aldrei hætishót. Imyndaði mér að þessar fáu hræður sem ég sá óljóst í rökkrinu væru framliðn- ar. Þegar ljósin yrðu kveikt kæmist ég að þeirri hroðalegu niðurstöðu að ég væri einn gesta í salnum. Þrátt fyrir þessar óguðlegu hug- renningar gekk hvorki né rak; mér einfaldlega leiddist. Húsið á Draugahæð er byggð á samnefndri mynd eftir B-myndakónginn Willi- am Castle frá ’58. Sú mynd virkaði þokkalega. Ódýr flétta groddahúm- ors og hrollvekju með Vincent Price í rífandi formi sem endranær. Enginn annar en ástralski stór- leikarinn Geoffrey Rush er dubbað- ur upp í hlutverk hrollvekjuleikar- ans snjalla, jafnvel farðaður samviskusamlega í því skyni. Það dugar ekki til. Ekki við Rush að sakast, né leikarana yfir höfuð, heldur leikstjórann Malone og framleiðendurna (m.a. Robert Zemeckis og Joe Silver), sem standa að baki þessari dýru B- mynd, sem skilaði góðum hagnaði, þrátt fyrir allt. Þessir karlar virðast einungis hugsa um brellur og aftur brellur, hirða ekkert um að þétta hriplekan söguþráð, gera framvinduna for- vitnilega, gefa persónunum svip. Rush leikur vellauðugan skemmti- garðseiganda sem fínnst gamanið aldrei nógu æsilegt. Er kemur að afmælisteiti ótrúrrar eiginkonunn- ar (Famke Janssen), býður hann til næturlangrar veislu í húsinu á Draugahæð, fyrrum sjúkrahúsi fyr- ir geðsjúka glæpamenn. Lands- frægt draugabæli. Ætlar hann sér að nota tækifærið og koma léttlæt- isdrósinni fyrir kattarnef ásamt friðli hennar (Peter Gallagher). Gestalistinn fer allur úr skorðum, það kemur í ljós er gestirnir fara að tínast að; hann var saminn af hvor- ugu þeirra merkishjóna. Frúin hef- ur einnig hugsað sér að nota tæki- færið til að kála karli sínum og sitja ein að kjötkötlunum. Þau halda því sínu striki - að bjóða gestum mil- ljón dalaverðlaun - lifi þeir af næt- urdvöl í þessu ógnarhúsi. Engin kvikmyndagrein býður uppá jafn ófullnægjandi afrakstur og hrollvekjan. The Blair Witch Project var besta skemmtun uns hún sálaðist úr peninga- og hug- myndaleysi á heiðum uppi um miðja mynd. Þær mest áberandi, unglingahrollvekjurnar, eru vita- skuld helst fyrir þá sem eru að byrja að fara í bíó, þótt Wes Crav- en sé jafnan til alls líklegur. Al- mennt er þetta moð þó furðu vin- sælt. A meðan verða þeir, sem þrá ærlegan hrylling, að bíða. Sæbjörn Valdimarsson Mælt á BÆKUR F r æ ð i r i l TUNGUMÁL VERALDAR eftir Baldur Ragnarsson, Háskóla- útgáfan, Reykjavík, 1999, 399 bls. TUNGUMÁL er pólitískt hugtak. Ekki alls fyrir löngu var leiksýning sem setja átti upp í Galisíu á Norð- vestur-Spáni þögguð niður trekk í trekk af hópi mótmælenda með skruðningum og látum. Astæða mót- mælanna var líklega pólitískari og í minni tengslum við verkið en höfund þess, Ramón María del Valle-Inclán, hefði getað órað fyrir: sýningin var á kastilíönsku (spænsku) en ekki á héraðsmálinu, galisísku. Því tungumál og mállýska hafa aldrei verið vísindaleg hugtök og þegai' skera þarf úr um hvort tunga sé mállýska eða sjálfstætt tungumál ráða pólitísk og menningarleg sjón- annið fremur en málvísindaleg, eða eins og Baldur Ragnarsson segir í inngangsorðum sínum að þessu riti: „Oft ráða pólitískar, sögulegar og þjóðernislegar aðstæður [...] fremur en málvísindalegar hvort tvö eða fleiri málafbrigði eru talin sérstök mál eða mállýskur.“ A Spáni á valda- tíma Francos var ekki haft hátt um að í landinu væru töluð nokkur tung- umál. Á tímabili eftir Franco var gal- isíska talin mállýska af portúgölsku en nú eru þeir til og ekki fáir sem telja þessu öfugt farið, að portú- galska sé mállýska af galisísku. Tungumálið getur verið viðkvæmt pólitískt mál: málfræðingur nokkur lét lífið fyrr á öldinni fyrir að halda því fram að valensíska væri mállýska af katalónsku. Sumstaðar ríkir þögn- in um hugtökin og má nefna að mun- ur á norður- og suðurþýskum mállýskum er svo mikill að þær skilj- ast ekki gagnkvæmt, eins og Baldur nefnir í bók sinni. Þó er talað um mm | Igfi *0lí:> |lj \ • ’ ***' ‘ ' ’V #1 ám | 'i Frá undirritun samkomulagsins um rekstur Snorrastofu. Samkomulag um rekstur Snorrastofu BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og forráðamenn Snorra stofu í Reykholti undirrituðu á dög- unum samkomulag um framlag menntamálaráðuneytisins til stofn- kostnaðar og reksturs Snorrastofu næstu árin. Samkomulag þetta tek- ur mið af þeirri iðkun miðalda- fræða og miðlunar þeirra, sem að undanförnu hefur átt sér stað innan vébanda Snorrastofu, en unnið hef- ur verið í samræmi við tillögur nefndar á vegum menntamálaráðu- neytisins, sem kynntar voru í fyrra- vetur. Samkvæmt samkomulaginu mun menntamálaráðuneytið veita 26 milljónir króna á árunum 2000 til 2003 til frágangs á húsnæði Snorra- stofu. Þá mun ráðnuneytið greiða 5 milljónir króna til reksturs á þessu ári og 5,6 milljónir á árunum 2001 til 2004. Af hinu árlega framlagi er ein milljón til viðhalds og eflingar bókasafns dr. Jakobs Bene- diktssonar, sem afhent hefur verið Snorrastofu, og 600 þús. krónur til þátttöku í umhirðu Reykholtsstað- ar. Gert er ráð fyrir að framlag til bókasafns Jakobs haldist óskert í tíu ár. Á móti framlagi ríkisins kemur árlega tveggja milljóna króna framlag frá aðilum í héraði, þ.e. Borgarfjarðarsveit, Skorra- dalshreppi, Hvalfjarðarstrandar- hreppi, héraðsnefnd Mýrarsýslu og Reykholtskirkju, eins og verið hef- ur undanfarin ár. I gildi er samn- ingur við þessa aðila, sem renna mun út á næsta ári. Þessa daga er verið að fullklára húsnæði Snorrastofu og er reiknað með opnun þess með viðhöfn hinn 29. júlí nk. Verið er að ganga frá svæðinu umhverfis bygginguna og gluggum, auk þess er verið að full- gera innréttingu innanhúss og kaupa búnað. Framlag menntamál- aráuneytisins er því sérlega mikil- vægt fyrir uppbyggingu Snorra- stofu sem miðaldastofnunar og mun gefa stofnuninni byr undir báða vængi við áframhaldandi eflingu hennar. abkaz og xhosa þýsku eins og eitt tungumál. Tungumál veraldar er uppflettirit þar sem 280 tungumálum er raðað í stafrófsröð, allt frá abkaz til xhosa: hið fyrrnefnda er talað af 80-100 þúsund manns í norðvesturhluta Kák- asuss, hið síðamefnda, sem um 5 milljónir manna í Suður-Afríku tala, einkennist af gómsmellihljóðum, sem ekki er gott að lýsa á prenti. I ágætum for- mála sínum nefnir Höskuldur Þráinsson að þessi hljóð megi heyra í vinsælu lagi söngkon- unnar Miriam Makeba. Höskuldur nefnir einnig dæmi um hvernig rit sem þetta geti gagnast til að fletta upp í, svo sem þegar framandi tunga er nefnd í sjónvarpinu, nú eða þá ef við fréttum af því að t.d. sjúkraliði á Landsspítalanum hafi „tagalog" að móðurmáli. Eg er varla einn um að hafa aldrei heyrt málsins getið, en því má fletta upp í bókinni: það er talað á Filippseyjum, nefnist pilípíno (eða filippíno) í stöðluðu formi og mælendur eru um 15 milljónir. Málin hljóma auðvitað ekki öll jafn fram- andi og hér er t.d. ítar- legur kafli um íslensku, annar um esperanto, auk algengustu mála Evrópu. Og bókin er fróðleg á fleiri en einn hátt: í henni er að fínna mikið af orðsifjafræði, málfræði, jafnvel sögu. í henni segir frá því að tíu manns lifðu af in- flúensufaraldur 1962 í þorpi við ána Kúlúene í Venesúela þar sem tal- að var indjánamálið trúmaí. Þessir tíu voru þeir einu sem töluðu málið. Og korníska, sem töluð var í Cornwall frá 8. til 18. aldar, dó út með Dorothy Pentreath sem dó 1777 í hárri elli, talin sú eina sem talaði málið. Aftast í bókinni eru sýnishorn af ritmáli á ýmsum tung- um, auk lista um lönd og tungumál, þar sem fletta má upp hvaða tung- umál eru töluð í hverju landi. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi yfir tungumál veraldar: 280 eru nefnd af 4000 tungum heimsins - sem ef til vill eru þó nær 8000. En þetta er gagnlegt rit, það fyrsta sinn- ar tegundar á Islandi og fróðlegur skemmtilestur. Hermann Stefánsson Baldur Ragnarsson Er þetta þá draumurinn? KVIKMYIVDIR Háskólabfó AMERÍSK FEGURÐ - „AMERICAN BEAUTY" ★ ★★1/2 Leikstjóri: Sam Menges. Handrit: Alan Ball. Kvikmyndataka: Conrad Hall. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Annette Bening, Thora Birch, Chris Cooper, Peter Gallagher, Mena Suvari, Wes Bentley. 1999. ÆTLI til sé nöturlegra háð um ameríska drauminn en Amerísk fegurð eða „American Beauty", sem sýnd er í Háskólabíói? Hún segir af lítilli millistéttarfjölskyldu í dæmigerðu úthverfi sem á allt til alls og yfirborðið er eins slétt og fellt og grasbletturinn framan við húsið. Húsið er glæsilegt, nýr Mercedes Benz jeppi stendur í hlaði, við sjáum á gömlum ljós- myndum sem standa á borðum í stofunni að fjölskyldan var a.m.k. einu sinni hamingjusöm. Hún er það ekki lengur. Eftir tuttugu ára þrotlausa bar- áttu við að halda sér innan hins þrönga ramma sem skilgreindur hefur verið um millistéttarföðurinn í ameríska draumnum er heimilis- faðirinn Lester að rifna á saumun- um. Það er eins og móðunni sé svipt frá augum hans og hann sér hvað hann er í rauninni ómerkilegt ræfilsgrey, metnaðarlaus með öllu, fullkomið dauðyfli sem enginn man eftir að hafa nokkru sinni verið kynntur fyrir, skrifstofublók sem lætur vaða yfir sig af því að hann er almennilegur og kurteis. Hann hefur týnt sínu eigin sjálfi ein- hversstaðar í neyslukapphlaupinu, einhversstaðar í þessu óblíða og harða samkeppnissamfélagi þar sem stærsti og versti glæpur sem þú getur nokkurntímann drýgt í líf- inu er að vera venjulegur. Jæja, Lester er hættur að vera venjulegur. Amerísk fegurð virkar á ein- hvern hátt stórkostlega sönn og áhrifarík úttekt á skipbroti fjöl- skyldulífsins við árþúsundamót. Hún er napurleg skoðun á lífsleiða sem breytist í það sem kalla má uppreisn gegn hinu hefðbundna og vanafasta og hefur heilmargt fram að færa í lýsingu sinni á samskipta- leysi, virðingarleysi, doða, hatri, jafnvel grimmd, algjörum skorti á trausti og sannarlega skorti á ást innan fjölskyldunnar. Þetta er mynd sem sýnir hvernig fjölskyldu- bönd hafa raknað upp í einhvers- konar eftirsókn eftir vindi; hús- móðirin á Lester-heimilinu hugsar betur um rósirnar sínar en einka- dótturina, sem upplifir sig eins og hvern annan bakpokalýð í húsinu. Þetta er mynd sem ætlar sér að koma við kaunin á áhorfandanum og gerir það svo sannarlega, stund- um með glæsibrag. Myndir eins og „The Ice Storm“ hafa tekið á svip- uðum málum (eldri myndir eins og „The Graduate" koma einnig upp í hugann) en í Amerískri fegurð er það hin fínlega ýkta svartkómíska sýn á efnið sem gerir það svo til- komumikið og satt. Galdurinn liggur í góðu handriti Alan Balls, háðskum samtölum og safaríkri persónusköpun sem fær líf í höndum úrvalsleikara undir stjórn leikstjórans Sam Mendes. Sagan er sögð frá sjónarhóli Lest- ers (spurning hvort hún segir of mikið um endalokin í byrjun) en Kevin Spacey gerir umbreyting- unni sem verður á honum slík skil að unun er á að horfa. I höndum hans verður hún bæði trúverðug og kómísk; hin sársaukafulla löngun eftir vinkonu dóttur hans nægir til að fá Óskar. Annette Bening leikur eiginkonu hans og fer einnig giska vel með hlutverk óendanlega metn- aðarfullrar konu sem leggur allt upp úr yfirborðsgljáa. Thora Birch leikur dótturina á heimilinu sem leitar út fyrir heimilið eftir ást og hlýju; Wes Bentley kemur mjög á óvart sem kærasti hennar. í hliðarsögu kynnumst við nágrannafjölskyldu þar sem Chris Cooper leikur heimilisföðurinn, hermann af gamla skólanum, hommahatara og fasista sem drep- ið hefur alla lífsgleði í kringum sig. Aðrar aukapersónur eru aðeins krydd í tilveruna. Amerísk fegurð er með betri myndum sem komið hafa hingað í kvikmyndahúsin að vestan í langan tíma. Þeir sem einhvern minnsta áhuga hafa á bíómyndum ættu ekki að láta hana framhjá sér fara. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.