Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
l!l. ''! Ui’S ,7iU. riAVLHS : IHt IANS ;H(f ÚROiKJUS!
uropean
-ootba
lA::FAnS'ixIjÁNg&Of»K í
THE ROUCH GUIDE
^cUirjoniCrcssweff and Simon £vons
« ' *■ . . i i w
Handbók
fyrir fót-
boltafíkla
European Football, a Fan’s Hand-
book - A Rough Guide. The Rough
Guides gefur út 1999, Penguin
dreifir. Kostaði um 1.000 kr. í
Blackwells-bðkabúðinni í Charing
Cross Road í Lundúnum.
Ekki er svo langt síðan fótbolti
var verkalýðsíþrótt, sport fyrir
drykkjubolta og ólátaseggi og af
fréttum fjölmiðla mátti ráða að
ekki væru á knattspyrnuleikjum
nema fótboltabullur, ýmist inni á
vellinum eða utan hans. Fyrir
nokrum árum breyttist þó viðhorf
manna til knattspyrnu, mennta-
jínenn, listamenn og broddborgarar
tóku að láta sjá sig á leikjum og
knattspyma varð milljarðaiðnaður.
Knattspyrna er líkt og svo mörg
fræði önnur að hana er ekki hægt
að læra nema á löngum tíma og
tekur langan tíma að kunna skil á
helstu liðum og leikmönnum, ekki
síst séu menn að fylgjast með
knattspymu erlendis, enda verður
sífelt algengara að lið leiki við lið
annarra landa. A sama tíma verð-
ur æ algengara að leikir séu sýnd-
ir í sjónvarpi, sem skilað hefur
milljónum í kassann hjá stórliðun-
um.
Þó innimyglaðir sérfræðingar
þekki í sjónhendingu alla leikmenn i
tÚjpesti TE og getir rakið ættir
þeirra og starfsferil þá eru þeir
sem fylgjast með þegar færi gefst
vegna vinnu og þarfa fjölskyldunn-
ar illa staddir. Þá koma að góðum
notum bækur eins og sú sem hér
er gerð að umtalsefni, enda er í
henni sagt frá öllum helstu liðum
29 Evrópulanda.
Ekki er það svo gott að öll lið
séu tiltekin, enda hefði það kostað
öllu lengra rit og ítarlegra en hér
er til umfjöllunar, en helstu lið
nefnd þó sérvitringar eigi eflaust
eftir að barma sér yfir að sitt lið
sé ekki með eða lið frá sinni borg.
Yfirlitið er þó býsna ítarlegt og
handhægt fyrir almenna fótbolta-
jvini sem geta flett upp hvaða
furðulið Leeds eða Bayern er að
keppa við það og það skiptið.
I bókinni er knattspyrnusaga
hvers lands rakin og síðan sagt frá
liðum helstu borga, mismörgum
eftir löndum. Einnig er sagt frá
því hvaða leið er best að fara vilji
menn á völlinn í viðkomandi borg-
um, hvar sé best að gista og hvar
að drekka, stuttur orðalisti fylgir
og kemur sér eflaust vel að ekki er
bara kennt að segja já og nei, halló
og bless, heldur er sú bráðnauð-
synlega setning „tvo bjóra takk“
Jkennd á 26 tungumálum.
European Football kemur að
góðum notum fótboltavinum, en á
eflaust eftir að falla stuðnings-
mönnum Manchester United best í
geð enda skreytir kápuna mynd af
niðurlægðum leikmönnum Bayern
Múnchen í frægum leik á Camp
Nou í Barcelona.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
Mídnight in
PETER
ÆVISAGA DIEGO MARADONA
Meinsemd
mafíunnar
Midnight in Sicily, ferða- og þjóðfé-
lagssaga eftir Peter Robb. Vintage
Books gefur út. Mars 1999. 400
síður. Kostaði 104 franka, um
1.100 kr., í FNAC í Chatelet
les Halles í París.
FYRIR stuttu bárust fregnir af
því að Betino Craxi, sem var í eina
tíð einn valdamesti maður Italíu,
hefði látist í útlegð í Túnis. í kjölfarið
urðu nokkrir frammámenn til að
mæra hann sem mikilmenni og litu
þá framhjá því að hann var dæmdur
fyrir að hafa stolið frá ítölsku þjóð-
inni milljörðum króna, haldið hlífi-
skildi yfir illvirkjum og stolið ómet-
anlegum listaverkum til skreyta með
lúxussetur sitt í Túnis. Þannig er
saga ítalskra stjómmála á þessari
öld samofin sögu skipulagðrar
glæpastarfsemi og oft ill- eða
ómögulegt að greina óþokkana frá
frammámönnum þjóðarinnar.
Bók ástralska blaðamannsins Pet-
ers Robbs er margar bækur í einni;
ferðabók, enda dvaldi hann lengi á
Ítalíu og fór víða, matarbók, því mat-
ur er aldrei langt undan þegar sagt
er frá Ítalíu, og þjóðfélagssaga, en
Robb rekur nokkuð skilmerkilega
sögu meinsemdar mafíunnar, hvern-
ig hún gegnsýrir ítalskt þjóðfélag og
hvemig baráttan gegn henni er um
leið barátta til að miða Ítalíu inn í nú-
tímann.
Bók Robbs, sem er vel skrifuð á
köflum, hefst með frásögn af leyni-
legum fundi þeiiTa Giulios Andreott-
is, áhrifamesta stjómmála-
manns Itala á öldinni, og
Totos Riinas, villimannsleg
fjöldamorðingja og leiðtoga
mafíunnar og þess er hinn
virti stjórnmálamaður heils-
aði morðingjanum með kossi.
Robb leggur út af þeim kossi
og nýtir hann til að rekja
sögu mafíunnar og kristi-
legra demókrata, sem vom
nánast stjórnmálaarmur
hennar.
Robb bjó á Italíu um tíma, í
Napólí, sem hann lýsir með
mikilli eftirsjá enda borgin
látið mjög á sjá á síðustu ára-
tugum, og Palermo, höfuð-
bæli mafíunnar suður á Sikil-
ey. Hann hefur frá ýmsu að
segja og ekki allt fallegt; sjá
til að mynda söguna af því
hvernig heróínið spillti götu-
lífi í fátækari hluta Napólí og
nánast lagði að velli heila
kynslóð. Einnig er eftir-
minnileg frásögn hans af því
er Riina braut sér leið til
valda í mafíunni með hrika-
legu blóðbaði.
Andreotti er rauði þráður-
inn í gegnum bókina, sið-
blinda hans, valdagræðgi og
ófyrirleitni rækilega lýst og
undir lokin skilst lesandanum
hvers vegna andstæðingar
hans kölluðu hann Bezelbub,
kölska sjálfan.
Árni Matthíasson
V andi fylgir
vegsemd hverri
Knattspyrnumaðurinn knái, Diego
Maradona, hefur á ferlinum bæði kynnst
uppsveiflu og niðurför. Örn Arnarson las
ævisögu kappans, Hönd Guðs: Líf Diego
Maradona, ritaða af Jimmy Burns.
EF TIL VILL er hægt að deila um
það hvort Diego Maradona sé mesti
knattspymumaður allra tíma. Ef til
vill er hægt að segja að kempur eins
og Pelé og Cryuff hafi verið betri þó
að þeir hafi aldrei þurft að leika
gegn jafn harðsvíruðum varnar-
mönnum og Argentínumaðurinn og
þar af leiðandi fengið meira svig-
rúm til þess að sýna snilli sína á vell-
inum. Hvað sem slíkum vangavelt-
um líður verður varla um það deilt
að ævi og örlögum Maradona lauk
ekki með hvelli heldur andvarpi -
Ifkt og í Ijóði Eliots. Hann er nú,
þegar þessi orð eru skrifuð, á með-
ferðarstofnun fyrir kókaínfíkla á
Kúbu og sennilega tengja fleiri
knattspymuáhugamenn nafn hans
við svindl, skömm og barnslega
hegðun en glæsileg tilþrif.
Þjóðsögulegt upphaf
Eins og allir miklir menn er til
þjóðsaga um fæðingu Maradona og
hefst frásögn Bums á henni. Hún er
á þá leið að þegar Maradona fann
sér leið úr móðurkviði eftir erfiðar
hríðir hafi móðir hans öskrað
„MAAAAAR.....K“ af miklum ógn-
arkrafti. Og að sjálfsögðu var þetta
ekki í siðasta sinn sem þetta fram-
stæða öskur Suðu-Ameríkumanna
sem gefur til kynna að mark hafi
verið skorað heyrðist vegna Mara-
(lona.
Hann þótti snemma líklegur til af-
reka á knattspyrnuvellinum. Knatt-
tækni hans var með ólíkindum og
skot hans með vinstri fætinum vora
föst og hnitmiðuð. Þegar aldur hans
hafði náð tveggja stafa tölu var
hann farinn að koma fram í sjón-
varpi og leika listir sfna með knött-
inn. Hann hafði ekki einungis knatt-
tækni - hann hafði einnig yfirburða
skilning á leiknum og næmt auga
fyrir spili. Flestir sem sáu til hans á
unga aldri þóttust vissir um að þar
færi einstakt efni sem kynni að um-
breyta knattspymuheiminum. Og
það gerði hann svo sannarlega.
Til Evrópu
Maradona lék ekki með Argen-
tínumönnum þegar þeir urðu heims-
meistarar í sínu heimalandi árið
1978. Landsliðsþjálfarinn Menotti,
sem síðar átti eftir að þjálfa hann í
Barcelona, taldi hann ekki nægilega
reyndan. Þótt augu heimsins hafi
beinst að Argentínuliði án Mara-
dona það árið voru margir í Evrópu
sem vissu af honum. Næstu fjögur
árin fóru í samningaviðræður ým-
issa stórfélaga í Evrópu um kaup á
kappanum. Reyndar kom fyrsta til-
boðið í hann frá Sheffield Wednes-
day, sem þá lék í fyrstu deild, og var
í því tilboði greiðsla fyrir að smygla
kappanum úr landi en flestir töldu
ólílegt að herforingjastjómin myndi
leyfa einni skærastu stjörnu lands-
ins og gleðigjafa að hverfa á brott.
Það gekk þó ekki eftir og á endan-
um gekk hann í lið Barcelona árið
1982 fyrir metupphæð.
Maradona-lj ölskyldan
Maradona átti ekki sjö dagana
sæla í Barcelona og þar komu í ljós
þeir persónuleikabrestir sem síðar
áttu eftir að stuðla að falli hans.
Reuters
Maradona: minnismerki um ein-
stakling sem hlaut náðargjöf en
ekki þroska til að höndla hana.
Maradona kom sér fyrir í íburðar-
mikilli villu og flutti til sín alla vini
sína frá Buenos Aires og verður
ekki annað séð en að sumir þeirra
virðist hafa haft slæm áhrif á kapp-
ann. í Barcelona kynntist Maradona
fyrst kókaíni og varð alræmdur í
borginni fyrir ráp sín á skemmtist-
öðum í félagsskap vændiskvenna og
annars fólks sem þykir ekki líklegt
til að hafa jákvæð áhrif á knatt-
spyrnuhetjur.
Að vísu er Maradona nokkur
vorkunn. Það kemur fram í bók
Bums að hann hafi alla tíð verið
þjakaður af meiðslum og meðferð
lækna við þeim hafi nánast ein-
skorðast við að sprauta örvandi lyfj-
um í hann fyrir leiki og af bók Burns
að dæma sést hversu fádæma
miklar fómir Maradona var
tilbúinn að færa til þess að
geta leikið knattspymu -
þegar hann mátti vera að því.
Kóngur á meðal glæpona
Árið 1984 höfðu for-
ráðamenn og aðdáendur
fengið nóg af Maradona og
tilfinningin var gagnkvæm.
Hann var seldur til Napolí á
Ítalíu og fékk félagið dygga
aðstoð frá mafíunni í borg-
inni við að fjármagna kaupin.
f Napolí var Maradona loks-
ins kominn íþað umhverfí
sem hann þráði og það varð
til þess að hann blómstraði
sem leikmaður og tók lið sem
aldrei hafði verið þekkt fyrir
frábæra knattspymu og
gerði það að stórveldi um
hríð. Fyrir það vann hann ást
og hjörtu borgarbúa. Á þeim
tíma gerði hann Argentínu-
menn að heimsmeisturum í
Mexíkó og sýndi á því móti
einhverjaþá mestu snilldar-
takta sem sést hafa á knatt-
spyrnuvellinum. Á þessum
tíma var yfirvofandi fall
Maradona vandlega falið.
Hann var í slagtogi með
meðlimum mafíunnar í Nap-
olí og stundaði hið ljúfa líf
meira en góðu hófi gengdi.
Samkvæmt Burns var hann
orðinn afar langt leiddur
þegar heimsmeistarakeppn-
in fór fram á Ítalíu. Kokaínfíkn og
aðrir breyskleikar á andlega sviðinu
vora farnir að taka sinn toll.
Fallið
Dmog eftir heimsmeistarakeppn-
ina á Italíu tókst Maradona að fá
marga á móti sér. Frammistaða
hans í keppninni var langt frá því að
vera með því besta sem hann hafði
sýnt. Hann var líka búinn að fá sig
fullsaddan af knattspymu og vildi
komast í burtu frá Italíu. Af bók
Bums að dæma virðist sem að and-
leg heilsa Maradona í upphafi
tíunda áratugarins hafi verið slæm
og ekki náði hann sér á strík það
sem eftir lifði aldar, hvað sem síðar
verður.
Maradona flutti sig um set frá
Napolí til Sevilla. Þar var hann
skamma hríð og kunni reyndar vel
við sig en hann virtist ekki vera í því
andlega jafnvægi sem afreksmaður
í íþróttum þarf að vera. Frá Sevilla
fór hann aftur heim til Argentínu.
Hann ætlaði að hætta í knattspymu
en gat það ekki. Loks fór það svo að
hann ákvað að keppa fyrir hönd Arg
entínu í siðasta sinn, í heimsmeist-
arakeppninni í Bandaríkjunum.
Hann lagði mikið kapp á að komast í
form og það fór að spyrjast út að
gamla goðið væri aftur farið að gera
galdra á vellinum. Sú saga endaði
eins og flest annað sem tengist
Maradona síðasta áratuginn - í
hneyksli og skömm. Hann var send-
ur heim í byijun móts eftir að falla á
lyíjaprófi.
Eftir það hefur hvert hneykslið
fylgt á eftir öðra í lífi Maradóna
undanfarin ár - reyndar lengra aft-
ur í tímann. Hann er minnismerki
um einstakling sem hlaut náðargjöf
en hafði ekki þroskann til að höndla
hana. Samt mun hann ekki verða
dæmdur fyrir það. I framtíðinni
verður hans minnst sem eins mesta
knattspymumanns sögunnar.
Manns sem blés gleði í bijóst millj-
óna knattspymuáhugamanna víðs-
vegar um heim með ótrúlegri snilld
og glæstum sigram.
Maradona þótti snemma liklegur til
afreka á knattspyrnuvellinum.