Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 41
MINNINGAR
SCHUMANN
DIDRIKSEN
+ Schumann Didr-
iksen kaupmað-
ur fæddist í Þórs-
höfn í Færeyjum 16.
nóvember 1928.
Hann lést á heimili
dóttur sinnar 22. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Christian Didriksen
frá Vestmanna, f.
19.10. 1896, d. 10.11.
1961, og Hanna
Didriksen frá Söld-
arfirði, f. 13.3. 1908,
d. 2.7. 1992. Systkini
hans eru Ovild, f.
23.8. 1927; Jean Davis, f. 13.8.
1935, ogKára, f. 18.6.1944.
Hinn 3. desember 1949 kvæntist
Schumann Dagmar Didriksen, f.
Pedersen 20.7. 1929. Foreldrar
hennar voru Emil Pedersen frá
Kollafirði, f. 12.3. 1895, d. 30.7.
1976, og Anna Katrina Petersen
frá Kollafirði, f. 19.2. 1904, d.
27.12.1988. Schumann og Dagmar
eignuðust sjö börn.
Þau eru 1) Rúna Didr-
iksen, f. 21.2. 1950,
gift Ásmundi Jó-
hannssyni, f. 17.4.
1941. Þeirra börn eru
Hanna Kristín, f.
19.10. 1968, sambýlis-
maður Njörður Lárus-
son, f. 23.5. 1966,
Þeirra sonur er Ing-
var, f. 4.10. 1998.
Ingvar, f. 15.5. 1970,
d. 6.9. 1987. Dagmar,
f. 21.5. 1980, og Ragn-
heiður, f. 7.4. 1989. 2)
Drengur, f. 20.8.1951,
d. 6.10.1951. 3) Bjarma Didriksen,
f. 1.12. 1952, gift Guðmundi Gunn-
arssyni, f. 4.7. 1954. Þeirra börn
eru Gísli Gunnar, f. 21.6. 1991 og
Ingvar Emil, f. 18.4. 1993. 4) Siri
Didriksen, f. 20.4. 1959. Hennar
börn eru Ragnar Þór, f. 8.8. 1979,
sambýliskona hans er Guðrún
Helgadóttir, f. 30.12. 1979,
Bjarma, f. 25.7. 1981, og Pétur, f.
10.10. 1992. 5) Rita Didriksen, f.
10.10. 1962, gift Ásmundi J.
Pálmasyni, f. 30.7. 1965. Hennar
böm em Vivian Didriksen Ólafs-
dóttir, í. 12.5. 1984, og Anni Didr-
iksen Ólafsdóttir, f. 15.11. 1989. 6)
Schumann Didriksen, f. 30.1.1969,
kvæntur Heidi Didriksen, f. 9.8.
1968. Þeirra sonur var Leví, f.
21.6. 1995, d. 11.3. 1996. 7) Dagm-
ar Díba Didriksen, f. 8.9.1971.
Eftir menntaskóla fór Schu-
mann til sjós, sigldi á skonnortum
og skútum og fiskaði víða um sjó,
til dæmis milli fslands og Græn-
lands. Hann sigldi á farmbátnum
„Óðin“, sem faðir hans átti og
gerði út, milli eyja í Færeyjum.
Skipsljórnarréttindi öðlaðist hann
árið 1951. Eftir það sigldi hann á
erlendum farmskipum uns hann
fór til Islands. Hér sigldi hann á
fiskiskipum og togurum frá Pat-
reksfírði, Vestmanneyjum og Suð-
umesjum. Árið 1960 flutti hann
með fjölskyldu sína til íslands.
Schumann og Dagmar keyptu
Skóverslun Þórðar Péturssonar
sumarið 1968 og starfræktu hana í
tæp 30 ár.
Útför Schumanns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það leiðir eitt af öðru í þessu lífi
og ætli maður að vera þátttakandi,
þá er bara að taka því sem verða vill
og bera höfuð hátt. Eitthvað í þessa
áttina gæti tengdafaðir minn, hann
Schumann, hafa sagt. Sögurnar,
minningarbrotin og snjöll tilsvör er
það sem fyrst kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um þennan stolta
Færeying. Hann var ekki bara Fær-
eyingur heldur einnig „Havnarmað-
ur“ þ.e. fæddur og uppalinn í Þórs-
höfn.
Ég sé hann fyrir mér klifrandi
upp í mastur á skipinu sínu, úti á
reginhafi norður við Grænland, að
hengja upp færeyska fánann til að
fagna fæðingu frumburðarins. Eða
þá berandi til grafar á höndum sér
kistu litla drengsins, sonar hans,
sem dó svo stuttu eftir fæðinguna.
Það er góð tilfinning að minnast
samverustundanna. Schumann hafði
lesið mikið um ævina. Hann hafði
mikinn áhuga á mannkynssögu og
mundi fádæma vel ólíklegustu þætti
sögunnar. Þá sjaldan að Schumanni
varð svarafátt um einhverjar sögu-
legar spurningar, staði, nöfn eða ár-
töl, var hann ekki í rónni fyrr en
hann hafð flett upp í einhverri bók
til að finna svarið. Mikill fjöldi gesta
kom á heimili þeirra Schumanns og
Dagmarar. Ófá skiptin var setið við
hlaðið veisluborð af „ekta“ færeysk-
um mat, eins og Schumann sagði
„alvöru mat“. Þegar færeysk skip
komu til hafnar hér í nágrenninu
voru oft einn eða fleiri af áhöfninni
skyldir eða þekktu til þeirra hjóna.
Það leiddi oft til þess að nánast öll
áhöfnin mætti i heimsókn og þáði
veitingar og naut gestrsini hjón-
anna. Það kom fyrir í nokkur skipti
að Schumann og Dagmar tóku á
móti eða jafnvel sóttu áhöfn skips
sem hafði strandað eða lent í erfið-
leikum, veitti þeim húsaskjól, mat
og þurran fatnað.
Fyrr á árum stundað Schumann
sjómennsku bæði í Færeyjum, Dan-
mörku og hér á landi. Hann lauk
stýrimannaskóla í Færeyjum og
hafði skipsstjórnarréttindi. Til ís-
lands flytst fjölskylda Schumanns
alkomin árið 1960 eftir að hann
hafði þurft að hætta sjómennsku
vegna bakmeins. Hér á landi gat
hann stundað ýmis störf, eftir því
sem heilsan leyfði hverju sinni.
Störf sem ekki stóðu til boða f Fær-
eyjum á þeim tíma.
Árið 1968 keyptu Schumann og
Dagmar Skóverslun Þórðar Péturs-
sonar af frú Ágústu, ekkju Þórðar.
Þessa verslun unnu þau hjónin upp
og varð hún fljótlega leiðandi á sínu
sviði. Verslunin fékk fleiri viður-
kenningar fyrir nýbreytni og frum-
leika í auglýsingum. Schumann unni
Islandi heitt, átti hér marga góða
vini. Hann var afar þakklátur fyrir
að hafa getað dvalið hér á landi með
fjölskyldu sína. En Færeyjar og allt
sem færeyskt var átti hug hans all-
an. Schumann varð aldrei íslenskur
ríkisborgari, mikið vegna þess að þá
þurfti hann að afsala sér nafninu
sínu sem var of stór fórn. Ég þakka
fyrir að hafa átt samleið með Sehu-
manni Didriksen.
Ásmundur Jóhannsson.
Einn af samferðamönnum okkar,
Schumann Didriksen, hefur verið
kallaður burt héðan úr jarðlífi.
Við kynntumst honum og hans
indælu færeysku fjölskyldu fyrir
u.þ.b. fjörutíu árum. Milli fjöl-
skyldu hans og okkar myndaðist
sterk vinátta sem aldrei hefur bor-
ið skugga á, því er söknuðurinn
mikill.
í nokkur ár áttum við heima í
sama húsi, unnum saman og börnin
okkar léku sér saman. Margar eru
góðu minningarnar frá þeim tíma
og þær minningar hlýja okkur um
hjartarætur. Þegar þau fluttu í eig-
in íbúð var oft skroppið til þeirra
og ávallt var manni vel tekið.
Schumann var góður heimilisfað-
ir og afi og mikill vinur vina sinna.
Hann var mjög hlýr í garð Hjálp-
ræðishersins og börnin sóttu
sunnudagaskóla og barnasamkom-
ur hersins og nú sækja barnabörn-
in þangað. Það var gaman þegar ég
leit inn í búðina fyrir nokkru og
einn yngri drengjanna var staddur
þar og fagnaði mér mikið en var
fljótur að segja: „Þú komst ekki í
laugardagsskólann, en ég bið alltaf
til Guðs fyrir ykkur öllum,“ svo
sneri hann sér að afa sínum og
sagði: „Afi, þú veist að ég bið alltaf
fyrir þér“ og það var hlýtt bros
sem drengurinn fékk frá afanum.
Nú að leiðarlokum viljum við
biðja Guð að styrkja Dagmar og
alla fjölskylduna. Hann Schumann
var reiðubúinn til þessarar ferðar.
Náð Guðs nægði honum.
Nú ert þú horfinn í himinsms borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Blessuð sé minning þín.
Ingibjörg og Óskar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál.)
Það er margs að minnast, þegar
komið er að því að kveðja kæran
vin. Það eru forrétttindi að hafa
fengið að kynnast þér og ekki síður
að fá innsýn í föðurland þitt, Fær-
eyjar, í gegnum sögurnar þínar,
sem eru okkur og öllum þeim fjöl-
mörgu sem þær heyrðu ógleyman-
legar. Það kom sérstakur glampi í
augu þín þegar þú varst að segja frá
því sem á daga þína hafði drifið á
þinum uppvaxtarárum, sjómennsku
þinni, og síðast en ekki síst, þegar
að því kom að þú kynntist henni
Dagmar þinni, sem varð þinn lífs-
förunautur.
Þú varst þvílíkur sagnabrunnur,
að það var með ólíkindum, enda
varst þú mjög vel lesinn, ekki síður
um ísland en þitt heimaland, og
aldrei kom maður að tómum kofun-
um ef vantaði svör við einhverjum
spurningum.
Þegar að því kom að við fórum til
Færeyja með Rúnu, dóttur þinni, til
að heimsækja ættingja ykkar, þá
var eins og við værum komin heim,
svo Ijóslifandi voru sögurnar þínar
um lífið og fólkið í Færeyjum. Mót-
tökur ættingja þinna voru slíkar að
þær hefðu sæmt hvaða þjóðhöfð-
ingja sem er.
Við áttum margar góðar stundir
með ykkur Dagmar og mikið var
gaman að fá ykkur austur í bústað í
sumar, þegar haldið var upp' á 70
ára afmæli Dagmar í sveitinni með
miklum glæsibrag og öll fjölskyldan
kom saman til að fagna þessum
tímamótum.
Okkur þótti dálítið einkennilegt
hvað þú fórst oft út í geymslu þessa
helgi og vorum að furða okkur á því,
en svo komst upp um þig! Skerpu-
kjötið og spikið var geymt þar úti,
og það dró þig að sér eins og segull,
því mikið þótti þér gott að borða, þó
sérstaklega þann mat sem þú varst
alinn upp við í Færeyjum. Og þú
kenndir okkur líka að borða þennan
mat: Skerpukjöt, spik, rastan fisk
og garnatólg og ýmislegt annað,
reyndar við misjafna hrifningu okk-
ar.
Það hefði ekki hvarflað að okkur
á þessum fallega afmælisdegi að þú
ættir ekki eftir að koma aftur til
okkar í sumarbústaðinn. Daginn eft-
ir lagðir þú af stað með tengdadótt-
ur þinni á Ólafsvöku í Færeyjum, en
þú hafðir ekki komið á Ólafsvöku í
29 ár, og mikil var tilhlökkunin. Þú
komst þaðan sæll og glaður eftir
þriggja vikna dvöl.
I byrjun desember sl. hélduð þið
Dagmar upp á gullbrúðkaupsafmæl-
ið ykkar. Það var hringt og okkur
boðið að mæta í veisluna, því eins og
Dagmar orðaði það, þá á þetta bara
að vera fýrir fjöldskylduna, en „fóst-
urbörnin“ verða að vera með. Það
fór ekki fram hjá neinum þegar hér
var komið, þá varst þú Schumann
orðin veikur. Skömmu áður hafðir
þú greinst með þann sjúkdóm sem
lagði þig að velli á fáeinum vikum.
Það er með virðingu og þakklæti,
sem við kveðjum þig, elsku Schu-
mann, og biðjum algóðan Guð aðr“’
styrkja fjöldskyldu þína í sorginni.
Blessuð sé minning þín.
Þínir vinir.
Anna, Gunnar og Elsa.
Schumann eldri, vinur okkar,
verður jarðsunginn í dag og okkur
langar með þessum línum að minn-
ast hans. Það var á menntaskólaár-
unum sem við kynntumst honum
fyrst þegar vinátta tóks með okkur
og syni hans. Fljótlega urðum við
heimagangar í Grundarlandinu og
nutum þar gestrisni og oftar en ekki
kom matur við sögu. Það er ekki of-
sögum sagt að dekrað hafi verið við
okkur í alla staði og það verður allt-*-
af eftirminnilegt hversu mikla natni
Schumann eldri lagði í að kenna
okkur að borða mat frá Færeyjum,
þó að viðtökumar hafi verið mis-
jafnar hjá okkur félögunum. Það er
hinsvegar ómetanleg reynsla að
hafa borðað með honum hvalspik
með soðnum kartöflum og á meðan
á því stóð voru málin rædd í þaula.
Það hefðu ekki allir sýnt upp-
átækjum okkar félaganna jafnmik-
inn skilning og jafnaðargeð og hann
gerði. Það var nánast sama hvað
okkur datt í hug alltaf studdi Schu->
mann okkur af heilum hug. Þrátt
fyrir að hann hafi verið umsvifamik-
ill í verslunarrekstri og vafalaust
haft ærið nóg að gera gaf hann sér
alltaf tíma til þess að inna frétta af
okkur og hvað við værum að bar-
dúsa þá dagana.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að
stinga niður penna um Schumann
eldri án þess að minnast á hversu
glæsilegur og virðulegur hann var. í
síða frakkanum og með hattinn gat
maður þekkt baksvipinn úr órafjar-
lægð þegar hann gekk um Lauga-
veginn og það eru vafalaust margir
sem eiga eftir að sakna hans við þá
götu þar sem hann vann mikinn
hluta ævi sinnar.
Við sendum Dagmar og öllum
ættingum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og megi Guð geyma ykkur
öll.
Marteinn, Þórarinn
og Halldór.
+ Auðbjörg Brynj-
ólfsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1.
nóvember 1929. Hún
lést 17. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 26. jan-
úar.
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra seinast.
(Steph. G. Steph.)
Þessar ljóðlínur úr
kvæðinu „Greniskóg-
urinn“ flugu mér í hug, þegar ég
heyrði andlát Auðbjargar. Þetta átti
svo sannarlega við um hana. Við
kynntumst fyrir um 45 árum, þegar
við bjuggum báðar í Edinborg í
Skotlandi þar sem mennirnir okkar
stunduðu háskólanám. Auja eins og
hún var jafnan kölluð minntist oft
þess tíma sem einhvers skemmti-
legasta og besta í lífi sínu.
Hún og Gunnar fluttust fyrir um
35 árum í Garðabæ og
við fluttum stuttu síð-
ar.
Við bjuggum ekki
langt hvor frá annarri.
Við fórum fljótlega að
koma upp görðunum
okkar. Áuja var mikil
garðyrkjukona og
elskaði garðinn sinn.
Við skiptumst á blóm-
um og ráðleggingum
um ýmislegt varðandi
garðrækt. Dætur
þein-a Gunnars Guð-
rún og Katrín voru svo
barnfóstrur hjá mér
annað slagið í nokkur ár. Við hitt-
umst oft á þessum árum og áttum
saman góðar stundir. Auja var
gestrisin og glettin. Þau stríddu
hvort öðru óspart hún og maðurinn
minn. Hún honum á ýmsu spaugi-
legu sem skeði á Edinborgarárun-
um og hann henni, hvað hún hafði
gaman af að versla. Satt var það.
En sannleikurinn var sá að hún
verslaði minnst fyrir sjálfa sig. Hún
var ákaflega gjafmild og ég held að
mestur hluti launa hennar hafi farið
í gjafir. Aldrei gleymdi hún afmæl-
isdögum, hvorki hjá vinum né af-
komendum, en hópurinn varð stór
með árunum. Auja var stórbrotin
kona. Það má segja að í henni hafi
verið bæði gull og grjót eins og í
okkur flestum. Gullið var gestrisni
og trygglyndi við þá sem hún tók og
umhyggja fyrir þeim sem minna
máttu sín og ást til stóra hópsins
síns. Hún vildi svo sannarlega veg
þeirra sem mestan. En grjótið var
skapið og harkan. Oft gustaði af
henni. Þegar hún lét skoðanir sínar
í ljós. Það var ekki gott að fá hana
upp á móti sér. Stundum fannst mér
hún fullhörð. En hörðust var hún
við sjálfa sig og lét aldrei deigan
síga á hverju sem gekk.
Fyrir 30 árum fékk Auja krabba-
mein í fyrra sinn. Hún gekkst undir
mjög erfiða meðferð. Ég dáðist að
hvernig hún tókst á við vandamálið.
Hún átti þá átta börn, það yngsta
tveggja ára svo það gefur auga leið
að þetta var erfitt. En uppgjöf
hvarflaði aldrei að henni og sigur
vannst í það skiptið. Hún lifði svo
góðu lífi í 30 ár. Tók bílpróf og fór
að vinna utan heimilis þegar börnin
stækkuðu. Hún vann alltaf fullan
vinnudag, þangað til í nóvember síð-
astliðinn, þá brá hún sér til Skot-
lands með barnabarni sínu og nöfnu
til þess að kaupa jólagjafir. 13 nóv-
ember hélt hún stórveislu í tilefni 70
ára afmælis síns nokkrum dögum
áður. Það leyndi sér ekki að hún var
orðin mjög veik. Hún sat í stól eins
og drottning og börn og tengdabörn
stjórnuðu veislunni. Ég sagði við
hana: „Af hverju frestaðir þú ekki
þessari veisiu, þar sem þú ert svona
lasin?“ „Það verður ekki hægt
seinna," sagði hún, eins og hana
grunaði hvað í vændum væri. Hún
lagðist svo inn á sjúkrahús næsta
dag, til að heyja sína lokaorrustu.
Nu hefur hún kvatt okkur. Hún
var á margan hátt lánsöm í lífinu.
Hún átti góðan mann sem vildi allt
fyrir hana gera. Góð börn og barna-
börn sem hún var afar stolt af. Þau
eru öll harðdugleg og hafa komið
sér vel áfram í lífínu.
Hennar er sárt saknað. Við hjón-
in þökkum alla tryggð og vináttu og
sendum Gunnari og börnunum inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Auðbjargar.
Þorgerður Brynjólfsdóttir.
Við kynntumst þeim hjónum,
Auðbjörgu og Gunnari, fyrir 13 ár-
um og eignuðumst þeirra vináttu og
samfylgd. Auðbjörg var mikil bar-
áttu- og dugnaðarkona. Hún sýndi
það svo sannarlega í þeim ferðalög-
um sem við fórum með þeim bæði
hér heima og erlendis.
Oft urðum við vör við að hugur-
inn bar hana háifa leið. Þótt hún
væri greinilega lasin lét hún sig
ekki vanta og var manna hressust á
gleðistundum. •
Auðbjörg var ekki sú manngerð
sem hætti við hálfnað verk og dugn-
aður hennar og kraftur er okkur
minnisstæður. Þau Auðbjörg og
Gunnar ólu upp og studdu til
mennta allan sinn stóra barnahóp
ásamt því að ala að verulegu leyti
upp nöfnu hennar og dótturdóttur.
Að færa öllum sínum barnabörnum
gjafir var ætíð efst í huga Auð-
bjargar og var engin fyrirhöfn of
mikil til að gleðja og aðstoða.
Það er ótrúlegt hvað þessi vá-
gestur, krabbameinið, er fljótur að
vinna á fólki og engan gi-unaði acW
hún Auja færi svona fljótt.
Elsku Gunnar, við vitum að þetta
er erfiður tími og vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam-
úð. Minningarnar eru okkur dýr-
mætar og við þökkum allar þær
stundir sem við áttum með ykkur
hjónum.
Erla og Eysteinn. —
AUÐBJÖRG
BRYNJÓLFSDÓTTIR