Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 27 ERLENT Wiranto neitar að segja af sér Jakarta, Davos. AP, AFP. AP Wiranto hershöfðingi og Wahid forseti. Wahid segist þegar hafa fundið eftirmann Wirantos í embætti öryggismálaráðherra. FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, fór í gær fram á að Wiranto hershöfðingi segði af sér ráðherra- embætti í stjóm landsins vegna ásakana um að hann bæri ábyrgð á mannréttindabrotum á Austur-Tím- or. Wiranto varði hins vegar gerðir sínar sem yfirmaður indónesíska hersins á Austur-Tímor og sagðist ekki ætla að segja af sér að svo stöddu. Skýrsla rannsóknarnefndar á veg- um Indónesíustjómar, sem birt var á mánudag, sakar Wiranto og 32 aðra foringja í hemum um að hafa stutt vígasveitir á Austur-Tímor sem myrtu og pyntuðu hundmð aðskiln- aðarsinna þar síðastliðið haust. Wir- anto, sem notar aðeins eitt nafn, gegnir nú embætti ráðherra öryggis- mála en var æðsti yfirmaður hersins meðan ógnaröldin ríkti á A-Tímor. Wahid forseti, sem staddur er á ferðalagi um Evrópu og Mið-Austur- lönd, kvaðst mundu fara fram á af- sögn Wirantos þegar hann sneri heim á ný eftir um tvær vikur. Hann sagðist þegar hafa fundið eftirmann Wirantos en upplýsti ekki hver hann væri. Grimmdaræðið á Austur-Tímor hófst í kjölfar þess að meirihluti íbúanna samþykkti aðskilnað frá Indónesíu í allsherjaratkvæða- greiðslu þar 30. ágúst síðastliðinn. Ibúar sem studdu áframhaldandi yf- irráð Indónesíu í landinu hófu þá árásir á sjálfstæðissinna sem leiddu til þess að á þriðja hundrað manns voru myrt og fjórðungur úr milljón flúði til Vestur-Tímor og nærliggj- andi eyja. Skýi-slan sem birt var á mánudag sýnir að herinn átti aðild að morðum, pyntingum og nauðgunum sem vígasveitirnar frömdu á óbreytt- um borgurum. „Reyndum að stilla til friðar“ Hópur á vegum Sameinuðu þjóð- anna birti einnig á mánudag skýrslu um átökin á A-Tímor. í niðurstöðu hennar segir að mannréttindabrotin „hefðu ekki verið möguleg nema vegna virkrar aðildar indónesíska hersins og Utneskju og samþykkis æðstu yfirmanna hans.“ Wiranto varði í gær hendur sínar og sagði að hershöfðingjamir hefðu reynt að stilla til friðar og að nefndin hefði gleymt því að herinn tryggði að allsherjaratkvæðagreiðslan á A-Tím- or gat farið friðsamlega fram. „Eins og þið vitið, höfum við [þ.e. herinn] hvatt til þess að gert yrði friðarsam- komulag á A-Tímor eftir að þeir [þ.e. íbúarnir] höfðu barist hver við annan í meira en 20 ár. Við höfum líka ætíð hvatt menn til að leggja niður vopn,“ sagði Wiranto á fréttamannafundi í Jakarta í gær. Wiranto minntist einnig á þátt hersins í því að sjá til þess að at- kvæðagreiðslan 30. ágúst gat farið óhindrað fram. „Við tryggðum ör- yggi um 4.000 útlendinga, frétta- manna, eftirlitsmanna og starfs- manna Sameinuðu þjóðanna í meira en fjóra mánuði og enginn var drep- inn.“ Orðrómur hefur verið á kreiki und- anfarnar vikur um að herinn hyggist ræna völdum í Indónesíu. Ástæðan er sögð vera viðleitni stjómvalda til að draga úr áhrifum hersins í indón- esískum stjómmálum og samfélagi, m.a. með því að draga yfirmenn hans fyrir rétt vegna atburðanna á A-Tím- or. Wahid forseti neitaði í gær því að nokkuð væri hæft í þessum orðrómi og opinber talsmaður hersins hefur áður sagt að herinn muni styðja ákvarðanir stjómvalda í málinu. T1LB0ÐSDAGAR A VETRARSTANDSETTUM BÍLUM ix^^ÍVetpapski e%/ufrf»r Ylirtainir Vtorl/ orm Fáðu þér notaðan bíl, tilbúinn í veturinn, á betra verði á Kuldakasti í Bílalandi! r r' |Qb lan idi L uu OÍlQf Jk Grjóthálsi 1 • 575 1230 Virka daga 9-18 Laugardag 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.