Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Messíana Tómasdóttir: Dauðasyndirnar sjö, 1998. BLÁR MYNDLIST S t« ð I a k o t MYNDVERK/GRÍMUR MESSÍANA TÓMAS- DÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 6. febrúar. Aðgangur ókeypis. MESSÍANA Tómasdóttir hefur komið víða við um dagana, á í senn að baki óvenju fjölþættan náms- og starfsferil. Hún hefur þó verið virk- ust á sviði leikmyndagerðar, jafnt fyrir leikhús og sjónvarp hér heima, í Danmörku og Færeyjum, en þær munu yflr fimmtíu. Pá hefur hún flutt fyrirlestra um litafræði og brúðuleik- hús hér heima og erlendis. Það lætur að líkum, að Messíana hafi jafnan eitthvað nýtt fram að færa þá hún heldur sýningar, enda krefst leikhússtarfið þess að menn endumýi í sífellu hugsanaferil sinn í samræmi við aðskiljanlegustu leik- húsverk. Sú hefur einmitt orðið raun- in og ekki nema eðlilegt að framníng- arnir hafi borið einhvem svip af leikmyndavinnu listakonunnar, en um leið er styttra frá leikmyndagerð í hreina myndlist en flestum öðrum greinum skapandi hönnunar. A stundum einungis blæbrigðamunur, eða hreint enginn, þá nafnkenndir myndlistarmenn hafa verið fengnir til að útfæra leikmyndir, sumar slík- ar sígildar jafnt í leiklistar-, kvik- mynda- sem myndlistarsögunni. Leikhússtarfið er svo fjölþætt og gjöfult að síður er hætta á því að menn festist í ákveðnu fari og öll önn- ur vinna beri keim af því líkt og í ýmsum örðum hliðargeirum, nema í þeim tilvikum að náms- og starfsfer- illinn sé allur bundinn við leikhúsið, óháð og frjáls sköpun einungis íhlaup til lífsfyllingar. Pað á ekki við um Messíönu, því maður skynjar metnaðarfull átök við viðfangsefnin hverju sinni og svo er einnig um þessa sýningu hennar á báðum hæðum Stöðlakots. Á neðri hæðinni eru sjö myndverk unnin á japanpappír og trefjagler með akr- yllitum, sem allar bera samheitið, Blár, en á efri hæðinni eru sjö grímur er tákna dauðasyndimar sjö: Græðgi, Ágimd, Reiði, Saurlífi, Of- und, Hroka, Leti. Það er yndisþokkafullur svipur yf- ir bláu samfellunni niðri, þar sem lög- mál myndbyggingarinnar era tekin til meðferðar á ýmsa vegu. En rýnir- inn átti erfitt með að átta sig á hverju einstöku verki sökum speglunar í þeim, það gerir hið þrönga rými og takmarkaða lýsing, þótt svo listhúsið sé annars afar vel fallið til margs Grímur Marinó Steindórsson: Jötunn, stál, 1999. konar framnínga á myndlistarvett- vangi. Speglunin kom í veg fyrir að mögulegt væri að munda ljósmynda- vélina, því gerandinn var umsvifa- laust kominn í miðju heildarinnar! Hins vegar sótti mynd nr. 5. mjög á sökum kröftugrar og heildstæðrar myndbyggingar, en engan veginn fortekið að aðrar taki frekar völdin í stærra og hentugra rými. Grímumar á efri hæðinni era góð viðbót og öllum hollt að horfast í augu við dauðasyndirnar sjö frá pallbrún- inni og hugsa sinn gang, hér kemur leikhúsið til skjalanna í öllu sínu veldi og mikið til með austrænum svip, vora annars gerðar fyrir óperaleik- inn, Maður lifandi, á Litla sviði Borg- arleikhússins á síðasta ári. Á síðast- liðnu sumri sá ég þær mótaðar á borgaralega vestræna vísu á sýning- unni, Mefra ljós, á Stadel-safninu á safnabakkanum í Frankfurt, sem var í senn kostulegt sem eftirminnilegt. Blár, er markverð sýning mikils- háttar listakonu. SKÚLPTÚRSÝNING GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON Góð viðbót við Stöðlakot er útisýn- ingarsvæði sem tekið hefur verið í notkun og er að meginhluta í porti fyrir ofan húsið. Piýðileg hugmynd og verður áhugavert að fylgjast með hvernig til tekst í framtíðinni. Rýmis- listamaðurinn Grímur Marinó Stein- dórsson ríður í vaðið með þrem frístandandi skúlptúram og tveim lágmyndum á vegg. Grímur Marinó hefur verið athafnasamur á vettvangi minnismerkjagerðar og þeirra sér helst stað í landsbyggðinni, era yfir- leitt úr blikandi ryðfríu stáli, og á stundum með inngreyptum steinum. Svo er einnig hér og gott dæmi þess er verkið, Opinberan, fyrir framan húsið. Einhver iðnaðarbragur er á þessum verkum Gríms Marinós, sem kemur bæði fram í mótun formanna og að honum nægir ekki að tjá sig í verkunum einum sér, heldur bætir við nöfnum framan á og til hliðar sem raskar oftar en ekki heildarmynd- inni, á sér hvoratveggja stað varð- andi nefnda mynd og að mínu mati veigamesta verkið, Jötunn, (2) í port- inu (svo í skrá en Jötun framan á myndinni). Verkið er einfalt og firna- sterkt í útfærslu og í sinni ryðbrúnu áferð er það gjörólíkt hinu silfur- glampandi stáli sem Grímur Marinó hefur tekið svo miklu ástfóstri við, hins vegar stingur ólöguleg skriftin mjög í stúf við heildarformið. I lág- myndunum, Mynstur I og II kemur fram ný og áhugaverð hlið á lista- manninum, þær era einhvem veginn svo heilar og sléttar, lausar við öll til- gerðarleg útbrot og krot. Ráð að þrí- víð verk listamannsins dragi dám af slíkum vinnubrögðum. Bragi Ásgeirsson Finnsk hönnunarsýning í öllum níu menningarborgnm Evrópu Hugmyndir hönnuða um kröfur neytenda21. aldarinnar FINNSKU hönnunarsýningunni „Find“ verður hleypt af stokkunum í dag, samtímis í öllum níu menningarborgum Evrópu; Avignon, Ber- gen, Bologna, Brussel, Helsinki, Kraká, Prag, Reykjavík og Santiago de Compostela. Hér á landi hefur sýningunni verið valinn staður í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hún verður opn- uð kl. 17. Frá Brussel verður útvarpað til all- ra menningarborganna sérstakri opnunar- ræðu, sem Erkki Liikanen, meðlimur framkvæmdastjórnar ESB í Brussel, flytur. Sýningin stendur til febrúarloka. I fréttatilkynningu segir að sýningunni hafi verið komið á fót vegna nauðsynjar á svörum við spurningum varðandi nútímahönnun og hlutverk hönnunarsýninga. „Gróin hefð í fínnskri hönnun, áhrif klassískra hugmynda ásamt mati á hönnun neysluvara voru áhuga- verðir þættir í huga þeirra sem sköpuðu sýn- inguna. (...) Þetta leiddi til sýningar þar sem færðar eru fram einstæðar neysluvörur. Þar sem vörurnar eru hannaðar til fjöldafram- leiðslu er hægt að setja sýninguna upp í níu borgum samtímis. „Find“ er því verald- arfrumsýning á nýjum vörum með einstæðri, fínnskri hönnun," segir enn fremur í fréttatil- kynningunni. Sýningarstjóri er Arja Hörhammer en um- sjón með uppsetningu sýningarinnar hér á Vulcan. Kjóll eftir hönnuðinn Ilona Pelli. landi hafa þær Ása Gunnlaugsdóttir og Karó- lína Einarsdóttir, sem báðar hafa lært iðn- hönnun í Finnlandi. Þeim til aðstoðar voru nemar á þriðja ári í textíl og keramiki í Lista- háskóla Islands. Sýningin er sett nákvæmlega eins upp á öllum stöðunum níu. Ása segir sýninguna m.a. sérstaka vegna þess hvernig hlutirnir voru valdir á hana. „Yf- Úr skartgripalínu Union Design á sýning- unni. Hönnuðir: Carina Blomqvist, Juha Koskela, Pekka Kulmala, Sami Makkula, Petri Pulliainen og Pia Westerberg. irleitt eru hönnunarsýningar þannig að hlut- irnir eru valdir inn á þær, en í þessu tilviki voru fyrirtækin valin og þar réðu mcnn sjálfír hvað þeir sendu inn. Margir þessara hluta voru ekki einu sinni til þegar fyrirtækin voru valin,“ segir hún. Við val á fyrirtækjum var tekið tillit til þeirrar áherslu sem þau leggja á hönnun og viðhorf til nýsköpunar. Á sýning- unni setja hönnuðirnir fram hugmyndir sinar um það sem þeir telja að verði kröfur neyt- enda 21. aldarinnar og eru allir hlutirnir á sýningunni ætlaðir neytendum. Alls eru 35 hlutir á sýningunni, allt nytja- hlutir, að sögn Ásu. Sem dæmi nefnir hún að þar sé að finna þónokkuð mikið af stólum, dósaupptakara, herðatré, gleraugnaumgjarð- ir, trefla, kjóla, síma og skartgripi, í stuttu máli allskonar iðnvarning. Hverjum hlut fylg- ir stutt lýsing á hönnunarferlinu, notagildi vörunnar, markaðssetningu og listrænni sköp- un. Reikað um í bláu rými GESTIR á útimyndlistarsýningu listamiðstöðvar í Costa Mesa í Kalif- orníu njóta þess að ganga um blá- leita ranghala listaverksins „Archip- elago“, sem útleggst annaðhvort sem eyjaklasi eða eyjahaf. „Archipelago" er rúmir 600 fer- metrar að flatarmáli og hafði lista- maðurinn, Alan Parkinson, lita- og birtubreytingar bláa litarins í huga við rýmishönnun verksins. AP Upplestur Ritlistarhóps Kópavogs UPPLESTUR á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs verður fimmtudag- inn 3. febrúar kl. 17 í Gerðarsafni. Þetta er önnur dagskrá Ritlistar- hópsins á nýju ári og að þessu sinni mun Erlendur Jónsson, gagnrýn- andi og Ijóðskáld, lesa úr bók sinni Vatnaspegill, sem út kom á síðasta ári og annað óbirt efni. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Þjóðleikhúsið Abel Snorko á Stóra sviðinu LEIKRITIÐ Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanu- el Schmitt, sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleik- hússins vel á annað ár, verður nú leikið nokkrum sinnum á Stóra sviðinu. Verkið þurfti að víkja af Litla sviðinu í byrjun janúar vegna næsta verkefnis þar, en vegna gífur- legrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur nú verið bætt við nokkrum aukasýningum. Aðeins verður um takmarkað- an sýningarfjölda að ræða. Með hlutverk nóbelsverð- launahöfundarins Abels Snor- ko fer Arnar Jónsson en Jó- hann Sigurðarson leikur blaðamanninn Erik Larsen. Þeir Arnar og Jóhann hafa hlotið einróma lof fyrir leik sinn í sýningunni, og verkið sjálft hefur vakið mikla at- hygli. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi verkið, höfundur leik- myndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir, lýsingu hann- aði Ásmundur Karlsson og leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Fyrirhugaðar sýningar á Stóra sviðinu eru 6., 11. og 22. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.