Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 28

Morgunblaðið - 02.02.2000, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Messíana Tómasdóttir: Dauðasyndirnar sjö, 1998. BLÁR MYNDLIST S t« ð I a k o t MYNDVERK/GRÍMUR MESSÍANA TÓMAS- DÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 6. febrúar. Aðgangur ókeypis. MESSÍANA Tómasdóttir hefur komið víða við um dagana, á í senn að baki óvenju fjölþættan náms- og starfsferil. Hún hefur þó verið virk- ust á sviði leikmyndagerðar, jafnt fyrir leikhús og sjónvarp hér heima, í Danmörku og Færeyjum, en þær munu yflr fimmtíu. Pá hefur hún flutt fyrirlestra um litafræði og brúðuleik- hús hér heima og erlendis. Það lætur að líkum, að Messíana hafi jafnan eitthvað nýtt fram að færa þá hún heldur sýningar, enda krefst leikhússtarfið þess að menn endumýi í sífellu hugsanaferil sinn í samræmi við aðskiljanlegustu leik- húsverk. Sú hefur einmitt orðið raun- in og ekki nema eðlilegt að framníng- arnir hafi borið einhvem svip af leikmyndavinnu listakonunnar, en um leið er styttra frá leikmyndagerð í hreina myndlist en flestum öðrum greinum skapandi hönnunar. A stundum einungis blæbrigðamunur, eða hreint enginn, þá nafnkenndir myndlistarmenn hafa verið fengnir til að útfæra leikmyndir, sumar slík- ar sígildar jafnt í leiklistar-, kvik- mynda- sem myndlistarsögunni. Leikhússtarfið er svo fjölþætt og gjöfult að síður er hætta á því að menn festist í ákveðnu fari og öll önn- ur vinna beri keim af því líkt og í ýmsum örðum hliðargeirum, nema í þeim tilvikum að náms- og starfsfer- illinn sé allur bundinn við leikhúsið, óháð og frjáls sköpun einungis íhlaup til lífsfyllingar. Pað á ekki við um Messíönu, því maður skynjar metnaðarfull átök við viðfangsefnin hverju sinni og svo er einnig um þessa sýningu hennar á báðum hæðum Stöðlakots. Á neðri hæðinni eru sjö myndverk unnin á japanpappír og trefjagler með akr- yllitum, sem allar bera samheitið, Blár, en á efri hæðinni eru sjö grímur er tákna dauðasyndimar sjö: Græðgi, Ágimd, Reiði, Saurlífi, Of- und, Hroka, Leti. Það er yndisþokkafullur svipur yf- ir bláu samfellunni niðri, þar sem lög- mál myndbyggingarinnar era tekin til meðferðar á ýmsa vegu. En rýnir- inn átti erfitt með að átta sig á hverju einstöku verki sökum speglunar í þeim, það gerir hið þrönga rými og takmarkaða lýsing, þótt svo listhúsið sé annars afar vel fallið til margs Grímur Marinó Steindórsson: Jötunn, stál, 1999. konar framnínga á myndlistarvett- vangi. Speglunin kom í veg fyrir að mögulegt væri að munda ljósmynda- vélina, því gerandinn var umsvifa- laust kominn í miðju heildarinnar! Hins vegar sótti mynd nr. 5. mjög á sökum kröftugrar og heildstæðrar myndbyggingar, en engan veginn fortekið að aðrar taki frekar völdin í stærra og hentugra rými. Grímumar á efri hæðinni era góð viðbót og öllum hollt að horfast í augu við dauðasyndirnar sjö frá pallbrún- inni og hugsa sinn gang, hér kemur leikhúsið til skjalanna í öllu sínu veldi og mikið til með austrænum svip, vora annars gerðar fyrir óperaleik- inn, Maður lifandi, á Litla sviði Borg- arleikhússins á síðasta ári. Á síðast- liðnu sumri sá ég þær mótaðar á borgaralega vestræna vísu á sýning- unni, Mefra ljós, á Stadel-safninu á safnabakkanum í Frankfurt, sem var í senn kostulegt sem eftirminnilegt. Blár, er markverð sýning mikils- háttar listakonu. SKÚLPTÚRSÝNING GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON Góð viðbót við Stöðlakot er útisýn- ingarsvæði sem tekið hefur verið í notkun og er að meginhluta í porti fyrir ofan húsið. Piýðileg hugmynd og verður áhugavert að fylgjast með hvernig til tekst í framtíðinni. Rýmis- listamaðurinn Grímur Marinó Stein- dórsson ríður í vaðið með þrem frístandandi skúlptúram og tveim lágmyndum á vegg. Grímur Marinó hefur verið athafnasamur á vettvangi minnismerkjagerðar og þeirra sér helst stað í landsbyggðinni, era yfir- leitt úr blikandi ryðfríu stáli, og á stundum með inngreyptum steinum. Svo er einnig hér og gott dæmi þess er verkið, Opinberan, fyrir framan húsið. Einhver iðnaðarbragur er á þessum verkum Gríms Marinós, sem kemur bæði fram í mótun formanna og að honum nægir ekki að tjá sig í verkunum einum sér, heldur bætir við nöfnum framan á og til hliðar sem raskar oftar en ekki heildarmynd- inni, á sér hvoratveggja stað varð- andi nefnda mynd og að mínu mati veigamesta verkið, Jötunn, (2) í port- inu (svo í skrá en Jötun framan á myndinni). Verkið er einfalt og firna- sterkt í útfærslu og í sinni ryðbrúnu áferð er það gjörólíkt hinu silfur- glampandi stáli sem Grímur Marinó hefur tekið svo miklu ástfóstri við, hins vegar stingur ólöguleg skriftin mjög í stúf við heildarformið. I lág- myndunum, Mynstur I og II kemur fram ný og áhugaverð hlið á lista- manninum, þær era einhvem veginn svo heilar og sléttar, lausar við öll til- gerðarleg útbrot og krot. Ráð að þrí- víð verk listamannsins dragi dám af slíkum vinnubrögðum. Bragi Ásgeirsson Finnsk hönnunarsýning í öllum níu menningarborgnm Evrópu Hugmyndir hönnuða um kröfur neytenda21. aldarinnar FINNSKU hönnunarsýningunni „Find“ verður hleypt af stokkunum í dag, samtímis í öllum níu menningarborgum Evrópu; Avignon, Ber- gen, Bologna, Brussel, Helsinki, Kraká, Prag, Reykjavík og Santiago de Compostela. Hér á landi hefur sýningunni verið valinn staður í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hún verður opn- uð kl. 17. Frá Brussel verður útvarpað til all- ra menningarborganna sérstakri opnunar- ræðu, sem Erkki Liikanen, meðlimur framkvæmdastjórnar ESB í Brussel, flytur. Sýningin stendur til febrúarloka. I fréttatilkynningu segir að sýningunni hafi verið komið á fót vegna nauðsynjar á svörum við spurningum varðandi nútímahönnun og hlutverk hönnunarsýninga. „Gróin hefð í fínnskri hönnun, áhrif klassískra hugmynda ásamt mati á hönnun neysluvara voru áhuga- verðir þættir í huga þeirra sem sköpuðu sýn- inguna. (...) Þetta leiddi til sýningar þar sem færðar eru fram einstæðar neysluvörur. Þar sem vörurnar eru hannaðar til fjöldafram- leiðslu er hægt að setja sýninguna upp í níu borgum samtímis. „Find“ er því verald- arfrumsýning á nýjum vörum með einstæðri, fínnskri hönnun," segir enn fremur í fréttatil- kynningunni. Sýningarstjóri er Arja Hörhammer en um- sjón með uppsetningu sýningarinnar hér á Vulcan. Kjóll eftir hönnuðinn Ilona Pelli. landi hafa þær Ása Gunnlaugsdóttir og Karó- lína Einarsdóttir, sem báðar hafa lært iðn- hönnun í Finnlandi. Þeim til aðstoðar voru nemar á þriðja ári í textíl og keramiki í Lista- háskóla Islands. Sýningin er sett nákvæmlega eins upp á öllum stöðunum níu. Ása segir sýninguna m.a. sérstaka vegna þess hvernig hlutirnir voru valdir á hana. „Yf- Úr skartgripalínu Union Design á sýning- unni. Hönnuðir: Carina Blomqvist, Juha Koskela, Pekka Kulmala, Sami Makkula, Petri Pulliainen og Pia Westerberg. irleitt eru hönnunarsýningar þannig að hlut- irnir eru valdir inn á þær, en í þessu tilviki voru fyrirtækin valin og þar réðu mcnn sjálfír hvað þeir sendu inn. Margir þessara hluta voru ekki einu sinni til þegar fyrirtækin voru valin,“ segir hún. Við val á fyrirtækjum var tekið tillit til þeirrar áherslu sem þau leggja á hönnun og viðhorf til nýsköpunar. Á sýning- unni setja hönnuðirnir fram hugmyndir sinar um það sem þeir telja að verði kröfur neyt- enda 21. aldarinnar og eru allir hlutirnir á sýningunni ætlaðir neytendum. Alls eru 35 hlutir á sýningunni, allt nytja- hlutir, að sögn Ásu. Sem dæmi nefnir hún að þar sé að finna þónokkuð mikið af stólum, dósaupptakara, herðatré, gleraugnaumgjarð- ir, trefla, kjóla, síma og skartgripi, í stuttu máli allskonar iðnvarning. Hverjum hlut fylg- ir stutt lýsing á hönnunarferlinu, notagildi vörunnar, markaðssetningu og listrænni sköp- un. Reikað um í bláu rými GESTIR á útimyndlistarsýningu listamiðstöðvar í Costa Mesa í Kalif- orníu njóta þess að ganga um blá- leita ranghala listaverksins „Archip- elago“, sem útleggst annaðhvort sem eyjaklasi eða eyjahaf. „Archipelago" er rúmir 600 fer- metrar að flatarmáli og hafði lista- maðurinn, Alan Parkinson, lita- og birtubreytingar bláa litarins í huga við rýmishönnun verksins. AP Upplestur Ritlistarhóps Kópavogs UPPLESTUR á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs verður fimmtudag- inn 3. febrúar kl. 17 í Gerðarsafni. Þetta er önnur dagskrá Ritlistar- hópsins á nýju ári og að þessu sinni mun Erlendur Jónsson, gagnrýn- andi og Ijóðskáld, lesa úr bók sinni Vatnaspegill, sem út kom á síðasta ári og annað óbirt efni. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Þjóðleikhúsið Abel Snorko á Stóra sviðinu LEIKRITIÐ Abel Snorko býr einn eftir Eric-Emmanu- el Schmitt, sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleik- hússins vel á annað ár, verður nú leikið nokkrum sinnum á Stóra sviðinu. Verkið þurfti að víkja af Litla sviðinu í byrjun janúar vegna næsta verkefnis þar, en vegna gífur- legrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur nú verið bætt við nokkrum aukasýningum. Aðeins verður um takmarkað- an sýningarfjölda að ræða. Með hlutverk nóbelsverð- launahöfundarins Abels Snor- ko fer Arnar Jónsson en Jó- hann Sigurðarson leikur blaðamanninn Erik Larsen. Þeir Arnar og Jóhann hafa hlotið einróma lof fyrir leik sinn í sýningunni, og verkið sjálft hefur vakið mikla at- hygli. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi verkið, höfundur leik- myndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir, lýsingu hann- aði Ásmundur Karlsson og leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Fyrirhugaðar sýningar á Stóra sviðinu eru 6., 11. og 22. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.