Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ómar
Stund milli stríða
STUNDUM er nauðsynlegt að taka sér smáhvfld frá kafnir við að setja upp nýtt skilti í Engidal í norðurhluta
venjubundnu amstri dagsins og spjalla við félagana. bæjarins, hvfldu sig um stund og ræddu örlítið saman áð-
Bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði, sem höfðu verið önnum ur en þeir hófu næstu törn.
Verðbréfaþing Islands
Markaðsverðmæti
bréfa nálgast þús-
und milljarða
M ARKAÐSVE RÐMÆTI allra
skráðra bréfa á Verðbréfaþingi fs-
lands nálgast nú 1.000 milljarða, og
hefur það aukist um tæp 40% á
einu ári því í árslok 1998 var mark-
aðsverðmæti þeirra um 655 millj-
arðar. Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Lárus Bolla-
son, starfsmann aðildar- og skrán-
ingarsviðs Verðbréfaþings.
Nú er markaðsverðmæti bréf-
anna rétt rúmir 900 milljarðar og
skiptist það nokkuð jafnt á milli
hlutabréfa og annarra verðbréfa,
eins og t.d. skuldabréfa. Markaðs-
verðmæti hlutabréfa um síðustu
mánaðamót var 427 milljarðar. 1
lok síðasta árs var markaðsverð-
mæti bréfanna um 850 milljarðar,
þar af var verðmæti hlutabréfa 370
milljarðar. Hann sagði að nýskrán-
ingar félaga hefðu mikið að segja,
en alls voru sjö ný félög skráð á
þingið á síðasta ári.
Lárus sagðist búast við því að
verðmæti skráðra bréfa færi yfir 1
billjón á þessu ári. Hann sagðist
ekki vilja tjá sig um verðbreyting-
ar, en að miðað við fyrirhugaðar
nýskráningar og óbreytt verðlag,
ætti 1 billjón króna múrinn að
verða rofinn á árinu.
Rannsoknarnefnd sjéslysa skilar skýrslu um orsakir þess að ms. Disarfell sökk
Skiptar skoðanir um ástæð-
ur þess að skipið fórst
Dísarfell sökk á leið frá fslandi til Evrópu aðfaranótt 9. mars 1997.
Tveir skipverjar létust en 10 var bjargað af þyrlusveit Gæslunnar.
Kröfu um
frávísun
hafnað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hafnaði í gær frávísunarkröfu eins
aðaleiganda Frjálsrar fjölmiðlun-
ar, sem hluthafar í DB ehf., áður
Dagblaðinu hf., stefndu fyrir að
hafa eignast ráðandi hlut í Dag-
blaðinu hf. án heimildar í sam-
þykktum félagsins. Stefnendur
halda því fram að stefndi hafi
þannig brotið gegn forkaupsrétti
annarra hluthafa.
Eftir úrskurð dómara þess efnis
að hafna beri frávísunarkröfunni
verður málið tekið fyrir hinn 1.
mars nk.
--------------
Bótakröfu
vegna
spilafíknar
vísað frá
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur hefur vísað frá dómi máli
manns, sem krafðist miska- og
skaðabóta vegna tjóns af völdum
spilafíknar fyrrverandi eiginkonu
sinnar.
Maðurinn stefndi íslenskum söfn-
unarkössum, Háskóla íslands,
dómsmálaráðuneytinu og fjármála-
ráðuneytinu og krafðist skaðabóta
úr hendi þeirra fyrir fjárhagslegt
tjón að upphæð 6,8 milljónir króna
og miskabóta fyrir röskun á stöðu og
högum að upphæð 45 milljónir
króna.
Dómari féllst á frávísunarkröfu
stefndu, enda væri málið í heild sinni
svo vanreifað að ekki yrði lagður efn-
isdómur á það. M.a. væri ekki ljóst
hví maðurinn teldi sjálfan sig réttan
aðila til að hafa uppi kröfur á hendur
stefndu fyrst stólja mætti málatil-
búnað hans svo að spilafíkn fyrrum
konu hans hefði valdið umræddu
tjóni.
SKIPTAR skoðanir voru meðal
nefndarmanna í rannsóknamefnd
sjóslysa um orsakir þess að skipið ms.
Dísarfell sökk suðaustur af Homa-
firði 9. mars 1997, að því er fram kem-
ur í skýrslu nefndarinnar sem hún
stólaði til samgönguráðherra í gær.
Tveir úr áhöfn Dísarfells fómst en tíu
var bjargað úr sjónum þegar stópið
sökk á siglingu frá Islandi til Evrópu.
Fram kemur í skýrslunni að skipt-
ar skoðanir eru meðal nefndarmanna
um ástæður þess að Dísarfell sökk og
skiluðu tveir af fimm nefndarmönn-
um séráliti í málinu. I áliti Emils
Ragnarssonar kemur fram það sjón-
armið að vegna bilunar í dælukerfum
og/eða fyrir mistök hafi sjó verið dælt
(runnið inn) í lestar um samtengt
austurs- og kjölfestukerfí stópsins.
Hilmar Snorrason leggur aftur á móti
fram annað rökstutt álit og telur
ástæður slyssins hafa verið þær að
loftrásir lesta og/eða lokunarbúnaður
þeirra hafi gefið sig og sjór streymt
inn eða þá að bilun hafi orðið í aust-
urskeríi stópsins sem orsakaði inn-
streymi sjávar í lestar í stað útdæling-
ar.
Meirihluti nefndarinnar, þeir
Haraldur Blöndal, Ólafur M. Krist-
insson og Þorsteinn Pétursson, telja
að báðar þessar skýringar geti út af
fyrir sig staðist. Þeir telja þó tilgátu
Emils lítóegri en tilgátu Hilmars ektó
útilokaða, og þær geti jafnvel verið
samverkandi, að því er fram kemur í
niðurstöðu skýrslunnar.
Óheppileg skipulagning
á lestun fyrir brottför
í skýrslu rannsóknamefndarinnar
kemur einnig fram að nefndin hafi
verið sammála um alls ellefu þætti
sem hafi skipt verulegu máli um örlög
skipsins.
I fyrsta lagi óheppileg stópulagning
á lestun stópsins fyrir brottíor, þar
sem sjókjölfesta stjómborðsmegin
var veralega umfram þörf en stjóm-
borðssíðutankar voru fullir en bak-
borðssíðutankar tómir, að því er segir
í skýrslunni. í öðra lagi var samteng-
ing milli austurs- og sjókjölfestukerf-
is búin renniloka, svo að samgangur
var milli lokakistna austurs og kjöl-
festu, í stað stóptiloka, sem komið
hefði í veg fyrir slíkan samgang.
Þá er bent á að ein og sama dælan
hafi verið notuð við austur frá lestum
skipsins og dælingu að og frá kjöl-
festutönkum. Enginn búnaður var til
að fylgjast með magni vökva í sjó-
geymum annar en að mæla vökvahæð
frá þilfari og viðvöranarkerfi, er gaf
til kynna, hvort sjór væri í lestum, var
hann ófullnægjandi og eftirlit með sjó
í lestum ónógt, að mati nefndarinnar.
Einnig bendir nefndin á að ófull-
nægjandi verklag hafi verið varðandi
austur frá lestum, bilun hafi verið í
austurs-/sjókjölfestukerfi og/eða röng
notkun kerfa. Slæmt veður hefur ver-
ið meðvirkandi þáttur, þar sem vind-
og sjóálag kom til þess að gera þvert á
stjómborðssíðu samfara flutningi
þyngdarpunkts stópsins yfir í bak-
borða með tilheyrandi skertum stöð-
ugleika.
Nefndin bendir einnig á að gat var
á soglögn austursdælu sem uppgötv-
aðist eftir að byijað var að nota dæl-
una við að dæla frá lestum eftir að
stópið flatrak með varanlega slagsíðu
og loks segir í niðurstöðum að stópið
hafi misst út allar aflvélar til raf-
magnsframleiðslu á um og innan við
hálfum öðrum tíma eftir að aðgerðii'
til að bjarga stópinu hófust.
Alvarlegt að björgunar-
búnaður virki ekki
Telur rannsóknarnefndin að sjó-
slysið gefi sérstakt tilefni til ýmissa
ábendinga. Átelur nefndin í fyrsta
lagi að breytingar hafi verið gerðar á
austurskerfi skipsins án samþyktós
flokkunarfélags.
„Nefndin telur það röng vinnu-
brögð að nota kjölfestudælu við aust-
ur frá lestum þegar til staðai’ era
þijár aðrar dælur til að sinna því
verlri. Fram kom að ástæða þess að
kjölfestudælan var notuð í stað aust-
ursdælu hefði verið sú að hún hefði
verið afkastameiri, en einnig upplýst-
ist að stimpildælan hefði verið ónot-
hæf sökum bilunar," segir í skýrsl-
unni.
Telur rannsóknamefndin einnig að
viðvöranarbúnaður um vökvahæð í
austursbrannum lesta, sem var ósam-
þykktur og gaf misvísandi boð, hefði
reynst gagnslaus.
„Nefndin bendir á að ektó hafi ver-
ið sent út formlegt neyðarkall frá
skipinu. Samkvæmt útskrift um
fjarstópti milli skips og Hornafjarð-
arradíós virðist það hafa verið lagt í
mat starfsmanna fjarskiptastöðvai' j
landi að meta stöðuna. Oll viðskipti
milli skips og lands fóra fram á vinnu-
bylgju strandstöðvar þannig að engar
upplýsingar um erfiðleika stópsins
fóra um neyðarbylgju í rúman
klukkutíma nema tilkynningar
strandstöðvar um gáma, sem fóru
fyrir borð. Þegar strandstöð sendi út
neyðarkall fyrir stópið náðist ekki
samband við þau stóp, er næst voru,
fyrr en klukkutíma síðar, eða tæpum
hálfum þriðja tima eftir að fyrst var
haft samband við strandstöð frá skip-
inu. Ljóst er af þessu að mikið skortir
á að skip haldi dygga hlustvörslu á
neyðartíðnum,“ segir í skýrslunni.
Loks kemur fram að nefndin telur
það alvarlegt þegar björgunarbúnað-
ur sem þjónustaður er hjá skoðunar-
stöðvum í landi virkar ektó þegar á
reynir.
Hyggst Ieggja fram frumvarp
um rannsóknamefnd sjóslysa
Sturia Böðvarsson samgönguráð-
herra greindi frá niðurstöðum skýrsl-
unnar á Alþingi í gær, í svari við fyrir-
spum Guðmundar Hallvarðssonar
um hvað liði rannsóknum á þessu
sjóslysi og strandi Víkartinds árið
1997. Sturla sagði um strand Víkar-
tinds að það hefði verið mat rann-
sóknamefndarinnar að orsök strands
stópsins hefði verið röng greining bil-
ana í aðalvél og vanmat skipstjóra á
aðstæðum þegar hann heimilaði að
vélin væri stöðvuð.
Einn maður fórst við björgun Vík-
artinds, sem var skráður í Þýskalandi
og hafði erlenda áhöfn, eftir að stópið
hafði strandað vélarvana við strönd-
ina austan Þjórsár 5. mars 1997.
Margrét Frímannsdóttir spurði
samgönguráðherra hvort rannsókn
rannsóknamefndar sjóslysa væri lok-
ið, eða hvort hún teldist ófullnægjandi
fyrst nefndin hefði ektó verið á einu
máli um orsök Dísarfellsslyssins.
Sagði Sturla að hann liti svo á að nið-
urstaða væri fengin, ekki væri um
beinan ágreining í nefndinni að ræða
þótt tvenns konar skýringar á orsök-
um slyssins væra taldar koma til
greina. Hann myndi ektó gera kröfu
um frekari skoðun á tildrögum slyss-
ins nema eitthvað sérstakt nýtt kænú
fram.
Guðmundur Hallvarðsson sagði að
þessi mál leiddu í öllu falli í ljós að
herða þyrfti á rannsóknum sjóslysa,
nákvæmni þar ætti ekki að vera minni
en í rannsóknum á tildrögum flugs-
lysa. Tók Sturla undii' þetta og kvaðst
gera ráð fyrir að leggja fram fram-
varp til nýrra laga um rannsóknar-
nefnd sjóslysa síðar á þessu þingi.
Heimiiislína Búnaðarbankans - ræktaðu garðinn
Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum • Lægri vextir á yfirdrætti
Heimilisbanki á Netinu • VISA farkort • Fjármögnunarleiðir
Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir
® BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
HEIMILISLÍNAN