Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Barcelona fMudaginn 18/02 hiuUtan 21 kr. 27.500 Alicante kr. 27.500 Malaga kr. 29.900 London kr. 7.900 Heimsferðir bjóða vikulegt flug til Barcelona, Alicante og London og tvö flug í viku til Malaga í allt sumar. Njóttu þess að fljúga beint í ftíið í sumar, á lægsta verðinu. Tilboð gilda ef bókað fyrir 15. mars, tilboð til Alicante gilda fyrir Félag húseigenda á Spáni. Flugvallarskattar kr. 2.490 bætast við fargjald. Flugsæti til London er verð aðra leiðina. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is FRESCA ...................... . Heluítis Slaguerhssinfónían: matthías Hemstoch telur í með tÍU trommurum scm Klæddlr uerða úr trommuscttum sinum. TnL-símgjömingurinn Telefónían undir stjórn Rndreui HtacKenzie. Titraunaeldhúsið & ITlenningarborgin kynna: ITlegas + Gjörningahlúbburinn lcelandic Loue Corporation f einni sæng. plBtusmíður hudldslns: Dr. Gunni Maðurinn sem gerði Casablanca MICHAEL CURTIZ HANN var álitinn einn grimmasti harðstjóri í röðum leikstjóra í allri kvikmyndasögunni. Átti þó í harðri samkeppni við orðlagða harðjaxla eins og Cecil B. De- Mille, Eric Von Stroheim, Otto Preminger og Henry Hathaway, svo nokkrir séu nefndir. Michael Curtiz verður þó ekki minnst fyr- ir andlega og líkamlega valdbeit- ingu, einræðistilhneigingar né basl við að gera sig skiljanlegan á enskri tungu. Heldur nokkrar stórkostlegar myndir, þar sem ber hæst, ástsælustu mynd allra tíma, sjálfa Casablanca. Curtiz (1888-1962), var af gyð- ingaættum, fæddur í Búdap- est á aðfangadag jóla. Faðir hans var arkitekt, móðirin óperusöngkona og er talið að hann hafi komið fram á sviði með móður sinni að- eins 11 ára. Sex árum síðar strauk Curtiz að heiman og lagðist á flakk með fjölleikahúsi og var kominn á leiksvið í Búdapest aðeins 18 ára. Árið 1912 fékk hann fyrsta kvikmyndahlutverkið og örfá- um mánuðum síðar var Curtiz tekinn til við framtíðar- hlutverkið, kvikmyndaleik- stjórn. Skömmu síðar lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann nam það nýjasta í grein- inni hjá Nordisk Studio, sem þá stóð framarlega í evrópskri kvikmyndagerð. Árið 1917 var Curtiz ráðinn í stjórnunarstöðu við Phönix Film, stærsta kvik- myndaver Ungverjalands. Tveim- ur árum síðar komust kommún- istar til valda og þjóðnýttu kvikmyndaiðnaðinn. Curtiz, og flestir dugandi menn, flúðu land sem fætur toguðu. Curtiz hélt til Austurríkis, síðar Þýskalands. Kunnustu myndir leikstjórans frá þessu tímabili eru Sodoma, Gom- orra, (22) og Moon Of Israel, (24). Báðar myndirnar vöktu athygli Hollywoodrisanna, enda leið ekki á löngu uns Harry Warner bauð honum vinnu. Curtiz gerði um 100 myndir fyrir Warner Bros., frá 1927, framá sjötta áratuginn, og setti jafnan svip á umhverfið. David Niven skrifar einkar skemmtilega um Curtiz í ævi- minningum sínum, nafn annars bindisins, Bring On the Empty Horses, er einmitt sótt í eitt spak- mælasafn leikstjórans, sem ein- kennist öðru fremur af litlum tökum hans á enskunni - „sem veitti okkur mikla ánægju", segir Niven. Verið var að kvikmynda The Charge Of the Light Brigade þegar Curtiz gaf þessa söguf- rægu skipun, sem þýddi að þá átti að sieppa lausum 100 hestum - án knapa. Niven segir að Ung- verjinn hafi jafnan stikað um tök- ustaði á hnébuxum og reiðstígvél- um með flugnaspaða að vopni. Joan Blondell sagði hann „grimmlyndan" mann gagnvart mönnum, dýrum og börnum. Hvað um það, hann reyndist Warnerbræðrum ómetanlegur í röskan aldarfjórðung. Snjall fag- maður með listræna sýn og ótrú- lega hagsýnn, sem kom sér vel miðað við þau knöppu peninga- mörk sem kvikmyndaverið setti framleiðendum sinum, ekki síst á tímum kreppunnar. Eitt metnaðarfyllsta verk Warner frá fjórða áratugnum er einmitt hin sögufræga gangster- mynd, Angels With Dirty Faces (38). Hún var gerð fyrir litla 600.000 dali, tók inn stórfé, ávann bæði Curtiz og James Dansletkur með Wjomsveítínní Kos í Asgarði, Glæsibæ, föstudaginn 18. febrúar. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Ekkl elnu sinni ðlaukarnir uerða látnír ááremir, þui mun prulukcgra ittrstefnulegur Ir i gltjugum gegn usgu gjaldi Cagney fyrstu Óskarstilnefning- arnar og var umsvifalaust skipað á bekk með sígildum verkum. Cagney vann þau fjórum árum síðar, fyrir aðra Curtiz- mynd.Yankee, Doodle Dandy. Ári síðar lentu þau loks hjá leikstjór- anum sjálfum fyrir meistaraverk- ið Casabianca. Þessir titlar sýna vel fjölhæfni leikstjórans í hnotskurn. Eitt af aðalsmerkjum Curtiz var einmitt liversu hagur hann var á allar kvik- myndagrein- ar. Hann er ábyrgur fyr- ir söngleiki Frægt atriði úr frægri mynd. Dooley Wilson við píanóið; Humphrey Bogart og Ingrid Bergman á viðkvæmu augnabliki endurfundanna og undir hljómar hið gullfallega lag „As Time Goes By“. Hreinræktuð, ódauðleg snilli, livar sem litið er á sköpunarverkið. Errol Flynn og Olivia de Havilland í Captain Blood, einni litríkustu ævintýramynd sögunnar. við Mammy, (30), ijölda gangster- mynda, hrollvekjur, sú fyrsta klassíkin The Horror Of the Wax Museum, (30), þjóðfélagsádeilur einsog Black Fury, (35)Sjóræn- ingja ævintýri (Captain Blood), (35), þar sem Errol Flynn og Bas- il Rathbone sýna snilldartilþrif í best leikstýrða skylmingaratriði sögunnar. Stríð, vestrar og róm- antík. Allt innan marka yfir- ráðasvæðis meistarans. Myndirn- ar voru misjafnar, ekki við öðru að búast þar sem afköstin voru með ólíkind- um, tvær til fjórar A-myndir á ári í röskan aldarfjórðung, Það af- rek leika fáir eftir. The Private Lives Of Elizabeth and Essex, (39), The Adventures Of Robin Hood, (38), Captain Of the Clouds, (42), This Is The Army, (43), eru allt sígldar myndir, hver af sínum toga. Myndin sem frekar öðrum gerði Curtiz ódauðlegan, sjálf Casablanca (43), kom öllum á óvart er hún spratt framá tjald- ið í öllum sínum mikilleika. Marg- ir höfðu verið orðaðir við verkið, sem reyndist að lokum svo áhrif- aríkt. Ronald Reagan og Ann Sheridan, höfðu (til allrar guðs- lukku), vísað þessu „handriti meðalmennskunnar“, frá sér, þau Ingrid Bergman og Humphrey Bogart, blésu í það nýju lífi. Curtiz yfirgaf Warner ekki fyrr en á sjötta áratugnum, þegar 20th Century Fox tókst að egna fyrir hann með Cinemascope, nýrri tækni á vegum fyrirtækis- ins, afraksturinn var The Egypti- an, (54), í sjálfu sér lítið eftir- minnileg mynd en kassastykki, Curtiz vegnaði mun betur eftir þetta í dvölinni hjá Fox, þar sem hann endaði litríkan feril með stórvestranum The Comancheros, (61), sem var í raun eina myndin sem jafnast á við afrekin á fjórða og fimmta áratugnum. Sæbjörn Valdimarsson kðlllnn inwram Casablanca, 1942 ★★★ Humphrey Bogart í sínu frægasta hlutverki sem kaffihúsaeigandinn Rick í Casablanca í seinni heims- styrjöldinni og af öllum búllum í öll- um heiminum verður gamla kær- astan (Ingrid Bergman) endilega að koma við með ástvini sínum, for- ingja í andspyrnuhreyfmgunni (Paul Henreid) á flótta undan nasistum. Ein af tíu bestu myndum allra tíma er gullaldarklassík gerð eftir frá- bæru Óskarsverðlaunahandriti og undir Óskarsverðlaunaleikstjórn. Verður enn meira heillandi með ár- unum og atriðin ógleymanlegri, sambandið á milli Bogart og Bergm- ans, Claude Rains í hlutverki lög- reglustjórans, Sam við píanóið og lagið undurfagra, As Time Goes By. Allir verða að sjá þessa a.m.k. einu sinni á ævinni. Það gæti orðið „upp- hafið að fallegri vináttu". Yankee, Doodle Dandy, 1942 ★★★ Lagasmiðurinn, leig leikritaskáldið George M. Cohan var einn hataðasti og dáðasti maður í allri leikhússögu Bandaríkjanna. Þeir félagar, Cyrtiz og James Cagney, voru þekktari fyrir allt aðra hluti á þessum tíma en silkimjúkar dans- og söngvamyndir, en Y.D.D., er allt öðruvísi. Spræk og með brodd. Cagney er í Óskarsverð- launaformi í goðsagnakenndri túlk- un á þúsundþjalasmiðnum Cohan. Það er engu öðru líkt að sjá þennan hæfileikaríka töffara dansa og syngja titillagið. Sannarlega eitt af minnisstæðustu atriðum allrar kvik- myndasögunnar. Myndin er klassík, tónlistin og dansatriðin sömuleiðis. The Comancheros, 1961 ★★★% Gæðavestri af gamla skólanum, þar sem mönnum gefst kostur á að sjá tvo höfðingja formsins, John Wayne og Lee Marvin, fara á kostum. Wayne leikur lögregluforingja í harðjaxlasveitinni Texas Rangers, en Marvin drykkfelldan brennivíns- og byssusala og ódám, sem höndlar ólöglega við frumbyggjana. Marvin er óborganlegur, með höfuðleðrið flakandi á hauskúpunni og slags- málasenan þeirra er sígild og samn- efnari fyrir allar slíkar, fyrr og síð- ar. Spennandi, fyndin, vel tekin af William H. Clothier, tónlist Elmers Bemstein hreinasta eyrnakonfekt, enda Bernstein (Sjö hetjur), eitt besta vestratónskáld allra tíma, og leikstjórnin fagmennskan og örygg- ið uppmálað. slenski dansflokkurinn Sígild myndbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.