Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Islandsbanki hf, kaupir hlutabréf í Landsbanka Islands hf.
V er ður selt til
viðskiptavina
Vinsæll
skafl í Vest-
urbænum
SNJÓSKAFLAR eru ekki jafn-
vinsælir hjá öllum, en yngsta kyn-
slóðin kann samt yfirleitt alltaf vel
að meta stóra skafla. I Vesturbæn-
um er ekki mikið um brekkur þar
sem börn geta rennt sér á snjóþot-
um og því nýtur stór skafi við Mela-
skóla mikilla vinsælda um þessar
mundir. Þar er jafnan margt um
manninn, enda fátt sem jafnast á
við góða „salibunu" í snjónum.
ÍSLANDSBANKI hefur á síðustu
dögum keypt umtalsverðan hlut í
Landsbanka íslands en stærstu
viðskiptin fóru fram á þriðjudag. Þá
keypti bankinn 100 milljónir króna
hlutafjár að nafnvirði á genginu 4,9
og er markaðsvirði þeirra viðskipta
því um 490 milljónir króna.
Ásmundur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Islandsbanka, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
bréfin sem Islandsbanki hefði
keypt yrðu seld áfram til viðskipta-
vina bankans enda hefði ekki verið
tekin stefnumarkandi ákvörðun af
hálfu bankans um að hann yki hlut
sinn í Landsbankanum. Ásmundur
sagði að þegar væri búið að fá
kaupendur að hluta bréfanna.
Mikil viðskipti hafa verið með
bréf Landsbankans undanfarna
daga. Á þriðjudag námu viðskiptin
796 milljónum króna, sem eru lang-
mestu viðskipti sem hafa verið með
eitt félag á einum degi til þessa. Að
auki námu utanþingsviðskipti með
bréfin rúmum 320 milljónum króna.
Því var samtals um 1,1 milljarður
hlutafjár að markaðsvirði sem
skipti um eigendur í þessum við-
skiptum eða um 3,3% af áætluðu
markaðsverðmæti Landsbankans.
Gengi hlutabréfa Landsbankans
endaði á þriðjudag í 5,0, sem var
7,1% lækkun frá deginum áður.
I gær, miðvikudag, námu heild-
arviðskipti með bréfin rúmum 204
milljónum króna á VÞÍ, þ.a. voru
tvenn viðskipti fyrir 50 milljónir
króna að markaðsvirði hvor um sig
eða 10 milljónir að nafnvirði, önnur
á genginu 5,0 og hin á 5,05. Loka-
gengi dagsins var 5,03, sem er um
0,6% hækkun frá deginum áður.
Morgunblaðið/Ásdís
Drög að sauðfjársamningi til umfjöllunar hjá ríkisvaldinu
Bændur vilja auka bein-
greiðslur um 250 milljónir
SAMNINGANEFND bænda óskar
eftir því að í nýjum búvörusamningi
verði kveðið á um að beinar greiðslur
rikisins til sauðfjárbænda nemi 1.900
milljónum kr. á ári. Er það 250 millj-
ónum kr. hærri fjárhæð en samn-
inganefnd ríkisins hefur boðið.
Drög að samningum milli ríkisins
og bænda um starfsskilyrði sauð-
fjárframleiðslunnar næstu sjö árin
eru nú til umfjöllunar hjá ríkisvald-
inu. Sauðfjárbændur fá 1.480 milljón-
ir kr. á ári í beinar greiðslur frá rík-
inu samkvæmt núgildandi samningi
sem rennur út um næstu áramót.
Þær fjárhæðir eru miðaðar við vísi-
tölu neysluverðs frá 1995. Miðað við
hækkun vísitölunnar síðan samsvar-
ar stuðningurinn um 1.650 milljónum
kr. nú og það munu fulltrúar ríkisins
hafa haft umboð til að bjóða. Ari
Teitsson, formaður Bændasamtaka
íslands, segir að bændur telji eðli-
legra að stuðningurinn miðist við þró-
un launa en miðað við hækkun launa-
vísitölunnar samsvarar stuðningur-
inn frá 1995 um 1.900 milljónum kr.
nú. Kveðst hann ekld vita hvort ríkis-
stjómin mun fallast á þessi sjónar-
mið.
Greitt út á framleiðslu
í stað ærgildis
I samningnum er einnig gert ráð
íyrir breytingum á viðmiðun við út-
deilingu beinna greiðslna til bænda.
Ari segir að framleiðsla kindakjöts á
árunum 1976 til 1978 sé grunnur
stuðningsins við einstaka bændur
samkvæmt núgildandi samningi. í
drögum að nýjum samningi sé lagt til
að meira tillit sé tekið til raunveru-
legrar kindakjötsframleiðslu ein-
stakra búa.
Miðað er við framleiðslu undanfar-
in þrjú ár auk þess sem hluti bein-
greiðslnanna verður veittur út á
framleiðslu þar sem viðhöfð er gæða-
stýring samkvæmt tilteknum
reglum. Gildi gömlu ærgildisviðmið-
unarinnar minnkar því við gildistöku
nýja samningsins. Ári segir að þetta
sé gert í anda þeirrar hugsunar að
beina stuðningnum sem mest til
þeirra sem framleiða afurðimar.
Samninganefndin hefur farið þess
á leit við ríkisvaldið að það veiti sauð-
fjárbændum aðstoð við að hætta bú-
skap. Ari Teitsson segir að þá aðstoð
yrði væntanlega að veita með því að
greiða ákveðna fjárhæð á hvert ær-
gildi í greiðslumarkinu, til dæmis 15
til 18 þúsund krónur. Telur hann að
þörf sé á að minnka greiðslumarkið
um nálægt 10% með þessum hætti og
segir rætt um að það gerist innan
þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að
bændum verði heimilt að kaupa eða
selja kvóta innbyrðis.
Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir að
ennþá sé verið að vinna í samningun-
um og treystir sér ekki til að svara
því hvenær niðurstöðu sé að vænta.
Hópur ráðherra fjallar um málið fyrir
hönd ríkisstjómarinnar, auk land-
búnaðarráðherra em forsætisráð-
herra, utanríkisráðherra og fjármála-
ráðherra í hópnum. Að lokinni
umfjöllun í ríkisstjóm og hjá þing-
flokkum hennar þarf að leita laga-
heimildar fyrir gerð samningsins.
Ari segir brýnt að niðurstaða fáist
sem fyrst, bændur þurfi að vita stöðu
sína áður en þeir ráðist í áburðarkaup
fyrir vorið en þá séu teknar raun-
verulegar ákvarðanir um framleiðslu
næsta árs.
Akstur í
eðalvagni
vinsæl af-
mælisgjöf
FÆRST hefur í vöxt á síðustu
ámm að eðalvagnar, eða „limos-
ínur“ séu teknar á leigu við
margvísleg tækifæri. Talsvert
er um að slíkir vagnar séu pant-
aðir sem afmælisgjöf og segir
Ragnar Ólafur Magnússon, eig-
andi Glæsivagna, að margir for-
eldrar panti bíla í afmælisveisl-
ur og bjóði krökkunum á
rúntinn. Þá em það aðallega
krakkar á aldrinum 9-12 ára
sem fá að njóta þess að aka um
stræti og torg í glæsivögnum og
upplifa eitthvað sem þau hafa
ekki kynnst áður, nema í kvik-
myndum.
Vinsælt meðal nemenda
Eldri nemendur í gmnnskól-
um og framhaldsskólanemend-
ur nýta sér einnig óspart að
mæta með viðhöfn á dansleiki í
eðalvagni, eftir að búið er að
sækja dömuna með rós í hendi.
Þessir dansleikir kallast „rósa-
böll“ og tíðkast meðal 13-15 ára
nemenda gmnnskólanna, að
sögn Sigvalda Gunnarssonar
eiganda Eðalvagnaþjónustunn-
ar. Einnig taka krakkamir bíl
saman til að rúnta um og mæta
síðan á skólaballið.
Að sögn Sigvalda em einnig
brögð að því að eldra fólki séu
gefnar ferðir í eðalvagni. Þá er
fólk komið í vandræði með að
finna gjöf og ákveður að bjóða
þeim eldri á rúntinn í eðalvagni,
sem þeir hafa aðeins séð til-
sýndar áður. „Það er mjög
skemmtilegur akstur, líkt og að
keyra brúðhjón," segir Sigvaldi.
Útlendingar í
útsýnisferðum
Að öðm leyti segja þeir Sig-
valdi og Ragnar að fólk panti
eðalvagna við ýmis tækifæri.
Margir panti slíkan vagn til að
komast til og frá Keflavíkur-
flugvelli, til að komast á árshá-
tíðir, í brúðkaup, út að borða
o.s.frv. Einnig nýti margir út-
lendingar sér þessa þjónustu og
aki jafnvel að Gullfossi og Geysi
og til Þingvalla í útsýnisferðir.
*■ « *■
■ dag
Með Morgunblaðinu
i dag er dreift
tímaritinu 24-7.
Útgefandi:
Alltaf ehf.
Ábyrgðarmaður:
Snorri Jónsson.
4SfjPlM
ÍÞR&mR
Ekki uppi á borðinu að leysa
Þórð frá störfum / B1
Arnar ræðir við forráðamenn
Anderlecht í Belgíu / B2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is