Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 61
r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 61. FOLKI FRETTUM MYNPBONP Ljóti and- arunginn Fyrsti kossinn Never Been Kissed 6 a iii a ii m y ii il ★% Leikstjóri: Raja Gosnell. Aðal- hlutverk: Drew Barryraore, David Arquette, Lelee Sobileski og John C. Reilly. (108 mín) Bandarikin. Skífan, febrúar 2000. Öllum leyfð. FYRSTI kossinn, er rómantísk gamanmynd þar sem sagan um ljóta andarungann sem breytist í fagran svan er rakin með nokkr- um tilbrigðum. Josie Geller er að- stoðarritstjóri á blaðinu Chicago Sun Times og vill verða rannsóknar- blaðamaður. Tæki- færið gefst þegar henni er falið að bregða sér í gervi tánings og fara aftur í framhaldsskóla til að skrifa grein um þankagang unga fólksins. Þetta reynist meiri þrekraun en ætla mætti því Josie naut ekki mikillar félagslegrar velgengni á sínum framhaldsskólaárum. Hér býðst henni því ekki aðeins tæki- færi til að sanna sig í starfi heldur einnig að græða sálarsárin frá því í menntó. Þessi innri þroski sögu- hetjunnar verður tilefni óhóflegrar væmni sem bætir gráu ofan á klaufalega atburðarásina. Leikur Barrymore verður jafnframt sér- lega hvimleiður í því sambandi. Þótt illa sé unnið úr fléttunni býr hún yfir heilmiklum gamanmögu- leikum sem eru furðanlega illa nýttir. Ólíkt söguhetjunni fær því grunnhugmyndin að baki þessari gamanmynd því aldrei notið sín. Heiða Jóhannsdóttir Yndislegur Almodovar Allt um móður mína (Todo Sobre mi Madre) U r a m a ★★★% Framleiðandi: Agustín Almodóvar. Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Handrit: Pedro Almodóvar. Tónlist: Alberto Iglesias. Kvikmyndataka: Affonso Beato. Aðalhlutverk: Cecil- ia Roth, Marisa Paredes, Candela la Pena. (101 mín.). Spánn. Bergvík, 2000. Bönnuð börnum innan 12 ára. ESTEBAN er piltin- sem dreymir um að verða rithöfundur og einnig að vita hver faðir hans sé. Hann spyr móður sína og hún fer í skrítið ferðalag í leit að föðumum. Pedro Almodov- ar er frumlegur, fyndinn og hneyksl- ar oft siðprútt fólk. Það er erfitt að ímynda sér að ein ljúfasta mynd síð- asta árs komi frá manninum sem gerði „Matador“, „Kika“ og „Lögmál lostans“. Fyndnin er enn til staðar en hún er ekki á sömu nótum og áður þó að hægt sé að finna mörg af einkenn- um Almodóvars í myndinni eins og klæðskiptinga, kynskiptinga o.fl. Cecilia Roth er frábær í aðalhlutverk- inu og er þetta eitt besta kvenhlut- verk sem lengi hefur sést. Manuela er sterk persóna sem minnir á Bette Davis og aðra kvenskörunga gömlu myndanna. Þetta er konumynd í þeim skilningi að þær eru það sem skín í henni og leikstjóm og handrit Alm- odóvars upphcfur þær. Þetta er ynd- islegt lítið meistarastykki sem kemur þessum merka kvikmyndagerðar- manni aftur á kortið. Ottó Geir Borg Fagurkeri fallinn frá FRANSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Roger Vadim er Iátinn, 72 ára að aldri. í hartnær hálfa öld framleiddi hann, leikstýrði og skrif- aði bæði fyrir sviðið sem hvíta tjald- ið og er hann hvað kunnastur fyrir hinar þokkafullu Brigitte Bard- ot-myndir og vísindaskáldsöguna „Barbarellu" þar sem Jane Fonda hreinlega geislaði af kyntöfrum. Roger gerði alls 26 kvikmyndir sem flestar eiga það sammerkt að skarta gullfallegum leikkonum í að- alhlutverkum. Oftar en ekki átti hann jafnframt í ástarsambandi við þessar kynbombur og nokkrar ólu honum meira að segja barn, þeirra á meðal Jane Fonda og Catherine Deneuve. Vadim uppgötvaði Bard- ot og gerði hana að ódauðlegri sljörnu þegar hún var einungis 15 ára gömul en þau giftust er hún var 18 ára en hann 24 ára. Eftirlifandi ciginkona hans, súfiinmta í röðinni, cr leikkonan Marie-Christine Barrault. Ferill Vadim gekk í gegnum lægð á 8. og 9. áratugnum. Verk hans voru þá litin nokkru hornauga, af mörgum talin endurspegla karl- rembu og lítilsvirðingu á kvenver- um og almennt rista grunnt. Síðastliðinn áratug hefur hann hinsvegar á vissan hátt verið tekinn í sátt á ný og margir endurmetið myndir hans út frá öðrum for- AP Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Roger Vadim ásamt einni fyrrver- andi eiginkvenna sinna, frönsku Ieikkonunni Brigitte Bardot, árið 1995. Ý sendum. f dag teljast því myndir Created Woman“ til gimsteina eins og „Barbarella" og „And God kvikmyndasögunnar. KIRSTIF. ELLEX KIRSTEN DENISE ALLEY BARKIN DUNST RICHARDS Asdm háám GURÐARSAMKEPPN ... fegurðín í sínni Ijótustu mynd! Kolsvört kómedía um dua skrýmustu fegurðammkcppní veraldar sem haldín cr í smabænum Mount Ro$e í Mínoesota. „EIN KVIKINDISLEGASTA MYND ÁRSINS.“ Empire f RUMSÝXD 18. FL.BRÚAR í I IÁSKÓI.ABÍÓI i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.