Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ JUírrgmWa'öiií) BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Askorun til vegfarenda! Frá Asgeirí Má Andréssyni: NÚ á tímum mikils fannfergis hér í höfuðborginni ættum við að hafa miklu meiri þolinmæði. Ekki freista þess að sleppa, hugsa með sjálfum sér: Ég er á bíl sem kemst allt, og sitja síðan í næsta skafli með snjó upp fyrir bílrúður. Heimurinn ferst ekki þótt beðið sé í 1-2 tíma eftir mokstri eða einhver í götunni, sem er á vel útbúnum jeppa, sé tilbúinn að troða slóð fyrir okkur á lágreistu bifreiðunum. Það sem fer meira í taugarnar á mér er virðingarleysi ökumanna gagnvart snjómoksturs- tækjum sem er verið að ferja á milli staða svo þau geti greitt götu okk- ar. Athugið; það eru þeir sem koma okkur í vinnuna, skólann og þangað sem við erum að fara. Ég varð vitni að nokkru í umferð- inni síðustu daga sem er fyrir neð- an allar hellur. Ég ók eftir Hafnar- fjarðarvegi og var öflug JBC- dráttarvélargrafa á undan mér og u.þ.b. tveir bílar milli mín og henn- ar. Sá ég að bíll var fastur í veg- kantinum og bílstjórinn veifaði í þennan mann á gröfunni að hjálpa sér, enda svolítið fyrir í umferðinni. Sá ég að þeir gerðu sig líklega til að draga hann upp. Þá byrjuðu herlegheitin; þeir tveir sem voru á undan mér byrj- uðu að flauta eins og vitleysingar vegna þess að þeir þurftu að stoppa og bíða aðeins með að komast yfir á vinstri. Hvað er að? Það er skylda okkar að hjálpa þeim sem eru stopp og eru fyrir, það dregur úr tjónum og umferðin verður greiðari. Annað atvik átti sér stað á Reykjanesbrautinni við bæjarmörk Garðabæjar/Hafnarfjarðar. Þar var stór dráttarvél, svona u.þ.b. 120 hestöfl, með stórri snjóskóflu, sem keyrði í kantinum alla leiðina svo bílar gætu komist framhjá. Þar sem við komum inn í Bergin eru umferð- areyjur til að afmarka akreinar o.fl., en þar var orðið svolítið þröngt fyrir bifreið og fullvaxta vinnuvél. Samt þurftu menn að troða sér á milli, sem skapar bara óþægindi og leiðindi, og auk þess voru gatna- mótin aðeins um 50 metra frá. Hér með skora ég á alla í umferð- inni að taka sér tíma til að komast á áfangastað. Þó að þeir lendi á eftir hægfara vinnuvél ættu þeir ekki stökkva upp á nef sér heldur taka lífinu með ró. ÁSGEIR MÁR ANDRÉSSON, frá Tungu, Gönguskörðum, Skagafirði. Smáfólk I WANTT0 5ENDMY TEACHER. A CHRISTMA5 CARR m I PON'T KNOW MER NAME.. H0W CAN YOU NOT KNOU) HER NAME? PON'T YOU EVER TALKTOMER? Mig langar að senda kennaranum mínum jólakort, en ég veit ekki hvað hún heitir Hvemig stendur á því að þú veist ekki hvað hún heitir? Talarðu aldrei við hana? WHEN 5HE CALL5 YOUR NAME IN CLAS5, WMAT DO YOU 5AY ? ly Þegar hún kallar upp nafnið þitt í skólanum, hverju svararðu þá? Græðgin sem aflvaki og sjálfs- víg unga fólksins Frá Methúsalem Þórissyni: ÉG finn til ógleði þegar ég heyri fréttaþulinn segja að forvarnir vegna sjálfsvíga ungs fólks hafi ver- ið ónógar. Hvað er átt við með for- vörnum gegn sjálfsvígum? Er ekki kominn tími til að við séum hrein- skilin og spyrjum um orsakir þess að sjálfsvígum fer fjölgandi? Orsak- ir fjölgunar geta ekki verið einstak- lingsbundnar - þær hljóta að vera af þjóðfélagslegum ástæðum. Ég leyfi mér að fullyrða að or- saka fjölgandi sjálfsvíga sé að leita hjá þeim fámenna minnihluta þjóð- arinnar sem hefur öll völd í landinu. Gildin sem birtast í athöfnum þeirra eru mannfjandsamleg og græðgin (stundum nefnd eigna- gleði) sem þeir halda á lofti sem afl- vaka allra framfara, skapar heim sem veldur tómleika og þunglyndi svo lyfjanotkun og áfengissýki vex dag frá degi meðal þjóðarinnar. Kveina ámátlega I samfélagi þar sem peningar, hlutabréf og eignir eru í mestum metum og græðgin er helsti mann- kosturinn þarf fólk ekki að furða sig á að eitthvað bresti. I ómennsku þjóðfélagi þar sem tillitslausir fant- ar og ófreskjur ráða ríkjum glatar lífið merkingu sinni og verður mörgum óbærilegt. Gráðug svínin kveina nú ámátlega yfir því að fá ekki sjálf það fé sem nú er notað til að hlynna að sjúkum og farlama og mennta unga fólkið. Þau vilja allt! Bankana, erfðalyklana, læknisþjón- ustuna, skólana, fiskinn, orkuna, öræfin, heiðríkjuna og æskuna. Mennskt þjóðfélag Ef við viljum að þjóðfélagið sé mennskt og unga fólkið öðlist lífs- gleði þurfum við að breyta gildun- um sem ríkja í þjóðfélaginu okkar. Hætta að trúa á græðgina en efla trúna á mannveruna og stórkost- lega hæfileika hverrar manneskju til að rísa yfir takmarkanir sínar og skapa í félagi við meðbræður sína umhverfi þar sem margvíslegir hæfileikar þeirra og komandi kyn- slóða fá notið sín. Breytt gildi koma fram í breyttri hegðun, öðrum gjörðum. Þessar athafnir þurfum við að skipuleggja saman. Þeir sem völdin hafa munu ekki gera nauð- synlegar breytingar - fólkið mun gera það. METHÚSALEM ÞÓRISSON, Seljavegi 29, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétttil að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.