Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A-0 Drag-kvðld verður haldið á Spotiight iaugar- dagskvöld þar sem Paul Oscar and His Super Duper Team of Drag Queens koma fram. laugardagskvöld er tecknokvöld með dj. Tommy Hellfire. Húsið opnað kl. 23. Aðgangur ókeypis. ■ KRINGLUKRÁIN Þeir Rúnar Júlíusson og Sigurður Dag- bjartsson leika fímmtudags-, föstu- dags- og laugardag- skvöld. A sunnudags- kvöld leikur GR. Lúðvíksson. ■ KRISTJÁN IX., Grundarfirði A laug- ardagskvöld leikur hljómsveitin Undryð. ■ LEIKHÚSKJALL- ARINN Á fóstudags- og laugardagskvöld verður Geir Flóvent nýi diskótekarinn í búrinu með það allra besta í danstónlistinni. ■ ÁLFOSS FÖT BEZT Hljómsveit- in Ljósbrot áður hljómsveitin Blístró sér um danstónlistina fóstudags- og laugardagskvöld. ■ ASGARÐUR, Glæsibæ Hljóm- sveitin KOS leikur fyrir dansi föstu- dagskvöld. Húsið opnað kl. 22. Á laugardagskvöld er harmonikud- ansleikur frá kl. 22. Félagar úr Har- monikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Á sunnudagskvöld er dans- leikur með Caprí-tríó frá kl. 20. Leiksýningar miðv. og föstud. kl. 14 og sunnudaga kl. 17. ■ BRASSERIE BORG Fimmtudags- kvöldið 17. febrúar verður djass- kvöld þar sem Sigurður Flosason og félagar leika. Kynnt verður ferða- áætlun Samvinnuferða-Landsýnar. Nýútkominn bæklingur liggur frammi. Einn gestur vinnur ferð fyr- ir tvo til London á Ronnie Scott’s. Boðið verður upp á fordrykk sem er innifalinn í aðgangseyri sem er 1.000 kr. Sérstakur matseðill í tilefni kvöldsins. Kynnir kvöldsins er Anna Björk Birgisdóttir. ■ BREIÐIN, Akranesi Hljómsveitin Papar leika föstudagskvöld. ■ BROADWAY Á fóstudagskvöld verður sýningin Laugardagskvöld á Gili þar sem ýmsir listamenn koma fram, m.a. Álftagerðisbræður, Raggi Bjama og Öskubuskur. Lúdó sextett og Stefán leika fyrir dansi. Á laugar- dagskvöld er Bee Gees-sýning þar sem fímm strákar flytja þekktustu lög Gibb-bræðra. Danssveit Gunn- ars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngstjömum Broadway. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fóstu- dags- og laugardagskvöld leika Bjarni Tryggva & Company rokk til morguns. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Frankie Flame leikur öll kvöld. Hann leikur einnig iyrir mat- argesti Café Óperu. ■ CATALINA, Hamraborg Félagamir Svensen, Hallfunkel og Perez leika föstudags- og laugardagskvöld. ■ DUBLINER Hljómsveitin Fiðr- ingurinn leikur fóstudags- og laug- ardagskvöld. ■ DUGGAN, Þorlákshöfn Diskótek- ið og plötusnúðurinn Skugga-Bald- ur leikur laugardagskvöld ásamt léttklæddum list-danskonum. Að- gangseyrir 1.000 kr. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Papar. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Á fóstu- dags- og laugardagskvöldum leikur Jón Möller rómantíska tónlist lyrir matargesti. Fjörugarðurinn: Vík- ingasveitin leikur íýrir þorragesti. Dansleikur á eftir. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtudag- skvöld leikur hljómsveitin Dead Sea Appie og á föstudagskvöld hljómsveit- in Klamedía-X. Á laugardagskvöld verður surfpönk með Man og Astr- oma? Hljómsveitin er að ljúka Evróp- ureisu sinni á Gauknum. Að auki verða Kanada og dj. Late Beach ás- amt leynigestum. Á mánudagskvöld leikur modaljasshljómsveitin Við- fjarðarundrin en hljómsveitina skipa: Guðmundur Pétursson, gítar, Eðvarð Lárusson, gítar, Þórður Högnason, bassi og Birgir Baldursson, trommur. Á þriðjudagskvöld er Stefnumót 23 og á miðvikudagskvöld leika BP og þeg- iðu KK sem er djamm-session kvöld með Bjögga Ploder, Einari Rúnars, Tomma Tomm og KK. ■ GULLÖLDIN Um næstu helgi leikur hljómsveitin Jón forseti til kl. 3 bæði kvöldin. Boltinn í beinni og QfÁp o QfíA Itt* ■ KAFFI AKUREYRI Á fímmtu- dagskvöld leika þau Elvar Braga og Harpa Steingríms. Á föstudags- kvöld er Elli í diskótekinu og á laugardagskvöld leika þau Sigga Beinteins og Grétar Örvars. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á laugar- dagskvöld koma þeir KK og Magnús Eiríksson úr skápnum en þeir félag- ar hafa ekki verið að spila undan- fama mánuði. Tónleikamir hefjast kl. 21 og kvöldverður kl. 19.30. ■ KLAUSTRIÐ Á fimmtudagskvöld leikur Hljómsveit Þorsteins Eiríks- sonar (Hljómsveit Steina Kruma) frá kl. 21.30 til 23.30. Hljómsveitina skipa: Þorsteinn Eiríksson, tromm- ur, Sigurbjörn Árni Eyjólfsson, saxafónn, Sveinbjörn Jakobsson, gítar og Gunnar H. Pálsson, bassi. Á ■ LIONSSALURINN, Auðbrekku, Kópavogi Áhugahópur um línudans verður með dansæfíngu fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónl- istina. Allir velkomnir. ■ MÓTEL VENUS, Borgarfirði Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sixties ásamt nýbyrjuðum söngvara Jóhannesi Eiðssyni og gítarleikar- anum Svavari Sigurðssyni. ■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Þorra- matur frá 21. janúar. Reykjavíkur- stofa bar og koníaksstofa, Vestur- götu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN Hljómsveitin Upplyfting leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur Njáll úr Víkingband létta tónlist íyrir eldra fólkið., ■ NÆSTI BAR Á miðvikudagskvöld leika og syngja þau Pálmi Sigur- hjartarson og Berglind Björk frá kl. 23 ■ NÆTURGALINN Þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms leika og syngja föstudags- og laugardags- kvöld. Húsið opnað kl. 22. ■ ORMURINN, Egilsstöðum Á föstudagskvöld verður 50’s og 60’s rokk-kvöld og á laugardagskvöld verður haldið kvennakvöld frá kl. 20. Boðið verður upp á fordrykk. M.a. verður upplestur, Herra Ormur krýndur, undirfatasýning, skart- gripasýning, erótískur listdans, söngatriði o.fl. Staðurinn verður lok- aður karlmönnum til miðnættis. Bjössi Hall leikur fram eftir nóttu. 500 kr. inn eftir miðnætti. ■ PÉTURS-PUB Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur tónlistar- maðurinn Rúnar Þór. Opið til kl. 3. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. ■ PIZZA 67, Eskifirði Á laugar- dagskvöld leika Jónas sólstranda- gæi og Róbert Dans. Ókeypis inn fyrir miðnætti. Miðaverð 500 kr. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Greifarnir leika laugardag- skvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljóm- sveitin Todmobile leikur laugardag- skvöld en dansleiknum var frestað síðustu helgi vegna veðurs. Þeir til aðstoðar verður dj. rex. Forsala í Hljómalind. Miðaverð 1.500 kr. í for- sölu og 2.000 kr. við innganginn. ■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld verður dj. Droopy og á fóstudag- skvöld verður þemað: Ótrúlega skemmtilegt. Á laugardagskvöld verður Drag-kvöld þar sem fram koma Paul Oscar & His Team og Super Duper Drag Queens. Palli sér um tónlistina allt kvöldið. Þeir sem mæta í dragi fá frítt inn og smá glaðning. ■ STÚKAN, Ncskaupstað Á föstu- dagskvöld leika Jónas sólstranda- gæi og Róbert Dan. Ókeypis inn fyr- ir miðnætti. Miðaverð 500 kr. Kvikmyndahátíðin í Berlín Jeanne Moreau heiðruðfyrir ævistarf sitt Franska stórstjarnan Jeanne Moreau er heiðursgestur á Berlinale-hátíðinni og hlaut um síðastliðna helgi Gullbjörninn fyrir æviverk sitt. Rósa Erlingsdóttir var viðstödd afhendinguna og horfði á myndina Mademoiselle frá árinu 1965. „ÉG ELSKA birni, sérstaklega þá sem eru úr gulli“, sagði Moreau þegar hún tók við verlaunagripn- um. Þá skellti hún gripnum fyrst upp á vinstri öxl og þaðan rak- leiðis sigurviss á höfuð sitt. Von Moritz de Hadeln, forseti kvik- myndahátíðarinnar í Berlín, veitti Moreau viðurkenninguna og sagði ævistarf hennar standa fyrir allt það sem Berlinale reyndi að Ieggja áherslu á; fegurð, ungdóm og Evrópu. „Hátíðin okkar á fyrst og fremst að vera evrópsk. Ferill Jeanne Moreau er dæmi um margbreytileika evrópskar menn- ingar og hún er lifandi goðsögn evrópsks kvikmyndaiðnaðar." ’ Á kvikmyndahátíðinni eru sýndar fjórtán myndir sem spanna nær fimmtíu ára leikferil Moreau. Vona að ég sé metsölubók Goðsögnin Jeanne Morau hefur á fimm áratugum starfað að gerð kvikmynda. Heimsfrægð öðlaðist hún eftir myndina „Jules og Jim“ (1961/62) sem Francios Truffaut leikstýrði. Hún þakkar fyrir sig á tveimur tungumálum, ensku og frönsku: „Á ensku því það er mál móður minnar og á frönsku því það er mál föður míns.“ Sjarmi þessarar konu er svo mikill að hann er næstum því áþreifanleg- ur í Berlinale-Palast. „I kvöld ætlaði ég að segja eitthvað mjög merkilegt, en allan daginn er ég búin að svara sömu spurningun- um og er einfaldlega úrvinda af þreytu en jafnframt ólýsanlega hamingjusöm. Að vita af myndun- um mínum á hátíðinni neyðir mig til að líta um öxl. Ég sé líf mitt sem þykka bók. Ég fletti og get ekki hætt því, aftur og aftur minnist ég allra þeirra sem ég kynntist á þessum ferli. Ég vona að ég sé metsölubók," sagði Jean- ne Moreau, augsýnilega mjög snortin, og bætti við: „Þessi verð- laun eru til allra þeirra sem ég hef unnið með.“ Á blaðamannafundi fyrr um daginn sagði hún að vinur henn- ar, leikstjórinn Roger Vadim, væri nýlátinn og að hún myndi biðja fyrir honum. Þar að auki sagði hún viðstöddum frá sínu næsta verkefni. Hún leikstýrir kvikmynd eftir handriti Jean Renoir, sem hann skrifaði fyrir hana árið 1971 en gafst aldrei tækifæri til að mynda. Hlutverkið sem var skrifað fyrir Jeanne Mor- eau er leikið af yngstu stjörnu Frakka um þessar mundir, Juliette Binoche. í samanburði við evrópskar kvikmyndir nútímans er Madem- oiselle, sem sýnd var á hátíðinni, óvenjuleg mynd. Hún hefur ekki enn misst neistann sem hneyksl- aði bíógesti árið 1965. Hún skilur eftir spurningar hjá áhorfandanum, spurningar sem hver og einn finnur ólík svör við. Eiginleiki sem gerir kvikmynd þess virði að horfa á hana. Franska leikkonan Jeanne Moreau I myndinni „La Notte“ frá árinu 1960. Reuters Jeanne Moreau tyllti gullna birninum á öxl sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.