Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Landakirkja í Vestmannaeyjum. Safnaðarstarf Gestur frá Eþíópíu í Landakirkju BEYENE Kelassi, ungur maður frá Eþfópíu, mun heimsækja fermingar- börnin og segja þeim frá hvernig hjálparstarf íslensku kirkjunnar breytti högum hans. I framhaldi af því munu fermingarbörnin leggja Afríku lið með því að safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og rennur ágóðinn íuppbyggingu í Eþíópíu. Helstu verkefnin eru fræðsla og menntun,heilsugæsla, hjálp við ^byggingu vatnsbóla og frágangur skolprennslis. Fermingarbörn Landakirkju munu ganga í hús fimmtudaginn 17. febrúar frá 17-21. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja þessu góða málefni lið og gefa fé í söfnunina. Fermingarbömin eru með merkta bauka frá Hjálparstaríi kirkjunnar og munu skila þeim til prestanna sem ábyrgjast að koma fjárhæðinni til skila. Við megum gleðjast yfir því tæki- færi að mega gefa af nægtum okkar inn í skort þriðja heimsins. Með fyrirfram þökk fyrir góðar undirtektir, l Séra Bára Friðriksdóttir. Askirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnaðar- heimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Ami Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið íyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smurning. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og bamamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni Ies fyrir eldri börn. Langholt- skirkja er opin til bænagjörðar í há- deginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur til k 1.12.10. Að stundinni lok- inni er léttur málsverður á vægu rverði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14 í umsjá þjónustu- hóps Laugameskirkju, kirkjuvarðar og sóknarprests. Úppbyggileg og skemmtileg dagskrá auk góðra veit- inga. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Seltjarnameskirkja. Starf fyrii- 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Brciðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 ÍAK, leikfimi aldraðra. Kl. 18 bæn- astund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554-1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvupósti (Digranes- kirkja@simnet.is). Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl.17-18. Grafarvogskirkja.Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyiir böi'nin. Æsku- lýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl.16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 íVonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vidalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Frikirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrirlO-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl.10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Hveragerðiskirkja. Kirkjudagar: Hádegisbænir kl. 12.15. Kvöldbænir kl. 18 virka daga 14.-19. febrúar. Sýning um tilurð og sögu Biblíunnar opin milli kl. 12-18.30 alla dagana. Erindi um Biblíuna. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Fermingarundirbúningur kl. 13.30- 15.40 í Kirkjulundi. Kl. 10 foreldra- morgunn í safnaðarheimilinu. Kl. 14.30 helgistund í sjúkrahúsinu, 2. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.30 TTT-starfið eins og venju- lega. Kl. 18 Kyrrðar- og bænastund. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma í umsjón Hallelújakórsins. All- ir hjartanlega velkomnir. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl.17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kvöldvaka í umsjón Bjargs. Happ- drætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um reykingar eldri borgara FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR eldri borgara hafa átt mikl- um vinsældum að fagna. Þar geta menn tekið í spil, teflt, föndrað eða bara spjallað og kynnst lífsglöðu og góðu fólki sem vill lifa lífinu lifandi. Sumir reykja, aðrir ekki. Til skamms tíma var lagt til afdrep fyrir þá sem reykja, en nú hefur reykingafólki verið úthýst. Ég, sem þetta rita, er 75 ára gamall og hef aldrei reykt. Samt hef ég fullan skilning á því að fólk sem reykt hefur, jafnvel áratug- um saman, án sjáanlegs skaða eða heilsutjóns, fái óáreytt að reykja í þartil- gerðu afdrepi en sé ekki skikkað til að norpa úti undir húsvegg í öllum veðr- um. Ég hef tekið eftir því að sumir þeir er áður sóttu félagsskap eldri borgara eru hættir að mæta vegna reykingabannsins. Flest á þetta fólk það sameiginlegt að það er kátt og skemmti- legt og umfram allt, sjálf- stætt í hugsun. Það blæs á tískubólur og heldur sínu striki, borðar hangikjöt, smjör og feitt kjöt, drekkur kaffi, nýmjólk og rjóma, notar sykur og salt og flest það sem einhverjir spek- ingar fyrr á öldinni hafa tal- ið óhollt, en svo er um allt er að ofan er talið. Nú er umræðan öll um geðheilsu, þunglyndi og fleira í þeim dúr. Skyldi það vera væn- legt til árangurs að reyna að brjóta niður andlega og einangra eldra fólk með þessum hætti? Ef til vill flokkast þetta undir fræga setningu stjórnmálamanna, „að búa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld“. Eða hvað? Einar Ingvarsson. Costa del Sol ÓLAFUR hafði samband við Velvakanda vegna þess að hann getur ekki lengur orða bundist. Hann fór til Costa del Sol í fyrra með fjölskylduna. Hann gisti á Timor Sol sem merkt var sem þriggja stjörnu hótel. Frábært hótel segja þeir á ferðaskrifstofunni. Honum fannst hótelið óhreint, léleg þjónusta og illa þrifið. Auka svefnbekk- ur var í stofunni og var hann rifinn og sóðalegur og ekki mönnum bjóðandi. Eini kosturinn við hótelið var sá að það er nálægt ströndinni. Lyfturnar voru meira og minna bilaðar og allt of fáar. Sagði Ólafur að mikil óánægja hafi verið meðal samferðamanna hans í ferðinni. Finnst hon- um fráleitt að ferðaskrif- stofan sé að auglýsa þetta sama hótel sem þriggja stjörnu hótel, það sé í mesta lagi ’á til 1 stjörnu hótel. Þakkir til strákanna á Skúlagötunni ÞÓRARINN hafði sam- band við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þökkum til strákanna, sem bjálpuðu honum og fleirum á Skúlagötunni út á Sæ- braut í óveðrinu fóstudag- inn 11. febrúar sl. Þeir voru fjórir eða fimm saman og gengu á röðina og ýttu bíl- um, sem lent höfðu í vand- ræðum. Hafið bestu þakkir fyrir. U ndirskr iftalistar ÉG hef grun um að megnið af þessum 45 þúsund undir- skriftum á móti virkjun við Eyjabakka séu falsaðar. Ég tel mig hafa áreiðan- legar heimildir fyrir því. Ef mín kennitala er á Ustan- um, þá er hún fölsuð. 190629-4149. Tapad/fundið Medic-Alert armband týndist Tapast hefur gullhúðað Medie-Alert armband. Armbandið er viðkomandi mikið öryggisatriði. Finn- andi vinsamlega hringið í síma 557-2726. Gullúr tapaðist TAPAST hefur kven- mannsgullúr á leiðinni frá Hótel Sögu og niður í mið- bæ. Farið var um Suður- götu, Tjarnargötu, yfir Austurvöll, Austurstræti og Bankastræti. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 564- 5898. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÁTTA vikna kassavanir kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar gefur Hrafnhildur í síma 568- 7786. SKÁK Ilnisjnn llclgi Áss (irctarsson Hvítur á leik. ÞESSI staða kom upp á milli þeirra Vladimir Kramniks, hvítt, og Nigels Shorts á Corus-ofurmótinu í Wijk aan Zee. 19. Bxf7! Bxg5 Ekki gekk upp að þiggja biskupsfórnina: 19. - Kxf7 20. Habl Dc3 21. Hfcl og hvítur hefur afar vænlega stöðu. 20. Rxg5 Df6 21. e4! Þó að hvítur hafi unna stöðu verður hann að tefla af krafti og það gerði Kramnik svika- laust. Hvítur leggur grunn- inn að sterkum miðborðs- peðum með þessum leik sem svo leiðir til falls svörtu stöðunnar. 21. - Hd4 22. Hael Bd7 23. f4 Hf8 24. Ba2 Dd6 25. Khl Dxa3 26. Bbl De7 27. Dg3 Kh6 28. Rf3 Hb4 29. Rh4 Be8 30. e5 Hxbl 31. Hxbl Rd4 32. Dg5+ og svartur lagði niður vopnin. COSPER Þú verður skökk á að bera þennan poka, viltu ekki taka töskuna mína í hina höndina? Víkverji skrifar... FASTEIGNASALAN Húsakaup hefur undanfarið birt athyglis- verðar auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem fasteignaeigendum er bent á ýmsar hliðar fasteignakaupa. í einni auglýsingunni er tekið dæmi af hjónunum Helga og Rúnu sem búa í Seláshverfi í Reykjavík. Þau eiga skuldlaust hús sem er verðmetið á 22 milljónir. Af húsinu greiða þau 130 þúsund í fasteignagjöld og 129 þús- und í eignaskatt. Nýlega seldu hjón- in húsið og keyptu sér þriggja her- bergja íbúð í Smáranum í Kópavogi með bílskýli. íbúðin kostaði 11,5 milljónir og greiddu þau 7 miHjónir í útborgun og tóku yfir húsbréfalán að upphæð 4,5 milljónir. Eftir þessar breytingar borga hjónin 50 þúsund krónur í fasteignagjöld og engan eignaskatt. Þau fjárfestu íyrir 15 milljónir í traustum eignaskatts- frjálsum sparnaði sem gefur 8,5% ávöxtun. I annarri auglýsingu frá fast- eignasölunni segir frá Ámunda og Dóru sem eiga þriggja herbergja 20 ára gamla íbúð í Kópavoginum að verðgildi 7,3 milljónir, en í henni skulda þau 2,6 milljónir. Auk þess skulda þau eina milljón í neyslulán á óhagstæðum vöxtum. Nýlega keyptu hjónin nýja 4-5 herbergja íbúð í Grafarvoginum. íbúðin kostaði 11,8 milljónir. Þau greiddu 3,8 millj- ónir í útborgun og tóku húsbréfalán að upphæð 7,5 milljónir króna. Jafn- framt borguðu þau upp neyslulánið þannig að greiðslubyrði þeirra varð mun hagstæðari. Áður áttu þau ekki rétt á neinum vaxtabótum, en eftir íbúðarkaupin eiga þau rétt á 19.900 krónum í vaxtabætur á mánuði. Greiðslubyrðin fór því úr 45 þúsund krónum á mánuði niður í 19.100 krónur að teknu tilliti til vaxtabóta. XXX VÍKVERJI var nokkuð hugsi yfir þessum fjárfestingum hjón- anna. Hann efast ekki um að út- reikningar fasteignasölunnar eru réttir og að öllu leyti er farið eftir lögum og reglum. Þessi dæmi leiða hins vegar í Ijós hvað vaxtabótakerf- ið getur verið öfugsnúið og hvað göf- ug markmið þess geta haft margar hliðar. Er það eðlilegt að ríkisvaldið sé að niðurgreiða vexti fyrir fólk sem á orðið 22 milljónir í hreina eign? Helgi og Rúna greiða 5,5% í vexti af húsbréfalánum á sama tíma og þau geyma 15 milljónir inni á banka- reikningi á 8,5% vöxtum. Ámundi og Dóra fara hins vegar þá leið að greiða upp dýrt neyslulán með hús- bréfum, auka verulega skuldir sínar og fá þannig 238.800 krónur í vaxta- bætur á ári. í auglýsingunni segir að Ámundi og Dóra hafi gert svo hag- stæð viðskipti að þau ákváðu að kaupa sér heitan pott í nýja húsið. Víkverji fór að velta því fyrir sér hvort vaxtabótakerfinu hafi verið komið á fót fyrir þetta fólk. Kerfinu var á sínum tíma komið á fót til að styðja húskaupendur yfir erfiðasta hjallann. Það er tekjutengt og er því beinlínis ætlað að stuðla að jöfnuði í kjörum. Þegar gerðar voru breyt- ingar á skattalögum fyrir nokkrum árum var talsvert rætt um að breyta vaxtabótakerfinu. Niðurstaða for- ystumanna í verkalýðshreyfingunni, sem tóku þátt í undirbúningi breyt- inganna, var sú að kerfið væri meingallað. Það væri hins vegar svo erfitt að breyta því til betri vegar að best væri að láta kerfið vera óbreytt. Þúsundir fjölskyldna byggja fjár- hagsforsendur sínar á þessu kerfi og því er erfitt að snúa til baka. Menn halda því áfram að kaupa heita potta og fara til útlanda á kostnað þess. XXX NÝLEGA var staðfest í könnun Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur að kjúklingar frá ísfugli eru og hafa verið algerlega lausir við kampýlóbaktersýkingar. Víkverji hefur lengi haft áhuga á að verð- launa kjúklingabúið fyrir þennan góða árangur með því að kaupa kjúkling frá Isfugli. Hann fæst hins vegar ekki í stærstu verslunum í Reykjavík vegna þess að stórmark- aðirnir hafa gert sölusamninga við aðra kjúklingaframleiðendur, sem ekki hefur tekist að framleiða eins góða vöru. Þetta dæmi sýnir vel hvað val neytenda er oft takmarkað. Það er í mörgum tilvikum ekki neyt- andinn sem velur heldur verslunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.