Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Bolvíkingar sameinast um heilsueflingu Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Opnunarhátíðin síðastliðinn laugardag var vel skipulögð og hin glæsilegasta í alla staði. Sýnd voru íþróttaat- riði, eins og badminton, blak, golf, þjóðdansar, samkvæmisdansar, þolfimi, spinning og fleira. Bolungarvík - Mikill fjöldi Bolvík- inga fylgdist með er forvarnarverk- efnið Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld var formlega kynnt með glæsilegri dagskrá í íþróttamiðstöð- inni Árbæ sl. iaugardag. Ungir sem aldnir sýndu margvíslega íþróttaiðk- un sem almenningur getur lagt stund á. Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld er forvarnarverkefni sem hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Að undirbúningi verkefnisins hafa ýmsar stofnanir komið, grunn- skólinn, fyrirtæki og Bolungarvíkur- kaupstaður. Sérstök framkvæmda- nefnd hefur séð um allan undirbúning. Ábyrgð gagnvart eigin heilsu Helsta markmið verkefnisins er að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart eigin heilsu og geti jafn- framt átt þátt í ákvörðunum um heil- brigðisþjónustu og nýtingu fjár- magns í heilbrigðiskerfinu. Til að ná þessu markmiði verður lögð áhersla á manneldismál, líkams- rækt, tóbaksvarnir og slysavarnir. Einnig og ekki síst verður lögð áhersla á heilsueflingu á vinnustöð- um, sem beinist ekki aðeins að því að koma í veg fyrir heilsutjón, heldur ekki síður að því að bæta heilsu og líðan starfsfólks. Verkefnið á að standa allt þetta ár og verður öðruhverju efnt til ein- hverra viðburða, skemmtana og kappleikja til að halda fólki við efnið og koma fræðslu um heilbrigði og hollustu til skila. Opnunarhátíðin sl. laugardag var vel skipulögð og hin glæsilegasta í alla staði sýnd voru íþróttaatriði , eins og badminton, blak, golf, þjóð- dansar, samkvæmisdansar, erobik, spinning og fleira. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri flutti ávarp þar sem hann rakti að- draganda þess að í þetta verkefni var ráðist en helsti hvatamaður þess var Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrun- arforstjóri heilsugæslustöðvar Bol- ungarvíkur. Hún vakti athygli bæj- arstjómarmanna á verkefninu Heilsuefling - Heilsubær sem er samstarfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, landlækn- isembættis og sveitarstjórna í land- inu. Það var síðan 6. apríl 1999 að bæj- arráð ákvað á fundi sínum að verk- efnið skuli undirbúið og í kjölfar þess var skipuð framkvæmdanefnd sem skipuð er Sigrúnu Gerðu Gísladótt- ur, Steingrími Þorgeirssyni sjúkra- þjálfara, Elínbetu Rögnvaldsdóttur líkamsræktarþjálfara, Petrínu Sig- urðardóttur starfsmanni á Náttur- ustofu og Flosa Jakobssyni fiskverk- anda. A opnunardegi heilsuátaksins bár- ust Bolvíkingum margar góðar kveðjur þ.á m frá Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra, Sigurði Guðmundsyni landlækni, Onnu Björg Aradóttur, formanni Heilsu- bæjarverkefnisins, einnig frá Heil- brigðisstofnun Isafjarðarbæjar og Vá Vest sem er forvarnarhópur gegn fíkniefnum. Þá hafa eftirtalin fyrir- tæki styrkt verkefnið Sjóvá - Al- mennar, Landsbankinn, Mjólkur- samlag ísafjarðar, Olís, Skeljungur, Byggingarfyrirtækið Ágúst og Flosi Isafirði og Flugfélag Islands. Reykjanesbraut Tvöföldun yki öryggi margfalt Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar 15. febrúarsl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar því sem fram kom á fundi í l Eldborg föstudaginn 11. febrúar sl., að þingmenn Reykjaneskjördæmis skuli leita leiða til þess að flýta tvö- földun Reykjanesbrautar frá Hafn- arfirði til Keflavíkurflugvallar en á gildandi vegaáætlun er miðað við að tvöföldun verði lokið árið 2010. Tvö- földun Reykjanesbrautar er sú að- gerð í vegamálum sem kemur flest- t um landsmönnum til góða. Margsinnis hefur hún orðið tilefni ályktana og bókana á aðalfundum Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. Tvöföldun brautarinnar eykur umferðaröryggi margfalt á fjölfarn- asta þjóðvegi landsins og vill bæjar- stjórn Reykjanesbæjar hvetja þing- menn til þess að vinna áfram að því að leita leiða til þess að flýta fram- kvæmdinni.11 -------------- Fjárhagsáætl- un samþykkt Vaðbrekku, Jökuldal - Fjárhags- áætlun Norður-Héraðs var sam- þykkt á síðasta fundi sveitarstjómar eftir aðra umræðu. Samkvæmt henni eru helstu niðurstöðutölur: Tekjur 68 milljónir, gjöld eru 61 milljón þar af 40 milljónir til fræðslu- mála. Eignfærð fjárfesting 2,5 millj- ónir, gjaldfærð fjárfesting 2 milljón- ir og rekstrarafgangur 0,5 milljónir. Áætlunin var rædd og yfirfarin nú við aðra umræðu og síðan samþykkt samhljóða. Morgunblaðið/Silli Á nýju afgreiðslunni á Húsavík, Hörður Sigurbjömsson, sljúraarfor- maður Mýflugs, og Steindór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri. Breytingar hjá Mýflugi Húsavík-Mýflug sem annast flug- samgöngur milli Húsavíkur og Reylg'avíkur hefur endurskipulagt starfsemina; tekið upp samstarf við Flugfólag íslands og leigt hjá félag- inu Metro 23 flugvél sem er með jafnþrýstibúnaði og hraðfleygari en vélar sem áður voru notaðar. Afgreiösla félagsins í Reykjavík verður hjá Flugfélagi íslands og flugleiðin HZK-REK sýnileg í sölu- kerfi FÍ (Amadeus) og því sýnileg sölufólki á ferðaskrifstofum um viða veröld. Vildarpunktar Flug- leiða verða teknir upp á flugleið- inni og fargjöld verða hin sömu og milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ekki minnsta breytingin er að aðal afgreiðsla og skrifstofa félags- ins er flutt frá Húsavfkurflugvelli á Garðarsbraut 15, Húsavík og hana annast Steindór Sigurgeirsson framkvæmdastjóri og Hulda Aðal- björasdóttir afgreiðslufreyja. Flug- rekstrarstjóri er Leifur Hallgríms- son. Nýlega var hlutafé Mýflugs hf. aukið úr 10 í 25 milljónir og ný stjóra skipuð þeim Herði Sigur- björnssyni, stjórnarformanni, Pétri Snæbjörnssyni og Amgrími Jó- hannssyni. Norður-Hérað Vantrauststil- laga á meiri- hlutann felld Vaðbrekku, Jökuldal - Minnihluti sveitarstjórnar á Norður-Héraði flutti á síðasta fundi sveitarstjómar vantrauststillögu á meirihlutann. Tillagan var felld með fjórum at- kvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. í greinargerð með tillögunni segir m.a. „í fyrsta lagi vegna þess að nú- verandi meirihluti samdi um skóla- akstur í sveitarfélaginu sem kostar að minnsta kosti 3,5 miljónum um- fram lægstu tilboð í áðurnefndan skólaakstur í útboði sem fram fór. í öðru lagi vegna þess að meirihlutinn ákvað að greiða syni núverandi odd- vita akstur eigin barna úr Skjöld- ólfsstaðaskóla tímabil þegar heima- vist var í skólanum samkvæmt ákvörðun skólanefndar og sveitar- stjómar. Ekki var tilgreind ástæða fyrir áðumefndum akstri, einungis um að ræða einhliða ákvörðun for- eldra. í þriðja lagi vegna afgreiðslu á launakjörum sveitarstjóra á sveitar- stjórnarfundi 11. janúar 2000.“ Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Böra úr Leikskólanum Tjarnarlandi tóku lagið í tilefni dagsins og sungu m.a. Kátir voru karlar. Þau spiluðu á þverflautur á bókasafninu í tilefni dagsins. Jón Guðmundsson, kennari við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, og nemend- urnir Dagrún Óðinsdóttir, í miðjunni, og Heiða Jóhannsdóttir. Bókasafn Héraðsbúa tölvuvætt Egilsstöðum - Nýtt tölvukerfi hef- ur verið tekið í notkun hjá Bóka- safni Héraðsbúa. Haldið var upp á daginn og það fimm ár eru liðin frá því að safnið flutti í Safnahús Aust- urlands. Laufey Eiríksdóttir hefur séð um að koma tölvukerfinu í gang fyrir safnið sem er fyrsta almennings- bókasafnið á Austurlandi til að hefja tölvufærð útlán. Hugmyndin er sú að f framtíðinni verði öll bóka- söfn á Austurlandi samtengd en þau eru öll að undirbúa skráningu inn í þetta kerfi. Bókasafnið hefur einnig tekið f notkun tölvu sem gestir safnsins hafa aðgang að til þess að komast í ritvinnslu, leita í Feng sem er bókasafnskerfi fjöl- margra bókasafna á fslandi eða skoða sig um og ná í upplýsingar á Netinu. Bókasafnsvörður er Kristrún Jónsdóttir og segir hún þetta vera mikla hagræðingu í útláni bóka. Hún segir tilkomu kerfisins gjör- breyta öllu vinnuumhverfi og að allt handvirkt pappírsflóð sem áður var, heyri nú sögunni til og öll sam- skipti séu orðin pappírslaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.