Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Smashing Pumpkins enn viðloðandi vímuefni D’Arcy ætti brátt að verða fróð- ari um skaðsemi eiturlyfja. ÞAÐ mætti halda að það væri eitt- hvað meira en lítið að hjá féiags- skapnum sem myndað hefur hljómsveitina Smashing Pumpkins undanfarin ár. Hljómsveitar- meðlimir hafa komið og farið; Jimmy Chamberlain var fyrir nokkrum árum rekinn úr sveitinni vegna eiturlyfjafíknar sinnar þeg- ar hljómborðsleikari, sem spilaði jafnan með þeim lést af völdum of- neyslu þessarar ólyfjanar. Chamberlain endurheimti sæti sitt bak við trommusett sveitarinn- ar á síðasta ári en þau voru ekki fyrr orðin fjögur á ný en tilkynnt var að D’Arcy bassaleikari hefði sagt skilið við félaga sína. Nú virðist stúlkan bjarthærða vera komin á vafasamar slóðir hins endurhæfða Chamberlain því hún var um daginn handtekin fyr- ir að hafa í fórum sinum ólögleg lyf, sem heimildir herma að hafi verið hin stórhættulega kókaín- blanda „krakk“. Hún var dregin fyrir rétt 14. febrúar siðastliðinn, á degi elskendanna, þar sem hún var dæmd til þess að gangast und- ir endurhæfingu og sækja fræðslu- fundi um skaðsemi eiturlyfja. D'Arcy hefur, síðan hún yfirgaf Smashing Pumpkins, verið að þreifa fyrir sér í heimi kvikmynd- anna og hefur þegar leikið í mynd með öðrum vandræðagemsa, follnu stjörnunni Mickey Rourke. Líklegt má telja að ógöngur þær sem D’Arcy hefur komið sér í muni ekki hjálpa henni hót við að feta sig áfram á leiklistarbraut- inni. hráöum kemur hetri tíð peysc úr angórublöndu S.790, Stutt Nærföt drottningar ► FYRRUM breskur hermaður hefur játað að hafa reynt að stela nærfötum Elísa- betar Breta- drottningar en verið gripinn glóðvolgur við iðju sína. Til- raunin átti sér stað eftir elds- voða sem varð í Windsor-kastala árið 1992. Mað- urinn vildi þó ekki í fyrstu játa á sig þjófnað heldur hélt því fram að hann hefði verið að bjarga verð- mætum úr einkaíbúð drottningar- innar, s.s. húsgögnum, skarti og fatnaði. Lou Reed mótmælir ► ROKKARINN Lou Reed hefur hætt við hljómleikaferð sína til Vínarborgar í Austurríki því hann er ríkisstjórn landsins andvígur. Reed, sem er þekktastur fyrir lag sitt „Walk on the Wild Side“, sagði í útvarpsviðtali að vissulega væri íbúum landsins fijálst að kjósa sína ráðamenn en það þýddi ekki að aðrir þyrftu að koma ná- lægt þeim. Hégómlegt kynlíf? ► IBÚAR í Venezuela hafa löngum þótt hégómlegasta fólk í heimi ef marka má árlegar kannanir þar um og nú er komið í ljós að þeir eru einnig langánægðastir með kynlífið. Samkvæmt nýlegri könnun koma Brasilíumenn næstir á eftir þeim pg þar á eftir Bandaríkjamenn. íbúar í Hong Kong voru hins vegar óánægðastir með kynlífið og sömu- leiðis voru Rússar, Þjóðverjar og Italir ósáttir. Svindlari í útvarpi ► KONA nokkur í Bandaríkjunum var nýskilin er hún heillaðist af rödd útvarpsmannsins Randy Dill- ard en komst að því fjórum árum síðar og nokkrum milljónum fá- tækari að Randy var kona og hét í raun Barbara. Konan hafði aldrei hitt Barböru en talað við hana oft á dag í síma og taldi sig ást- fangna. Barbara sagðist vera son- ur milljónamærings en þyrfti engu að síður peninga fyrir sjúkrahú- skostnaði og vegna forræðisdeilu sem hún stæði í. Konan var svo ástfangin að hún lét Barböru allt sitt sparifé í té, auk kreditkorta- númera og peninga sem hún fékk lánaða hjá tryggingafélagi sínu. Að sögn lögreglu er Barbara þekkt fyrir að villa á sér heimildir en konugreyið er enn í ástarsorg. Allir vilja giftast ÞEIR sem vinna við að skipu- leggja brúðkaup eiga von á góðu í ár því víða um heim eru óvenju mörg pör sem vilja festa ráð sitt á árinu 2000. í Bandaríkjunum er talað um að ástarfár ríki og að skartgripasalar og veitingamenn dansi um í verslunum sínum enda stefnir í metár hjá þeim. „Það eru ótrúlega margir sem munu gifta sig í ár,“ segir Stacy Morrison sem er ritstjóri Nútíma brúðarblaðsins. „Ástæðan er einföld. Fólk er hjá- trúarfullt þegar kemur að dagsetn- ingum og brúðkaupum. Einnig höf- um við heyrt margar konur segja að árið 2000 sé svo eftirminnilegt ártal að jafnvel eiginmaðurinn eigi eftir að muna hvaða ár þau gift- ust.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.