Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 41
T
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvað merkir
hitt kynið?
NÝLEGA fjallaði
Soffía Auður Birgis-
dóttir í Morgunblaðinú
um greinasafn gefið út
af Rannsóknarstofu í
kvennafræðum við Há-
skóla íslands (Há-
skólaútgáfunni).
Greinasafn þetta ber
heitið Simone de Beau-
voir, Heimspekingur,
Rithöfundur, Femín-
isti. Umsögn Soffíu
hefst á eftirfarandi
orðum: „Fimmtugsaf-
mæli bókar Simone de
Beauvoir Hins kynsins
var víða vel fagnað í
fyrra enda um að ræða
eitt af grundvallarritum femíniskra
fræða og eitt merkasta heimspekirit
20. aldarinnar."
Ekki ætla ég mér að hætta mér út
á heimspekilegt svell, þar sem mér
gæti svo auðveldlega orðið fóta-
skortur, hins vega hyggst ég gerast
svo djarfur að gera þýðinguna á bók-
arheitinu hér að umræðuefni. Að
þýða Le Deuxieme Sexe úr frönsku
á íslensku með orðunum, Hitt kynið,
orkar að mínu viti mjög tvímælis svo
ekki sé meira sagt.
Auðsætt er að með bókarheitinu
Le Deuxieme Sexe vill Simone de
Beauvoir undirstrika þá dapurlegu
staðreynd að konur séu fjarri því að
vera ásamt körlum fremstar meðal
jafningja. Þær skipa nefnilega næsta
bekk fyrir aftan þá, sitja skör lægra.
Þær eru þeim því engan veginn jafn-
ar né jafnréttháar. í þessu merka
riti Simone de Beauvoir er reyndar
fólgin skýlaus og skorinorð krafa um
jafnrétti kynjanna, ef grannt er
skoðað. Femínistinn Simone varð
þess fljótt óþyrmilega áskynja
hversu grátt konur voru leiknar af
karlaveldinu mikla, sem setti svo
mjög svip sinn á franskt þjóðfélag
fyrir rúmri hálfri öld. Óskandi hefði
verið að einkunnarorð frönsku
stjórnarbyltingarinnar hefðu verið
orðuð svolítið öðru visi eða t.d.
svona, frelsi, jafnrétti, bræðra- og
systralag og að menn hefðu síðan
breytt því í samræmi við inntak
þeirra orða, en þetta er vitaskuld
ekkert annað en fánýt óskhyggja
eða draumur sem ef til vill getur
aldrei ræst sökum þess að mönnum,
já, alltof mörgum mönnum, er aura-
og valdagræðgi í blóð borin eins og
dæmin sýna og sanna einkum nú á
síðustu tímum skæðasta hlutabréfa-
kaupæðis, er gripið hefur íslensku
þjóðina.
Fyrsta mannveran sem Guð skap-
aði var karlmaður, önnur í röðinni
eða sú síðari var kona. Skapaði hann
hana kannski vegna þess að hann
var ekki fyllilega ánægður með ár-
angurinn af fyrra sköpunarverki
sínu á þessu sviði? Það má hann einn
vita. Víkjum nú sem snöggvast að
ábendingarfornafninu, hinn, sem er
Iautre (ekki deuxiéme) á frönsku og
the other á ensku. Sem betur fer hef-
ur enski þýðandinn skilið bókarheit-
ið Le Deuxiéme Sexe hárréttum
skilningi, þar sem hann þýðir það
svona á ensku: The Second Sex,
þ.e.a.s. Annað kynið, til aðgreiningar
frá fyrsta forréttindakyninu, karl-
kyninu og það er mergurinn málsins.
Hugsanlega mætti einnig notast við
önnur orð eins og til að mynda síð-
ara, síðra eða óæðra kynið eftir af-
stöðu manna til málsins. Hitt kynið
er gjörsamlega út í hött, einfaldlega
vegna þess að merking
þess er breytileg og fer
eftir því hvort um karl
eða konu er að ræða.
Engum heilvita manni
getur blandast hugur
um það hvert Beauvoir
er að fara með bókar-
heiti sínu, en með því
vill hún undirstrika þá
raunalegu staðreynd
að konur séu annars
flokks, annars flokks
ríkisborgarar hvar sem
þær eru í heiminum, en
þær eigi hins vegar
annað og betra hlut-
skipti skilið. I beinu
framhaldi af þessu
langar mig til að benda íslenskum
femínistum eða kvenréttindakonum
á það í fullri vinsemd að þær geta
Þýðingar
Og var það þá ásetning-
ur höfundar að beina at-
hygli alls almennings að
réttindamálum karla og
lífsskoðunum þeirra
frekar en kvenna? spyr
Hallddr Þorsteinsson.
—y- --------------
Eg hygg að allir geti
verið sammála um að
það sé alveg af og frá.
ekki sölsað undir sig hitt kynið og
takmarkað það eingöngu við sitt eig-
ið kyn. Ef karlmaður er t.d. sagður
vera mikið fyrir hitt kynið er það
væntanlega fyrir kvenkynið, en þeg-
ar kona er aftur á móti sögð vera fyr-
ir hitt kynið, þá skyldi maður ætla að
það væri fyrir karlkynið. Hér má til
gamans geta þess að í staðinn fyrir
að segja að vera fyrir hitt kynið,
segja Skaftfellingar gjarnan að vera
fyi-ir fuglinn, þ.e.a.s. annað hvort
fyrir karl- eða kvenfuglinn, sem er
býsna skemmtilegt afbrigði.
Mér er alls ókunnugt um hver ber
ábyrgð á þessari röngu þýðingu á
bókarheitinu og hef ég í sannleika
sagt ekki minnsta áhuga að finna
þann mann eða konu, en hins vegar
furða ég mig stórlega á því að allir
greinarhöfundar ritsins, sem getið
er um í upphafi þessarar umfjöllun-
ar, skuli hafa notast við hana alveg
athugasemdalaust. Ekki ber á öðru
en kunnátta þeirra í íslensku máli og
málfræði sé nokkuð ábótavant og að
einhverjar heilafrumur hafi enn-
fremur hlaupið í baklás hjá þeim
varðandi þýðinguna á bókarheitinu.
Að lokum mætti leggja þá spum-
ingu fyrir þetta góða og langskóla-
gengna fólk þar meðtalda heimspek-
ingana hvað Hitt kynið sé eiginlega
frá bæjardyrum konunnar, Simone
de Beauvoir séð? Getur það hugsan-
lega verið nokkuð annað en karlkyn-
ið? Og var það þá ásetningur höfund-
ar að beina athygli alls almennings
að réttindamálum karla og lífsskoð-
unum þeirra frekar en kvenna? Eg
hygg að allir geti verið sammála um
það sé alveg af og frá.
Höfundur er skólastjóri Mdlaskóla
Hallddrs.
Halldór
Þorsteinsson
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 41
ViS höfum framlengt útsölulok
vegna ve&urfars undanfarna daga.
Götumarkaðsstemmning
heldur áfram til sunnudags.
i
Fjárfestar athugið!
Öll almenn verðbréfaviðskipti með
skráð og óskráð verðbréf.
yáVerðbréfamiðlunin
AtlllClYhf-Verðbréf
Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20
Þ H R 5 E M Jh J fl R T R fl 5 L HE R
UPPLÝSINGHSÍMI SBB 77BB SKRIFSTDFUSÍMI 5GB 92BB
V