Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra kvaðst í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær ekki ætla að láta sitt eftir liggja í viðleitni til að varð- veita sjaldgæf litaafbrigði í hross- um hér á landi. Afar mikilvægt væri að viðhalda litafjölbreytninni í ís- lenska hestinum, ekki síst vegna markaðssetningar á honum erlend- is. Það var Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, sem hafði spurt ráðherrann hvort hann hygðist beita sér fyrir aðgerðum til að tryggja varðveislu sjaldgaTra hrossalita á Islandi. Beindi Össur einkum sjónum að litforóttum hrossum og kvaðst hann telja að það yrði markaðslegt og menning- arlegt slys ef þetta merkilega lit- brigði hyrfi úr hinum aldagamla ís- lenska hrossastofni. I feldi litföróttra hrossa eru tvær mislitar háragerðir, þ.e. dökk vind- hár, oftast rauð en stundum brún eða mosótt; og síðan ljós undirhár. Jafnframt skipta litförótt hross um lit á bolnum eftir árstíðum og eru þau dökk yfir vetrarmánuðina á meðan þau eru loðnari. Þau fella hins vegar vindhárin síðla vetra og verða þá smám saman grá, og loks hvít á bolinn þegar vorar. Si'ðan dökkna þau aftur snemmsumars er þau fella hvítu undirhárin og ný, stutt vindhár koma í ljós. Þegar líð- ur á sumar grána þau og hvítna loks alveg er haustar. Með vetrar- komu verða hrossin aldökk á ný. Landbúnaðarráðherra tók undir áhyggjur Össurar og sagði að í ný- legri samantekt Þorvaldar Árna- sonar og Ágústs Sigurðssonar á gögnum úr gagnabanka Búnaðarfé- Afkoma litför- óttra hrossa verði tryggð Eini arfhreini litförótti stóðhesturinn sem uppi er um þessar mundir Morgunblaðið/Valdimar Litfari, einn þeirra litföróttu stóðhesta sem seldir hafa verið til útlanda. lags íslands um tíðni lita og lita- erfðavísa hefði það fengist það staðfest að litfórótt hross ættu mjög undir högg að sækja, komið hefði í ljós að tíðni erfðavísisins sem ylli litfóróttu væri innan við 1% í gögn- um sem í væru 64 þúsund hross. Ráðherra sagði að fyrir forgöngu Páls Imslands jarðfræðings og nokkurra bænda á Suðurlandi hefði verið efnt til átaks til að fjölga lit- föróttum hrossum. Einnig hefði fagráð í hrossarækt undirbúið í samvinnu við fleiri aðila átak til að ná með ræktun fram litföróttum stóðhesti. Greindi Guðni frá því að Stofnvemdarsjóður íslenska hesta- kynsins hefði veitt eina milljón til þessa verkefnis. Hervar von Kramersbrugh Össur taldi eina milljón ekki nægja og hvatti ráðherra til að leggja hærri fjárhæðir í verkefnið. Sagði hann mikilvægt að koma upp eins og einum graðhesti í þessum lit. Hann sagði það hafa vakið at- hygli sfna að komast að raun um að eini arfhreini litförótti stóðhestur- inn sem uppi væri væri ekki á Isl- andi heldur í Þýskalandi, en þar væri um að ræða graðhestinn Herv- ar von Kramersbrugh, sem væri undan Hjörvari frá Reykjavík, heimsmeistara í elsta flokki stóð- hesta fyrir nokkrum árum. Mæltist Össur til þess að ráð- herra beitti sér í málinu og fyndi fjármuni til að kaupa sæði undan hestinum. Guðni tók vel í tillögur Össurar en sagði að erfitt væri að flytja inn sæði úr stóðhestum sem seldir hefðu verið út, þar yrði að gæta fyllstu varúðar. Lög um tfmabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar rædd á Alþingi Ráðherra segir að vænta megi breytinga á lögunum VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, greindi frá því á Alþingi í gær að von væri á frumvarpi til breytinga á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, en lögin voru sett í fyrra. Hún kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um, hvaða breytingar yrðu lagðar til þar sem stjórnvöld hefðu ekki enn fengið í hendurnar formlegt álit ESA, Eftirlitsstofnun- ar EFTA, í málinu. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, hafði spurst fyrir um það hjá Valgerði, hvemig stjórn- völd hygðust bregðast við því áliti að lögin um tímabundnar endurgreiðsl- ur vegna kvikmyndagerðar á íslandi stönguðust á við jafnræðisreglur Evrópusambandsins. Sagði Svan- fríður, að margir hefðu m.a. gagn- rýnt, að í lögunum væri kveðið á um að þær myndir sem fengju endur- greiðslu skv. lögunum mættu ekki hafa hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði Islands enda væri með því verið að mismuna íslenskum myndum gagn- vart erlendum, jafnvel þótt þær síð- arnefndu hefðu hlotið styrki úr kvik- myndasjóðum í sínum heimalöndum. Valgerður sagði að ESA hefði í júní á síðasta ári sent íslenskum stjórnvöldum tilkynningu um að stofnunin teldi ákvæði laganna ekki standast ákvæði EES-samningsins. I september hefði stofnunin síðan gert nánari grein fyrir þeim atriðum, sem hún taldi þurfa að skoða í lögun- um, og var íslenskum stjórnvöldum gefinn kostur á að tjá sig um þau fjögur atriði, sem ESA hafði til skoð- unar. Valgerður sagði það mat ESA að styrkja þyrfti þann þátt laganna sem viki að menningarlegu innihaldi kvikmynda. Varðandi stuðningshlut- fall hefði stofnunin gagnrýnt að lögin gerðu ráð fyrir að dýrari kvikmyndir hlytu hlutfallslega hærri endur- greiðslu. Einnig hefði komið fram, að stofnunin teldi að endurgreiðsla kostnaðar ætti ekki að skerðast, jafnvel þótt 20% endurgreiðanlegs kostnaðar félli til í öðru aðildarríki EES-samningsins, og aðloks hefði ESA gagnrýnt að lögin gerðu ráð fyi'ir að stofna þyrfti sérstakan ís- lenskan lögaðila utan um hvert verk- efni sem hlyti endurgreiðslu. „Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, í samstarfi við fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti, gekk í október síðastliðnum frá formlegu svari ís- lenskra stjórnvalda,“ sagði Valgerð- ur. „Gerir svarið ráð fyrir, að fallist sé á að endurskoða þurfi tiltekin ákvæði laganna hvað varðar þrjú at- riði, þ.e. varðandi menningarlegt innihald, stuðningshlutfall og stofn- setningarkröfu. Ekki var í svarinu fallist á að sá hluti framleiðslu sem fram færi utan Islands nyti endur- greiðslu." Valgerður sagði að formlegt álit ESA hefði enn ekki borist vegna þessa máls og væri þess vegna ekki á þessari stundu hægt að ætlast til að fyrir lægju ákvarðanir um hvemig bragðist verði við því. Ríkisstjórnin hefði hins vegar fullan hug á að stuðla að öflugri kvikmyndagerð á íslandi og þau markmið yrðu höfð að leiðarljósi við endurskoðun laganna. Athugasemd gerð við dagskrárbreytingu f i % ii ■ 'fy; ij| ALÞINGI Utandag- skrárum- ræða um fátækt I DAG fer fram umræða utan. dagskrár um málefnið fátækt á Islandi og er gert ráð fyrir að umræðan hefjist kl. 13.30 og standi í hálfa klukkustund. Málshefjandi er Guðrún Og- mundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingar, en Davíð Oddsson forsætisráðherra verður til andsvara. VIÐ upphaf þingfundar í gær kvaddi Margrét Sverrisdóttir, varaþing- maður Frjálslynda flokksins, sér hljóðs og spurðist fyrir um það hvers vegna atkvæðagreiðsla um það hvort leyfa skyldi beiðni um skýrslu um til- færslu á aflamarki hefði verið tekin af dagskrá. Kom fram í máli Hall- dórs Blöndal, forseta Alþingis, að at- kvæðagreiðslan hefði verið tekin út af dagskrá að beiðni hans, þar sem hann vildi fullvissa sig um að beiðnin hefði verið lögð fram með þinglegum hætti. Hann sagði hins vegar ekki verið að koma í veg fyrir umfjöllun um málið þótt það frestaðist um einn dag til eða frá. Nokkrir þingmenn stjómarand- stöðunnar tóku undir óskir Margrét- ar um frekari skýringar á þvf hvers vegna beiðnin hefði verið tekin út af dagskrá og sagði Rannveig Guðmun- dsdóttir, þingflokksformaður Sam- fylkingar, að undarlegt hlyti að telj- ast að skýrslubeiðnin væri sett á dagskrá en síðan kippt út síðar. Velti hún fyrir sér hvað hefði eiginlega breyst frá því hún var fyrst sett á dagskrána. Sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, að menn tækju beiðnina varla út af dagskrá nema grunur hefði vaknað um að hún væri óþinglega lögð fram og þá væri rétt að heyra hvað menn teldu óþinglegt við hana. Bætti hann því við að sá grunur vaknaði að meiningin væri jafnvel að fella skýrslubeiðnina sem myndi teljast grafalvarlegt mál, enda fá fordæmi fyrir því að slíkum beiðnum þingmanna væri hafnað. Guðjón Guðmundsson, sem sat í forsæti Alþingis, ítrekaði hins vegar þau orð að ekkert óeðlilegt væri hér að baki og sagði það varla geta verið mikið mál þótt það frestaðist um einn dag að taka beiðnina fyrir. í beiðninni, sem ellefu þingmenn Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram, er þess annars óskað að sjáv- arútvegsráðherra feli Fiskistofu að afla upplýsinga um tilfærslu á aflam- arki (kvóta) þar sem aðilaskipti hafa orðið á aflahlutdeild, svo sem vegna sölu á kvóta, vegna erfða eða ann- arra varanlegra breytinga á afla- heimildum, og flytji Alþingi skýrslu um málið. Sérstaklega verði til- greindir þeii' aðilar sem ráði yfir 2% eða meira af aflaheimildum og skipt- ing aflaheimilda á skip í eigu þeirra. * Islenski hrafninn settur á válista SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra lagði áherslu á það í svari við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær að íslenski hrafnastofninn yrði settur á válista en að enn væri óvíst hvernig hann yrði flokk- aðui' þar. Þegar það lægi hins vegar fyrir myndi umhverfisráðun- eytið í samráði við aðrar stofn- anir meta hvort ástæða væri til sérstakra aðgerða til að vernda stofninn, og sagði Siv að ef það væri niðurstaðan þá væri frið- un hrafnastofnins meðal þeirra möguleika sem kæmi til greina. Minnkandi stofn Össur hafði spurt ráðherr- ann hvort hún hygðist ekki beita sér fyrir því að íslenski hrafninn yrði settur á válista, í ljósi upplýsinga um að hrafn- astofninn hefði farið mjög minnkandi á undanförnum ár- um, einkum af völdum ofveiði. I svari umhverfisráðherra kom fram að það væri ekki í verkahring ráðherra að meta hvaða dýrastofnar væru settir á válista, eða beita sér í þeim efnum. Þar væri farið eftir við- miðunum sem byggðu á vís- indalegum upplýsingum um ástand viðkomandi stofns og þróun hans. Siv sagði að Náttúrufræði- stofnun Islands væri sú stofn- un ráðuneytisins sem fram- kvæmdi slíkt mat og gæfi út válista um þær tegundir sem ættu undir högg að sækja í ljósi settra viðmiðana frá al- þjóða náttúruverndarsamtök- unum. Válisti yfir fugla Að sögn Sivjar hefur Nátt- úrufræðistofnun íslands unnið að gerð válista yfir fugla og er þeirri vinnu að mestu lokið. Sagði Siv að verið væri að at- huga betur gögn um fjórar teg- undir en væntanlega yrði vál- istinn gefinn út innan tveggja mánaða. Hrafninn væri ein af þessum fjórum tegundum og sagði Siv að í drögum að válist- anum væri hrafninn flokkaður til tegunda sem séu í svokall- aðri yfirvofandi hættu. Væri ástæðan fyrir þessu sú að svo virtist sem stofninn hefði minnkað um 20% eða meira á undanförnum árum. Kom fram í máli Sivjar að athugun Nátt- úrufræðistofnunar beindist hins vegar að því hvort fyrir- liggjandi upplýsingai' væru nægilega áreiðanlegar til að flokka hrafninn með þessum hætti, eða hvort setja ætti hann í flokk sem kallaðist „upplýsingar ófullnægjandi".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.