Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 27 LISTIR Þórdís sýnir í Ósló ÞÓRDÍS Elín Jóelsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í IS-Kunst gall- ery & café í Ósló laugardaginn 19. febrúar. Þema sýningarinnar er Samhljómur manns og náttúru og eru þetta vatnslitaþrykk, unnin á síðasta og þessu ári. 24 verk verða á sýningunni sem varir til 9. mars. Þórdís Elín stundaði myndlistar- nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og útskrifaðist síðan úr grafxkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1988. Hún starf- rækir grafíkvinnustofu ásamt fimm öðrum listamönnum á Laugavegi 1 í Reykjavík. Þetta er 8. einkasýning Þórdísar en hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á ís- landi og í útlöndum. Hluti sýningar- innar mun verða til sýnis á heima- síðu listamannsins frá og með 19. febrúar á slóðinni http://www.island- ia.is/—thordisej. Nær, vatnslitaþrykk eftir Þórdísi Elínu Jóelsdóttur. Grunnflötur dagsins í dag TOJVLIST Salurinn SÖNGTÓNLEIKAR Marta Guðrún Halldórsdóttir, Ingveldur Yr Jónsdóttir, Finnur Bjarnason og Orn Magnússon fluttu sönglög eftir aldamótatónskáldin. SVO virðist, að þörf sé á riti, þar sem talin eru upp öll íslensk tón- skáld, ásamt smáæviágrpi og verka- skrá, því í efnisskrá einsöngstónleik- anna, sem haldnir voru á vegum Tónskáldafélags íslands og Evrópu- menningarborginni Reykjavík, sl. þriðjudag, í Salnum, vantaði að gerð væri grein fyrir ævi þriggja ís- lenskra tónskálda, þeirra Jóhanns Ó. Haraldssonar, Arna Beinteins Gísla- sonar og Péturs Sigurðssonar, af alls 20 tónskáldum er voru á efnis- skránni. Marta Guðrún Halldórsdóttir hóf tónleikana með lögunum Svanurinn minn syngur, eftir Sigavlda Kalda- lóns, Smaladrengurinn, eftir Jóhann Ó. Haraldsson og þrjú Ijóð, eftir Inga T. Lárusson, sem hún söng af þokka. Finnur Bjamason söng Vís- an, sem var rituð á laufblað, eftir Árna Beintein Gíslason. Hann var skólabóðir Bjarna þorsteinssonar, nam tónlist í Kaupmannahöfn en lést þar rétt um aldamótin 1900, á þrí- tugsaldri. Eftir hann liggja nokkur lög, sem enn hafa ekki verið flutt ut- an nefnd Vísa, sem Finnur söng mjög fallega. Annað lag Finns var Taktu sorg mína, eftir Bjarna Þor- steinsson, sem hvað snertir túlkun var sérlega vel flutt. Aftur á móti var flutningurinn á Ingjaldr í skinnfeldi, eftir Arna Thorsteinsson, ekki sann- færandi. Ingveldur Yr Jónsdóttir söng Nótt, þekktara sem Nú máttu hægt um heiminn líða, úr Eiðnum, eftir Þorstein Erlingsson, síðan Óm ég heyrði, eftir Sigurð Þórðarson og síðast Haust, eftir Pétur Sigurðsson. Þannig skiptust söngvararnir á að syngja lög eftir Þórarin Guðmunds- son, Pál Isólfsson, Jón Leifs, Markús Kristjánsson. Emil Thoroddsen, Ey- þór Stefánsson, Björgvin Guðmun- dsson, Jón Laxdal, Sigfús Einars- son, Þórarin Jónsson og Steingrím Hall og var flutningurinn í heild nokkuð góður, sérstaklega skal nefna Til skýsins, eftir Emil, sem Finnur söng mjög vel og í sama máta var Betlikerlingin, eftir Sigvalda, vel sungin af Ingveldi Ýr og lokalag tón- leikanna sömuleiðis, en það var Svanasöngur á heiði, eftir Sigvalda, er Marta Guðrún söng. Undirleikari var Örn Magnússon, er lék vel en hélt sig einum of til hlés, hefði sem best mátt hafa sig meira í frammi, eins og hann reyndar gerði í lögum Jóns Leifs, nema í Vögguvísu Jóhanns Jónssonar, Þey, þey og ró, sem er eitt af meistarasmíðum Jóns Leifs og Marta Guðrún og Örn fluttu mjög vel og fínlega, svo sem vera ber í svona viðkvæmu lagi. Þetta munu vera síðustu tónleikarnir, þar sem rifjuð eru upp tónverk þeirra er áttu sinn starfsdag á fyrri hluta 20. aldar og þrátt fyrir að sum þessara verka muni enn njóta gistivináttu gleymsk- unnar, voru nokkur gleymd verk, sem vöktu athygli og eiga áreiðan- lega eftir að heyrast enn um sinn. Það er einmitt sh'k upprifjun sem er nauðsynleg, því margar ástæður aðrar en gæðamat, valda því að verk eru ekki flutt og má í því sambandi benda á söngverk Arna Beinteins Gíslasonar, sem enn hafa ekki verið flutt, nema Vísan. Eitt lag eftir Árna, er í Islensku söngvasafni, nr. 129 í II. hefti, Vindamir þjóta, nokkuð breytt frá því sem það er í handriti Árna. Þessi tónleikaröð, þar sem flutt var kórtónlist, kammermúsík og ein- söngslög, er merkilegt framlag hjá Tónskáldafélagi Islands og í anda þess, að numið sé staðar og litið yfir farin veg, þegar Reykjavík ásamt öðrum borgum, gegnir hlutverki menningarborgar Evrópu, því í þessum arfi er að finna grunnflöt þess, sem er tónlist dagsins í dag. Jón Ásgeirsson -------*_*_«----- Listaleikur í Galleríi Nema hvað LISTALEIKUR Rósu Sigrúnar Jónsdóttur og Gallerís Nema hvað á Skólavörðustíg hefst 18. febrúar kl. 20:00 og stendur til 27. febrúar. Sýningargestum gefst kostur á að svara nokkrum léttum spurningum í tengslum við sýninguna og gerast þannig þátttakendur í listaleiknum. 27. febrúar verður dregið úr réttum svörum og vinningshafi eignast mál- verk. Nýjar bækur • NORRÆNARráðleggingar um næringarefni er nú komin út á ís- lensku. Hún er ætluð stúdentum og öðrum þeim sem áhuga hafa á nær- ingarfræði. Ráðleggingar um næringarefni byggjast á vísindalegri þekkingu um æskilega samsetningu fæðisins og neyslu næringarefna. Þær eru þann- ig fræðilegur grunnur almennra leiðbeininga um hollt mataræði og henta vel fyrir skipulag á samsetn- ingu fæðis sem viðheldur heilsu og kemur í veg fyrir sjúkdóma, segir í fréttatilkynningu. Norrænar ráðleggingar um nær- ingarefni ganga út frá þeim aðstæð- um sem fyrir eru á íslandi og í Skandinavíu hvað varðar mataræði, heilsufar og tíðni sjúkdóma. Þær hafa að markmiði að stuðla að bættri heilsu almennings í þessum löndum. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er237bls. íkilju. Verð: 2.100 kr. -------LH--------- Nýjar bækur • FITUSNAUTT og freistandi - 150 ótrúlegar uppskriftir að girni- legum fitusnauðum réttum er eftir Sue Kreitzman. í fréttatilkynningu segir að í bók- inni séu uppskriftir að auðveldum nútímalegum réttum, hefðbundum uppáhaldsmat og fitusnauðum út- gáfum af réttum frá fjarlægum heimshomum. Upplýsingar um nær- ingargildi og ljósmyndir fylgja hverri uppskrift. Höfundurinn er verðlaunahöfun- dur sem hefur áhuga á fitusnauðu fæði og heilsusamlegum lifnaðar- háttum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 168 bls., unnin í Englandi. Bókin er bók mánaðarins í febrúar og kostar 1.990 kr., en hækkar í 2.990 kr. 1. mars. S AP Osamræmi einnar hugmyndar SÝNIN GARGESTUR í Singapore Art Museum skoðar hér verk ástr- alska listamannsins Chen Yan Yin, sem gert er úr fölnuöum rósum, leiðslum sem notaðar eru við nær- ingargjöf og nálum sem liggja á líkkistulaga kassa. Verkið ber heitið „DISCREP- ANCY btw ONE IDEA,“ sem má út- leggja sem Ósamræmi milli einnar hugmyndar. Það er hluti af „Rose Crossing“-sýningunni, þar sem 13 ástralskir listamenn leiða saman hesta sína. Leitaðu nánari upplýsinga í síma 570 1200H^ j Viðskiptavinir Verðbréfastofunnar uppskáru vel á árinu sem leið en þá hækkaði Heimssjóður Carnegie í Luxemborg um 56%. Morgan Stanley hlutabréfavísitalan hækkaði um 23,5% og Norðurlandasjóðurinn gaf 44,9% ávöxtun. Carnegie er eitt stærsta og virtasta verðbréfafyrirtæki Norður- landa og annast Verðbréfastofan um málefni sjóða Carnegie á íslandi. VERÐBREFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJÓL 105p Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stöðugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. c Stærð: L. 115 x br. 61 x h. 110 RAÐGREIÐSLUR ÖRNINN0* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.