Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kvörtunar- og upp- lý singaþj ónusta N eytendasamtakanna N eytendasamtökin starfrækja öfluga kvörtunar- og upplýs- ingaþjónustu þar sem neytendur geta fengið upplýsingar um laga- legan rétt sinn. Einnig geta neytendur fengið aðstoð við að ná fram rétti sínum með form- legri meðferð kvörtun- armála. Þessi aðstoð er innifalin í árgjaldi félagsmanna en aðrir greiða málsskotsgjald. Félagsmönnum stend- ur auk þess til boða viðtal hjá lögfræðingi án endurgjalds. Mál þau sem kvörtunarþjónustan fæst við eru afar fjölbreytt og það er fátt sem Neytendasamtökin láta sig ekki varða sé um að ræða ágreining milli neytenda og selj- enda. Þessi þjónusta er vel nýtt af félagsmönnum og hefur árangur af starfi hennar verið afar góður. Kvörtunarþjónustan hefur á hverju ári milligöngu um að leysa nokkur hundruð ágreiningsmál í gegnum aðalskrifstofu sína í Reykjavík og skrifstofur á Akureyri og Isafirði. Hlutlaus sáttaaðili Hinn góða árangur kvörtunar- þjónustunnar má helst þakka starfsreglum hennar. Við meðferð kvörtunarmála er lögð á það áhersla að sjónarmið beggja aðila komi fram og sem mestar upplýs- ingar liggi fyrir um málið. Neyt- endasamtökin starfa því sem hlut- laus sáttaaðili og hefur það sýnt sig að seljendur og framleiðendur virða milligöngu Neytendasamtak- anna í langflestum tilvikum. Selj- endur og fyrirtæki hafa auk þess í auknum mæli frumkvæði að því að setja sig í samband við samtökin til að leysa úr ágreiningi milli þeirra og neytenda. Ódýr lausn mála Að leita réttar síns fyrir dómstól- um getur verið afar kostnaðarsamt og margir veigra sér við því þótt þeir telji að á sér hafi verið brotið. Þetta á einkum við í smærri málum þar sem neytandinn sér fyrir að kostnaðurinn við að leita réttar síns yrði hærri en krafa hans. Því er af- ar mikilvægt að fyrir hendi sé kvörtunarþj ónusta eins og sú sem Neyt- endasamtökin reka. Þangað geta neytend- ur leitað með deilumál sín og fengið úrlausn, ókeypis ef um félags- menn er að ræða, ann- ars með því að greiða kvörtunargjald. Kvörtunar- og úrskurðarnefndir Til að tryggja enn betur ódýra og skjót- virka leið fyrir neyt- endur til að ná fram úrlausn deilumála sinna við seljendur hafa Neytendasamtökin í samvinnu við önnur félög og hagsmunaaðila sett á stofn sex kvörtunar- og úr- skurðarnefndir. Þessar nefndir eru kvörtunarnefnd Neytendasamtak- anna og Félags íslenskra ferða- skrifstofa sem fjallar um ágreining Þjónusta Ljóst er, segir Telma Halldórsdóttir, að starfsemi samtak- anna er afar mikilvæg fyrir neytendur. neytenda og ferðaskrifstofa, kvört- unarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda sem fjallar um ágreining neytenda við þvottahús og efnalaugar, úrskurð- arnefnd Neytendasamtakanna, Húseigendafélagsins og Samtaka iðnaðarins sem fjallar um ágreining vegna þjónustu iðnaðarmanna og iðnfyrirtækja, kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna, Kaup- mannasamtaka Islands og Samtaka samvinnuverslana sem fjallar um ágreining neytenda og seljenda vöru, úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem fjallar um ágreining neytenda og fjár- málafyrirtækja og úrskurðarnefnd í vátryggingamálum sem fjallar um ágreining neytenda og vátrygg- ingafélaga. Þær fjórar fyrst nefndu hafa aðsetur hjá Neytendasamtök- unum. í nefndunum sitja fulltrúar beggja deiluaðila og er formaður þeirra löglærður og tilnefndur af því ráðuneyti sem nefndin heyrir undir. Til að leggja mál fyrir nefnd- irnar þarf neytandinn að greiða kvörtunargjald sem er á bilinu 1.000 til 10.000 krónur. Fallist nefnd á kröfur neytandans að öllu eða einhverju leyti fær hann mál- skotsgjaldið endurgreitt. Úrskurð- ur nefndarinnar útilokar aldrei rétt neytandans til að fara með málið fyrir dóm. Öflug Neytendasamtök - þinn hagur Neytendasamtökin eru einu sam- tökin hér á landi sem vinna að hagsmunum neytenda almennt. Auk þess að reka árangursríka kvörtunar- og upplýsingaþjónustu standa samtökin fyrir öflugu verð- lagseftirliti, útgáfu Neytendablaðs- ins, veita mikilvægar upplýsingar á heimasíðu sinni www.ns.is, og sinna almennri hagsmunagæslu fyrir neytendur. Það liggur því í augum uppi að starfsemi samtakanna er afar mikilvæg fyrir hinn almenna neytanda. Stjórnvöld hafa hins veg- ar sýnt starfsemi samtakanna lítinn skilning og eru þau því að lang- stærstum hluta rekin fyrir félags- gjöld öfugt við systursamtök á öðr- um Norðurlöndum. Neytenda- samtökin eru því afar háð félagsmönnum sínum og ættu flest- ir neytendur að sjá hag sinn í því að vera í samtökunum. Höfundur er lögfræðingur Neytendasam takanna. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 > Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Telma Halldórsdóttir FIMMTUDAGUR17. FEBRÚAR 2000 Við bjóðum Apótek Hringbrautar velkomin hóp söluaðila Stendhal á Islandi. í dag og á morgun föstudag frá kl. 15-18 Glæsilegir kaupaukar fylgja með kaupum á Stendhal vörum. Apótek Hringbrautar Hringbraut 119 - S. 511 5070 '<*r Opið daglego kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Oáunn tískuverslun v/Nesveg, Seltjan Sími 561 1680 gardeur- buxur fóst í þremur skúlmlengdum (stuttar, venjulegur og síðar) www.mbl.is iokkískautai Reimaði Stærðir 37-4 Veri Áður kr. 5L3£ Nú kr. 6.52 Listskautar: Vinil Ú Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46 _Stærðir 28-36 Áður kr.A&fff kr. 2.941. 5ir 37-46 r .4x689 r. 3.282 Hokkiskautar: Smelitir Stærðir 36-46 utar: 29-41 Verð: Áður kr. /W089 Nú kr. 3.492 Listsk; Leður Hvítir: Stærðir 31-41 Verð: Áður kr.jBÆ4T Nú kr. 4.374. Svartir: Stærðir 36-45 Áður kr.£^74 Nú kr. 4.532 Opið laugardaga frá kl. 10-14 Skeifunni 11, sími 588 9890 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Verð: Áður kr.3Æ69 Nú kr. 2.792
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.