Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 68
 Siðan 1972 JJ Leitið tilboða! ■■ Traust« MORGUNBLAÐID, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RTTSTJ§MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Ammassat kom með fullfermi af loðnu til Þorlákshafnar í gær og hér má sjá skipið á „nösunum“ á miðunum á Mýrargrunni á þriðjudag. Landssíminn, Opin kerfí og FBA Keyptu 20% í alþjóðlegu fjarskipta- fyrirtæki LANDSSÍMINN, FBA og Opin kerfi hf. hafa keypt um 20% hlut í nýju alþjóðlegu fjarskiptafyrirtæki, @IPbell, en meðal annarra hluthafa er breska fjárfestingarfyrirtækið Skye Capital. Markmið fyrirtækisins er að nýta nýja tækni til að bjóða mun hagstæð- ara verð á alþjóðlegri fjarskiptaþjón- ustu en þekkst hefur til þessa, en starfsemi fyrirtækisins byggist á nýrri tækni, sem nýtir netstaðalinn IP til fjarskipta. Meðal samstarfsaðila @IPbell við þróun þessarar nýju tækni eru stór- fyrirtækin Cisco, Hewlett Packard og Oracle. ■ Býður lægra verð/Cl Davíð Oddsson forsætisráðherra í ávarpi á viðskiptaþingi í gær Aukið skattfrelsi lífeyris- sparnaðar í undirbúningi Land- " bur ður af loðnu LOÐNAN er farin að mokveiðast og koma skipin nú drekkhlaðin dl hafna á Austur- og Suðurlandi hvert á fætur öðru. Stutt er á miðin og skipin yfirleitt fljót að fylla sig. Nétaskipaflotinn hefur siðustu daga mokað loðnunni upp af Mýr- argrunni en hún færist nú hratt vestur með ströndinni. Svanur RE og Ammassat iönduðu fullfermi af ■Kltðnu hjá Faxainjöli hf. í Þorláks- höfn í gær. Er þetta fyrsta loðnan sem landað hefur verið þar á ver- tíðinni. ■ Loðnustemmning/22 RÍKISSTJÓRNIN er með í undir- búningi að auka enn skattfrelsi líf- eyrisspamaðar til að ýta undir al- mennan spamað í landinu og er það auk nýlegrar vaxtahækkunar Seðla- bankans og víkkunar á vikmörkum gengisins hluti samræmdra aðgerða til að slá á verðbólguvæntingar, að því er fram kom í ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á við- skiptaþingi í gær. Þá sagðist forsætisráðherra margoft hafa sagt að ekki væri hægt að útiloka aðild íslands að Evrópu- sambandinu um ókomna tíð. Um þessar mundir væri þó ekkert sem þrýsti á aðild Islands, enda hneigðist sambandið nú í þveröfuga átt við okkar hagsmuni. Davíð sagði ennfremur að sú skoð- un að tengja beri krónuna evmnni hefði ekkert með skynsemi að gera og ef evran væri gjaldmiðill hér væri verðbólga miklum mun meiri en hún er nú. Forsætisráðherra sagði einnig að ríkið hefði ekki gengið á undan með góðu fordæmi í kjaramálum. Mikilvægi EES hefur minnkað fyrir ESB Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunarráðs, benti á að mikilvægi EES-samningsins fyrir Evrópusam- bandið hefði minnkað á undanförn- um árum og gæti átt eftir að minnka enn með stækkun sambandsins. I máli Sigurðar Gísla Pálmasonar, stjómarformanns Hofs ehf., kom fram að íslendingar yrðu að byggja framtíð sina á öðru og meira en ál- veri og virkjunum, sem gagnast hefðu þjóðinni vel á sínum tíma. Hann fjallaði um hinn frjálsa pen- ingamarkað, sem hann sagði að hefði ekki enn slitið barnsskónum. Hann sagði að markaðurinn myndi á end- anum fara niður en sagðist ekki vita hvenær það gerðist. ■ Byggja þarf/C4 ■ Ríkið ekki sýnt/34 Keikó sleppt 4. júlí? STEFNT er að því að háhyming- urinn Keikó fái frelsi síðar á þessu ári. Meðal hugmynda sem nefnd- ar hafa verið eru að gefa honum frelsi 4. júlí í sumar, þ.e. á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna. Keikó fær aukið athafnarými í næstu viku er honum verður sleppt úr sjókvínni í Klettsvíkina alla. Með því tífaldast það svæði sem hann hefur yfir að ráða, en hann hefur fram til þessa synt um sjókví sem er á stærð við knatt- spyrnuvöll. Þjálfun Keikós mun halda áfram af fullum krafti í hinu nýja umhverfi og er ráðstöfunin um að hleypa honum úr sjókvínni gerð í þeim tilgangi að laga hann betur að náttúrulegu umhverfi. Hann hefur verið í stanslausri þjálfun frá því hann var fluttur til Islands í septemberbyrjun 1998 og er við góða heilsu. ISLAN DSBAN Kl íslandsbanki hefur fleiri virkar aögerðir fyrir WAP-síma en nokkur annar banki. Yfírlýsing heilbrigðisráðuneytis um gagnagrunninn A Oheimilt að greiða fyrir þátttöku HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem vakin er athygli á því að Is- lenskri erfðagreiningu, eða öðrum sambærilegum fyrirtækjum, sé að áliti ráðuneytisins ekki heimilt að greiða einstaklingum fyrir þátttöku í gagnagrunni á heilbrigðissviði. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti einnig íslenskri erfðagreiningu í gær að kæmi til samninga um slíkar greiðslur gæti það varðað sviptingu rekstrarleyfis. Fram hefur komið að nokkrir ein- staklingar eru um þessar mundir að senda bréf inn á íslensk heimili þar sem fólk er hvatt til að segja sig úr gagnagrunninum og er jafnframt boðið að veita lögmönnum umboð til að semja um greiðslur fyrir að sam- þykkja að vera í gagnagrunninum. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að sú ákvörðun hafi verið tekin við setningu gagnagrunnslaganna að veita einstaklingum rétt til þess að segja sig úr gagnagrunninum, þótt það sé ekki skylt skv. alþjóðaskuld- bindingum þar sem ekki sé um per- sónuupplýsingar að ræða. „Tilgangurinn með þessu ákvæði var sá að þeir, sem óttast að per- sónuvernd verði ekki næg í gagna- grunninum eða telja af einhverjum ástæðum rangt að nýta upplýsing- arnar með þessum hætti, geti sagt sig úr grunninum. Það er alveg ljóst að það var ekki tilgangurinn með þessu ákvæði að fólk gæti sagt sig úr gagnagrunninum í þeim tilgangi að semja síðan um greiðslur fyrir að fara aftur inn í hann,“ segir Guðrfður. „Við teljum einnig að með hliðsjón af meginreglum alþjóðareglna um vísindasiðfræði eigi þessi ákvörðun að vera frjáls og það megi ekki hafa á hana ótilhlýðileg áhrif með greiðslu. Ef einhver telur t.d. rangt að nýta upplýsingarnar með þessum hætti á ekki að bjóða honum greiðslu fyrir að fara inn,“ sagði hún. Guðríður benti á að samkvæmt al- þjóðareglum ætti samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsókn að vera frjálst og upplýst. Ekki væri heimilt að greiða fyrir slíka þátttöku. „Við teljum því að með hliðsjón af þessu og með vísan til þess að það er sérstaklega tekið fram í reglugerð og rekstrarleyfi að rekstrarleyfishafa beri að fara að alþjóðareglum um vís- indasiðfræði þá sé honum þetta ekki heimilt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.