Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Formannskjör iiman Samfylkingarinnar
Framboðsfrestur
rennur út 15. mars
FRESTUR til þess að tilkynna
framboð til embættis formanns
Samfylkingarinnar rennur út 15.
mars nk. að sögn Margrétar Frí-
mannsdóttur, talsmanns Samfylk-
ingarinnar, en fresturinn var
ákveðinn á fundi samráðsnefndar
Samfylkingarinnar í vikunni. Auk
þess var ákveðið á fundinum að
stofnfundur Samfylkingarinnar
skyldi haldinn fyrstu helgina í maí
nk. og að formannskjörið færi aðal-
lega fram með póstkosningu. Allir
þeir sem eiga aðild að Samfylking-
unni eiga þannig rétt á að kjósa for-
mann Samfylkingarinnar með póst-
kosningu. „Kjörið mun að
meginstofni fara fram með bréf-
kosningu en skipuð er sérstök kjör-
stjórn sem verður gefin heimild til
að ákveða að hafa kjördeildarkosn-
ingu þyki það ráðlegt í helstu þétt-
býliskjördæmunum," segir Magnús
Norðdal, formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðuflokksins. Þá segir
hann að ákveðið hafi verið að kosn-
ing um formann fari aftur fram á
stofnfundinum hljóti enginn meiri-
hluta í kosningunum fyrir fundinn.
„Við ákváðum að það væri nauðsyn-
legt í fyrsta sinn sem flokkurinn
fengi formann að hann myndi njóta
ótvíræðs meirihluta fylgis félags-
manna. Þannig að ef enginn nær
50% atkvæða eða meira í formanns-
kjöri verður kosið milli hinna
tveggja efstu á stofnfundinum."
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Jóhönnu Sigurðardóttur,
Össur Skarphéðinsson og Guðmund
Árna Stefánsson og spurði hvort
þau hygðust gefa kost á sér í emb-
ætti formanns Samfylkingarinnar
en þau kváðust ekki enn vera búin
að gera upp hug sinn.
Ul«»RBWKINS
- rniuitur kfínti
■ ■ ■< * \ - ’í jh* i*?r iP
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðgert er að byggja 8 hæðir ofan á Búnaðarbankahúsið og stækka þannig Hótel Esju um 110 herbergi.
Hótel Esja stækkað um 8 hæðir
FYRIRHUGAÐ er að stækka Hót-
el Esju um átta hæðir og auka
með því framboð herbergja um
110, en áætlaður heildarkostnað-
ur vegna framkvæmdanna er um
900 milljónir króna. Þetta kom
fram í samtali Morgunblaðsins við
Kára Kárason, framkvæmdastjóra
Flugleiðahótela, í gær.
Kári sagði, að enn væri ekki
ljóst hvort ráðist yrði í fram-
kvæmdirnar, þar sem enn ætti
eftir að athuga ýmsa þætti, t.d.
ætti eftir að reikna út arðsemis-
mat og annað slíkt. Hann sagði að
þetta væri samt kostur sem menn
væru að hugsa um í fullri alvöru
og ef ráðist yrði í framkvæmdirn-
ar yrði það væntanlega gert í
haust og þeim lokið vorið 2002.
Kári sagði að ekki yrði byggt
ofan á núverandi hótel, heldur
væri ætlunin að byggja ofan á
húsnæðið, sem stendur við hlið
þess, en þar er Búnaðarbankinn
til húsa. Ætlunin væri að hafa
nýbygginguna í nákvæmlega
sama stíl og núverandi hótel.
Hann sagði að báðar fast-
eignirnar væru í eigu Þyrpingar
og ef ráðist yrði í framkvæmdir
myndi Þyrping byggja og Flug-
leiðahótel síðan leigja húsnæðið.
Að sögn Kára er Hótel Esja
hagkvæm rekstrareining, en yrði
enn hagkvæmari, ef af fram-
kvæmdunum yrði. Hann sagði að
mjög mikilvægt væri fyrir Flug-
leiðahótel að vera í fararbroddi í
uppbyggingu ferðamannaiðnaðar-
ins á Islandi og þess vegna væri
verið að skoða þennan möguleika.
Dollarar voru inn-
heimtir sem krónur
HLUTI af viðskiptavinum Icemart-
verslunarinnar á Keflavíkurflugvelli
fékk á dögunum sent innheimtubréf,
vegna þess að þeir voru ekki skuld-
færðir á sínum tíma íyrir allri þeirri
fjárhæð sem þeir höfðu verslað íyrir.
Ástæðan er sú að af tæknilegum
ástæðum umreiknaði afgreiðslukassi
í versluninni ekki dollara yfir í krón-
ur þegar greitt var með debetkorti,
sem varð þess valdandi að upphæð
eins og 100 dollarar fór til Reikni-
stofu bankanna sem 100 krónur í
stað þess að upphæðin væri í kring-
um 7.000 krónur.
Þetta átti sér stað á tímabilinu
nóvember 1998 til september 1999.
Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri
Icemart, segir að mistökin hafi kom-
ið í ljós þegar viðskiptavinur benti á
að hann hefði tvisvar sinnum verið
rukkaður um of lága upphæð.
Að sögn Loga áttu mistökin sér
einungis stað þegar notuð voru
Maestro-debetkort og gerðist þetta
bara í einum afgreiðslukassa af tíu í
versluninni. Yfirleitt var um lágar
fjárhæðir að ræða á hvern viðskipta-
vin og þess vegna áttuðu menn sig
ekki á mistökunum í tæpt ár.
Upphæðin, sem þannig var ekki
færð til innheimtu, nemur fast að
tveimur milljónum króna á þessu 11
mánaða tímabili. Logi segir að nú
þegar sé búið að innheimta megnið
af þeirri upphæð. Hann segir við-
skiptavini hafa brugðist vel við
þessu, enda fjárhæðir yfirleitt smáar
og ekki nema eðlilegt að leiðrétta
þessi mistök.
BÍIA UPPHÆKKANIR!
Upphækkanir fyrir
flestar gerðir bifreiða
Útsölustaðir:
Bílanaust og bifreiðaumboðin.
Malmsteypan kaplahrauni 5
TTT’T T X V\4 220 HAFNARFJÖRÐUR
IlLLLil 111. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587
Sigurður Kári Kristjánsson, formaður SUS, á fundinum í gær ásamt
Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur og Einari Erni Olafssyni.
Tillögur ungra sjálfstæðismanna
Islenska ríkið
verði skuld-
laust árið 2003
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna
(SUS) kynnti í gær tillögur sínar um
að greiða upp allar skuldir íslenska
ríkisins á næstu þremur árum með
það m.a. að markmiði að losa kom-
andi kynslóðir undan vaxtabyi-ði nú-
verandi skuldahala. Þá er markmiðið
með tillögunum að draga úr núver-
andi þenslu í hagkerfinu, stuðla að
lækkandi vaxtastigi og auka sam-
keppnishæfni atvinnugreina þjóðar-
innar að því er fram kom í máli Sig-
urðar Kára Kristjánssonar, for-
manns SUS, er hann skýrði frá
tillögunum á blaðamannafundi í Iðnó
ígær.
I stuttu máli ganga tillögur ungra
sjálfstæðismanna út á aðhald í ríkis-
fjármálum annars vegar og sölu á
eignum ríkisins sem eru í samkeppni
við einkaaðila hins vegar. Með því
telja þeir að hægt verði að ná 174
milljörðum króna í lok kjörtímabils-
ins sem nota megi til þess að greiða
niður skuldir íslenska ríkisins. Þær
skuldir segja þeir vera 173 milljarða
um þessar mundir og því verði ís-
lenska ríkið skuldlaust árið 2003
verði farið að hugmyndum þeirra.
„Við teljum að hér sé einstakt
tækifæri til að greiða niður allar
skuldir íslenska ríkisins með mjög
einföldum aðgerðum sem kosta ekki
stjórnvöld miklar fórnir til dæmis í
velferðarmálum eða á öðrum svið-
um,“ sagði Sigurður Kári m.a. er
hann greindi frá tillögunum, sem
hann sagði unnar í samráði við ýmsa
sérfræðinga m.a. innan Seðlabanka
Islands.
Þegar ungir sjálfstæðismenn tala
um aðhald í ríkisfjármálum í tillögum
sínum eiga þeir m.a. við frestun
framkvæmda hjá hinu opinbera. Auk
þess eiga þeir m.a. við að atvinnu-
vegirnir fái að leiða launaþróunina í
landinu og að stöðva beri aukningu
útgjalda til velferðarmála. „Eftir því
sem fólk hefur það betra því minni
hlýtur þörfin fyrir aðstoð frá hinu op-
inbera að vera,“ útskýrði Sigurður.
Hann greindi frá því að verði farið
að þessum tillögum ungra sjálfstæð-
ismanna gæti afgangur á ríkissjóði
numið 80 milljörðum króna það sem
eftir lifði kjörtímabilsins.
Einkavæðing Símans
og bankanna
Eins og fyrr greindi ganga hug-
myndir ungra sjálfstæðismanna
einnig út á sölu þeirra ríkiseigna sem
eru í samkeppni við einkaaðila og
eiga þeir þar við sölu á hlut ríkisins í
viðskiptabönkunum, þ.e. Búnaðar-
banka Islands og Landsbanka Is-
lands, sem og sölu ríkisins á Lands-
síma íslands. Telja þeir brýnt að
bankarnir og Síminn verði einka-
væddir á yfirstandandi kjörtímabili
og segja að samkvæmt markaðnum
liggi fyrir að söluhagnaður vegna
bankanna geti numið 40 milljörðum
króna og söluhagnaður vegna Sím-
ans geti numið um 70 milljörðum
króna. Samanlagt yrði söluhagnað-
urinn vegna þessa um 110 milljarðar
króna en að frádreginni bókfærðri
eign yrði hagnaðurinn alls 174 millj-
arðar króna.
Með þessu telja ungir sjálfstæðis-
menn að íslenska ríkið geti orðið
skuldlaust undir lok kjörtímabilsins
eins og fyrr sagði en jafnframt telja
þeir að með þessu verði styrkum
stoðum skotið undir áframhaldandi
hagsæld á íslandi.
Sigurður Kári greindi frá því að
tillögumar hefðu verið kynntar þing-
mönnum og ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins og sagði hann að þar hefðu
þær hlotið góðar undirtektir.
Fiskeldi í Tálknafírði
Viðræður um kaup
Tálkna á
VIÐRÆÐUR standa yfir um kaup
útgerðarfélagsins Tálkna ehf. á
fiskeldisstöðinni Eyraeldi ehf. í
Tálknafirði af Eyrasparisjóði á
Patreksfirði.
Eyrasparisjóður yfirtók eignir
þrotabús Þórslax hf. á árinu 1995.
Sparisjóðurinn hefur síðan rekið
stöðina en auglýst hana reglulega
til sölu. Hilmar Jónsson spari-
sjóðsstjóri segir að á þessum tíma
hafi verið unnið að breytingum á
rekstrinum, bleikjueldi tekið upp í
stað laxeldis, og fyrirtækið sé nú
Eyraeldi
orðið vel rekstrarhæft. Jafnframt
hafa í stöðinni verið gerðar tilraun-
ir með eldi á sandhverfu.
Útgerðarfélagið Tálkni ehf. ger-
ir út Bjarma BA og er Níels Ár-
sælsson skipstjóri eigandi þess á
móti Básafelli. Fyrirtækið mun
kaupa eignir Eyraeldis, físk,
mannvirki og tæki og reksturinn.
Hilmar Jónsson kveðst eiga von á
að hægt verði að ganga frá sölu
eignanna á næstu dögum þannig
að Tálkni taki við rekstrinum um
næstu mánaðamót.