Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters George W. Bush (lengst t.h.), John McCain og þriðji frambjóðandinn í röðum repiiblikana, blökkumaðurinn Al- an Keys, í þætti Larry Kings (lengst t.v.), hjá CNN í gær. Vaxandi hiti í forkosningum repúblikana Bush sagður vera í peningavandræðum Columbiu í S-Karólínu, Washington. AP, AFP. MIKIL harka er hlaupin í baráttu helstu frambjóðenda repúblikana, George W. Bush og Johns McCains, í forkosninguni vegna forsetakjörsins í nóvember. I sjónvarpsþætti Larrys Kings hjá CNN í gær sökuðu þeir hvor annan um að beita óþverra- brögðum en mikilvægar kosningar verða í Suður-Karólínu á laugardag. Forkosningar voru auk þess í Michigan í gær. Blaðið The New York Times segir að Bush sé þegar búinn að eyða hátt í 50 milljónum dollara í baráttu sína og geti farið svo að hann verði frambjóð- andi flokksins en peningaskortur verði honum síðan fjötur um fót í bar- áttunni við forsetaefni demókrata sem líklegt er að verði A1 Gore vara- forseti. Bush og McCain reyna báðir ákaft að höfða til uppgjafahermanna sem eru hlutfallslega margir í Suður- Karólínu og þykir McCain standa vel að vígi þar sem hann er stríðshetja er sætti pyntingum kommúnista í Ví- etnamstríðinu. McCain sagðist í gær óttast að baráttan væri að breytast í ómerkilegt rifrildi og kvartaði einnig undan því að prófessor nokkur hefði sent fólki tölvupóst þar sem McCain væri sagður hafa eignast böm í lausa- leik. Stuðningsmenn Bush harðneita því að eiga nokkurn þátt í framtaki prófessorsins. Bush hefur á hinn bóg- inn vísað á bug tillögu keppinautarins um að þeir hætti báðir að nota ár- ásarkenndar auglýsingar og sagt að um hræsni sé að ræða hjá McCain. Hinn síðamefndi hvatti í gær til þess að stjómum landa eins og Irak, Líbýu og Norður-Kóreu, sem væm að reyna að koma sér upp gereyðing- arvopnum og flaugum til að nota slík vopn, yrði steypt. Ef hann yrði forseti myndi hann „vopna, þjálfa og útbúa“ menn sem tækju að sér þetta verk og kæmu síðan á lýðræði í löndunum. „Enski sjúklingurinn“ Bush þykir hafa sama galla og fað- ir hans, George Bush, fyrrverandi forseti, og vera gjam á að mismæla sig, brjóta málfræðireglur eða tjá sig skringilega. Mun einn af starfsmönn- um hans hafa kallað hann „Enska sjúklinginn" af þessum sökum. Ný- lega rifjaði Bush á fundi upp störf sín í olíuiðnaði í Texas á yngri ámm og hvemig sú reynsla hefði mótað skoð- anir hans. „Eg hef skilning á því hvemig vexti smáfyrirtækja er hátt- að. Ég var það sjálfur." The New York Times segir að stjómendur kosningabaráttu Bush reyni nú með öllum ráðum að finna leiðir til að auka fjárstreymið í sjóði frambjóðandans. Hann hafi varið 37 milljónum dollara, um 2,8 milljörðum króna, í fyrstu forkosningamar í Iowa, einkum hafi féð farið í auglýs- ingar og rannsóknir á samsetningu kjósendahópsins. Að auki var 15 milljónum dollara eytt í janúar og byrjun febrúar en er McCain sigraði með yfirburðum í New Hampshire dró úr fjárstuðningi við Bush. Margir séu orðnir efins um hæfni hans og skilji ekki hvernig hægt sé að nota svo mikið af peningum án þess að sigra. Fjölmargir hafa notað tækifærið og sent McCain peninga um Netið, alls fjórar milljónir dollara en Bush hefur aðeins fengið hálfa milljón um Netið. McCain hefur þannig eflst mjög þrátt fyrir að hann hafi ekki haft jafn margt fólk og Bush til að starfa íyrir sig, einkum hefur hagur hans vænkast eftir sigurinn í New Hampshire fyrir tveim vikum. Það er sagt há Bush að margir ein- staklingar hafi fyrir löngu fullnýtt sér lagalegan rétt til styrkja hann með 1.000 dollurum, um 73 þúsund krónum, sem er hámarkið fyrir þá. Bush ákvað á sínum tíma að þiggja ekki kosningastyrk frá ríkinu og er því ekki háður takmörkunum sem því fylgja, McCain má hins vegar ekki nota meira en þrjár milljónir dollara í Suður-Karólínu. Samkvæmt könnun- um standa keppinautamir tveir nú jafnt að vígi í Suður-Karóh'nu. Havel um lærdóma af Kosovo Evrópa má ekki vera háð Banda- ríkjunum Strassborg. AFP. VACLAV Havel, forseti Tékklands, sagði í ávarpi sínu á Evrópuþinginu í gær að sá lærdómur sem draga mætti af stríðinu í Kosovo og Bosníu væri að Evrópa gæti ekki að eilífu verið háð Bandaríkjunum. Havel sagði Bandaríkin leiðandi afl í NATO og að án krafta þeirra fylgdist alþjóðasamfélagið eflaust enn með stríðinu í Kosovo án þess að bregðast við. Evrópa yrði að verða fær um að bregðast sjálf við slíkum atburðum. I dag teldist EvrópuSam- bandið ekki virkur þátttakandi í skip- an heimsins, ef það reyndist óhæft um að koma sér saman um mannrétt- indi, ekki bara á yfirráðasvæði sínu heldur einnig víðar, sagði Havel, sem hlaut lof þingmannanna fyrir ræðu „Það hefði mátt bjarga tugþúsund- um mannslífa og óhemjumiklum efnahagslegum gæðum í Kosovo, Serbíu, Bosníu og Herse- góvínu...hefði alþjóðasamfélagið reynst fært um að bregðast fyrr rétt við.“ Tékkland hefur verið eitt ESB ríkjanna undanfarin tvö ár og varaði Havel sambandsins við að fjölga löndum sambandsins upp í allt að 28 næsta áratuginn. ESB yrði að staldra við og taka þátt í að endurreisa sið- menningu margra þessara landa áð- ur en til þátttöku gæti komið. Þá lof- aði Havel einingu ESB í viðbrögðum sínum gegn nýrri ríkisstjórn Austur- ríkis og sagði nauðsynlegt að verja þau undirstöðuatriði sem Evrópu- sambandið byggði á. Forseti Þýskalands hélt ræðu í Knesset / Bað Israela að fyr- ir gefa Þj ó ð verj um Jerúsalem. AP, AFP. FORSETI Þýskalands, Johannes Rau, sté í gær í pontu í ísraelska þinginu, Knessct, og bað Israela að fyrirgefa Þjóðverjum grimmd- arverk nasista gegn gyðingum á árum seinni heimsstyrjaldar. Ræða forsetans er sú fyrsta sem þýskur þjóðhöfðingi heldur í ísra- elska þinginu en Rau er þriðji þýski forsetinn sem heimsækir Israel. „Ég bið um fyrirgefningu fyrir það sem Þjóðveijar hafa gert, fyr- ir sjálfan mig og kynslóð mína, vegna barna okkar og barnabarna sem ég vil sjá við hlið barna ísra- els í framti'ðinni," sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði einnig að vegna glæpa nasista yrðu ætfð sérstök tengsl milli þjóðanna og að Þjóðverjum bæri skylda til að miðla þekkingu um helförina til komandi kynslóða. Athygli vakti að Rau flutti ræðu sína á þýsku, þrátt fyrir mótmæli nokkurra þingmanna sem neituðu að hlýða á „tungumál nasistanna". Pinochet sagður ófær um að koma fvrir rétt Madrid. AP, AFP, Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrum einræðisherra Chile, er ófær um að koma fyrir rétt vegna heila- skaða sem hefur áhrif á minni hans og skilning að því er spænsku dagblöðin ABC og E1 Mundo greindu frá í gær. Sögðu þau upplýsingamar byggðar á skýrslu breskra lækna, er samin var fyrir ríkisstjórn Bretlands. Læknaskýrslu Pinochet hefur nú dreift til ríkis- stjóma Spánar, Belgíu, Frakklands og Sviss sem hafa sjö daga til að ákveða viðbrögð sín. Spænsku blöðin sögðust hafa náð í eintak af læknaskýrslu Pinochet, en gáfu ekki upp hvemig. Þau vitnuðu hins vegar í bresku læknana sem rannsökuðu Pinochet í síðasta mánuði og sögðu þeir heilaskemmdir hans fara vaxandi. Pinochet væri líkamlega fær um að vera viðstaddur réttar- höld en ekki andlega þar sem hann ætti erfitt með að skilja og eins svara spumingum, m.a. vegna minnisleysis. Blöðin birtu það sem þau sögðu þýðingu á út- drætti skýrslunnar sem breskur dómstóll úr- skurðaði á þriðjudag að Jack Straw, innanríkis- Utdráttur úr lækna- skýrslunni birtur í spænskum fjölmiðlum ráðherra Bretlands, yrði að veitaSpánverjum og öðmm þeim þjóðum sem farið hefðu fram á fram- sal Pinochet aðgang að. Straw hafði áður neitað að upplýsa innihald skýrslunnar sem hann kvað vera trúnaðarmál, en hann hafði sagt hana kveða Pinochet ófæran um að svara til saka í réttarhöldum og því hefði hann hug á að veita einræðisherranum fyrrverandi írelsi. Lögfræðingar Pinochets bmgðust illa við frétt spænsku dagblaðanna og leka læknaskýrslunnar, en jafnaðarmenn sem em í stjórnarandstöðu á Spáni, hafa hvatt Abel Matutes, utanríkisráðherra Spánar, til að útskýra hvemig á því standi að fjölmiðlar komust yfir skýrsluna. Haft hefur verið eftir einum talsmanna Baltasar Garzon, spænska dómarans sem fór fram á fram- sal Pinochet haustið 1998, að lekinn kæmi að öllum líkindum frá ríkisstjórnum Chile og Spánar. Inni- hald skýrslunnar styddi þá skoðun ríkisstjórnanna að leysa ætti Pinochet úr haldi og var haft eftir chileska dagblaðinu La Tercera að ríkistjóm Chile hefði afhent dagblaðinu úrdrátt úr skýrslunni. Krafist nýrrar læknisrannsóknar Búist er við að læknaskýrslan verði skoðuð vandlega af lögfræðingum Garzons til að kanna hvort gmndvöllur sé í spænskum lögum fyrir að Pinochet verði færður fyrir rétt. Þá kann Garzon einnig að krefjast nýrrar læknisskoðunar, dæmi hann núverandi skýrslu ófullnægjandi. Fjölskyld- ur franskra fórnarlamba stjórnar Pinochet hafa þegar farið þess á leit við Elisabeth Guigou, dóms- málaráðherra Frakka, að hún krefjist nýrrar læknisskoðunar á einræðisherranum fyrrverandi. Pinochet hefur verið í stofufangelsi í Bretlandi síðan haustið 1998, en hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða og hvarfi þúsunda stjórnarand- stæðinga í Chile í stjómartíð sinni 1973-1989. AP Johannes Rau, forseti Þýska- lands, í pontu á israelska þing- inu, Knesset. Forseti þingsins, Abraham Burg, sagði hins vegar að ekki skipti máli á hvaða tungumáli ræðan væri haldin, heldur hver það væri sem flytti hana. „Rau hefur lengi verið þekktur fyrir að vera einn af bestu vinum fsraels,“ sagði Burg. Rau viðurkenndi i' ræðu sinni að kynþáttafordóma væri enn að finna í þýsku samfélagi. „Að loka augunum fyrir því væri hættulegt og rangt,“ sagði forsetinn en bætti við að gyðingum færi nú fjölgandi í Þýskalandi á ný og væru orðnir órjúfanlegur hluti af samfélaginu. Hann tók einnig sérstaklega fram að Evrópubúar væru stað- ráðnir f að viðhalda í álfunni sam- félagi byggðu á frelsi, lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarhugmyndum réttarrík- isins. „Evrópa mun ekki líða einu ríkja sinna að draga þetta í efa,“ sagði Rau og vísaði þar greinilega til Austurríkis þar sem ríkisstjórn meðjþátttöku Frelsisflokksins (FPO) var nýlega mynduð. Jörg Haider, formaður Frelsisflokksins, hefur meðal annars látið í ljós að- dáun á atvinnustefnu Adolfs Hitl- ers. 80 af 120 þingmönnum voru við- staddir ávarp þýska forsetans og klöppuðu þeir að þvf loknu. Fyrr um daginn hafði Rau heimsótt Yad Vashem-safnið í Jerúsalem, sem reist var til minningar um fórnar- lömb helfararinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.