Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Úr dansstuttmyndinni Örsögur úr Reykjavík, sem sýnd verður á listahátfðinni Hivernales í Avignon í Frakklandi í vikunni. Orsögurnar sýndar í Avignon DANSSTUTTMYNDIN Örsögur úr Reykjavík, verður sýnd á listahátíðinni Hivernales í Avignon í Frakklandi í vikunni. Myndin var frumsýnd í Háskóla- bíói á opnunardegi Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000, 29. janúar sl. Danshöfundum myndarinnar, þeim Margréti Söru Guðjóns- dóttur, Rögnu Söru Jónsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur hefur jafnframt verið boðið á hátíðina í Avignon til að kynna myndina. Hivemales er með stærstu og kunnustu danshátíðum í Frakk- Iandi. Þar eru samankomnir helstu danshöfundar Frakk- lands af ungu kynslóðinni. Is- Ienski dansflokkurinn mun jafn- framt sýna verk Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn er allt- af einn, á hátíðinni. Tvær sýn- ingar verða á myndinni og verkinu, þann 22. febrúar. Örsögur úr Reylqavík er þrískipt dansstuttmynd, sem gerist á þremur ólíkum stöðum í Reykjavík.Danshöfundarnir þrír draga upp ólíkar myndir af Reykjavíkurborg í verkum sín- um sem jafnframt fjalla um má- lefni sem þeim era hugleikin. Samsuða ólfkra listgreina Övæntir bólfélagar FYRSTA uppákoma Óvæntra ból- félaga verður á Hótel Borg annað kvöld. Þar mun gjömingaklúbbur- inn Icelandic Love Corporation ásamt Megasi ílytja nýjan tónlist- ar- og myndlistargjöming sem þau hafa samið, margmiðlunarverk. Óvænt og ögrandi Óvæntir bólfélagar er heiti á samvinnuverkefni Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og Tilraunaeldhússins. Um er að ræða röð listviðburða sem verða á dagskrá mánaðarlega árið 2000. Listamenn úr ýmsum listgrein- um sem ekki hafa unnið saman áð- ur og eru jafnvel af ólíkum kyn- slóðum, verða fengnir til að semja og frumflytja verk á einu af skemmtihúsum miðborgarinnar. Skúli Helgason, framkvæmdastjóri innlendra verkefna Menningar- borgarinnar, segir að hver upp- ókoma verði einstök og megi búast við ögrandi og fjölbreyttri sam- suðu tónlistar, stuttmynda, gjörn- inga, margmiðlunarverka, leik- verka, skúlptúra, teiknimynda, ljóða og smásagna svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er viðleitni til að móta eitthvað óvænt í menningarlífinu. Stefna saman listamönnum sem aldrei hafa unnið saman áður, bijóta niður múra milli listgreina. Við erum mjög ánægð með þau góðu viðbrögð sem listamenn hafa sýnt þessari hugmynd." Verkefnið dreifist á heilt ár, ein uppákoma á mánuði, og er stefnt að því að verkefnið verði mjög áberandi hluti af menningarlífi borgarinnar allt árið. Hunsa öll takmörk Jóhann Jó- hannsson hjá Tilraunaeldhús- inu, sem hefur umsjón með framkvæmdinni, tók í sama streng og sagði að Tilraunaeld- húsið hefði haft frumkvæði að því að „para“ saman lista- mennina. „Við höfum komið með hugmyndir um hverjir ættu að vinna saman og undantekn- ingarlaust hefur það gengið vel upp. Hugmyndin er sú að vinna með landamæri listgreina og sjá hvernig hægt er að ögra þeim og sjá hvað er handan þeirra. Brjóta niður múra á milli há- og lágmenn- ingarinnar, skapa samræðu á milli listgreinanna. Yfirlýst stefna Til- raunaeldhússins er að sjóða nýja seyða úr margvíslegum liststefnum og straumum og hunsa öll takmörk hvað varðar kynslóðabil, ólíka stíla og aðferð- ir,“ segir Jóhann. Um fyrstu uppákomuna annað kvöld segir Jóhann að Gjöminga- klúbburinn hafi verið starfandi í nokkur ár við góðan orðstír. Klúbbinn skipa fjórar ungar myndlistarkonur, þær Dóra Is- leifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir. „Við ætlum að flytja gjörn- ing í máli og myndum, tali og tón- list,“ segir Sigrún Hrólfsdóttir. Framandi matseðlar Hluti þessa kræsilega verkefnis er fólginn í þátttöku Klúbbs mat- reiðslumeistara sem tilnefnir meistarakokk fyrir hverja upp- ákomu. „Hans verkefni verður að búa til framandi matseðil, eitthvað sem fólk hefur ekki upplifað mat- arkyns áður hér í borginni," segir Skúli Helgason. „Uppákomurnar munu flakka á milli staða, en samt einskorða sig við miðborgina, Þjóðleikhúskjallarann, Iðnó, Klaustrið, Kaffileikhúsið, svo ein- hverjir staðir séu nefndir. Að sögn Jóhanns og Skúla hefur mikill fjöldi landskunnra lista- manna þegar staðfest þátttöku í Óvæntum bólfélögum. Meðal þeirra eru: Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndagerðarmaður, Dr. Love (Páll Oskar Hjálmtýsson), gjörningahópurinn „The Icelandic Love Corporation“, Jón Þór Birg- isson, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur, Didda Ijóð- skáld, Börkur Jónsson, Megas, Þórarinn Eldjárn rithöfundur, sem ætlar að semja leikrit fyrir popp- hljómsveit, Sjón, skáld og mynd- listarmaður, Andri Snær Magna- son rithöfundur, Sverrir Guðjónsson kontratenórsöngvari og Múm. Auk auglýstra uppákoma má búast við að Óvæntir bólfélag- ar stingi inn nefinu hér og hvar um miðborgina með ýmis hress- andi augnablikssprell. Stórsýning á nýjum Nissan og Subaru /um helgina á ísafirði Opið frá kl. 10-17. Verið velkomin. Bílasalan ísafjarðarflugvelli Útsalan heldur áfram nú á ísafirði ími 456 4712 - ísafirði Ingvar Helgason hf. PRIMERA Málverkasýning í Galleríi Kaffi RÓBERT Kristjánsson opnar myndlistarsýningu i Gallern Kaffi, Hafnarstræti 15, sunnudaginn 20. febrúar. Róbert er fæddur á íslandi en ólst upp í Bandaríkjunum og hefur ferðast mikið um heiminn og unnið, sýnt og selt verk sín á ferðalögum sínum, en þetta er hans fyrsta sýn- ing hérlendis. Á sýningunni sýnir Róbert olíu/akrfl myndir sem eru unnar á árunum 1998-1999. Gallerí Kaffi er opið alla daga frá kl. 18-23:30. Sýningunni, sem er sölusýning, lýkur mánudaginn 6. mars. • MAMMA og Ég elska þig er eftir Lauren White í þýðingu . Bækumar eru með litlum teikningum og ljóð- rænum hugleiðingum um þessi efni. Tilgangur höfundarins er „að bæta töfrum við hversdagsleikann". Lauren White er fædd í smábæn- um Cranfield á Englandi, en stund- aði nám í Hull og London áður en hún sneri aftur til Cranfield til að starfa fyrir náttúruvemdarsamtök staðarins. Myndskreytingar Lauren fyrir Hotchpotch-kortin em seld um allan heim og í þessari bók heldur hún sínu striki og „dásamar einföldu hlutina í lífinu", segir í fréttatilkynn- ingu. Utgefandi er Mál og menning. Bækurnar eru 50 bls. Verð: 990 kr. Myndlistar- nemar sýna í Hinu húsinu „ARTEMISIA" opnar samsýningu í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfs- torg nk. laugardag kl.16. „Artemisia" er hópur fjögurra ungra listakvenna sem allar stunda nám við myndlistarbraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, þær em: Anna Jóna Heimisdóttir, Eva Engilráð Thoroddsen, Margrét Rós Harðardóttir og Þómnn Maggý Kristjánsdóttir. Sýningin stendur til 5. mars og er opin virka daga frá kl.9.00.-17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.