Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 62

Morgunblaðið - 17.02.2000, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Smashing Pumpkins enn viðloðandi vímuefni D’Arcy ætti brátt að verða fróð- ari um skaðsemi eiturlyfja. ÞAÐ mætti halda að það væri eitt- hvað meira en lítið að hjá féiags- skapnum sem myndað hefur hljómsveitina Smashing Pumpkins undanfarin ár. Hljómsveitar- meðlimir hafa komið og farið; Jimmy Chamberlain var fyrir nokkrum árum rekinn úr sveitinni vegna eiturlyfjafíknar sinnar þeg- ar hljómborðsleikari, sem spilaði jafnan með þeim lést af völdum of- neyslu þessarar ólyfjanar. Chamberlain endurheimti sæti sitt bak við trommusett sveitarinn- ar á síðasta ári en þau voru ekki fyrr orðin fjögur á ný en tilkynnt var að D’Arcy bassaleikari hefði sagt skilið við félaga sína. Nú virðist stúlkan bjarthærða vera komin á vafasamar slóðir hins endurhæfða Chamberlain því hún var um daginn handtekin fyr- ir að hafa í fórum sinum ólögleg lyf, sem heimildir herma að hafi verið hin stórhættulega kókaín- blanda „krakk“. Hún var dregin fyrir rétt 14. febrúar siðastliðinn, á degi elskendanna, þar sem hún var dæmd til þess að gangast und- ir endurhæfingu og sækja fræðslu- fundi um skaðsemi eiturlyfja. D'Arcy hefur, síðan hún yfirgaf Smashing Pumpkins, verið að þreifa fyrir sér í heimi kvikmynd- anna og hefur þegar leikið í mynd með öðrum vandræðagemsa, follnu stjörnunni Mickey Rourke. Líklegt má telja að ógöngur þær sem D’Arcy hefur komið sér í muni ekki hjálpa henni hót við að feta sig áfram á leiklistarbraut- inni. hráöum kemur hetri tíð peysc úr angórublöndu S.790, Stutt Nærföt drottningar ► FYRRUM breskur hermaður hefur játað að hafa reynt að stela nærfötum Elísa- betar Breta- drottningar en verið gripinn glóðvolgur við iðju sína. Til- raunin átti sér stað eftir elds- voða sem varð í Windsor-kastala árið 1992. Mað- urinn vildi þó ekki í fyrstu játa á sig þjófnað heldur hélt því fram að hann hefði verið að bjarga verð- mætum úr einkaíbúð drottningar- innar, s.s. húsgögnum, skarti og fatnaði. Lou Reed mótmælir ► ROKKARINN Lou Reed hefur hætt við hljómleikaferð sína til Vínarborgar í Austurríki því hann er ríkisstjórn landsins andvígur. Reed, sem er þekktastur fyrir lag sitt „Walk on the Wild Side“, sagði í útvarpsviðtali að vissulega væri íbúum landsins fijálst að kjósa sína ráðamenn en það þýddi ekki að aðrir þyrftu að koma ná- lægt þeim. Hégómlegt kynlíf? ► IBÚAR í Venezuela hafa löngum þótt hégómlegasta fólk í heimi ef marka má árlegar kannanir þar um og nú er komið í ljós að þeir eru einnig langánægðastir með kynlífið. Samkvæmt nýlegri könnun koma Brasilíumenn næstir á eftir þeim pg þar á eftir Bandaríkjamenn. íbúar í Hong Kong voru hins vegar óánægðastir með kynlífið og sömu- leiðis voru Rússar, Þjóðverjar og Italir ósáttir. Svindlari í útvarpi ► KONA nokkur í Bandaríkjunum var nýskilin er hún heillaðist af rödd útvarpsmannsins Randy Dill- ard en komst að því fjórum árum síðar og nokkrum milljónum fá- tækari að Randy var kona og hét í raun Barbara. Konan hafði aldrei hitt Barböru en talað við hana oft á dag í síma og taldi sig ást- fangna. Barbara sagðist vera son- ur milljónamærings en þyrfti engu að síður peninga fyrir sjúkrahú- skostnaði og vegna forræðisdeilu sem hún stæði í. Konan var svo ástfangin að hún lét Barböru allt sitt sparifé í té, auk kreditkorta- númera og peninga sem hún fékk lánaða hjá tryggingafélagi sínu. Að sögn lögreglu er Barbara þekkt fyrir að villa á sér heimildir en konugreyið er enn í ástarsorg. Allir vilja giftast ÞEIR sem vinna við að skipu- leggja brúðkaup eiga von á góðu í ár því víða um heim eru óvenju mörg pör sem vilja festa ráð sitt á árinu 2000. í Bandaríkjunum er talað um að ástarfár ríki og að skartgripasalar og veitingamenn dansi um í verslunum sínum enda stefnir í metár hjá þeim. „Það eru ótrúlega margir sem munu gifta sig í ár,“ segir Stacy Morrison sem er ritstjóri Nútíma brúðarblaðsins. „Ástæðan er einföld. Fólk er hjá- trúarfullt þegar kemur að dagsetn- ingum og brúðkaupum. Einnig höf- um við heyrt margar konur segja að árið 2000 sé svo eftirminnilegt ártal að jafnvel eiginmaðurinn eigi eftir að muna hvaða ár þau gift- ust.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.