Morgunblaðið - 17.02.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 17. PEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Bolvíkingar sameinast
um heilsueflingu
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Opnunarhátíðin síðastliðinn laugardag var vel skipulögð og hin glæsilegasta í alla staði. Sýnd voru íþróttaat-
riði, eins og badminton, blak, golf, þjóðdansar, samkvæmisdansar, þolfimi, spinning og fleira.
Bolungarvík - Mikill fjöldi Bolvík-
inga fylgdist með er forvarnarverk-
efnið Heilsubærinn Bolungarvík á
nýrri öld var formlega kynnt með
glæsilegri dagskrá í íþróttamiðstöð-
inni Árbæ sl. iaugardag. Ungir sem
aldnir sýndu margvíslega íþróttaiðk-
un sem almenningur getur lagt
stund á.
Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri
öld er forvarnarverkefni sem hefur
verið í undirbúningi um nokkurt
skeið. Að undirbúningi verkefnisins
hafa ýmsar stofnanir komið, grunn-
skólinn, fyrirtæki og Bolungarvíkur-
kaupstaður. Sérstök framkvæmda-
nefnd hefur séð um allan
undirbúning.
Ábyrgð gagnvart eigin heilsu
Helsta markmið verkefnisins er
að hver og einn finni til ábyrgðar
gagnvart eigin heilsu og geti jafn-
framt átt þátt í ákvörðunum um heil-
brigðisþjónustu og nýtingu fjár-
magns í heilbrigðiskerfinu.
Til að ná þessu markmiði verður
lögð áhersla á manneldismál, líkams-
rækt, tóbaksvarnir og slysavarnir.
Einnig og ekki síst verður lögð
áhersla á heilsueflingu á vinnustöð-
um, sem beinist ekki aðeins að því að
koma í veg fyrir heilsutjón, heldur
ekki síður að því að bæta heilsu og
líðan starfsfólks.
Verkefnið á að standa allt þetta ár
og verður öðruhverju efnt til ein-
hverra viðburða, skemmtana og
kappleikja til að halda fólki við efnið
og koma fræðslu um heilbrigði og
hollustu til skila.
Opnunarhátíðin sl. laugardag var
vel skipulögð og hin glæsilegasta í
alla staði sýnd voru íþróttaatriði ,
eins og badminton, blak, golf, þjóð-
dansar, samkvæmisdansar, erobik,
spinning og fleira.
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
flutti ávarp þar sem hann rakti að-
draganda þess að í þetta verkefni var
ráðist en helsti hvatamaður þess var
Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrun-
arforstjóri heilsugæslustöðvar Bol-
ungarvíkur. Hún vakti athygli bæj-
arstjómarmanna á verkefninu
Heilsuefling - Heilsubær sem er
samstarfsverkefni heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis, landlækn-
isembættis og sveitarstjórna í land-
inu.
Það var síðan 6. apríl 1999 að bæj-
arráð ákvað á fundi sínum að verk-
efnið skuli undirbúið og í kjölfar þess
var skipuð framkvæmdanefnd sem
skipuð er Sigrúnu Gerðu Gísladótt-
ur, Steingrími Þorgeirssyni sjúkra-
þjálfara, Elínbetu Rögnvaldsdóttur
líkamsræktarþjálfara, Petrínu Sig-
urðardóttur starfsmanni á Náttur-
ustofu og Flosa Jakobssyni fiskverk-
anda.
A opnunardegi heilsuátaksins bár-
ust Bolvíkingum margar góðar
kveðjur þ.á m frá Ingibjörgu Pálma-
dóttur heilbrigðisráðherra, Sigurði
Guðmundsyni landlækni, Onnu
Björg Aradóttur, formanni Heilsu-
bæjarverkefnisins, einnig frá Heil-
brigðisstofnun Isafjarðarbæjar og
Vá Vest sem er forvarnarhópur gegn
fíkniefnum. Þá hafa eftirtalin fyrir-
tæki styrkt verkefnið Sjóvá - Al-
mennar, Landsbankinn, Mjólkur-
samlag ísafjarðar, Olís, Skeljungur,
Byggingarfyrirtækið Ágúst og Flosi
Isafirði og Flugfélag Islands.
Reykjanesbraut
Tvöföldun
yki öryggi
margfalt
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar 15. febrúarsl. var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða:
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
fagnar því sem fram kom á fundi í l
Eldborg föstudaginn 11. febrúar sl.,
að þingmenn Reykjaneskjördæmis
skuli leita leiða til þess að flýta tvö-
földun Reykjanesbrautar frá Hafn-
arfirði til Keflavíkurflugvallar en á
gildandi vegaáætlun er miðað við að
tvöföldun verði lokið árið 2010. Tvö-
földun Reykjanesbrautar er sú að-
gerð í vegamálum sem kemur flest- t
um landsmönnum til góða.
Margsinnis hefur hún orðið tilefni
ályktana og bókana á aðalfundum
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum.
Tvöföldun brautarinnar eykur
umferðaröryggi margfalt á fjölfarn-
asta þjóðvegi landsins og vill bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar hvetja þing-
menn til þess að vinna áfram að því
að leita leiða til þess að flýta fram-
kvæmdinni.11
--------------
Fjárhagsáætl-
un samþykkt
Vaðbrekku, Jökuldal - Fjárhags-
áætlun Norður-Héraðs var sam-
þykkt á síðasta fundi sveitarstjómar
eftir aðra umræðu. Samkvæmt
henni eru helstu niðurstöðutölur:
Tekjur 68 milljónir, gjöld eru 61
milljón þar af 40 milljónir til fræðslu-
mála. Eignfærð fjárfesting 2,5 millj-
ónir, gjaldfærð fjárfesting 2 milljón-
ir og rekstrarafgangur 0,5 milljónir.
Áætlunin var rædd og yfirfarin nú
við aðra umræðu og síðan samþykkt
samhljóða.
Morgunblaðið/Silli
Á nýju afgreiðslunni á Húsavík, Hörður Sigurbjömsson, sljúraarfor-
maður Mýflugs, og Steindór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri.
Breytingar
hjá Mýflugi
Húsavík-Mýflug sem annast flug-
samgöngur milli Húsavíkur og
Reylg'avíkur hefur endurskipulagt
starfsemina; tekið upp samstarf við
Flugfólag íslands og leigt hjá félag-
inu Metro 23 flugvél sem er með
jafnþrýstibúnaði og hraðfleygari
en vélar sem áður voru notaðar.
Afgreiösla félagsins í Reykjavík
verður hjá Flugfélagi íslands og
flugleiðin HZK-REK sýnileg í sölu-
kerfi FÍ (Amadeus) og því sýnileg
sölufólki á ferðaskrifstofum um
viða veröld. Vildarpunktar Flug-
leiða verða teknir upp á flugleið-
inni og fargjöld verða hin sömu og
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Ekki minnsta breytingin er að
aðal afgreiðsla og skrifstofa félags-
ins er flutt frá Húsavfkurflugvelli á
Garðarsbraut 15, Húsavík og hana
annast Steindór Sigurgeirsson
framkvæmdastjóri og Hulda Aðal-
björasdóttir afgreiðslufreyja. Flug-
rekstrarstjóri er Leifur Hallgríms-
son. Nýlega var hlutafé Mýflugs hf.
aukið úr 10 í 25 milljónir og ný
stjóra skipuð þeim Herði Sigur-
björnssyni, stjórnarformanni, Pétri
Snæbjörnssyni og Amgrími Jó-
hannssyni.
Norður-Hérað
Vantrauststil-
laga á meiri-
hlutann felld
Vaðbrekku, Jökuldal - Minnihluti
sveitarstjórnar á Norður-Héraði
flutti á síðasta fundi sveitarstjómar
vantrauststillögu á meirihlutann.
Tillagan var felld með fjórum at-
kvæðum meirihlutans gegn þremur
atkvæðum minnihlutans.
í greinargerð með tillögunni segir
m.a. „í fyrsta lagi vegna þess að nú-
verandi meirihluti samdi um skóla-
akstur í sveitarfélaginu sem kostar
að minnsta kosti 3,5 miljónum um-
fram lægstu tilboð í áðurnefndan
skólaakstur í útboði sem fram fór. í
öðru lagi vegna þess að meirihlutinn
ákvað að greiða syni núverandi odd-
vita akstur eigin barna úr Skjöld-
ólfsstaðaskóla tímabil þegar heima-
vist var í skólanum samkvæmt
ákvörðun skólanefndar og sveitar-
stjómar. Ekki var tilgreind ástæða
fyrir áðumefndum akstri, einungis
um að ræða einhliða ákvörðun for-
eldra. í þriðja lagi vegna afgreiðslu á
launakjörum sveitarstjóra á sveitar-
stjórnarfundi 11. janúar 2000.“
Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir
Böra úr Leikskólanum Tjarnarlandi tóku lagið í tilefni dagsins og sungu m.a. Kátir voru karlar.
Þau spiluðu á þverflautur á bókasafninu í tilefni dagsins. Jón
Guðmundsson, kennari við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, og nemend-
urnir Dagrún Óðinsdóttir, í miðjunni, og Heiða Jóhannsdóttir.
Bókasafn
Héraðsbúa
tölvuvætt
Egilsstöðum - Nýtt tölvukerfi hef-
ur verið tekið í notkun hjá Bóka-
safni Héraðsbúa. Haldið var upp á
daginn og það fimm ár eru liðin frá
því að safnið flutti í Safnahús Aust-
urlands.
Laufey Eiríksdóttir hefur séð um
að koma tölvukerfinu í gang fyrir
safnið sem er fyrsta almennings-
bókasafnið á Austurlandi til að
hefja tölvufærð útlán. Hugmyndin
er sú að f framtíðinni verði öll bóka-
söfn á Austurlandi samtengd en
þau eru öll að undirbúa skráningu
inn í þetta kerfi. Bókasafnið hefur
einnig tekið f notkun tölvu sem
gestir safnsins hafa aðgang að til
þess að komast í ritvinnslu, leita í
Feng sem er bókasafnskerfi fjöl-
margra bókasafna á fslandi eða
skoða sig um og ná í upplýsingar á
Netinu.
Bókasafnsvörður er Kristrún
Jónsdóttir og segir hún þetta vera
mikla hagræðingu í útláni bóka.
Hún segir tilkomu kerfisins gjör-
breyta öllu vinnuumhverfi og að
allt handvirkt pappírsflóð sem áður
var, heyri nú sögunni til og öll sam-
skipti séu orðin pappírslaus.