Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
44. TBL. 88. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Nær 100 þúsund Albanar mótmæla skiptingu borgarinnar Kosovska Mitrovica
Brynvagnar friðargæslu-
liðanna hindruðu átök
Kosovska Mitrovica, Pristina, París. AFP, AP, Reuters.
AP
Tugþúsundir Kosovo-Albana ganga undir fánum Albaníu og Atlantshafsbandalagsins frá Pristina til Kosovska
Mitrovica í gær. Markmið göngumanna var að andmæla því að héraðinu yrði skipt milli þjóðarbrotanna.
TALIÐ er að hátt í hundrað þús-
und Kosovo-Albanar hafi tekið þátt
í mótmælagöngu frá Pristina, hér-
aðshöfuðstað Kosovo, til borgarinn-
ar Kosovska Mitrovica í norður-
hluta héraðsins í gær. Efnt var til
göngunnar vegna þess að Serbar á
svæðinu reyna nú með ýmsum ráð-
um að gera norðurhluta Mitrovica
að hverfi sem eingöngu verði byggt
Serbum. í suðurhlutanum búa hins
vegar aðallega Albanar og skiptir
áin Ibar borginni milli þjóðarbrot-
anna. Friðargæslulið Atlantshafs-
bandalagsins, KFOR, kom í veg
fyrir átök milli þjóðarbrotanna í
gær.
12 stunda útgöngubann gekk í
gildi í Mitrovica klukkan sex eftir
hádegi að staðartíma og héldu þá
flestir á brott en talsmenn Serba í
borginni hótuðu að virða ekki út-
göngubann um nóttina og verjast
árásum Albana sem eru mun fjöl-
mennari í borginni.
„Átta mánuðum eftir að KFOR
kom til Kosovo er hluti landsins
okkar enn undir stjórn serbneskra
glæpamanna sem hafa undanfarna
daga efnt til herferðar með það að
markmiði að reka Albana af heimii-
um sínum í norðurhluta Mitrovica,"
stóð á dreifimiða göngumanna í
Pristina. Á spjöldum voru slagorð
gegn skiptingu héraðsins í sjálf-
stæðar kantónur, eins og sumir
Serbar hafa krafist.
Hvatt til breytinga
Bernard Kouchner, sem fer með
yfirstjórn mála í héraðinu á vegum
Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær
til þess að stjórnarfarslegri stöðu
þess yrði breytt en formlega heyrir
Kosovo enn undir Júgóslavíu. Sjálf-
ur sagðist hann ekki geta ímyndað
sér að héraðið gæti orðið alveg
sjálfstætt en „útilokað er að það
geti aftur samlagast eða orðið hluti
af Sambandsríkinu (Júgóslavíu)“.
Franskir, breskir og danskir her-
menn úr friðargæsluliði KFOR
komu í veg fyrir að meginhluti
göngumanna kæmist að brú yfir Ib-
ar. Nokkur þúsund manna hópur
komst þó alla leið í gegnum varnir
franskra gæsluliða að brúnni og
ógnaði þúsundum Serba er söfnuð-
ust saman handan við ána. Beitt
var táragasi til að stöðva þá göngu-
menn sem fremstir fóru. Nokkrir
Albanar höfðu áður kastað grjót-
hnullungum í hermennina. Ekki
kom til beinna átaka milli deiluaðila
enda voru 25 brynvarðir vagnar
breskra KFOR-manna á brúnni og
fjöldi hermanna reiðubúinn að
ganga á milli. Á húsaþökum sáust
leyniskyttur úr röðum gæsluliðsins.
Upphaflega lögðu um 10.000
manns upp um níuleytið í gær-
morgun frá Pristina sem er um 40
kílómetra frá Mitrovica. Kalt var í
veðri og hvasst en á leiðinni bættist
stöðugt í hópinn fólk úr þorpum og
bæjum við veginn. Margir héldu á
fánum Albaníu en einnig voru sum-
ir með fána Bandaríkjanna og
Þýskalands.
Liðsmenn KFOR gerðu mikla
vopnaleit í Mitrovica í gær og á
sunnudag en afraksturinn varð lít-
ill. Bandaríski hershöfðinginn Wes-
ley Clark, yfirmaður herafla NATO
í Evrópu, sagði í Pristina að banda-
lagið myndi „grípa til allra þeirra
ráðstafana sem nauðsynlegar eru“
til að kveða niður átökin milli þjóð-
arbrotanna í Mitrovica. Vopnaleitin
hefði ekki síst beinst gegn vopnuð-
um sveitum Serba í norðurhverfun-
um. George Robertson, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í
Brussel í gær Slobodan Milosevic,
forseta Júgóslavíu, standa að baki
ýmsum ögrunum Serba í Kosovo.
AP
Sex fórust í
snjóflóðum
SNJÓFLÓÐ féllu í svissnesku,
austurrísku og ítölsku Ölpunum í
gær með þeim afleiðingum að
a.m.k. sex manns fórust og þrír
slösuðust.
í Alto Adige á Ítalíu sópaði
snjóflóð með sér tveimur hópum
skíðamanna, þrír menn fórust og
tveir slösuðust. Þá létu þrír til við-
bótar lífið og einn slasaðist í snjó-
flóði nærri Davos-skíðasvæðinu í
Sviss. Leitarflokkar í Davos, sem
sjást hér á myndinni, hættu leit
undir kvöld og var talið að tekist
hefði að finna alla þá sem lentu í
flóðinu.
Tilkynnt var að 15 ára drengs
væri saknað eftir að snjóflóð féll í
Týrol í Austurríki í gær, en leit
björgunarmanna bar ekki árangur.
Utlit fyrir sigur
umbótasinna
Teheran. Reuters, AFP, AP.
ALLT bendir til að umbótasinnar
hljóti stórsigur í írönsku þingkosn-
ingunum, en nýjustu tölur sýna að
þeir hafa hlotið 86% atkvæða, eða
158 af 218 þingsætum. í höfuðborg-
inni Teheran, þar sem 15% atkvæði
höfðu verið talin, leit til að mynda út
fyrir að umbótasinnar hefðu náð 26
af 30 þingsætum.
Mohammad-Reza Khatami, leið-
togi eins stærsta flokks umbóta-
sinna (IIPF) og bróðir Mohammad
Khatamis, forseta Irans, hafði hlotið
mikinn meirihluta atkvæða í Teher-
an og skildu um 80.000 atkvæði á
milli hans og næsta manns. Hann er
því talinn eiga raunhæfa möguleika
á að verða næsti þingforseti íranska
þingsins. En flokkur hans hefur lát-
ið í ljós vilja til að gera breytingar á
bæði dóms- og kosningakerfi írans.
Sigur umbótasinna er talinn
tryggja hugmyndum Khatamis for-
seta fyrir auknu frjálsræði og lýð-
ræði í íran stuðning á þingi, en
harðlínumenn, sem ráðið hafa lög-
um og lofum á þinginu sl. 20 ár,
stóðu í vegi fyrir mörgum endur-
bótahugmynda hans. Þá vöruðu þeir
ítrekað við þeirri hættu sem ísl-
ömskum gildum stafi af slíkum hug-
myndum. Sigur umbótasinna er
einnig talinn líklegur til að binda
enda á pólitíska einangrun írans frá
vesturlöndum. Evrópusambandið
hefur lýst yfir ánægju með væntan-
lega breytingu á írönsku stjórninni
og hið sama hefur fjöldi rílg'a, m.a.
Þýskaland, Ítalía og Rússland gert.
Slíkt kann að koma Khatami forseta
vel í tilraunum hans til að auka
áhuga erlendra fjárfesta á íran.
Almenn ánægja virtist ríkja með-
al íbúa Teheran með þær tölur sem
fyrir lágu og lýstu margir yfir von-
um um frjálslegri ríkisstjórn sem
legði færri trúarleg höft á líf al-
mennings.
■ Vatnaskil/25
Sveitir
Tsjetsj-
ena um-
kringdar
Moskva. AFP.
RÚSSNESKAR hersveitir
hafa umkringt helstu stríðs-
herra Tsjetsjena og sérsveitir
þeirra í suðurhéruðum Tsjet-
sjníu að því er rússneskar
fréttastofur greindu frá á
mánudag.
Uppreisnarmennirnir eru
umkringdir í fjalllendi Suður-
Tsjetsjníu og hafa þeir gert
tilraunir til að komast yfir ná-
læg landamæri Georgíu til að
flýja undan rússneskum her-
sveitum að því er haft var eft-
ir yfirmönnum rússneska
hersins, sem sögðu Aslan
Maskadov, forseta Tsjetsjníu,
og stríðsherrann Shamil
Basajev vera í þessum hópi.
Tsjetsjnía „frelsuð"
Vladimir Pútín, starfandi
forsætisráðherra Rússlands,
hefur heitið því að uppreisn-
armönnum í Tsjetsjníu verði
ekki sýnd nein miskunn og
eru yfirmenn rússneska hers-
ins hvattir með loforði um
stöðuhækkun til að „ljúka
verkinu". „í dag getum við
sagt fyrir víst að aðgerðum
gegn skæruliðum í Tsjetsjníu
verður fylgt að fullu eftir -
þar til Tsjetsjnía og aðrir
hlutar Rússlands hafa verið
frelsaðir undan þeim stiga-
mönnum sem hafa komið sér
fyrir þar,“ sagði Pútín í
sjónvarpsræðu í gær. Þá hef-
ur verið haft eftir Igor Ser-
gejev, varnarmálaráðherra
Rússlands, að Tsjetsjníustríð-
inu sé um það bil að ljúka.
• €g fæ ferðapunkta
þegarég borga
tryggingarnar
með boðgreiðslum!
MORGUNBLAÐH) 22. FEBRUAR 2000