Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
h
Samiðn og Rafiðnaðarsambandið
Stefna að skammtíma-
samningi við borgina
SAMIÐN og Rafiðnaðarsambandið
stefna að því að gera skammtíma-
samning við Reykjavíkurborg sem
felur í sér nýtt launakerfi. Guðmund-
ur Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambandsins, telur ekki ólíklegt að
slíkur samningur geti orðið fyrir-
mynd að samningi við ríkið.
Áhugi er bæði hjá Samiðn og Raf-
iðnaðarsambandinu að taka upp nýtt
launakerfi fyrir félagsmenn sem
starfa hjá Reykjavíkurborg. Borgin
hefur lýst yfir vilja til að gera slíkan
samning, en hún hefur áður gengið
frá samningum, sem fela í sér nýtt
launakerfi, við háskólamenn, Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar og
nú síðast við Eflingu.
Samningur um nýtt launakerfi
Guðmundur sagði að unnið væri
að gerð slíks samnings og allar líkur
væru á að Rafiðnaðarsambandið og
Samiðn myndu hafa samstarf í þess-
um viðræðum. Hann sagði að hug-
myndir RSÍ væru á þann veg að
samningurinn innihéldi flata hækk-
un launataxta og að á næsta sex
mánaða tímabili yrði gert samkomu-
lag um nýtt launakerfi. Jafnframt
þyrfti að nást samkomulag um hve
mikið svigrúm yrði fyrir launabreyt-
ingar við innröðun manna í nýtt
launakerfi.
Guðmundur sagði að lítil hreyfing
hefði verið í viðræðum við ríkið, en
sagðist telja líklegt að samningur við
Reykjavíkurborg yrði fyrirmynd að
samningi við ríkið.
Finnbjörn A. Hermannsson, for-
maður Samiðnar, sagði að talsverðri
vinnu væri ólokið áður en ljóst væri
hvort samkomulag tækist um
skammtímasamning við Reykjavík-
urborg. Hann tók fram að samning-
ur borgarinnar við Eflingu gæti ekki
orðið fyrirmynd að samningi við
Samiðn.
Eimskip skipu-
leggur Skugga-
hverfíð
16 kíló af
hassi fund-
ust í kjölfar
alvarlegs
slyss
HÁSETI á Helgafelli, skipi Sam-
skipa, liggur alvarlega slasaður á
sjúkrahúsi í Bremerhaven í Þýska-
landi eftir slys sem varð um borð í
skipinu þar sem það lá við bryggju í
Bremerhaven hinn 16. febrúar síðast-
liðinn.
í fréttatilkynningu frá Samskipum
segir að grunsemdir hafi vaknað um
að slysið hafi átt sér stað í tengslum
við tilraun til að fela fikniefni um borð.
Maðurinn var í reykháfi skipsins þeg-
ar slysið varð og mun hafa hrapað um
10 metra með fyrrgreindum afleiðing-
um. Áhöfn skipsins fann tösku sem í
voru fíkniefni og málið var kært til
lögreglu í Þýskalandi. Hún hefur
staðfest að um hafi verið að ræða 16
kg af hassi. Þýsk lögregluyfirvöld
annast frekari rannsókn málsins.
STJÓRNENDUR Eimskipafélags
íslands hafa rætt við borgaryfirvöld
um samstarf við skipulagningu íbúð-
arhverfis á fyrrverandi athafna-
svæði Eimskips við Skúlagötu. Hug-
mynd stjómenda félagsins er að
deiliskipulag nái yfir stærri hluta
Skuggahverfis, eða allt svæðið milli
Skúlagötu og Hverfisgötu, frá
Frakkastíg að Klapparstíg.
Eimskip hefur yfir að ráða 10
þúsund fermetra lóð við Skúlagötu.
Þar var um tíma ætlunin að byggja
hótel en frá því var horfið fyrir all-
löngu. Að sögn Þorkels Sigurlaugs-
sonar, framkvæmdastjóra þróunar-
sviðs Eimskips, er nú hafinn
undirbúningur að uppbyggingu
blandaðrar byggðar á lóðinni, þó
einkum íbúðarhúsnæðis, samkvæmt
því deiliskipulagi sem var í gildi áð-
ur en hugmyndir um hótelbyggingu
komu upp.
Athafnasvæði Eimskips nær yfir
meginhluta svæðisins milli Skúla-
götu og Lindargötu, frá Frakkastíg
að Klapparstíg. Þorkell segir ljóst
að einnig sé þörf fyrir einhverja
uppbyggingu á svæðinu frá Lindar-
götu að Hverfisgötu og þykir þeim
eðlilegt að tekið sé tillit til þess
svæðis við skipulagningu bygginga
á reit félagsins. Því hafi verið óskað
eftir samvinnu við Reykjavfkurborg
um skipulagningu alls svæðisins og
segir Þorkell að því hafi verið vel
tekið enda slíkt áhugavert fyrir alla
aðila.
Eimskip mun því hafa framkvæð-
ið að undirbúningi deiliskipulags
fyrir svæðið í heild, í samvinnu við
Reykjavíkurborg.
Um þriðjungur launafólks
með lítinn veikindarétt
ALLT að þriðjungi félagsmanna hjá
sumum landssamböndum Alþýðu-
sambands íslands flytur sig árlega á
milli vinnuveitenda. Þorri þessa fólks
flytur ekki veikindaréttindi með sér
á milli vinnustaða og því er þetta fólk
í mjög mörgum tilfellum með lítinn
eða engan veikindarétt. Formenn
landssambanda ASÍ ræddu í gær um
tillögu þess efnis að launamenn sem
skipta um vinnu héldu vissum lág-
marks veikindarétti.
Á formannafundinum í gær voru
lagðar fram tölur um hreyfingu
vinnuafls á vinnumarkaði. Finnbjörn
Hermannsson, formaður Samiðnar,
sagði að fyrirfram hefðu menn talið
að hreyfanleiki væri mestur meðal
stétta eins og trésmiða, en í Ijós hefði
komið að hreyfanleikinn væri ekki
minni meðal stétta eins og verka-
manna og verslunarmanna.
í dag öðlast launafólk tveggja
daga veikindarétt fyrir hvern mánuð
sem það starfar hjá sama vinnuveit-
anda fyrsta árið. Eftir eitt ár er veik-
indarétturinn frá einum mánuði upp
í þrjá mánuði. Sum félög hafa reynd-
ar samið um allt að eins árs veikinda-
rétti.
Kjarasamningar flestra félaga
gera ekki ráð fyrir að launamenn
flytji þessi réttindi með sér þegar
þeir skipta um starf eða flytja sig á
milli vinnuveitenda. í kjarasamning-
um Samiðnar og Rafiðnaðarsam-
bandsins era þó ákvæði sem tryggja
betur veikindarétt félagsmanna.
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins, sagði að
það hefði komið mönnum mjög á
óvart hve stór hluti launafólks skipti
árlega um vinnu. Þetta fólk væri
meira og minna án nokkurs veikinda-
réttar.
Morgunblaðið/Ásdís
Veist var að Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur, sem er fjölfötluð, í
Kringlunni á föstudaginn og stolið af henni farsíma. Marfn Hjörv-
arsdóttir, aðstoðarmaður, var með henni í Kringlunni.
V eittist að
fj ölfatlaðri konu
í hj ólastól
UNGUR piltur veittist að fjöl-
fatlaðri konu í hjólastól í Kringl-
unni á föstudaginn og hrifsaði
af henni farsíma. Konan, Ásdís
Jenna Ástráðsdóttir, hreyfir
hvorki hendur né fætur og er
því algerlega varnarlaus í svona
aðstöðu. Ástráður Hreiðarsson,
læknir og faðir konunnar, sagð-
ist vera mjög undrandi á því að
svona nokkuð gæti gerst. Hann
sagði að ekki væri enn búið að
ná piltinum, en að málið hefði
verið tilkynnt til lögreglunnar.
„Ég hélt að svona væri ekki
til,“ sagði Ástráður. „Reiðar-
slagið er ekki að missa símann,
því það cr alltaf hægt að kaupa
nýjan síma, reiðarslagið er að
vita af því að það skuli vera til
fólk, sem leggst svo lágt að
ræna ósjálfbjarga stúlku. Maður
skilur ekki sálarlífíð hjá svona
fólki.“
Marín Hjörvarsdóttir, aðstoð-
armaður Ásdísar Jennu, var
með henni í Kringlunni þegar
farsímanum var stolið, en fars-
íminn er sérstaklega útbúinn
fyrir Ásdísi Jennu og einna helst
notaður sem öryggistæki.
„Við vorum búnar að vera að
versla í Kringlunni og vorum á
leiðinni út þegar ég heyrði Ás-
dísi byrja að öskra,“ sagði Mar-
ín. Ég áttaði mig ekki á því hvað
var í gangi fyrr en hún gat farið
að tjá sig, en hún gat það ekki
strax því hún var í svo miklu
uppnámi."
Marín sagði að Ásdis Jenna
hefði sagt að um 15 ára gamall
piltur, ljósskolhærður, grann-
vaxinn og með gleraugu, hefði
verið að verki. Hann hefði veist
að henni og hrifsað í farsímann,
sem hefði verið fastur við stól-
inn, og hlaupið í burtu. Marín
sagðist ekki hafa tekið eftir
þessu, þar sem hún hefði snúið
baki í Ásdisi Jennu þegar þetta
gerðist.
Að sögn Marínar hafði piltur-
inn verið í hópi með öðrum og
fylgst með Ásdísi í nokkurn
tíma áður en hann lét til skarar
skríða. Hún sagði því greinilegt
að fleiri vissu eitthvað um mál-
ið.
Fátt lágkúrulegra
Ómar Smári Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn sagðist
halda að svona nokkuð hefði
ekki áður komið upp á. „Ég man
ekki eftir því að veist hafi verið
að fötluðum í hjólastól áður,“
sagði Ómar Smári. „Enda fátt til
lágkúrulegra og sá sem gerir
slíkt þyrfti væntanlega að leita
sér aðstoðar."
Ómar Smári sagði að það
væri tilgangslaust að stela far-
si'mum þar sem þeir nýttust
engum nema eigendunum sjálf-
um. Hann sagði að þegar lög-
reglan fengi tilkynningu um
stolna farsíma hefði hún um
tvennt að velja, annars vegar að
slökkva á símanum og símkort-
inu, en hinsvegar að láta sím-
ann ganga í smátíma og rekja
sfmtalið, þannig að hægt væri
að ná þjófinum.
liKammAufsiwife
.
Heimili
FASTEIGNIR
Arnar Grétarsson með tilboð frá
belgíska liðinu Lierse B16 :
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• •
Reykjaneshöll: Bylting fyrir íslenska |
knattspyrnu B2, B3, B4 :
Fylgstu
www.mbl.is