Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
r
FRETTIR
BHM kærir uppsögn fjármálastjóra Þjóðminjasafns
Tveir stjórnendur safns-
ins segja upp störfum
HJÖRLEIFUR Stefánsson, minjastjóri Þjóð-
minjasafnsins, hefur sagt upp störfum og laetur af
starfi 1. júní nk. Segist hann ekki sætta sig við að
vinna við þær aðstæður sem nú ríki í safninu. Þá
hefur Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri til-
kynnt munnlega að hún ætli að segja upp. Þór
Magnússon þjóðminjavörður staðfesti þetta í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Bandalag háskóla-
manna hefur sent menntamálaráðherra stjórn-
sýslukæru vegna uppsagnar Hrafns Sigurðssonar,
fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins, í seinustu viku
og krafist þess að hún verði afturkölluð.
Hjörleifur og Guðný hafa setið í framkvæmda-
ráði Þjóðminjasafnsins ásamt Þór Magnússyni
þjóðminjaverði og Hrafni Sigurðssyni fjármála-
stjóra sem nýlega var vikið frá störfum vegna þess
að safnið fór fram úr fjárveitingum á fjárlögum.
Þjóðminjaráð kom saman til fundar í gær þar
sem rætt var um þá óánægju og deilur sem hafa
risið vegna ákvörðunar þjóðminjavarðar að segja
fjármálastjóranum upp störfum. Að sögn Þórs voru
engar ákvarðanir teknar á fundinum og sagði hann
að beðið yrði svars menntamálaráðuneytisins við
þeirri greinargerð sem ráðuneytinu var send, en
vonast er til að það berist í þessari viku.
Aðspurður um uppsagnir Hjörleifs og Guðnýjar
sagði Þór að Hjörleifur hefði formlega lagt fram
uppsagnarbréf en Guðný hefði tilkynnt munnlega
að hún myndi láta af störfum. Þór sagði slæmt að
missa góða starfsmenn, en vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um uppsagnir þeirra.
Rýrt trúverðugleika safnsins
Hjörleifur Stefánsson segist ekki sætta sig við að
vinna við þær aðstæður sem nú ríki í Þjóðminja-
safninu. „I nokkur ár, síðustu þijú árin, hefur meg-
inhluti starfsmanna Þjóðminjasafnsins unnið að því
að bæta safnið og rífa það upp úr ákveðnum öldudal
sem það var í. Okkur hefur orðið nokkuð ágengt.
Þessi aðgerð, að reka fjármálastjórann, er að
nokkru leyti ómerking og skemmd á þessu starfi
okkar. Trúverðugleiki okkar bíður hnekki,“ segir
Hjörleifur.
Hann segir að meirihluti þeirra sem sitja í fram-
kvæmdaráði hafi boðist til að axla ábyrgð á þessari
framúrkeyrslu, að því leyti sem ábyrgðin sé þeirra,
en tekur fram að ábyrgðin sé að verulegu leyti ann-
arra. Hins vegar hafi verið ákveðið að gera einn úr
hópnum að blóraböggli og að ósekju gefið í skyn að
um fjármálaóreiðu væri að ræða. „Ég sætti mig
ekki við að vinna við svona aðstæður," segir Hjör-
leifur.
Hjörleifur segir að vissulega hafi atburðarásin
öll rýrt trúverðugleika Þjóðminjasafnsins og þess
góða starfs sem þar hafi verið unnið. Hann telur að
ekki hafi verið tekið á málinu með réttum hætti.
Allur hópurinn, framkvæmdaráð og þjóðminjaráð,
hefði átt að snúa bökum saman og laga það sem úr-
skeiðis fór enda beri margir ábyrgð á fjárhagsstöð-
unni. Segir Hjörleifur að meinsemdin, það sem að
var, sé óbreytt. „Safnið er stjómlítið og ekki ríkir
traust milli yfirstjórnar þess og framkvæmdaráðs
annars vegar og þjóðminjaráðs og menntamála-
ráðherra hins vegar,“ segir Hjörleifur Stefánsson.
Telja stj órnsýslureglur brotnar
Að sögn Gísla Tryggvasonar, framkvæmda-
stjóra BHM, hefur bandalagið einnig óskað eftir
rökstuðningi þjóðminjavarðar fyrir uppsögn fjár-
málastjórans. Gísli sagði að fjármálastjóranum
hefði ekki verið veitt áminning eins og skylt væri að
gera þegar ríkisstarfsmenn ættu í hlut. ,Andmæla-
réttar var heldur ekki gætt. Honum var bara sagt
upp fyrirvaralaust. Þá hefur svokölluð meðalhófs-
regla, um að ekki skuli farið harðar í sakimar en til-
efni er til hverju sinni, einnig verið brotin og að öll-
um líkindum rannsóknarreglan, sem kveður á um
að rannsaka skuli mál nægilega, áður en ákvörðun
er tekin,“ segir Gísli.
Aðspurður um þessa kæm sagði Þór Magnússon
að henni yrði svarað eins og lög segðu fyrir.
I
Leifur
Friðriksson
Fórst með
Gunna
RE
MAÐURINN sem fórst með
Gunna RE-51, sem sökk um 4
sjómílur suðvestur af Akra-
nesi 14. febrúar sl., hét Leif-
ur Friðriksson.
Hann var til heimilis á Ein-
arsnesi 42a í Reykjavík. Leif-
ur var fæddur 18. maí 1962.
Hann lætur eftir sig tvö börn,
16 og 17 ára.
Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson
Nó/yiC'V' cifi í nfrfviPuM I/iivm'
Til sölu Audi A4 station
nýskráður 19/12/1996 sjálf-
skiptur, 1800 vél, silfurgrár
ekinn 30,000 km. Ásett verð
2.190.000. Ath, skipti á ódýrari.
Nánarí upplýsingar hjá Bíla-
þingi Hekiu, sími 569 5500.
Opnunartlmi: Manud. - röstud. kl. y-18
laugardagar kl. 12-16
BÍLAÞING JEKLU
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500
www.bila1hiiít|.iíi ■ www.bifjithiritj.is ■ wwvy.bil.ilhiiKj.is
Sendlingar í
Örfirisey
Þeir voru værðarlegir sendlingarn-
ir í Örfirisey er ljósmyndarinn átti
þar leið um á dögunum. Flestir
þeirra virtust sofa en einn stóð þó
vaktina og gaf vegfarendum auga.
Slapp ómeidd-
ur eftir bflveltu
ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar slapp
ómeiddur eftir bílveltu í Björgunum,
rétt utan Reyðarfjarðar, í gær. Þeg-
ar lögreglumenn komu að urðu þeir
að skera ökumanninn niður úr bíl-
beltunum, en þar hékk hann fastur
þegar bifreiðin stöðvaðist á þakinu
eftirveltuna.
Maðurinn var að koma upp brekku
um fjórðungi fyrir klukkan 15, er
hann missti annað framhjólið út í
ruðning með þeim afleiðingum að
bifreiðin valt.
Utanríkisráðherrar Islands og
Bretlands hittast á föstudag
Málefni Sella-
field á dagskrá
HALLDÓR Ásgrímsson
utanríkisráðherra mun
eiga fund með Robin
Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, í London á
föstudag og verða ör-
yggismál í kjarnorku-
endurvinnslustöðinni í
Sellafield þar meðal má-
lefna á dagskrá. Halldór
greindi frá þessu í óund-
irbúnum fyrirspurna-
tíma á Alþingi í gær.
Það var Þórunn Svein-
bjarnardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, sem
hafði spurst fyrir um það
hjá utanríkisráðherra
hvort ríkisstjórnin hygð-
ist taka málefni Sellafield
upp við bresk stjórnvöld í
kjölfar þeirra válegu tíð-
inda, sem borist hefðu í
síðustu viku, um að nið-
urstöður öryggisprófana
í Sellafield hefðu verið
falsaðar með kerfis-
bundnum hætti.
Þórunn sagði að sér
væri ljóst að Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráð-
herra hefði þegar skrifað
John Prescott, varafor-
sætisráðherra og ráð-
herra umhverfismála í
Bretlandi, bréf um þetta
efni en að hún teldi brýna
nauðsyn til að málið yrði tekið upp
með öðrum hætti einnig. Gífurlegir
hagsmunir væru í húfi fyrir land og
þjóð og því dygðu engin vettlingatök,
breska kjarnorkueftirlitið hefði af-
hjúpað lögbrot á alþjóðlegum samn-
ingum. „Bresk stjórnvöld verða að
svara því skýrt og skorinort hvernig
skuli brugðist við,“ sagði Þórunn.
Halldór Ásgrímsson sagði í svari
sínu við fyrirspurn Þórunnar að frá
því síðastUðið haust hefði verið í und-
irbúningi fundur á milli hans og Rob-
ins Cooks, utanríkisráðherra Bret-
lands. Akveðið væri að þessi fundur
færi fram í London næstkomandi
föstudag.
,Á þessum fundi verða rædd ýmis
tvíhliða málefni land-
anna,“ sagði Halldór.
„Og áður en þessar
fréttir komu til, þess-
ar nýjustu fréttir um
Sellafield, var það mál
komið á dagskrá þess
fundar. Þannig að
þetta mál verður að
sjálfsögðu rætt á
þessum tvíhliða fundi
næstkomandi föstu-
dag £ London. Og það
er enn meiri ástæða
en nokkru sinni fyrr
til þess að ræða þetta
mál tvíhliða milli
landanna og það
verður gert eins og
efni standa tíl.“
Islendingar and-
vígir Sellafield-
stöðinni
Þórunn innti ráð-
herra í framhaldinu
eftir því hvaða kröfur
hann myndi gera á
fundi sínum með
Cook og sagði Hall-
dór þá að það lægi
ljóst fyrir að Islend-
ingar væru andvígir
kjarnorkuendur-
vinnslustöðinni í
Sellafield og að þeir
vildu helst sjá hana
hverfa. „Við gerum okkur ekki mikl-
ar vonir um það, en það hlýtur að
vera eðlileg og réttlát krafa af okkar
hálfu að fyllsta öryggis sé gætt og
allar upplýsingar um rekstur stöðv-
arinnar liggi fyrir og allar skýrslur
séu réttar þannig að við gerum okk-
ur grein fyrir hinu raunverulega
ástandi.11 Kvaðst Halldór vænta þess
að þingmenn gætu verið sammála
um slíkar áherslur.
Þórunn tók undir það í lokaorðum
sínum að skynsamlegast væri ef
Sellafield-stöðinni yrði lokað. Taldi
hún að það ætti að vera skýr krafa af
hálfu íslenskra stjómvalda og að sú
afstaða ætti að koma skýrt fram á
fundi Halldórs með Cook á föstudag.
Robin Cook