Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 11 Forstjóri Landsvirkjunar um lagabreytingu sem mun heimila fyrirtækinu aðild að fjarskiptafyrirtækjum Skapar möguleika á að viðhalda og nýta eignir FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi óskað eftir breytingu á lögum um Landsvirkjun sem geri fyrirtæk- inu kleift að eiga aðild að fjarskipta- fyrirtækjum, til þess að því sé mögu- legt að viðhalda og nýta fjar- skiptaeignir fyrirtækisins og koma í veg fyrir að þær gangi úr sér og tapi verðgildi sínu, en á því sé hætta vegna þeirrar öru þróunar sem eigi sér stað á þessu sviði nú. Frumvarpið var til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir skömmu og vakti nokkra umræðu. í athugasemdum með því kemur fram að Landsvirkj- un eigi og reki fjarskiptakerfi vegna starfsemi sinnar og það kerfi geti komið að gagni fyrir fleiri aðila. Ýmsir hafi nú þegar óskað eftir sam- starfi við fyrirtækið á þessu sviði, en til af slíku geti orðið þurfí lagaheim- ild, enda sé eðlilegt að slík starfsemi sé rekin utan hefðbundins rekstrar fyiirtækisins. Fjarskiptaeignir í sérstakt fyrirtæki Friðrik sagði að ætlun stjómar Landsvirkjunar væri að taka fjar- skiptaeignir fyrirtækisins, sem væru að bókhaldsverðmæti 2-300 milljónir króna, og setja þær í sérstakt fyrir- tæki í eigu Landsvirkjunar, a.m.k. til að byrja með. Það væri síðari tíma ákvörðun að ákveða hvort þessar eignir yrðu seldar, en þær væru að stórum hluta samofnar öðrum eign- um sem tengdust rekstri fyrirtækis- ins, til dæmis ljósleiðurum sem væru í raflínunum. Þetta fyrirtæki myndi síðan eiga í eðlilegum viðskiptum við önnur fyrirtæki, helst sem flest til þess að nýta eignirnar sem best. Að auki hefði Landsvirkjun sér- stöðu hvað varðaði rekstur tetra- kerfis, en það mál hefðu þeir kynnt sér sérstaklega í gegnum tíðina vegna þess að nauðsynlegt væri íyrir íyrirtækið að hafa aðgang að full- komnu farstöðvakerfí. Þar hefðu þeir því stofnað fyrirtæki með öðmm aðilum til þess að hasla sér völl á þeim markaði sem væri stækkandi og áhugaverður. „Síðan höfum við verið í sambandi við fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum hér, líklega öll fyrirtækin, og við er- um áhugasamir um það þegar leyfið fæst, sem vonandi verður innan tíð- ar, að eiga samstarf við þau fyrirtæki líka á viðskiptalegum granni,“ sagði Friðrik. Hann sagði að það sem Lands- virkjun gengi til í þessum efnum væri einfaldlega það að nýta og við- halda þessum fjarskiptaeignum sín- um og gera þær ekki að engu með því að sitja hjá í þeirri þróun sem ætti sér stað á þessu sviði nú um stundir, en hún væri mjög hröð. Stjómendum fyrirtækisins bæri skylda til þess að nýta eignir þess sem best og koma í veg fyrir að þær yrðu verðlitlar. Hann bætti því við að mörg orku- fyrirtæki ættu í fjarskiptafyrirtækj- um og væri skemmst að minnast Linu.Net sem nýtti eignir Orkuveitu Reykjavíkur. Erlendis væra fjar- skiptafyrirtæki víða í eigu orkufyrir- tækja, en það væri ekki á dagskrá hjá Landsvirkjun að reka sjálf al- mennt fjarskiptafyrirtæki. Lands- virkjun mjmdi eiga þetta fyrirtæki, sem fyrst og fremst gerði þeim kleift að bjóða fjarskiptafyrirtækjum afnot af eignum fyrirtækisins á viðskipta- legum granni. Ef um einhvern rekst- ur á þessu sviði yrði að ræða myndi það verða gert í sérstökum félögum með öðram aðilum sem hefðu sér- þekkingu á því sviði. Financial Times fjallar um rekstur fslendinga á knattspyrnuliðinu Stoke ^Soccer club hooks lcelandic backing to bail it out of trouble | Fishíng lycoons from lceland have Línvested in Stoke íity of the UK, Ijíes Christopher own-Humes JjHOSí as inany k-elatul- v/atch««i tast mtticlt ín tht* S'(1s of Un? Kitglísh Ssruo Uclwoon Sioke Ij’rcsttm North Entt P»e<t the lcnlamtic tomn playíuK |ltt» Worltt Cup v wéoks ('ítriícT. !• sícjii peculíar ihut Ji jkt eont oi tcclaiui’s jfiot) ííuu' fil t» JuiiUUo jfl ihetr TV sets to | what was hy rnyst n tHspiriOnj; lutcr íu tho grim J uí northern Englantl. fetoke thosc days ts P' own«l hy nn lccljuv Jksltm-nt consorUum, J:wl fay an lcclaiulic Sid is incroasingly Id ou lcclandic and Ivitin jilaycrs. fcolamUc ínterest cst nuttinm vch m «n Tite jiltch tor thc club cnuití ni a tíntc whcn íts íor- tuntís hail liecn in a down- warvl spiral íor many ycttrs. StoUo Cíty's bfg blotv came at the t*nd of the i9ð?-ðS sen- wm wlien the duh vvas relc- giitwJ fropi Uto ftrst to the sccond tlívision. AttwuUmces deciíned and TV revcnues íeii just when the duU uccdetl extra money to fund its investment in a .new sta- dínm. Utíbts began to rise and tlie club was offcetivciy put up for sale. Us fortunes icached suth n )ow ebb tlial the Icelandlc cous.ortium ts rumourcd to havc paíd a mere £3Jím ($5.Sm) for íts stakc, although U also com- mlued itself to províding íunds tu huy now players and lielp cut the debt. Hui ihis was no mere char- Uafale or scntimeufal rcscue oí tht* Enjjlish leagues sec- ond oldest club. lt was flrst and foremost a Uusiness projKxsltlon. “We nre confldeut we cnn get Stoke back into ihe flrst divislon and maybe evcn tlie prcmkT Jcaguc." says Gun* nar C.íslnson, the A-t-ycar-old Ttw lcomnn comolh: fans bopo tho nrrivat ot Gunnnr Gíslason váQ hcip tho club win promotion to tho flrsl tílvtston thte coason already Jias the facilities to acconunodatc the Hkoly íncrease in sujijiort that would nccompany a rcturn to the flrst divíston. A key part of thb strategy is hased on coach Gudjon Tiiordarson, a fornier lcclan- dic nationni coach. Hc btíikrves he can ímprova th<f landic busincssmen are put- Uhg money Jnlo Stoko. Bjðrn ingl HrafnKson, a jounialist on JcelaiMÍ’s Daily Montun- biadid neWKj»jx>r, explaltts: “Hrst, there’s bcen iremen- <lous liuerest in tingUsh íooi- ‘•Sjiorts shops lu flcykjavik chib is sixtJi ín tho division, iiavu Stoko CHy slhrts in tJ»c pivlng it a poo<i ciiance <if front row. ami Manchestcr Unitcd shírts in the hack row," says Mr Gislason. Already tiic? iceJamlic Involvement iiatt r.u»Jc a dif- ball in Icelnnd for many lerouco: Stokc's £3m dcbt Stokc tSOS) vamji.iign a >var yc.-irs. Sccóhd. (iio Uvlnhdic Ims I»ccn rc.Hnicturwl and a airo mid wfm now dndrs tfm stock markm has bcch grow* cittfa ir.ni.sfcr recahl vtiá *»i Si«»k» takirií;! jsiri hi thc etMl of-se son ítJay-olís for jironiotíon lu thé flrst dívisíon, Tira GatlimorO, the man who began ilte Savt? our Yfirtaka s Islend- inga vek- ur athygli „VIÐ erum ekki hólpnir en erum á réttri leið,“ er meðal annars haft eftir Tim Gallimore á blaðsíðu 2 í helgarblaði Financial Times. Galli- more, sem hóf herferð til bjargar enska knattspyrnufélaginu Stoke fyrir ári og stýrir stuðningsmanna- félaginu, lýsir yfir ánægju sinni með Islendingana, sem hafa tekið við stjórninni hjá félaginu, og segir þá ákafa í að koma Stoke í fremstu röð á ný. Financial Times rekur gang mála hjá Stoke undanfarin misseri. Sagt er að um 18% íslensku þjóðarinnar hafi fylgst með viðureign Stoke og Preston í beinni útsendingu í sjón- varpi í liðnum mánuði eða nær jafn margir fslendingar og hafi horft á Evrópuleik íslands og heimsmeist- ara Frakklands skömmu áður. Ástæðan sé sú að fslenskir fjárfest- ar eigi meirihluta í Stoke, knatt- spyrnustjórinn sé íslenskur og fé- lagið treysti í auknum mæli á íslenska og skandinavíska leik- menn. Vandræði Stoke eru rakin og þess getið að þegar liðið féll í 3. deild fyrir nær tveimur árum hafi áhorfendum fækkað og tekjur vegna sýninga í sjónvarpi minnkað á sama tíma og félagið hafi þurft aukið fé til að standa undir kostnaði við nýjan leikvang. Skuldir hefðu aukist og svo hefði farið að félagið hefði verið auglýst til sölu. íslensk- ir fjárfestar undir forystu Kaup- þings með fjármagn frá sjávar- útvegsauðjöfrum, sem hefðu hagnast á kvótakerfinu, hefðu kom- ið til sögunnar og haft er eftir Gunnari Gíslasyni, stjórnarfor- manni Stoke, að viðskiptahagsmun- ir hafi ráðið för. „Við erum sann- færðir um að við getum komið Stoke aftur í 1. deild og jafnvel í úr- valsdeildina," segir Gunnar og bæt- ir við að knattspyrnustjórinn Guð- jón Þórðarson sé lykillinn að áætl- uninni. Bent er á að breytingar hafi þeg- ar átt sér stað eftir yfirtöku íslend- inganna. Lánum hafi verið skuld- breytt, Brynjar Björn Gunnarsson sé dýrasti leikmaður félagsins og liðið eigi góða möguleika á að kom- ast í keppni um sæti í 1. deild í vor. Landlæknir segir aðgerðir með hjálp huglækna vera skottulækningar Ástæða til að sporna við röng- um upplýsingum SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir að andalækningar í því skyni að sýna náunganum sam- hug og styrk hafi tíðkast hérlendis um langan aldur og séu af hinu góða en þeim megi ekki rugla við venjuþundnar lækningar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sunnu- dagskvöld að hjón kváðust geta svæft, deyft og gert ristilspeglun með aðstoð framliðinna manna sem þau nafngreindu. Svöruðu þau spurningu frétta- manns um að fleiri væru í herberg- inu þar sem viðtalið fór fram og nafngreindu látna menn, lækna og aðra, sem væru þeim til aðstoðar við lækningar. „Eins og þetta var lagt upp steig þetta ágæta fólk einu skrefi lengra en venjulega hefur verið gert á þessu sviði og talaði um tæknilegar lækningar á borð svið svæfingar, deyfingar og ristilspeglanir. Það er nokkuð ljóst að þetta brýtur í bága við íslensk lög þar sem starfsheitið skottulækningar er bannað," sagði Sigurður. Sagði hann það falla undir skottulækningar að hægt væri að gera ristilspeglanir með hjálp huglækna og þess vegna væri ástæða til að sporna við því. „Þarna eru fólki kynntar rangar upplýsingar og ef einhverjir greiða fyrir viðvikið er verið að hafa fé af fólki, sem ekki stenst. Aðferðir af þessu tagi sem líka valda áhyggjum er að þetta getur orðið til þess að sjúklingar fari síð- ur inn í heilbrigðiskerfið sem getur þýtt að greiningu alvarlegra sjúk- dóma seinki. Þess era því miður dæmi hérlendis og erlendis. Þarna voru einnig nafngreindir ýmsir látnir menn sem ég tel vafasamt að hafi líkað vel að vera nafngreindir í þessu sambandi og má líka velta fyrir sér hvort ættingjar þeirra séu alls kostar sáttir við það.“ Landlæknir ræddi við fólkið í gær og varð niðurstaðan sú að þau myndu ekki láta uppi nein loforð um aðgerðir. Sagði landlæknir málinu lokið af hálfu embættisins og ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Nokkur tilfelli af infMensu hafa greinst Ólíklegt að far- aldur sé í aðsigi NOKKUÐ hefur borið á veik- indum hjá íbúum Reykjavíkur undanfarna daga og sem dæmi má nefna að í gærmorg- un var tilkynnt um veikindi hjá 73 börnum í Austurbæjar- skóla, en það þykja óvenju mikil forföll. Lúðvík Olafsson, héraðslæknir Reykjavíkur, segir ólíklegt að nýr inflúens- ufaraldur sé í uppsiglingu en þó sé ekki hægt að útiloka þann möguleika. „Þeir læknar sem ég talaði við í dag sögðust ekki sjá neitt áberandi inflúensu- mynstur, það er að segja þessi helstu einkenni inflúens- unnar sem eru beinverkir, augnverkir og hausverkur, auk hita, hósta og kvefs, þannig að það eru frekar ein- hverjar aðrar pestir sem eru að ganga,“ segir Lúðvík. Hann segir mikla beinverki það sem helst greini inflúens- una frá öðrum pestum, en þeir séu ekki áberandi hjá þeim sem eru veikir nú. Mikið um hálsbólgu og kvef Lúðvík segir að þrjú tilfelli af inflúensu hafi greinst fyrir þremur vikum og að sú veira hafi verið af öðrum stofni en sú sem herjaði á landsmenn fyrr í vetur. Lúðvík sagði þessa veiru sem greindist fyr- ir þremur vikum hafa skotið upp kollinum nokkrum sinn- um hér á landi, á síðustu tutt- ugu árum, en aldrei hafa vald- ið stórum faröldrum. Hún hafi náð mestri út- breiðslu árið 1990 en síðan hafi aðeins eitt tilfelli greinst. Þess vegna sé líklegra að börn yngri en tíu ára veikist af henni því þau hafi síður náð að mynda ónæmi gegn henni. Hann segir hins vegar ólík- legt að faraldur sé í aðsigi fyrst svo langt sé liðið síðan tilfellin greindust og engin merki sjáist enn um aukn- ingu. Töluvert sé hins vegar um hálsbólgu og kvef, en það teljist ekki óeðlilegt miðað við árstíma. Flugvirkjar og Sleipnir til sátta- semjara FLUGVIRKJAFÉLAG íslands og bifreiðastjórafélagið Sleipnir hafa visað kjaradeilum félaganna við vinnuveitendur til ríkissáttasemjara. Áður hafði Verkamannasambandið vísað deilu þeirra við Samtök at- vinnulífsins til sáttasemjara. Mörg önnur samtök stéttarfélaga funda hjá sáttasemjara þó að hann sé ekki formlega með deilurnar á sínu borði. Búast má við að fleiri félög vísi málum til hans á næstu dögum og vikum ef ekkert þokast í kjaraviðræðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.