Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrstu íbúarnir fluttir inn í hið nýja Teigahverfí á Eyrarlandsholti
Fer ósköp vel
um okkur
Morgunblaðið/Kristj án
Fyrstu íbúamir í Teigahverfí á Eyrarlandsholti fluttir inn. Lengst til
vinstri er Sveinn Heiðar Jónsson byggingaverktaki og þá hjónin Sumar-
rós Garðarsdóttir og sr. Birgir Snæbjömsson í stofunni að Holtateig 48.
„HÉR er alveg yndislegt að vera,“
sögðu hjónin Sumarrós Garðars-
dóttir og sr. Birgir Snæbjörnsson
en þau eru fyrstu íbúarnir í nýju
hverfi, Teigahverfi á Eyrarlands-
holti.
Þau munu raunar vera einu
ibúar hverfisins fyrst um sinn, eiga
ekki von á að næstu nágrannar
flytji inn fyrr en eftir um einn
mánuð.
Hafist var handa við uppbygg-
ingu hverfisins síðasta sumar en
það var einmitt sr. Birgir sem tók
fyrstu skóflustunguna að nýja
hverfinu, þ.e. að svonefndum reit 1
sem Trésmíðaverkstæði Sveins
Heiðars hefur til umráða á Eyrar-
landsholtinu. Að sögn Sveins Heið-
ars Jónssonar framkvæmdasijóra
verða reist þar 27 raðhús, öll á
einni hæð með bflskúr. „Við gemm
ráð fyrir að þetta verði tveggja ára
verkefni," sagði hann og bætti við
að það væri líka afar skemmtilegt.
Húsin eru byggð með nýrri
byggingaraðferð sem verið hefur í
þróun síðustu sex ár, en húsin era
að mestu byggð inni á verkstæði
og flutt á byggingarstað þar sem
húshlutarnir eru settir saman. Eft-
ir að lokið er við að steypa grunn
er burðarvirki úr timbri og þak
flutt á staðinn og tekur uppsetning
húsanna einungis örfáa daga. Eng-
ar lagnir eru inni í burðarvirkinu
en þess í stað er sérstakur lagna-
kjallari í hverjum grunni sem gólf
er byggt ofan á. Öllum lögnum er
komið fyrir í sérstökum stokkum
þar sem auðvelt er að komast að
þeim. Þetta gerir m.a. að verkum
að auðvelt er síðar að færa milli-
veggi, t.d. þegar fækkar í heimili.
Sveinn Heiðar sagði að mikil
spurn væri eftir fbúðunum í Teiga-
hverfinu og þegar eru margar
þeirra pantaðar. „Við leggjum
mikla áherslu á að okkar kaupend-
ur lendi ekki í hrakningum vegna
flutninga og því reisum við húsin
eftir hendinni, enda getum við með
þessari aðferð stýrt þessu mikið
sjálfir og erum ekki háðir veðri,“
sagði hann.
Frábært útsýni á Súlur
„Það fer ósköp vel um okkur
hérna, útsýnið er dásamlegt, við
getum fylgst með golfvellinum og
horft upp í hesthúsahverfið í
Breiðholti og kannski það sem
mest er um vert þá er frábært út-
sýni upp á Súlur," sagði sr. Birgir.
Sumarrós bætti við að í óveðurs-
kaflanum á dögunum hefðu þau
lokast inni, hvorki komist lönd né
strönd, en um leið og veðri slotaði
hefði verið mokað heim að dyrum
til þeirra. „Þetta var bara nota-
legt, það er afskaplega rólegt
hérna og gott að vera,“ sagði hún.
Fleiri byggingarfélög eru einnig
að reisa hús í hverfinu, m.a.
Hyrna, SS-Byggir og þá eru Búseti
og Búmenn að byggja þar.
Morgunblaðið/Kristján
Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í námskeiðinu á Akureyri æfa sig með
klippibúnaðinn eftir sviðsett umferðarslys.
Slökkviliðsmenn
á námskeiði
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Tíu mánaða fangelsi
fyrir ffkniefnabrot
SLÖKKVILIÐSMENN frá Akur-
eyri, Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla-
vík og Hveragerði luku á laugar-
dag tveggja vikna námskeiði sem
ber yfirskriftina; Slökkviliðsmaður
II. Námskeiðið var haldið á vegum
Brunamálaskólans en fyrri vikan
var í umsjá Slökkviliðs Reykjavík-
ur en sú seinni var í umsjá Slökk-
viliðs Akureyrar.
Á námskeiðinu voru teknir fyrir
ýmsir þættir sem tengjast starfi
slökkviliðsmanna, reykköfun, yfir-
tendrun, brunahönnun, eldvarnar-
eftirliti, viðvörunar- og vatnsúðun-
arkerfi, slökkviliðsáætlunum og
fleiru. Verklegar æfingar voru
keyrðar sem útköll, leki á hættu-
legum efnum, umferðarslys og
brunaútköll.
Vegna fjölda þátttakenda er
haldið annað námskeið og hófst
það í Reykjavík í gær, mánudag en
lýkur á Akureyri 4. mars nk. Um
10 slökkviliðsmenn taka þátt í
hvoru námskeiði.
Slökkviliðsmenn sem hefja störf
sem atvinnuslökkviliðsmenn taka
fjögurra vikna grunnnám á einu ári
frá því þeir hefja störf. Náminu er
skipt í tvennt, Slökkviliðsmann I
og II. Vegna fjölda þátttakenda
þurfti einnig að halda námskeið í
Slökkviliðsmanni I fyrir áramót og
var fyrri vikan í umsjá Brunavarna
Suðurnesja en sú seinni í umsjá
Slökkvliðs Reykjavíkur. Fram til
þess hafa námskeiðin ávallt verið
haldin í Reykjavík en að þessu
sinni var fyrirkomulaginu breytt
og þeim skipt milli slökkviliða.
Birgir Finnsson,
aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akur-
eyri, sagði að margir úr slökkviliði
bæjarins hafi komið að námskeiðs-
haldinu og að vel hafi tekist til.
Næsti hópur kemur svo til Akur-
eyrar næsta mánudag.
RÚMLEGA tvítugur maður á Ak-
ureyri hefur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra verið dæmdur í 10
mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og
umferðarlagabrot. Gerð voru upp-
tæk fíkniefni sem hann hafði undir
höndum, um 228 grömm af hassi,
9,6 grömm af amfetamíni og 1,51
gramm af kókaíni. Annar piltur,
tæplega tvítugur hlaut sektardóm í
sama máli og var gert að sæta upp-
töku á óverulegu magni af hassi.
Þriðja manninum, 25 ára gömlum
Ólafsfirðingi var ekki gerð refsing í
málinu. Fleiri komu við sögu í
fíkniefnamálum tengdum þessum
piltum en þar var um að ræða
neyslu efna.
Sá sem hlaut þyngsta dóminn
var handtekinn í bifreið sinni á
Norðurlandsvegi við Hlíðarbæ en
hann var þá að koma frá Reykjavík
til Akureyrar með um 100 grömm
af hassi. Pilti sem með honum var í
bílnum var gefið að sök að hafa ek-
ið bifreiðinni á 150-200 kílómetra
hraða frá Varmahlíð, um Öxnadals-
heiði og í Öxnadal. Þetta var í októ-
ber mánuði síðastliðnum. Hann
lauk málinu með greiðslu 90 þús-
und króna sektar og því að sæta
ÞRÍR piltar um tvítugt hafa verið
dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands
eystra til greiðslu sektar vegna
brota gegn valdsstjóminni en þeim
var gefið að sök að hafa hindrað lög-
reglumenn við skyldustörf og að
hafa gripið í lögreglumann þar sem
hann var að handtaka félaga þeirra.
Einn þeirra hlaut 30 daga fangelsis-
dóm, skilorðsbundið til tveggja ára.
Atburðurinn átti sér stað á Þórshöfn
aðfaranótt 27. desember 1998.
Málavextir eru þeir að eftir að al-
mennum dansleik í Félagsheimilinu
Þórsveri lauk, en þar voru piltarnir
ásamt fleira fólki, kastaðist í kekki
ökuleyfissviptingu í eitt ár. Þá var
maðurinn sem um ræðir ákærður
fyrir að hafa í fórum sínum al-
sælutöflu síðasta sumar, að hafa
reykt hass á heimili sínu á Akur-
eyri og að hafa í ágúst í fyrrasumar
flutt með sér 127 grömm af hassi,
9,6 grömm af amfetamíni og kókaín
en lögregla lagði hald á fíkniefnin á
Akureyrarflugvelli. Loks var mað-
urinn ákærður fyrir tilraun til fjár-
svika með því að framvísa stolnum
víxli í banka í Reykjavík.
Mennirnir sem við sögu komu
játuðu allir brot sitt skýlaust fyrir
dómi þannig að brot þeirra þóttu
nægilega sönnuð.
Maðurinn sem hlaut þyngsta
dóminn í málinu hefur hlotið tólf
refsidóma frá miðju ári 1994 til síð-
ustu áramóta. Með þeim brotum
sem fjallað var um í Héraðsdómi
nú síðast rauf hann skilorðsdóm
sem hann hafði hlotið á miðju ári
1998. Til þess var litið að þrátt fyr-
ir ungan aldur átti maðurinn að
baki alllangan brotaferil og þótt
refsing hans því hæfilega ákveðin
10 mánaða fangelsi og þóttu skil-
yrði ekki vera fyrir hendi að skil-
orðsbinda hana.
milli tveggja pilta. Lögreglu var gert
viðvart um atgang piltanna, en hún
var á ferðinni með Ijósmóður staðar-
ins. Þegar lögregla kom á staðinn
hópaðist hópur ungmenna að bifreið-
inni og nokkur læti urðu, m.a. gekk
einn piltanna ítrekað fyrir bifreið
lögreglunnar og annar greip í upp-
handlegg lögreglumanns sem þá var
að handtaka mann á vettvangi.
Fyrir dómi báru piltamir fyrir sig
minnisglöpum sökum áfengis-
drykkju þá um kvöldið og nóttina.
Með framburði vitna þótti sök þó
nægilega sönnuð, þrátt fyrir að einn
piltanna neitaði sök.
Sekt fyrir að hindra
valdsstjórnina
LANDIÐ
Festu bfl
í óveðri
BJÖRGUNARSVEITIR voru kall-
aðar út í Ólafsvík og Hellissandi á
laugardagskvöld til að leita að hjón-
um með ungt barn sem ekki höfðu
skilað sér heim úr ferð um Snæfells-
nes.
Rétt fyrir klukkan 1 aðfaranótt
sunnudags fundu sveitirnar fólkið
heilt á húfi í bíl sínum sem hafði lent
utan vegar í illviðri og ófærð á þjóð-
veginum við Saxhól utan Jökuls,
vestast á Snæfellsnesi.
Lífog' gleði
í Oræfum
Höfn - Fyrir nokkru barst karl-
mönnum í Öræfum bréf þar sem
þeim var boðið að taka þátt 1 karla-
kvöldi á Hótel Skaftafelli.
Að sögn Önnu Maríu Ragnars-
dóttur, hótelstjóra á Hóteli Skafta-
felli, hittast karlmennirnir í sveitinni
mun sjaldnar en konur sem skreppa
frekar hver til annarrar í heimsókn
og eiga á margan hátt auðveldara
með að eiga samskipti hver við aðra.
Því hafi forsvarsmönnum hótelsins
þótt ástæða til að gefa karlmönnun-
um tækifæri til að hittast og eiga
kvöldstund saman.
Af þeim 27 sem fengu bréf skiluðu
sér 20 sem sýnir að áhuginn var fyrir
hendi. Og þama var snæddur góður
þorramatur og skrafað fram á rauða
nótt. Þótti þetta lukkast svo vel að
ekki er ólíklegt að hér sé kominn ár-
legur siður.
Framundan er góugleði í Öræfum
sem er ein fjölmennasta samkoma
sem haldin er þar á hveiju ári en
tæplega þrjú hundruð manns sækja
þá skemmtun árlega sem haldin er í
félagsheimili Öræfinga, Hofgarði.
------*_4-4-----
Morgunblaðið/Egill Egilsson
í handverkshúsinu Brynjubæ.
RKÍ styrkir
Brynjubæ
á Flateyri
Flateyri - Þetta er mikil lyftistöng
íyrir starfsemina segii’ Sigríður
Magnúsdóttir, formaður Rauða-
krossdeildar Önundarfjarðar, en
Brynjubær hlaut 1.000.000 kr. styrk
til starfseminnar frá Rauða krossi ís-
lands. Að sögn Sigríðar mun þessi
styrkur koma sér vel bæði fyrir
rekstur handverkshússins og starf-
seminnar sem þar fer fram.
Biynjubæ var upphaflega komið á
laggimar eftir snjóflóðin mann-
skæðu, í þeim fróma tilgangi að di*eifa
huga íbúanna eftir snjóflóðið. Síðan
hefði starfsemin eflst og síðustu árin
hefði orðið mikil aukning hvað varð-
aði þáttöku yngri sem eldri aldurs-
hópa. Boðið hefði verið upp á mörg
mismunandi námskeið og handverk
stæði með miklum blóma á Flateyri í
framhaldi af námskeiðunum Einn
angi af starfsemi Brynjubæjar væri
einmitt handverksverslunin Purka
þar sem hægt er bæði að skoða og
versla handverk eftir félagsmenn.
Rauði kross Islands hefur frá upp-
hafi stutt starfsemina í Brynjubæ.
Með tilkomu þessa styrks væri ekki
annað hægt en að vera bjartsýnn á
framtíðina og halda áfram á sömu
braut.