Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 21
Úrvalsvísitalan
lækkar um 3,1%
frá fímmtudegi
BRÉF 20 félaga á Aðallista Verð-
bréfaþings Islands lækkuðu í verði í
gær, 9 hækkuðu en 7 stóðu í stað. Úr-
valsvísitalan lækkaði um 0,19% frá
föstudegi en hefur lækkað um 3,1%
síðan á fimmtudag þegar hún stóð í
1888,7 stigum, eða hæsta gildi frá ára:
mótum þegar hún var um 1.618 stig. I
lok gærdagsins var úrvalsvísitalan
1.830 stig. Mest lækkun í gær varð á
bréfum Skýrr hf. eða 9,5%, þá Jarð-
borana um 7%, bréf Nýherja lækkuðu
um 6,5% og bréf Þróunarfélagsins um
5%. 011 þessi félög hafa nú þegar birt
ársreikninga sína fyrir árið 1999, síð-
ast Þróunarfélag íslands í gær.
Heildarviðskipti gærdagsins með
hlutabréf námu 275,1 milljón, mest
með bréf Össurar hf. fyrir 42,5 millj-
ónir og hækkaði gengi bréfa Össurar
um 2,1% og endaði í 48.
Ú RVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 31. des. 1997 = 100
1850 1800 1750 1700 1650 1600 1550 5
Jf)_ | 1.830,1 £
uLJ
-
Janúar Febrúar
Olíufélögin þrjú í sam-
starf við O.W. Bunker
ÚTHAFSOLÍA ehf., sem er í eigu
Olíuverslunar Islands hf., Olíufélags-
ins hf. og Skeljungs hf., hefur gert
samkomulag við O.W. Bunker Ltd. í
Danmörku, sem er í eigu O.W. Bunk-
er & Trading Ltd. í Álaborg, um
stofnun nýs félags sem sjá mun um
sölu og afgreiðslu á eldsneyti til fiski-
skipa á alþjóðlegum hafsvæðum frá
Flæmingjagrunni til Barentshafs.
Nafn nýja félagsins verður O.W.
Úthafsolía ehf., sem á ensku útleggst
O.W. Icebunker Ltd., og verður það í
jafnri eigu Úthafsolíu ehf. og O.W.
Bunker Ltd. Félagið verður skráð á
íslandi og telst hlutdeildarfélag eig-
endanna á Islandi, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
8
AÐALFUNDUR FBA
25. FEBRÚAR 2000
Aðalfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. verður haldinn
miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu.
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins s.l. starfsár
2. Staðfesting ársreiknings félagsins fyrir liðið starfsár
3. Stofriun styrktar- og menningarsjóðs FBA
4. Meðferð hagnaðar
5. Breyting á samþykktum félagsins
6. Kosning stjórnar og varastjórnar
7. Kosning endurskoðanda
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir
næstkomandi kjörtímabil
9. Fíeimild til að kaupa eigin hlutabréf og taka að veði
10. Heimild til að gera kaupréttarsamninga við starfsmenn
félagsins og dótturfélaga
11. önnurmál
Gögn sem lögð verða fyrir fundinn munu liggja ffarnmi á skrifstofu
félagsins að Ármúla 13a, Reykjavík frá og með mánudeginum
14. febrúar 2000. Einnig má nálgast gögn á www.fba.is.
Stjórn FBA
NÝ HUGSUN, NÝJAR LEIÐIR
www.fba.is
P
Gunnar Örn Kristjánsson
forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf.
ICELANDAIR
usinessUass
lCELANDAIR
www.iceiandair.is
Við höldum
kostnaði vegna
viðskipta-
og söluferða
í lágmarki
„Við hjá SIF eigpm mikil samskipti við erlenda aðila.
Við erum alltaf að leita að nýjum mörkuðum fyrir íslenskar
saltfiskafurðir og efla samstarfið við erlenda viðskiptavini.
Að okkar dómi hefur sýnt sig að Saga Business Class fargjald
er hagkvæmasti ferðamátinn."
Á Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og
sveigjanleiki sem miða að því að stytta viðskiptaferðir og auka
þannig afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr
ferðakostnaði.
Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og gilda
engin skilyrði um lágmarks- eða helgardvöl erlendis.
Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is
Sl'V|S / ’IHI NV101S*3NIÍA13Í1¥ VISNllS)