Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Tæknivals 29,4 milljónir árið 1999 95,5 milljóna tap af reglulegri starfsemi HAGNAÐUR Tæknivals-samstæð- unnar nam 29,4 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 13,4 millj- óna króna tap árið 1998. Tap af reglulegri starfsemi nam 95,5 millj- ónum króna árið 1999 en 74,5 millj- ónum króna árið á undan. Söluhagn- aður eigna nam 121,5 milljónum króna á síðasta ári. Þar munar mestu um flutning hugbúnaðarsviðs Tæknivals yfir í Ax hugbúnaðarhús sem stofnað var á síðasta ári af Tæknivali, Skýrr og Opnum kerfum. Ákveðið hefur verið að selja allan hlut Tæknivals í Axi til Rúnars Sig- urðssonar, Opinna kerfa og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Nafnverð hlutarins, sem er 25% hlutafjár í Axi, er 75 milljónir og eru bréfin seld á genginu 1,9, að sögn Árna Sigfússon- ar, framkvæmdastjóra Tæknivals. Söluverðið er því 142,5 milljónir króna. Sá söluhagnaður mun því koma félaginu til góða í rekstramið- urstöðu ársins í ár. Mikil umskipti urðu í rekstri Tæknivals á síðasta ári en fyrstu sex mánuði ársins nam tap á rekstri móðurfélagsins 144,3 miHjónum króna og tap af reglulegri starfsemi 159,9 milljónum króna. Á síðasta ári lækkuðu heildarbirgðir samstæð- unnar úr 721 milljón í 524 milljónir króna. Birgðir eldri en 6 mánaða í árslok 1999 voru 13% en 25% í árslok 1998. Heildarbirgðir í árslok 1999 voru 12% af veltu á móti 17,5% í árs- lok 1998. Að sögn Árna er stefnt að því að veltuhraði birgða verði aukinn á árinu 2000 miðað við 1999 en þá var hann 6. Gjaldfallnar kröfur lækka um 26% milli ára í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að um síðustu áramót námu gjaldfallnar viðskiptakröfur móðurfélagsins 135 milljónum króna samanborið við 182 milljónir króna árið á undan. Gjaldfallnar kröfur lækkuðu því um 26% á milli ára en heildarkröfur hækkuðu á sama tíma um 18,6%, úr 757 milljónum króna í 898 milljónir króna. „í byrjun árs 1999 voru starfandi 313 starfsmenn hjá Tæknivali (móð- urfélagi) en við lok ársins hafði starfsmönnum fækkað í 230. Mestu munar um þá 66 starfsmenn á hug- búnaðarsviði félagsins sem eðlilega færðust yfir til Ax, hugbúnaðarhúss, við stofnun þess félags. Á sama tíma og 26% fækkun starfsmanna er stað- reynd, jókst velta í fyrirtækinu um 16%. Þó ber að geta að umræddar breytingar í starfsmannahaldi urðu allar á seinni hluta ársins, en velta á þeim árshluta var svipuð og á fyrri hluta árs,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Tæknivals, hefur verið unnið að miklum skipulags- breytingum innan Tæknivals á liðnu ári með aðstoð frá KPMG. Meðal þess sem tekið var tii endurskoðunar var bónuskerfi starfsmanna en sam- kvæmt nýju kerfi fá starfsmenn ein- ungis aukagreiðslur vegna raun- verulegs virðisauka fyrir fyrirtækið. Að sögn Árna er stefnt að því að Tæknival skili yfir 100 milljón króna hagnaði af reglulegri starfsemi í ár. Jafnframt er gert ráð fyrir 5% veltu- aukningu en aukinni framlegð af vöru og þjónustusölu. Miðað við áætlaðan fjölda starfsmanna, 220 manns, er gert ráð fyrir lægri launa- kostnaði en á síðasta ári en þá nam hann 892,7 milljónum króna. Stefnt að opnun netverslunar um mitt ár Á síðasta ári nam velta BT versl- ananna um 1,5 milljörðum króna og var afkoma BT mjög jákvæð á síð- asta ári. „Afkoman sýnir það að við erum með í höndunum mjög skemmtilegt tæki sem er að spila mjög vel úr öllum sínum markaðs- málum,“ segir Árni. Hann segir að menn séu að ná góðum árangri varð- andi birgðir hjá BT-verslununum og eru í forystu innan félagsins að ná ut- an um veltuhraða þeirra. Rýrnun hefur hins vegar verið mikið vanda- mál hjá verslunum BT en góður ár- angur hefur náðst á því sviði í sam- starfi með starfsmönnum. Hafinn er undirbúningur að þriðju söluvídd Tæknivals, netverslun, með hliðstætt sjálfstæði í sölu og hin tvö sölusvið Tæknivals. Stefnt er að því að opna hana um mitt ár. Að sögn A slódum nýrra vidskipta- tækifæra Ráðstefna Netbankans 29. febrúar 2000 Hótel Loftleiðum kl. 8.45 - 12.15 Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og áhugafólki um nýjungar á sviði viðskipta og viðskiptatækifæra á Internetinu. Leitast verður við að svara þeim spurningum sem brenna á stjórnendum fyrirtækja í dag. Framsögur: Nýja hagkerfið? Að landa hagnaði á Internetinu Asgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets. Vaxtarverkir Internetsins - þróun Internetsins í tölum Þórhildur Jetzek, lektor Háskólanum í Reykjavík. H-in sex í verslun og viðskiptum á Internetinu; hver, hvað, hvernig, hvar, hvenær og hvers vegna? Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri íslenska netfélagsins. Nálægð framleiðenda við neytendur á F2F og F2N mörkuðum krefst nýrrar nálgunar Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs EJS. Peningaleikir á Internetinu og þróun þeirra á næstu árum Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware. Verð: 12.900 kr. og frítt fyrir þriðja hvern aðila frá sama fyrirtæki. Verð fyrir viðskiptavini Netbankans er 9.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á fíbmÍS eða I síma 550 1800 ...ð slóðufn nýrra viðskiptatækifæra m Tæknival m. Úr samstæðu reikningi Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 4.416,0 4.151,3 +6,4% Rekstrargjöld -4.496,1 -4.222,0 +6,5% Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsl. -80,1 -70,7 +13,3% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -53,8 -33,2 +62,1% Tekju- oq eignarskattur 38,5 29,4 +31,0% Tap af reglulegri starfsemi 95,5 74,5 +28,2% Söluhaqnaður eiqna 121.5 63.8 +90.4% Hagnaður ársins 29,4 -13,4 Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 1.990,2 2.009,7 -1,0% Eigið fé 316,8 284,7 +11,3% Skuldir 1.240,7 1.706,2 -27,3% Skuldir og eigið fé samtals 1.990,2 2.009,7 -1,0% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 9,3% -4,7% Eiginfjárhlutfall 15,9% 15,9% Veltufjárhlutfall 1,25 1,38 Veltufé frá rekstri Milljónir króna -83,8 -41,6 +101,4% Árna er ekki um verulega fjárfest- ingu né markaðssetningu að ræða. Árni segir afkomu síðasta árs vera viðunandi miðað við stöðuna um mitt síðasta ár. Hins vegar sé enginn ár- angur viðunandi nema um hagnað sé að ræða yfir allt árið. Hann segir að- spurður að markmið um yfir 100 mil- ijón króna hagnað af reglulegri starfsemi í ár sé raunhæft markmið og að félagið hafi sýnt j)að á seinni hluta síðasta árs þegar viðsnúningur varð á rekstri þess meðal annars með algjörri uppstokkun á skipulagi þess. Þróunarfélag íslands hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Fjármunatekjur Milljónir króna 1.150,9 727,6 +58,2% Fjármagnsgjöld 178,8 32,7 +445,9% Hreinar fjármunatekjur 972,1 694,8 +39,9% Rekstrargjöld 30,0 26,3 +14,1% Haqnaður fyrir skatta 942.1 668.5 +40.9% Reiknaðir skattar 312,8 161,3 +93,9% Hagnaður ársins 629,3 507,2 +24,1% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 4.821,2 3.204,8 +50,4% Eigið fé 3.002,9 2.470,3 +21,6% Skuldir og skuldbindingar 1.818,3 734,5 +147,5% Skuldir og eigið fé samtals 4.821,2 3.204,8 +50,4% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 27% 26% Eiginfjárhlutfall 62% 77% Innra virði 2,73 2,13 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 1.085,8 697,8 +55,6% Hagnaður Þró- unarfélagsins eykst um 24% HAGNAÐUR Þróunarfélags ís- lands á árinu 1999 er 629 milijónir króna eftir skatta, að því er fram kemur í fréttatiikynningu frá Þróun- arfélaginu. Hagnaðurinn eykst um 24% frá árinu 1998 og er um bestu afkomu fé- lagsins frá upphafi að ræða. Stjóm Þróunarfélagsins leggur til að hluthöfum verði greiddur 20% arður af hlutabréfaeign sinni í félag- inu og mun arðgreiðslan nema 220 milljónum króna í ár, en var 110 mil- Ijónir króna fyrir árið 1998. Raunávöxtun hlutabréfasafns fé- lagsins var 37% á árinu. Nafnávöxt- un þeirra hlutabréfa Þróunarfélags: ins sem skráð eru á Aðallista VÞÍ var 53,8% og í fréttatilkynningu er þess getið til samanburðar að úrvals- vísitala VÞÍ hækkaði um 46,9% á ár- inu. Gengishagnaður hlutabréfa nam alls 1.061 milljón króna á árinu og þar af er innleystur hagnaður vegna sölu hlutabréfa 468 milljónir króna og óinnleystur hagnaður 593 milljón- ir. Á árinu hækkuðu hlutabréf í Þró- unarfélagi íslands um 59% að teknu tilliti til 10% arðgreiðslu. Hlutafé fé; lagsins er 1.100 milljónir króna. I árslok nam eigið fé félagsins 3.003 milljónum króna eða um 62,3% af heildareignum. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir miklum hagnaði Þróunarfé- lagsins sé fyrst og fremst mikil hækkun á skráðum hlutabréfum inn- anlands. Hann segir 20% arðgreiðslu ákveðna í ljósi góðrar afkomu félags- ins og sterkrar eiginfjárstöðu þess. Að sögn Andra jókst fjárfesting Þró- unarfélagsins í erlendum óskráðum hlutabréfum á síðasta ári. „Þau bréf eru færð að kaupverði um áramót en það er að litlu leyti farið að skila sér í afkomu." Aðspurður segir Andri að Þróunarfélagið muni halda fjárfest- ingum af þessu tagi áfram á árinu. Aðalfundur Þróunarfélagsins verður haldinn 6. mars nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.