Morgunblaðið - 22.02.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Hagnaður Tæknivals 29,4 milljónir árið 1999
95,5 milljóna tap af
reglulegri starfsemi
HAGNAÐUR Tæknivals-samstæð-
unnar nam 29,4 milljónum króna á
síðasta ári samanborið við 13,4 millj-
óna króna tap árið 1998. Tap af
reglulegri starfsemi nam 95,5 millj-
ónum króna árið 1999 en 74,5 millj-
ónum króna árið á undan. Söluhagn-
aður eigna nam 121,5 milljónum
króna á síðasta ári. Þar munar mestu
um flutning hugbúnaðarsviðs
Tæknivals yfir í Ax hugbúnaðarhús
sem stofnað var á síðasta ári af
Tæknivali, Skýrr og Opnum kerfum.
Ákveðið hefur verið að selja allan
hlut Tæknivals í Axi til Rúnars Sig-
urðssonar, Opinna kerfa og Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins. Nafnverð
hlutarins, sem er 25% hlutafjár í Axi,
er 75 milljónir og eru bréfin seld á
genginu 1,9, að sögn Árna Sigfússon-
ar, framkvæmdastjóra Tæknivals.
Söluverðið er því 142,5 milljónir
króna. Sá söluhagnaður mun því
koma félaginu til góða í rekstramið-
urstöðu ársins í ár.
Mikil umskipti urðu í rekstri
Tæknivals á síðasta ári en fyrstu sex
mánuði ársins nam tap á rekstri
móðurfélagsins 144,3 miHjónum
króna og tap af reglulegri starfsemi
159,9 milljónum króna. Á síðasta ári
lækkuðu heildarbirgðir samstæð-
unnar úr 721 milljón í 524 milljónir
króna. Birgðir eldri en 6 mánaða í
árslok 1999 voru 13% en 25% í árslok
1998. Heildarbirgðir í árslok 1999
voru 12% af veltu á móti 17,5% í árs-
lok 1998. Að sögn Árna er stefnt að
því að veltuhraði birgða verði aukinn
á árinu 2000 miðað við 1999 en þá var
hann 6.
Gjaldfallnar kröfur lækka
um 26% milli ára
í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að um síðustu áramót
námu gjaldfallnar viðskiptakröfur
móðurfélagsins 135 milljónum króna
samanborið við 182 milljónir króna
árið á undan. Gjaldfallnar kröfur
lækkuðu því um 26% á milli ára en
heildarkröfur hækkuðu á sama tíma
um 18,6%, úr 757 milljónum króna í
898 milljónir króna.
„í byrjun árs 1999 voru starfandi
313 starfsmenn hjá Tæknivali (móð-
urfélagi) en við lok ársins hafði
starfsmönnum fækkað í 230. Mestu
munar um þá 66 starfsmenn á hug-
búnaðarsviði félagsins sem eðlilega
færðust yfir til Ax, hugbúnaðarhúss,
við stofnun þess félags. Á sama tíma
og 26% fækkun starfsmanna er stað-
reynd, jókst velta í fyrirtækinu um
16%. Þó ber að geta að umræddar
breytingar í starfsmannahaldi urðu
allar á seinni hluta ársins, en velta á
þeim árshluta var svipuð og á fyrri
hluta árs,“ að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Að sögn Frosta Bergssonar,
stjórnarformanns Tæknivals, hefur
verið unnið að miklum skipulags-
breytingum innan Tæknivals á liðnu
ári með aðstoð frá KPMG. Meðal
þess sem tekið var tii endurskoðunar
var bónuskerfi starfsmanna en sam-
kvæmt nýju kerfi fá starfsmenn ein-
ungis aukagreiðslur vegna raun-
verulegs virðisauka fyrir fyrirtækið.
Að sögn Árna er stefnt að því að
Tæknival skili yfir 100 milljón króna
hagnaði af reglulegri starfsemi í ár.
Jafnframt er gert ráð fyrir 5% veltu-
aukningu en aukinni framlegð af
vöru og þjónustusölu. Miðað við
áætlaðan fjölda starfsmanna, 220
manns, er gert ráð fyrir lægri launa-
kostnaði en á síðasta ári en þá nam
hann 892,7 milljónum króna.
Stefnt að opnun
netverslunar um mitt ár
Á síðasta ári nam velta BT versl-
ananna um 1,5 milljörðum króna og
var afkoma BT mjög jákvæð á síð-
asta ári. „Afkoman sýnir það að við
erum með í höndunum mjög
skemmtilegt tæki sem er að spila
mjög vel úr öllum sínum markaðs-
málum,“ segir Árni. Hann segir að
menn séu að ná góðum árangri varð-
andi birgðir hjá BT-verslununum og
eru í forystu innan félagsins að ná ut-
an um veltuhraða þeirra. Rýrnun
hefur hins vegar verið mikið vanda-
mál hjá verslunum BT en góður ár-
angur hefur náðst á því sviði í sam-
starfi með starfsmönnum.
Hafinn er undirbúningur að þriðju
söluvídd Tæknivals, netverslun, með
hliðstætt sjálfstæði í sölu og hin tvö
sölusvið Tæknivals. Stefnt er að því
að opna hana um mitt ár. Að sögn
A slódum
nýrra
vidskipta-
tækifæra
Ráðstefna Netbankans 29. febrúar 2000
Hótel Loftleiðum kl. 8.45 - 12.15
Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og áhugafólki um nýjungar á
sviði viðskipta og viðskiptatækifæra á Internetinu. Leitast verður við að svara þeim
spurningum sem brenna á stjórnendum fyrirtækja í dag.
Framsögur:
Nýja hagkerfið? Að landa hagnaði á Internetinu
Asgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets.
Vaxtarverkir Internetsins - þróun Internetsins í tölum
Þórhildur Jetzek, lektor Háskólanum í Reykjavík.
H-in sex í verslun og viðskiptum á Internetinu; hver, hvað,
hvernig, hvar, hvenær og hvers vegna?
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri íslenska netfélagsins.
Nálægð framleiðenda við neytendur á F2F og F2N mörkuðum
krefst nýrrar nálgunar
Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs EJS.
Peningaleikir á Internetinu og þróun þeirra á næstu árum
Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware.
Verð: 12.900 kr. og frítt fyrir þriðja hvern aðila frá sama fyrirtæki.
Verð fyrir viðskiptavini Netbankans er 9.900 kr.
Nánari upplýsingar og skráning á fíbmÍS eða I síma 550 1800
...ð slóðufn nýrra viðskiptatækifæra
m
Tæknival m.
Úr samstæðu reikningi
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 4.416,0 4.151,3 +6,4%
Rekstrargjöld -4.496,1 -4.222,0 +6,5%
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsl. -80,1 -70,7 +13,3%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -53,8 -33,2 +62,1%
Tekju- oq eignarskattur 38,5 29,4 +31,0%
Tap af reglulegri starfsemi 95,5 74,5 +28,2%
Söluhaqnaður eiqna 121.5 63.8 +90.4%
Hagnaður ársins 29,4 -13,4
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 1.990,2 2.009,7 -1,0%
Eigið fé 316,8 284,7 +11,3%
Skuldir 1.240,7 1.706,2 -27,3%
Skuldir og eigið fé samtals 1.990,2 2.009,7 -1,0%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Arðsemi eigin fjár 9,3% -4,7%
Eiginfjárhlutfall 15,9% 15,9%
Veltufjárhlutfall 1,25 1,38
Veltufé frá rekstri Milljónir króna -83,8 -41,6 +101,4%
Árna er ekki um verulega fjárfest-
ingu né markaðssetningu að ræða.
Árni segir afkomu síðasta árs vera
viðunandi miðað við stöðuna um mitt
síðasta ár. Hins vegar sé enginn ár-
angur viðunandi nema um hagnað sé
að ræða yfir allt árið. Hann segir að-
spurður að markmið um yfir 100 mil-
ijón króna hagnað af reglulegri
starfsemi í ár sé raunhæft markmið
og að félagið hafi sýnt j)að á seinni
hluta síðasta árs þegar viðsnúningur
varð á rekstri þess meðal annars
með algjörri uppstokkun á skipulagi
þess.
Þróunarfélag íslands hf. Úr ársreikningi 1999
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Fjármunatekjur Milljónir króna 1.150,9 727,6 +58,2%
Fjármagnsgjöld 178,8 32,7 +445,9%
Hreinar fjármunatekjur 972,1 694,8 +39,9%
Rekstrargjöld 30,0 26,3 +14,1%
Haqnaður fyrir skatta 942.1 668.5 +40.9%
Reiknaðir skattar 312,8 161,3 +93,9%
Hagnaður ársins 629,3 507,2 +24,1%
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 4.821,2 3.204,8 +50,4%
Eigið fé 3.002,9 2.470,3 +21,6%
Skuldir og skuldbindingar 1.818,3 734,5 +147,5%
Skuldir og eigið fé samtals 4.821,2 3.204,8 +50,4%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Arðsemi eigin fjár 27% 26%
Eiginfjárhlutfall 62% 77%
Innra virði 2,73 2,13
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 1.085,8 697,8 +55,6%
Hagnaður Þró-
unarfélagsins
eykst um 24%
HAGNAÐUR Þróunarfélags ís-
lands á árinu 1999 er 629 milijónir
króna eftir skatta, að því er fram
kemur í fréttatiikynningu frá Þróun-
arfélaginu.
Hagnaðurinn eykst um 24% frá
árinu 1998 og er um bestu afkomu fé-
lagsins frá upphafi að ræða.
Stjóm Þróunarfélagsins leggur til
að hluthöfum verði greiddur 20%
arður af hlutabréfaeign sinni í félag-
inu og mun arðgreiðslan nema 220
milljónum króna í ár, en var 110 mil-
Ijónir króna fyrir árið 1998.
Raunávöxtun hlutabréfasafns fé-
lagsins var 37% á árinu. Nafnávöxt-
un þeirra hlutabréfa Þróunarfélags:
ins sem skráð eru á Aðallista VÞÍ
var 53,8% og í fréttatilkynningu er
þess getið til samanburðar að úrvals-
vísitala VÞÍ hækkaði um 46,9% á ár-
inu.
Gengishagnaður hlutabréfa nam
alls 1.061 milljón króna á árinu og
þar af er innleystur hagnaður vegna
sölu hlutabréfa 468 milljónir króna
og óinnleystur hagnaður 593 milljón-
ir. Á árinu hækkuðu hlutabréf í Þró-
unarfélagi íslands um 59% að teknu
tilliti til 10% arðgreiðslu. Hlutafé fé;
lagsins er 1.100 milljónir króna. I
árslok nam eigið fé félagsins 3.003
milljónum króna eða um 62,3% af
heildareignum.
Andri Teitsson, framkvæmda-
stjóri Þróunarfélagsins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að ástæðan
fyrir miklum hagnaði Þróunarfé-
lagsins sé fyrst og fremst mikil
hækkun á skráðum hlutabréfum inn-
anlands.
Hann segir 20% arðgreiðslu
ákveðna í ljósi góðrar afkomu félags-
ins og sterkrar eiginfjárstöðu þess.
Að sögn Andra jókst fjárfesting Þró-
unarfélagsins í erlendum óskráðum
hlutabréfum á síðasta ári. „Þau bréf
eru færð að kaupverði um áramót en
það er að litlu leyti farið að skila sér í
afkomu." Aðspurður segir Andri að
Þróunarfélagið muni halda fjárfest-
ingum af þessu tagi áfram á árinu.
Aðalfundur Þróunarfélagsins
verður haldinn 6. mars nk.