Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 25

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 25 ERLENT Y atnaskil í Iran Kosningarnar í íran sl. föstudag voru mikill sigur fyrir umbótaöflin í landinu og að sama skapi ósigur fyrir harðlínumennina. Khatami forseti og leiðtogi umbótasinnanna hefur nú fengið umboð til að koma á því siðaða samfélagi laga og réttar, sem hann hef- ur barist fyrir, en erfiðasta glíman verður við efna- hagsmálin, sem eru í kaldakoli. Teheran. AP, AFP, Reuters. UMBÓTASINNAR í íran unnu mik- inn sigur í kosningunum sl. föstudag og Ijóst er, að nýir tímar eru að renna upp í írönskum stjómmálum. Þeir hófust í raun 1997 er klerkastéttin og harðlínumennimir ákváðu að lífga dálítið upp á forsetakosningamar með því að leyfa tiltölulega ókunnum klerki, Mohammad Khatami, að bjóða sig fram. Klerkastéttina óraði ekki fyrir úrslitunum, Khatami fékk 20 milljónir af alls 29 milljónum at- kvæða. Teningunum hafði verið kast- að og um miðjan dag í gær vom horf- ur á, að harðlínumennirnir fengju aðeins um eða innan við 40 sæti af 290 á þingi. Þá var aðeins búið að telja 15% atkvæða í Teheran, höfuðborg- inni, en útlit fyrir, að umbótasinnar fengju 26 til 28 af 30 þingsætum hennar. Hafði Mohammadreza Khat- ami, bróðir Khatamis forseta, fengið flest atkvæði. Hreyfing umbótasinna kallar sig „2. Khordad“ en í íranska tímatalinu svarar það til 23. maí 1997, dagsins er Khatami var kjörinn forseti. Með kjöri hans urðu strax miklar breytingar í Iran. Frjálslynt fólk, sem ekld hafði þorað að láta í sér heyra, fór nú að opna munninn og harrn gaf kjós- endum sínum nýja von, einkum ungu fólki og konum, sem klerkastéttin hafði haldið niðri í nafni trúarinnar. Mörgum hefur fundist hægt ganga í umbótaátt en Khatami hefur orðið að haga seglum eftir vindi. Þar til á föstudaginn vora harðlínumennimir í meirihluta á þingi. Hann hefur þó ávallt ýtt undir aukið frjálsræði og ungt fólk og konur era ekki lengur jafn hrædd og áður við Baseej-sveit- irnar, sem hafa gætt þess, að ströng- ustu siðum íslams sé fylgt út í æsar. Gervihnattadiskamir, sem klerkam- ir bönnuðu, era aftur famir að sjást á húsþökum og blæjan, sem konur áttu að fela sig undir, er orðin að skuplu, sem færist æ aftar á höfuðið. „Mistökin“ sem öllu breyttu Khatami er sjálfur klerkur og hann stefnir ekki að því að afnema það ísl- amska kerfi, sem komið var á með byltingunni 1979. Hann er hins vegar miklu hófsamari í túlkun sinni á hlut- verki trúarinnar í samfélaginu og hann gaf fólki þor til að gagnrýna klerkastéttina. Það endurspeglast Mohammad Khatami, forseti ír- ans (t.h.), ásamt innanríkis- ráðherra sínum, Abdolavahed NousaviLari. m.a. í þeim fjölda óháðra og frjáls- lyndra dagblaða, sem litið hafa dags- insljóssíðan hann var kj örinn. Fyrir 1997 vora kosningar í íran allt að því formsatriði. Sérstakt ráð harðlínumanna, nokkurs konar æðstaráð, réð því hverjir fengu að bjóða sig fram og til að gefa kosning- unum einhvem sýndarsvip var venj- an sú að leyfa einhverjum alls óþekktum mönnum að kljást við kunnan og valdamikinn harðlínu- mann. Almenningi þótti sem úrslitin væra ráðin fyrirfram og lqörsókn var alltafmjöglítil. Þetta breyttist allt með tilkomu Khatamis, sem var raunar ekki með öllu ókunnur því að hann hafði áður gegnt embætti menningarmálaráð- herra. Andstæðingur hans og fram- bjóðandi harðlínumanna í kosningun- um 1997 var Ali Akbar Nateq-Nouri og í kosningabaráttunni, a.m.k. fram- an af, virtist hann öraggur um, að allt færi eins og venjulega og hann yrði kjörinn. Um framboð Khatamis sagði hann og vitnaði þá í persneskt mál- tæki, sem segir eitthvað á þá leið, að stundum sé ágætt að kynda aðeins betur upp í aminum. Þegar úrslitin lágu fyrir sögðu stuðningsmenn Khatamis, áð arinninn hefði orðið svo heitur, að húsið hefði brannið til kaldra kola. Harðlínumennimir bragðust hart við sigri Khatamis og beittu einkum fyrir sig dómskerfinu, sem þeir réðu. Dagblöð umbótasinna vora bönnuð eitt af öðra en Khatami og menning- armálaráðherra hans svöraðu með því að leyfa jafhharðan ný blöð. Margir kunnir bandamenn Khatamis vora fangelsaðir, þingið svipti innan- ríkisráðherra hans embætti og vopn- aðir útsendarar harðh'numanna réð- ust á menntamenn og námsmenn. Þessar atlögur urðu þó aðeins til að efla umbótahreyfinguna og auka hróður Khatamis meðal landsmanna. Staða harðlínumannanna Styrkur Khatamis felst ekki síst í því, að hann er enginn utangarðs- maður, sem vill rífa niður kerfið, heldur kemur hann úr innsta hring þess en vill breyta því. Harðlínuöflin hafa vitað um nokk- urt skeið hvað klukkan sló og hafa slakað nokkuð á. Þau leyfðu t.d. hundraðum kunnra umbótamanna að bjóða sig fram í þingkosningunum en áður vora þeir yfirleitt útilokaðir með alls konar tylhástæðum. Harðlínuklerkamir ráða eftir sem áð- ur æðstaráðinu og samkvæmt stjómar- skránni verður það að samþykkja öll lög frá þinginu. Mohammedrráa Zohdi, ritr stjóri Arya, óháðs dagblaðs, telur þó ól- íklegt, að æðstaráðið muni þora að troða illsakir við almenning í landinu með því að snúast gegn þinginu. Þá kvaðst hann ekki trúa því, að AJi Khamenei erki- klerkur og harðlínumaður vogaði sér að grípa til einhverra örþrifaráða, sem ekki væru heimiluð í stjómarskránni. Gerði hann það væri auðvelt að saka hann um svik við sjálfan upphafsmann byltingar- innar, Khomeini erkiklerk. Það er kannski táknrænast fyrir hina nýju tíma í íran, að kosninga- skrifstofur umbótasinna í Teheran vora í diskóteki, sem lokað var með byltingunni 1979. Síðan hefur dans verið bannaður í landinu. Óðaverðbólga og atvinnuleysi Kosningaúrshtin í íran era til marks um, að fólk vill ekki lifa lengur við ófrelsi og harðræði klerkastéttar- innar en ástæðan fyrir þeim er líka sú, að efnahagsmálin era í rúst. Verð- bólgan er mikil, fyrir um 15 áram vora 500 rialar í doharanum en 8.300 nú. Atvinnuleysið er líklega um 30% eða jafnvel meira og út úr háskólun- um streymir vel menntað fólk, sem enga vinnu fær. Næstum allar at- vinnugreinar era í höndum ríkisins. Margir kenna Bandaríkjunum og refsiaðgerðum þeirra um ástandið en efnahagslegt ófrelsi og einhæfni ráða þó mestu. Iranir era aðrir mestu olíu- framleiðendur innan OPEC, Sam- taka ohuframleiðenda, og ohan stend- ur undir 85% gjaldeyristeknanna. Þótt ohuverðið sé hátt nú hefur það verið mjög lágt á síðustu áram með alvarlegum afleiðingum fyrir efna- hagslífið. Árið 1998 var fjárlagahall- inn nærri 440 milljarðar ísl. kr. Khatami vih reyna að blása nýju lífi í efnahagsmálin, til dæmis með því að einkavæða ríkisfyrirtæki, en fréttaskýrendur segja, að það sé takmarkað hverju hann geti fengið áorkað. .jUþjóðavæðingin býður ekki upp á marga kosti,“ segir Khosro Abedi, póhtískur fréttaskýrandi í Iran. „Þær aðgerðir, sem þegar hefur verið grip- ið th, hafa litlu breytt enda er hin nýja heimsskipan einföld: Annað- hvort er að standa sig í samkeppninni eðaverðaundir." Að verða undir hefur einmitt verið hlutskipti margra írana á síðustu ár- um: „Ég vhdi gefa allt til að komast burt úr þessu landi,“ segir Mohamad, 29 ára gamall maður. „Hér er allt á leið norður og niður.“ Spennið beltin Að aka BMW 316 er engu líkt. Þessi tilfinning er afrakstur þrotlausrar vinnu vísindamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman vísindi og ástríðu á einstakan hátt. Við bjóðum þér að komast á flug - í BMW 316. BMW 316 kostarfrá 2.380.000 kr. Grjótháls 1 Engum líkur sími 575 1210

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.