Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AP Þessi bygging, sorpbrennslustöð í Vínarborg, ber einstæðum hönnunarstfl Hundertwassers glöggt vitni. Friedensreich Hundertwasser látinn Gegn hinni beinu línu Vín. Reuters. AUSTURRÍSKI myndlistamaðurinn og arkitektinn Friedensreich Hund- ertwasser dó á laugardag úr hjar- taslagi um borð í farþegaskipinu HMS Queen Elizabeth II, 71 árs að aldri. Hundertwasser var á þessu hinzta ferðalagi sínu á leið til Aust- urrflcis frá Nýja Sjálandi þar sem hann var búsettur um árabil. Hundertwasser, sem í raun hét Friedrich Stowasser, fæddist í Vín- arborg 15. desember 1928. Eftir síð- ari heimsstyrjöldina, sem hann lifði af í felum í fæðingarborg sinni ásamt gyðingaættaðri móður, hóf hann listnám við listaháskólann í Vín árið 1948, en undi þar þó aðeins í þrjá mánuði. Ári síðar tók hann upp listamannsnafnið Hundertwass- er. 1953 málaði hann fyrsta verk sitt þar sem spírall var í aðalhlutverki, en spírallinn varð að eins konar vörumerki listamannsins. 1959 var fræg „Mygluyfírlýs- ing“ (Verschimmel- ungsmanifest) hans birt, þar sem hann ræðst gegn rökhyggju í byggingarlist. Gegn hinni beinu línu, þessu „verkfæri djöfulsins" eins og kaus að kalla hana, stillti hann spír- alnum. Höfnun sína á öllu reglulegu sýndi hann meðal annars í verki með því að ganga alltaf í mislitum sokk- um. Hundertwasser varð snemma umdeildur, meðal annars fyrir að koma nakinn fram, sem hann gerði nokkrum sinnum á sjöunda áratugnum. Byggingar þær sem Hunderwass- er hannaði báru heimspeki hans glöggt vitni, sem ásamt höfnun hinnar beinu línu einkenndist af viðleitni til að færa borgarhúsnæði nær náttúrunni, með ríku- legum gi'óðri á þökum og syllum. „Ég breyti sjúkum húsum í mann- úðleg hús, í sátt við náttúruna," sagði hann. Fjölbýlishús og sorpbrennslustöð í Vín og heilsuhæli í Blumau í Steiermark eru með- al Hundertwasser- bygginga í heimalandi hans sem orðið hafa vinsælir áfangastaðir fcrðamanna. „Ég vil að fólki fínnist lífið þess vert að lifa því,“ sagði Hundert- wasser eitt sinn í Reuters-viðtali. „Ég hata vonlausa list.“ Friedensreich Hundertwasser Litið um öxl TðJVLIST M e s k i r k j a SINFÓNIUTÓNLEIKAR Oliver Kentish: Fjórar myndir. Hildigunnur Rúnarsdóttir: Orgel- konsert (II. þáttur). Poulenc: Orgel- konsert í g-moll. Lenka Mátéova, orgel; Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna u. stj. Olivers Kentish. Sunnudaginn 20. febrúar kl. 17. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna átti ekki sömu aðsókn að fagna sl. sunnudag og um jólin, þegar fjölmennur barnakór sá sjálf- krafa um að fylla hvern krók og kima aðstandendum, jafnvel þótt halda mætti að frumflutningur íslenzks verks og þriðjungs úr öðru - þ.e. mið- þáttar úr væntanlegum orgelkonsert - myndi vekja meiri forvitni en hálf- setin kirkja bar vott um. Sérstaklega úr því hvorki var um að ræða gat- slitnar karlakórslummur né mannýg framúrstefnuverk - þó að almenn- ingur gæti að vísu varla vitað hið síð- ara fyrir fram. Titillinn á Divertimentói Olivers Kentish fyrir Kammersveit, Fjórar myndir, minnti mann ósjálfrátt á Fyra vinjetter Lars-Erik Larssons frá 1938 við útvarpsleikritsuppfærslu á A Winter’s Tale eftir Shakespeare. Þó að stfllinn hjá Oliver væri töluvert frábrugðinn ástsæla sænska tón- skáldinu og særi sig meir í ætt við nýklassísk eða „póstrómantísk brezk tónskáld frá fyrri hluta aldarinnar, var ekki ósvipaður elegískur haust- blær yfír 2. þætti og yfir 4. þætti Larssons. 1. og 2. þættir Olivers voru kannski persónulegustu partar þessa bráðskemmtilega verks, þó að margt væri einnig áheyrilegt í þeim seinni. Stykkið var samið af furðuslunginni þekkingu á klassískum vinnubrögð- um hjá ekki eldri manni, sem ásamt víða bráðferskri orkestrun rak hlustandann til umhugsunar um óskráðar reglur og viðjar nútíma- tónlistar, þar sem slík „gamaldags", gegnheil og hlustendavæn músík til skamms tíma þótti helzt til þess fallin að setja höfundinn út af fílabeins- sakramentinu. Enda hefur stundum hvarflað að fleiri áheyrendum en undirrituðum, að mörgum staðfóst- um framúrstefnuhöfundi sé undir niðri farið að leiðast módemisminn eftir hálfrar aldar stanzlausa til- raunastarfsemi. Kannski eru Fjórar myndir eitt af fleiri dæmum á síðustu árum til marks um að sumir höfund- ar séu famir líta um öxl og spyrja hér í tíaldarlok: „hvað er þá allt okkar starf?“ Enn þykir þó greinilega þurfa að slá „skemmti“-varnagla við aðgengi- legu tónverki, líkt og skemmtigildi vandaðrar tónlistar hafi aldrei verið til áður, eða mæti algjörum afgangi. Af því leiðir þó ekki að slá megi slöku við í spilamennsku. Þótt samið væri fyrir Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, var hémmrætt verk í það kröfuharðasta, þrátt fyrir marga vel- héppnaða staði hjá hljómsveitinni, og vísaði eiginlega beint á flutning hin- um megin við Hagatorgið, þar sem nú er fáanleg öll sú hrynskerpa, ná- kvæmni og lýtalausa inntónun sem verk af þessu tagi þarfnast til að njóta sín að fullu - og helzt við helm- ingi stærri strengjasveit. í millitíð- inni mætti kannski núa af nokkrar nibbur, fínpússa og nostra við heldur snubbótt niðurlag lokaþáttar, en að því loknu myndi verkið án vafa gera sig vel hjá SÍ, enda barmafullt af frjóum hugmyndum. E.t.v. má deila um kosti þess að frumflytja nýtt tónverk í pörtum, eins og hér var gert með flutningi miðþáttar enn ókláraðs Orgelkon- serts eftir Hildigunni Rúnarsdóttur konsertmeistara í SÁ. Fyrir tiltölu- lega óreynd yngri tónskáld getur vissulega verið hagkvæmt að láta þannig afgangsþættina njóta sviðs- reynslu fyrst flutta þáttarins, og lýsir um leið því ósjálfshátíðlegu viðhorfi að heilt verk sé ekki endilega heilög kýr sem slíkt (þó að einþáttungs- stefna hérlendrar klassískrar út- varpsstöðvar sé á hinn bóginn ekki einhlítt til fyrirmyndar). Hins vegar ætti fjölkvittinn hlustandi auðvelt með að spyrja, hvort þessi „asi“ gæti þessutan verið sprottinn af löngun til að verða fyrstur til að vígja nýja Noack-orgelið í samleik - þó að hon- um sé að vísu ókunnugt um hvort annar orgelkonsert sé einhvers stað- ar í uppsiglingu. En hvað sem því líð- ur má segja að höfundur hafi alltjent komizt í feitt hvað tvennt varðar, hljóðfærið og einleikarann. Hið róm- antíska raddaval „Nýja Nóa“ var sérlega vel fallið til samleiks við strengjasveit, og Lenka Mátéova, sem hingað til hefur verið óþarflega vel varðveitt leyndarmál Efri-Breið- hyltinga í Fella- og Hólakirkju, skip- aði sér hér - og enn betur í lokaverk- inu eftir Poulenc - hikstalaust í úrvalssveit íslenzkra konsertorgan- ista með framúrskarandi nákvæmum og, þar sem það átti við, snörpum Ekkert er ókeypis LEIKLIST S a ii ð k i n d i n, Leikfélag neinenda- f é I a g s M K SKUGGASVEINN Leiksljóri: Agnar Jón Egilsson. Sýnt í Félagsheimili Kópavogs. ÞAÐ er greinilegt að Sauðkindin hefur ekki setið auðum höndum síð- ustu vikurnar. Fyrir utan alla fyrir- höfnina við að setja saman leiksýn- ingu hafa þau lagt í það að umbreyta stóra salnum í Félagsheimili Kópa- vogs og skapa þar mikla furðuveröld úr svampi og svörtu plasti. Enda er- um við stödd í mikilli furðuveröld, einhvers konar blöndu af heimi Grimms-ævintýranna og nútíma- legu eiturlyfjahelvíti. Efniviður sýningarinnar er ekki samnefnt leikrit Matthíasar Jochumssonar heldur þjóðsagan um unga manninn sem þiggur silfurkúl- ur Skrattans til að vera verðugur eiginmaður unnustu sinnar. Vita- skuld kemur að skuldadögunum og kúlurnar dýrari en ráð var fyrir gert. „Ekkert er ókeypis" er boð- skapur sögunnar, þótt Kindurnar og leikstjóri þeirra kjósi að þrengja sjónarhornið á eiturlyf og afleiðing- ar þeirra. I leikskrá kemur fram að sýning- in hafi verið unnin í spuna, og losaraleg framvindan hefur vissu- lega á sér spunaeinkenni. Textinn er hins vegar áreiðanlega ekki runninn áreynslulaust upp úr menntskæl- ingum, upphafinn, sumstaðar í bundnu máli og ekki laus við að renna á köflum út í fremur innan- tóma mælgi. Leikhópurinn átti í nokkrum brösum við að gera sér mat úr torfinu, best gekk Skrattan- um, sem Sverrir Amason málaði í sterkum „Rocky-Horror“ litum. Elskendurnir voru líka skemmtileg- ir í meðförum Vignis Rafns Valþórs- orgelleik. Sömuleiðis átti strengja- sveit SÁ hér fallegasta framlag dags- ins í hægferðugum konsertþætti með allt að því fornkirkjulegum tignarblæ undir n.k. sónötuformi, er bar fagurt vitni um skynbragð höfundar á mót- un sönglínu og rithátt fyrir kór. Lof- aði allt góðu um framhaldið, og mátti raunar skilja af samdægri blaða- grein, að þar verði ýmist tæpt á barokki og nútímaformum, enda sízt óviðeigandi að líta þannig yfir farinn veg á áðurgetnum tíaldamótum. Konsert franska sexmenningsins Francis Poulencs fyrir orgel og strengi varð til 1938 þegar náinn vin- ur hans lézt í umferðarslysi. Kveður þar við nýjan tón og alvarlegri undir gráglettna yfirborðinu sem verið hef- ur helzta vörumerki Poulencs, enda tók hann þá aftur í sátt kaþólsku bemskuáranna og fór að gefa kirkju- verkum meiri gaum. Konsertinn þykir einn sá bezt heppnaði í tónbók- menntunum fyi*ir þessa áhöfn, sam- inn að sögn út frá orgelfantasíum Buxtehudes og í mörgum mishröðum innbyrðis sam- tengdum þáttum. Rithátturinn þykir afar hugmyndaríkur og tær, enda nýklassík Stravinskys meðal fyrir- mynda franska tónskáldsins, og sveiflast milli ljóðrænnar angur- værðar, hrynrænnar kímni og níst- andi skelfingar að tilfinningalegu inntaki. Hvort sem hafi verið nægri upphitun eða meiri samæfingar að þakka, tókst strengjasveit SA mjög vel upp undir hvetjandi stjóm Oli- vers Kentish og betur en í fyrsta verki dagskrár, þó að kröfumar væm varla minni, og Lenka Mátéove fór á kostum með skínandi tæmm og hárnákvæmum orgelleik, sem hlýtur að kalla á fleiri krefjandi verkefni í náinni framtíð. Ríkarður Ö. Pálsson sonar og írisar Stefánsdóttur. í heild var sýningin óþarflega óöguð sem stakk í stúf við formfestuna í textanum og dró dálítið slagkraftinn úr mögnuðu efninu. Saga þessi hefur áður höfðað til skálda. Frægasta dæmið er óperan Der Freischiitz eftir Carl Maria von Weber, en löngu síðar gerði þríeyk- ið William S. Burroughs, Robert Wilson og Tom Waits sína útgáfu, The Black Ridar. Lauslegur saman- burður á lögum og textum í Skugga- sveini við tónlist Waits úr verki þeirra leiðir í ljós að tónlist Skugga- sveins er að mestu leyti úr smiðju hans og textarnir þýddir, nokkuð haganlega meira að segja en þýð- anda að engu getið. Ekki kemur neitt fram um þetta í leikskrá, né heldur hvort sýningin í heild er byggð að einhverju eða öllu leyti á verki þremenninganna. Ef sú er raunin er slíkt auðvitað algerlega ótækt, og allavega er stórlega ámælisvert að grípa á þennan hátt til tónlistar, sem ég geri ráð fyrir að hafi verið gert í leyfisleysi. Því miður era nokkur dæmi þess að leikfélög framhaldsskólanna sinni ekki skyldum sínum við höf- unda. Vitaskuld er reynsluleysi um að kenna, en þá er ábyrgð leikstjór- anna og forráðamanna skólanna því meiri. Eitt af því sem læra má af Skuggasveini er nefnilega að á end- anum borgar sig ekki að stytta sér leið í lífinu. Þorgeir Tryggvason ------UM--------- Ný stjórn Samtaka kvikmynda- leikstjóra ADALFUNDUR Samtaka kvik- myndaleikstjóra og kvikmynda- handritahöfunda var nýlega en sam- tökin starfa í tveim deildum, leikstjóradeild og handritahöfunda- deild. Formaður leikstjóradeildar var kjörinn Friðrik Þór Friðriksson, en aðrir í stjórn deildarinnar era Hilmar Oddsson og Óskar Jónasson, varamenn Jón Tryggvason og Krist- ín Jóhannesdóttir. Formaður hand- ritahöfundadeildar var kjörinn Hrafn Gunnlaugsson, en aðrir í stjórn era Einar Már Guðmundsson og Viðar Víkingsson, varamenn Friðrik Erlingsson og Þráinn Bert- elsson. Formaður aðalstjórnar samtak- anna er tilnefndur til skiptis af stjórn leikstjóradeildar og stjórn handrita- höfundadeildar, en hvor deild skipar síðan tvo menn í aðalstjórn. Aðal- stjórn skipa: Friðrik Þór Friðriks- son formaður, Hrafn Gunnlaugsson varafoimaður, Hilmar Oddsson, gjaldkeri, Óskar Jónasson, ritari, og Einar Már Guðmundsson, með- stjórnandi. I fréttatilkynningu frá Samtökum kvikmyndaleikstjóra og kvikmynda- handritahöfunda segir m.a.: ,Á fund- inum kom fram ákveðinn vilji til að sameina undir einum hatti alla þá er höfundarrétt eiga að kvikmyndum og var rætt um nauðsyn þess að stofna deild kvikmyndatónlistarhöf- unda. Lögmaður félagsins, Erla S. Árnadóttir, gerði grein fyrir þeim árangri sem náðist á liðnu ári í bar- áttu kvikmyndaleikstjóra fyrir höf- undarrétti sínum og að stöðugt þurfi að fylgja þeim árangri eftir vegna þeirrar áráttu ýmissa hópa að reyna sífellt að seilast inn á svið kvik- myndaleikstjórans og kvikmynda- handritahöfunda. Mikil eindrægni ríkti á fundinum, en kvikmyndalistin hefur átt nokkuð undir högg að sækja vegna þess hve ung hún er hér álandi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.