Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Háskólaþing - Menntamálaráðuneytið hélt Háskólaþing á laugardaginn. Þar mættust háskólaborgarar hvaðan- æva að á landinu, báru saman bækur sínar og miðluðu hugmyndum. Gunnar Hersveinn og Erla Skúladóttir fóru á þingið og segir hér meðal annars frá erindi Guðmundar Hálfdanarsonar og Jóns Torfa Jónassonar. Vegamót hins þjóðlega og alþjóðlega • Erlendir skiptinemar eru fleiri en íslenskir á þessu háskólaári. • Lokamarkmið alþjóðavæðingar háskóla er að auka fjölbreytnina. Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðavæðing háskóla er ögrun fyrir íslenska menningu. Skiptinemendur á háskólastigi 1992-2 ■ Fjöldi 200 Nordplus nemendur frá Háskóla íslands Erasmus nemendur frá íslandi Nordplus nemendur til Háskóla íslands Erasmus nemendur til íslands co 5 ‘(u'___ 1— 1992/ 1993/ 1994/ 1995/ 1996/ 1997/ 1998/ 1999/ 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Hvernig sem á málið er lit- ið hefur íslensk menn- ing og vísindi ávallt ver- ið í margslungnum tengslum við nágrannalöndin. Hér hefur sannast að einangrun leiðir til andlegrar stöðnunar, en átök við erlend áhrif og hugmyndastrauma fleyta menningunni áfram,“ sagði Guðmundur Hálfdanarson dósent í sagnfræði við Háskóla íslands í er- indi sinu „Alþjóðamenning háskóla og framtíð íslenskrar þjóðmenning- ar“, á háskólaþingi 19. febrúar 2000. Hann sagði, að á síðustu árum hefði háskólastarf náð fullum þroska hér á landi, og að aukið framboð menntunar á háskólastigi hefði greinilega dregið úr þörfum háskólanema fyrir að sækja mennt- un sína til útlanda, þar sem margt það sem áður var ekki hægt að nema hér á landi er nú kennt við ís- lenskar háskólastofnanir. „Hinsvegar hefur á síðasta ára- tug orðið áþreifanlega vart á ís- landi, eins og í nágrannalöndunum, nýrrar tegundar alþjóðavæðingar, sem snýr fyrst og fremst að grunn- menntun á háskólastigi. Hér er um að ræða afleiðingu af þátttöku okk- ar í menntaáætlunum Evrópu- sambandsins og Norðurlandaráðs, en þær hafa síðastliðinn áratug skapað nýjar aðstæður í háskóla- starfi í flestum löndum Evrópu," sagði Guðmundur. Evrópskar víddir og norrænar Hann segir, að þessi alþjóðavæð- ing í háskólastarfi sé aðeins einn þáttur í breyttum aðstæðum í heiminum, á tímum aukinnar mark- aðsvæðingar, gríðarlegrar þróunar í samskiptatækni og pólitísks um- róts við lok kalda stríðsins. Ör framþróun í vísindum og tækni hef- ur gert það að verkum, að lönd Evrópu hafa séð sig knúin til að vinna saman, í því skyni að standast harða samkeppni á sviði vísinda og tækniþróunar, ekki síst við Banda- ríkin og Japan. „Samstarf á menntasviðinu hefur einnig það að skólar/námskeið markmiði að efla skilning Evrópu- þjóða á menningu hverrar annarrar og gera þannig komandi kynslóðum Ijóst að þótt menningarsamfélög álfunnar séu ólík, bæði innan landa og milli þjóða, tengja ótalmargir þræðir þau saman í norræn og evrópsk menningamet,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði einnig að í áætlunum Evrópusambandsins væri gjaman talað um „Evrópu- vídd“ (European Dimension) sem grunnþátt í samstarfinu. Norður- landabúar leggja hinsvegar áherslu á hina „nomænu vídd“ (Nordisk Dimension). Markmiðið er að hvetja nemendur, með skipulögðu styrkjakerfi og alþjóðlegum regl- um um mat á námi, til að afla hluta menntunar sinnar í öðra Evrópu- landi, þannig að menntastétt fram- tíðarinnar geri sér bæði betri grein fyrir gríðarlegri fjölbreytni álfunn- ar og efli með sér samkennd. „Hér er um að ræða mikla breytingu í flestum löndum Evrópu vegna þess að lengst af hafa evrópskir háskóla- nemar stundað allt sitt nám í sínu heimalandi, ef ekki í sinni heima- borg,“ sagði hann og minnti á að áð- ur hefðu nemendur oft á tíðum misst námsstyrki og lán ef þeir fóra til annarra landa í nám. A.m.k. var talinn alger óþarfi að leita á önnur mið til að fiska það sem fékkst á heimamiðum. ísland vinsælt hjá skiptinemum Árið 1992 gerðist ísland aðili að Erasmus-áætlun Evrópusam- bandsins og námsárið 1992-93 fóra fyrstu íslensku skiptinemarnir utan til hálfs eða eins árs námsdvalar. Guðmundur sagði, að menn hefðu gert sér grein fyrir, að áætlunin myndi ná skjótum vinsældum með- al íslenskra háskólanema, enda nær hefðin íyrir námsdvöl Islend- inga erlendis allt aftur til tíma Sæmundar fróða. Jafnframt bjugg- ust fæstir við því að erlendir nem- endur myndu flykkjast til Islands í náinni framtíð. Sú skoðun spratt ef til vill af eðlislægri minnimáttar- kennd smáþjóðar. „Þróunin varð fljótt allt önnur en flestir spáðu og síðustu ár hefur fjöldi Erasmus- nemenda sem hingað kemur til Is- lands dregið mjög á þá sem fara ut- an - um leið og fjöldi Erasmus- nema virðist ætla að staðnæmast við nálægt 140 einstaklinga á ári.“ N ordplus-nemendaskiptakerfi norrænu ráðherranefndarinnar var komið á fót árið 1989, en þróun þess hefur verið mjög ólík Erasmus- kerfinu hvað fsland varðar. Lengst af hefur ríkt mun meira jafnvægi í nemendaskiptunum við Norður- lönd (Guðmundur miðaði við Nord- plus-nemendur til og frá HÍ, ekki landið allt). „Nokkra athygli vekur hin gífurlega fjölgun nemenda sem heimsækja ísland á því háskólaári sem er að líða,“ sagði Guðmundur (Nordplus-styrkir era hærri en Erasmus styrkir). Þegar tölur yfir Erasmus- og Nordplus-nema era lagðar saman kemur í ljós að há- skólaárið 1999-2000 era skiptinem- ar sem koma til íslands í íyrsta skipti fleiri en þeir sem fara utan, og að nokkuð jafnvægi hefur ríkt í nemendaskiptum íslendinga síð- ustu tvö árin. „íslendingar era ekki lengur að- eins neytendur í alþjóðasamstarfi á sviði háskólamenntunar, og hljóta það að teljast nokkur tíðindi. Eg leyfi mér að túlka þessa þróun þannig, að hún beri vott um vaxandi styrk íslensks háskólasamfélags, um leið og hún hefur sannarlega rennt styrkari stoðum undir starf íslenskra háskóla á nýliðnum ára- tug,“ sagði Guðmundur. „Samfélag nemenda við Háskóla íslands nú er fjarri því jafn einsleitt og það var við upphaf síðasta áratugar, hvað þá þegar ég stundaði nám við skól- ann fyrir tveimur áratugumv Þegar gengið er um lóð Háskóla íslands má t.d. heyra nemendur tala tung- um, sem gefur skólanum alþjóðleg- an svip, um leið og það færir okkur áþreifanlega heim sanninn um, að ísland er alls ekki einangrað eyland heldur virkur þátttakandi í samfé- lagi þjóðanna." Guðmundur sagði, að háskóla- stigið allt yrði enn frekar en áður að starfa á tveimur sviðum samtím- is, þ.e.a.s. að miða námið við inn- lendar þarfir og aðstæður og um leið að taka tillit til alþjóðlegra | staðla og viðmiða í allri starfsemi | sinni. íslenskar menntastofnanir | starfa nú á alþjóðlegum markaði og * af þeim sökum þurfa þær að skil- greina sig vel. Hvort þær eru það sem Svíar kalla „högskola" eða „universitet"? Enska og íslensk menning Guðmundur telur að þörfin fyrir að bjóða þeim erlendu nemendum sem gista landið upp á nægilega k fjölbreytni í námi hafi aukist. Þeir ! þurfi að geta stundað fullt nám á I meðan dvöl þeirra stendur. „Eina 9 raunhæfa úrræðið sem íslenskir háskólar hafa í þessum efnum er að veitá erlendum skiptinemum tæki- færi til að stunda nám hér á landi á erlendum tungumálum, sem í reynd verður oftast latína nútím- ans, enska,“ sagði hann eftir að hafa fært rök fyrir þvi að of mikill einstrengingur fælist í því að krefj- ^ ast þess að þeir stunduðu allir nám- j ið á íslensku. Hann sagði varla hjá | því komist, að Háskóli Islands tæki P upp heildstætt nám á ensku fyrir erlenda nemendur á ákveðnum brautum sem hafa mikið aðdráttar- afl, eins og miðaldafræði og jarð- fræði, sem sérsniðnar yrðu fyrir er- lenda skiptinema. En er þetta ekki á skakk og skjön við vemdun íslenskrar tungu, sem hefur verið eitt af markmiðum ís- lenska ríkisins frá upphafi? Tungan (; hefur ávallt talist helsti tilveru- I grundvöllur þjóðarinnar og rétt- f læting fyrir sjálfstæði hennar og velferð. „Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að markmið alþjóða- væðingar í háskólum er ekki að gera þá alla eins eða að útrýma sér- kennum menningarsvæða," sagði Guðmundur, „þvert á móti hlýtur lokamarkmið hennar að vera viljinn til að viðhalda fjölbreytni í heimin- um, vegna þess að án slíkrar fjöl- 1 breytni verður engin menning. Við |j eigum því ekki að standa vörð um p íslenska menningu, eins og hún sé hrein og dauðhreinsuð, og geti þar með sýkst af viðkynningu sinni við erlendar þjóðir og siði, heldur halda út í heiminn með þá fullvissu að hún sé einhvers virði og standist samanburð við það sem gerist ann- ars staðar. Þetta er grandvöllur allrar sjálfsvirðingar sem að mínu mati er eina leið okkar inn í fram- | tíðina og reyndar sú leið sem meiri- | hluti íslendinga vill fara,“ sagði 1 hann og bætti við að íslenskt há- skólafólk hefði verið, frá stofnun Háskóla íslands, trútt þeirri hug- sjón að háskólar hljóti ávallt að starfa á vegamótum hins þjóðlega og hins alþjóðlega. „Ein stærsta áskoran til háskóla- fólks og menntayfirvalda á næstu árum er því að halda áfram á þeirri braut vaxandi alþjóðasamskipta sem þegar hefur verið mörkuð - og | tryggja þannig framtíð íslenskrar I þjóðmenningar," sagði Guðmundur Hálfdanarson að lokum. Eru háskólar í takt við tímann? ■ www.nudd.is |ýmislegt ■ FULLORÐIIMSFBÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð R. f-f@islandia.is-www.peace.is/f-f Að hefjast: 28/2 Morgunnámskeið í íslensku f. útlendinga og nýbúa: 4 vikur x 5 daga í viku ftá 9—11.45. Námskeið f. samræmdu próGn. Tölvugrunnur: 5 vikur: Þri/fim. x 18.30—19.10 kr. 23.81H). Enska: Byrjunarstig, sænska, þýska. Námsaðstoð og námskeið f. grunn-, framhalds-, tækni- og háskóla. Háskóli: STÆ IB, IC, N, I viðsk.fr. og O. Skráning s. 557 1155. í huga Guðfínnu Bjamadóttur rektors Háskólans í Reykjavík var enginn efi um að menntun sé fjár- festing framtíðarinnar. Hún spurði í hverju væri skynsamlegt að fjárfesta, í virkjunum eða menntun? Hún sagði að á nýliðnu viðskiptaþingi hafi glögglega komið fram að fulltrúar atvinnu- lífsins og einkageirans gerðu sér góða grein fyrir hversu mikilvægt væri að byggja upp þekkingu og að styrkja grunnvísindi hér á landi. „Mikilvægt er að byggja upp öflugt þekkingarsamfélag og gera fræðimönnum kleift að starfa hér heima. Áður var sagt „handritin heim“, en ég segi núna „hugvitið heim“. Þeir sem starfa í háskólum hér þurfa að vera á heimsmæli- kvarða, því ber að fjárfesta meira íþekkingu, öllum íslendingum til heilla. Guðfinna fjallaði um þetta og rekstrarform háskóla í fram- tíðinni. Runólfur Ágústsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, spurði: „Hvort er mikilvægara í kennslu að kenna nemendum ákveðna tiltekna þekkingu eða að kenna þeim að afla sér þeirrar þekkingar sem þeir þurfa á að halda, þegar þeir þurfa á henni að halda og hæfileikann til að skilja og höndla slíka þekkingu? Hvort er mikilvægara staðreyndaþekk- ing eða skilningur?" Hann ræddi breytta tíma með nýrri upp- lýsingatækni og sagði m.a.: „Sá timi er liðinn að nemandi þurfi að hitta kennara til að læra af hon- um. Sá tími er einnig liðinn að skóli sé hús, sem nemandi þarf að fara í til að læra. Sá tími er kom- inn að nemandinn á að geta sótt sér þá fræðslu sem hann þarf, þeg- ar honum hentar og þar sem hon- um hentar. Framtíðin liggur þannig í ótakmörkuðum aðgangi nemenda að upplýsingum óháð stað, tíma eða rúmi. Að hluta til i fjarnámi og að hluta til í háskólun- | um sjálfum." Magnús Bernharðsson prófess- or við Hofstra University bar sam- * an kennsluhætti við fslenskan og erlendan háskóla. Hann sagði að bandarískir háskólar legðu mikla áherslu á að hvetja til umræðna, að fá nemendur til að tjá sig og skiptast á skoðunum. Hann benti einnig á reginmun á kennsluhátt- um hér og í bandarískum háskól- um, sem er hvað HI er upptekinn af því að fella fólk, sem hefur að hans mati niðurdrepandi áhrif á kennsluhætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.