Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
Á----------------------------
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Tölurnar
taka völdin
Einu sinnigátum við opnað reiðhjólin
okkar með því að muna „ inn-út-inn-inn-
út“. Þá komu slöngulásar með tölum og
við þurftum að hyrja að muna númer.
Nú verður ekki lengur
orða bundist - það
er fokið í flest
skjól. Nýjarboð-
flennur hafa náð
undirtökum í samfélaginu, fjölga
sér jafnt og þétt og eru um það bil
að ná fullkominni stjórn á lífí okk-
Þessi lýsing hljómar kunnug-
lega, eins og söguþráður í kvik-
mynd þar sem geimverur, skordýr
eða vélmenni reyna að sölsa undir
sig mannheima. Kannski er of
langt gengið að líkja tölustöfunum
við slíkar plágur, en samt... Tölur
eru gruggugir gestir og síaukin
nærvera þeirra í nær öllum kim-
um daglegs lífs hlýtur að vekja
óhug. Innrás þessi hefur staðið yf-
ir með vaxandi þunga um langt
skeið en það er fyrst núna sem við
áttum okkur á því að líf okkar er
að meira eða minna leyti tekið að
snúast í kring-
VIÐHORF
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
um tölur.
Kennitölur,
leyninúmer og
kóðar fylgja
okkurvið
hvert fótmál og sá sem ekki hefur
gott talnaminni er svo gott sem
glataður í nútímaþjóðfélagi.
Þetta byrjaði rólega. Einu sinni
voru öll símanúmer tveggja stafa,
í mesta lagi þriggja. Um miðja
öldina voru þau orðin fjögurra
stafa, þá fimm og loks sjö stafa.
Við hafa svo bæst númer GSM-
síma, NMT-síma, boðtækja og tal-
hólfa. Til þess eins að hafa einfóld
samskipti í gegnum símalínur
verðum við nú að muna tugi talna-
raða sem bergmáia í kollinum og
elta okkur inn í draumana um
nætur.
Lásar. Einu sinni gátum við
opnað reiðhjólin okkar með því að
muna „inn-út-inn-inn-út“. Þá
komu slöngulásar með tölum og
við þurftum að byrja að muna
númer. Svo komu útvarps- og
sjónvarpsstöðvar, kenndar við
númer; FM 9,57, Stöð 2, Skjár
einn. Og sjónvarpsþættir og vöru-
merki; Beverly Hills 90210, Fiat
500, Nokia 6110.
Aður fyrr töluðu menn um
þverhandarbreidd, faðma og dag-
leiðir þegar rætt var um lengdir
og fjarlægðir. En svo rann upp öld
nákvæmra mælitækja og eru allar
mælieiningar því nú í tugabrotum
með minnst einum aukastaf.
Maraþonhlaup er 42,195 kílómetr-
ar, frostið 2,6 gráður og gengi
dollarans 72,36 krónur. Enn eitt
vígið féll þegar Veðurstofan ákvað
að útvarpa vindhraða í metrum á
sekúndu í stað golu, kalda eða
stinningskalda. Enn einu sinni
tóku ópersónulegir tölustafir við
af viðkunnanlegum orðum, menn-
ingarbundnum og merkingar-
þrungnum.
Nú kunna margir að svara því
til að bókstafir séu ópersónuleg
tákn, ekki síður en tölustafir.
Þetta er sannarlega rétt en tölur
standa bókstöfum þó að baki því
talnarunur bera ekki merkingar-
auka á sama hátt og orð í tungu-
málinu - þær eru ekki tungumál
því enginn getur haldið uppi vit-
rænum samræðum með tölum ein-
göngu. Nema reyndar tölvur, og
það er að líkindum þess vegna
sem sum okkar hafa iilan bifur á
tölum. Á samsetningum þeirra
byggist nefnilega tölvubyltingin
alræmda sem óðum er að dauð-
hreinsa persónuleg samskipti.
Tölumar eru þannig ljóst og
leynt að leggja undir sig heiminn
en ekki liggur á ljósu hvaða öfl
liggja þar að baki. Kannski hafa
tölurnar sjálfstæðan vilja og eigin
hemaðaráætlun. Hugsanlegt er
líka að einhverjir noti þær sem
leppi til þess að seilast til áhrifa.
Síðarnefnda skýringin hvarflar
stundum að manni yfir kvöldfrétt-
unum þar sem ráðamenn og hag-
spekingar bregða fyrir sig tölum
þegar þeir vita ekki rétt svör eða
vilja ekki gefa þau upp. Tölur em
nefnilega afar hentugar til þess að
hagræða sannleikanum, það er
nóg að bregða upp súluriti þar
sem kvarðinn nær aðeins upp í
60% í stað 100% og stórkostleg
áhrif eru vís.
Og talnadýrkun í fjölmiðlum
hefur aukist að undanförnu ef eitt-
hvað er. Nú er t.a.m. farið að birta
úrvalsvísitölu dagsins í hverjum
kvöldfréttatíma á helstu sjón-
varpsstöðvum, auk upplýsinga um
hlutabréfaviðskipti. Hver hefur
áhuga á þessum tölum? Eflaust
einhverjir, en að hinum - sem vita
ekki einu sinni hvað úrvalsvísitala
er - læðist óþægilegur grunur um
að þeir séu að missa af einhverju.
Þeir upplifa sig annars flokks;
finnst vont að hafa ekki skilning á
því sem hljómar eins og lausn á
lífsgátunni sjálfri. Staðreyndin er
hins vegar sú að úrvalsvísitalan
hefur einfaldlega smyglað sér inn
í daglegar fréttir því það þykh-
smart að kunna á tölur nú til dags.
Bæði smart og merkilegt, sem
sést best á því að þeir sem höndla
með peninga og aðrar tölur ganga
að mun hæni launum en fólk sem
hugsar um manneskjur, menntun
þeirra og umönnun. Tölumar era
meira metnar en mannslífin, svo
við orðum þetta hreint og klárt.
Áherslan á tölurnar sjálfar er
annars undarleg þegar haft er í
huga að tölustafir eru ævinlega
tákn fyrir eitthvað annað. Einu
sinni versluðu menn með kýr, vað-
mál eða góðmálma en þegar það
fór að þykja of þungt í vöfum var
fundið upp það snjallræði að
prenta seðla í stað hinna dýrmætu
gripa. Peningaseðlar eru ekki
neitt í sjálfu sér, þeir eru alltaf
ígildi einhvers sem ekki er á
staðnum. Símanúmer eru heldur
ekki neitt í sjálfu sér, þau eru að-
eins kerfisbundin leið til þess að
muna hvernig opna skal hljóð-
samband milli tveggja símtækja.
Við vitum þetta. Við vitum að
númer eru einungis táknmyndir
sem standa fyrir ólík táknmið eftir
atvikum. Samt virðast tölustafim-
ir hafa áunnið sér eins konar
heigiblæ í sjálfum sér. Leyni-
númer opna jú allar dyr og ártöl
(t.d. 2000) valda erjum og alheims-
kvíða. Tölustafir eru galdrastafir,
sem birtist ekki síst í því að þeir
virðast skipta milljónum en eru þó
aðeins níu talsins. Plús 0, auðvitað.
Þetta er skrýtið. Við setjum
traust okkar á tölur en finnst samt
fátt meira niðurlægjandi en að
svara númeri í stað nafns, hvort
sem er í fangabúðum eða banka-
biðröðum. Við dýrkum tölur í dag-
legu lífi en óttumst samt ekkert
frekar en að enda ævina sem
talnarunur í dulkóðuðum gagna-
grunnum - óminnisstæð númer
sem enginn tengir lengur við
persónuleika okkar, hugarflug eða
hjartalag.
Raðinót hjá
Snæfellingum
Tvö mót voru haldin um helgina
samkvæmt mótaskrá LH. Snæfell-
ingar hófu keppni um helgina í því
sem þeir kjósa að kalla Raðmót
Snæfellings og er þar um íþróttamót
að ræða sem verða þrjú talsins.
Verðlaun eru veitt á hverju móti en
samaniögð stigasöfnun eftir mótin
þrjú segir til um það hver verður
stigameistari Snæfellings þetta árið.
Er þetta svipað fyrirkomulag og
geysismenn hafa keppt eftir í nokkur
ár.
Andvari í Garðabæ var með vetrar-
leika á Andvaravöllum í blíðuveðri á
sunnudag. Keppnin átti að fara fram
á laugardeginum en var frestað fram
á sunnudag vegna veðurs. Þátttaka
var mjög í öllum flokkum nema ung-
mennaflokki og hafði dómarinn Sig-
urður Kolbeinsson frá Mána á Suð-
umesjum á orði að keppendur
Andvara í barna og unglingaflokki
gætu orðið sterkir á nýbyrjuðu
keppnistímabili eftfr frammistöðu
þeirra á sunnudag að dæma. Keppn-
in fór fram á beinni braut með út-
sláttarfyrirkomulagi og engar ein-
kunnir gefnar.
Fyrirhugað er að Andvari haldi sam-
eiginlegt mót með Sörla í Hafnarfirði
25. mars nk. I mótskránni er gert ráð
fyrir móti Andvara 18. mars en það
mun falla niður. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvort mótið verð-
ur opið né hvaða greinum verður
keppt í en að sögn Sigurðar Hall-
dórssonar hjá Andvara verður það
ákveðið nú í vikunni. Þá uppiýsti Sig-
urður að fyrirhugaður væri fundur
hjá Andvara í næstu viku um trygg-
ingamál. Samskonar fundur verður
haldinn hjá Mána á Suðumesjum
næsta fimmtudag. Mánamenn voru
eitthvað seinir á sér við að ákveða
mótsdaga fyrir keppnistímabilið,
virðist eftir því best verður séð vanta
Efnilegt í yngri
flokkum hjá
Andvara
öll mót félagsins inn á mótaskrána.
Sigurður Kolbeinsson upplýsti hins-
vegar að fyrsta mót þeirra yrði um
næstu helgi, laugardaginn 26. febr-
úar og fer það væntanlega fram á
Mánagrund. Einnig verða Fákur og
Hörður með sín fyrstu mót sama
dag. Fákur á Víðivöllum og Hörður á
Varmárbökkum en þar kallast mótið
árshátíðarmót því um kvöldið verður
haldin 50 ára afmælisárshátíð félags-
ins. Fákskonur hyggjast hinsvegar
slökkva þorsta fáksmanna í bjór
þetta sama kvöld.
Ónnur mót hjá Mána í vetur verða á
þessa leið:18. mars verður árshátíð-
armót félagsins, vetrarmót 1. apríl
og firmakeppnin verður haldin 15.
apríl.
En úrslit helgarinnar urðu sem hér
segir:
Raðmót Snæfellings
Fjórgangur bama:
1. Vilborg H. Sæmundardóttir á
Bergdísi frá Grundarfirði, eig.:
Helga R. Sæmundardóttir
2. Hallfríður G. Ragnarsdóttir á
Kristal frá Kverná, eig.: Guð-
finna Jóhannsdóttir
Fjórgangur unglinga:
1. Hörður Ó. Sæmundarson á Smyrli
frá Skeggsstöðum, eig.: Hörður
Óli
2. Jóhann K. Ragnarsson á Dögg frá
Kverná, eig.: Jóhann K. Ragn-
arsson
Fjórgangur opinn flokkur:
1. Lárus Á. Hannesson á Kolskör frá
Magnússkógum, eig.: Guðbjörn
Guðmundsson
2. Kristján Gunnlaugsson á Stormi
frá Stykkishólmi, eig.: Kristján
Gunnlaugsson
3. Sigurjón Björnsson á Gassa frá
Stóra-Langadal, eig.: Sigmjón
Helgason
4. Benjamín Markússon á Toppi frá
Vesturholti, eig.: Benjamín
Markússon
5. Gunnar Tryggvason á Sörla frá
Grímsstöðum, eig.: Gunnar
Tiyggvason
Fimmgangur
opinn flokkur:
1. Lárus Á. Hannesson á Soldáni frá
Bjarnarhöfn, eig.: Lárus Hann-
esson
2. Sigurjón Björnsson á Kópi frá
Stóra-Langadal, eig.: Sigurjón
Helgason
3. Gunnar Tryggvason á Freydísi frá
Völlum, eig.: Gunnar Tryggvas.
Tölt barna:
1. Vilborg H. Sæmundardóttir á
Bergdísi frá Grundarfirði, eig.:
Helga R. Sæmundardóttir
2. Erna R. Kristjánsdóttir á Styrni
frá Stykkishólmi, eig.: Erna R.
Kristjánsdóttir
3. Hallfríður G. Ragnarsdóttir á
Kristal frá Kverná, eig.: Guð-
finna Jóhannsdóttir
Tölt unglinga:
1. Hörður O. Sæmundarson á Smyrli
frá Skeggsstöðum, eig.: Hörður
Ó. Sæmundsson
2. Jóhann K. Ragnarsson á Dögg frá
Kvemá, eig.: Jóhann K. Ragn-
arsson
Tölt opinn
flokkur:
1. Lárus Á. Hannesson á Kolskör frá
Magnússkógum, eig.: Guðbjöm
Guðmundsson
2. Gunnar Tryggvason á Sörla frá
Grímsstöðum, eig.: Gunnar
Tryggvason
Oddur í heimsókn
á heimaslóðum
SÁ kunni töltari Oddur frá Blöndu-
ósi mun þann 11. mars nk. mæta til
keppni eða sýningar á heimavelli,
ef svo má að orði komast, þegar
vígð verður nýja reiðhöllin á
Blönduósi. Þar munu margir af
fremstu knöpum landsins mæta til
leiks og má þar nefna auk Sigur-
björns Bárðarsonar sem að venju
verður með Odd sinn, Baldvin Ara
sem hyggst mæta með Galsa frá
Sauðárkróki og Sögu, Hafliði Hall-
dórsson mun mæta með Nælu frá
Bakkakoti og Valíant frá Hegg-
stöðum, Einar Öder kemur með
Odd frá Selfossi, Brynjar Stefáns-
son mætir með Víking frá Voð-
múlastöðum og Ragnar Ingólfsson
mætir með Gust frá Hóli II. Hann
verður því stjörnum skrýddur reið-
salurinn á Blönduósi þennan dag
ef að líkum lætur.
Á laugardag var höllin prufu-
keyrð og boðið upp á létta tölt-
keppni þar sem 25 manns mættu
með fáka sína og kepptu. Hæstan
hlut bar Halldór Sigurðsson sem
mætti með sína ágætu hryssu Rind
frá Efri-Þverá en í öðru sæti var
formaður Neista, Hjörtur Einars-
son á Straumi frá Vogum sem er
ógeltur og vakti athygli sem slíkur
fjögra vetra gamall, hefur verið
haltur í tvö ár en virðist nú vera að
ná sér. Um 200 manns fylgdust
með þessari fyrstu keppni sem
þykir góð aðsókn á hestamóti á
þessum tíma árs.
Hjörtur sagði í samtali við hesta-
Morgunblaðið/Valdimar Kriatinsson
Sigurbjörn Bárðarson hyggst mæta með hinn þrautreynda og sigursæla
töltara Odd norður á Blönduós, þar sem klárinn er fæddur, þegar vígð
verður myndarleg reiðhöll þann 11. mars nk.
I
þáttinn að tilkoma þessarar glæsi- hvörfum í hestamennsku á félags-
legu byggingar á Blönduósi ætti svæði Neista í Austur-Húnavatns-
vafalaust eftir að valda straum- sýslu.