Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 47,
UMRÆÐAN
Hvað er
að gerast ?
NÚ ER í tísku hjá
fjölmiðlum að halda á
lofti því sem miður fer í
íslenskum skipaiðnaði
en þegja þunnu hljóði
um allt það sem menn
eru með niður um sig
fyrir íslenska aðila í út-
löndum. Það fjölmarga
sem vel er gert hér á
landi er ekki talið
fréttnæmt. Skip eru þó
smíðuð í dag innan-
lands, afhent á réttum
tíma og viðskiptavinir
ánægðir. Þetta er auð-
vitað engin frétt á sama
hátt og það er engin
frétt að nýsmíðað haf-
rannsóknarskip hefur legið við
bryggju í hálft ár suður í Chile vegna
þess að það er ónothæft. Annað skip
Skipaiðnaður
Aulalegar skýringar um
flóknari smíði, segir
Hallgrímur Haligríms-
son, eru kokgleyptar.
fyrir íslenska útgerð tefst þar um
mánuði og engu líkara en öllum þyki
þetta eðlilegt. Þetta teljast ekki mik-
il tíðindi.
Aulalegar skýringar um að skipin
hafí reynst flóknari og vandasamari í
smíði en gert var ráð fyrir (þó allt
hafi þetta verið skilgreint í smíðalýs-
ingum) eru kokgleyptar og nýir af-
greiðslufrestir tilkynntir á færibandi
til fjölmiðla. Þeir birta svo þessa
endaleysu athugasemdalaust, jafn-
vel þótt annað þessara skipa sé smíð-
að fyrir ríkisvaldið og sé því opinber
framkvæmd.
sínum og segja að þeir
myndu hafa svo góðar
tekjur af dagsektunum
að ekki gerði mikið til
þótt verkið drægist í
nokkra mánuði!
Er þetta trúverðug
atburðarás? Nei, auð-
vitað ekki. Svona
fáránleiki gerist bara
þegar erlendar skipa-
smiðjur eiga í hlut.
Jöfnuður fyrir mig
en ekki þig
Þegar talað er um
landbúnað, sjávarútveg
og fiskvinnslu hér á
landi, þá er lögð mikil
áhersla á að þessar atvinnugreinar
njóti jafnréttis við erlenda keppi-
nauta þar sem svo og svo miklar
greiðslur renni til þeirra úr opinber-
um sjóðum. Þetta þykir réttlætismál
og því ýmislegt gert til að mæta
þessari meintu röskun á samkeppn-
isstöðu. Þegar hins vegar bent er á
samskonar ójöfnuð sem snýr að ís-
lenskum skipaiðnaði, þá er ekki talin
nokkur ástæða til að bregðast við
enda þótt hann þurfi sannanlega að
keppa við niðurgreiddan iðnað í sam-
keppnislöndunum. Þá gildir mikil-
vægi þess að íslendingar geti nýtt
sér allt slíkt og keypt skip og annað á
vildarkjörum. En eins og dæmin
sanna er ekki allt sem sýnist í þess-
um efnum.
Leitað langt
yfir skammt
Nú eru á annan tug skipa í smíðum
fyrir íslendinga erlendis. Chile þótti
til skamms tíma ákaflega álitlegur
staður til slíkra hluta. í Kína eru all-
mörg skip í smíðum en ekkert afhent
enn (frekar en frá Chile) og því engin
reynsla komin á gæði þeirra. Því
Hallgrímur
Hallgrímsson
miður „gleyma“ margir að leita til-
boða hér innanlands áður en samin-
ingar eru gerðir við þessa aðila. Svo
bætist við sú staðreynd, að íslenskir
hönnuðir og ráðgjafar útgerða eru í
mörgum tilfellum umboðsmenn
þessara erlendu stöðva á íslandi og
eru þess vegna ekki beint að halda
getu íslenskra skipsmíðastöðva á
lofti. Útgerðum er sagt að íslensk
fyrirtæki séu ekki til nokkurs brúk-
leg nema til minni viðgerða. Síðan
hnykkja fjölmiðlar á öllu saman með
því að minnast helst aldrei á það sem
íslenskar skipasmiðjur gera vel.
Þess í stað er sífellt hamrað á því
sem miður fer, á sama tíma og þagað
er þunnu hljóði úm samskonar og
mun alvarlegri atburði hjá erlendum
keppinautum.
Skoða valkostina
Sem betur fer eru til útgerðir hér
á landi sem leiða allt þetta hjá sér og
skoða vandlega valkostina, bera
saman og gera að lokum smíðasamn-
inga við íslenskar skipasmiðjur. Þeir
hafa undantekningalítið látið vel af
viðsldptunum og telja sig hafa fengið
vönduð skip sem taka mið af íslensk-
um aðstæðum.
Þetta gerist þrátt fyrir sinnuleysi
opinberra aðila um gengi íslensks
skipaiðnaðar, þrátt fyrir vafasöm
vinnubrögð sumra ráðgjafa og þrátt
fyrir umfjöllun fjölmiðla sem draga
mjög taum útlendra fyrirtækja í
þessari grein. Hvemig væri lífið ef
þessir aðilar legðust á árina með
okkur? Eða er til of mikils mælst?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vélsmiðjunnar Óseyjar hf.
gsm897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
Gæti þetta gerst
annars staðar?
Eitthvað yrði sagt ef t.a.m. verk-
takar í virkjunum færu eftir á að
væla um að verkið hefði reynst miklu
flóknara en þeir gerðu ráð íyrir enda
þótt það sé vandlega skilgreint í út-
boðslýsingum. Þeir gætu síðan án
mikilla athugasemda, og alls engrar
gagnrýni fjölmiðla, teygt verkið og
togað í vandræðagangi sínum. Síðan
myndu þeir Landsvirkjunarmenn
halla sér makindalega aftur í sætum
Námsaðstoð
í stærðfræði, eðlis- og efnafræði
fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
Athugið að smá aðstoð getur skipt sköpum í
námi. Vanir kennarar.
www.tolst.com
Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema
ELDÞ0LIN GLUGGATJÖLD
Hótel og gistihús
Dagheimili
Elliheimili
Skólar og heimili
Fyrirtæki og stofnanir
Fjölbreytt litaúrval og gott verð.
Fáanleg sem myrkvunargluggatjöld
allt í sama efninu.
Einnig saumur og
uppsetning.
IÐNKUNST EHF„ Vesturgötu 53,
saumastofa - heildverslun,
sími 551 8353 - fax 561 7496.
Landmæling
Sérsniðið nám fyrir þá, sem vinna við mælingar og tæknivinnu
hjá verktökum, sveitarfélögum og verkfræðistofum.
Dagskrá:
Landmæling 20 klst. - Hallamæling 12 - Theodolid (hornamæling) 2 -
Byggðamæling 4 - Stærðfræði 12 - Exel og tilboðsgerð 24 -
Autocad æfingar 24 - Alstöð ásamt reikniæfingum 24 - GPS-æfingar 6 -
Landsupplýsingakerfið 2 - Jarðfræði og grundun 2.
Samtals 132 klst. eða 198 kennslustundir.
Námið hefst fimmtudaginn 2. mars og lýkur um miðjan maí.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að vera færir um að leysa
algeng mælingaverk hjálparlaust.
Nánari upplýsingar í síma 551 5593 og á
www.tolst.com
Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593
AÐALFUNDUR 2000
Aöalfundur Skeljungs hf. veröur haldinn þriðju-
daginn 14. mars 2000 I Hvammi á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 15.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 17. gT.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja
frammi á aöalskrifstofu félagsins, hiuthöfum til
sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiöar og fundargögn eru afhent á
aöalskrifstofu félagsins, aö Suðurlandsbraut 4,
5. hæð, frá og meö hádegi 6. mars til hádegis á
fundardag, en eftir þaö á fundarstað.
Aö loknum aðalfundarstörfum verður móttaka
fyrir hluthafa í Setrinu á sama stað.
f>