Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ
48
*.—
PRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
FRÉTTIR
NÝVERIÐ voru
kynntar áætlanir Há-
skóla íslands um nýtt
nám - MBA-nám, sem
ætlunin er að kenna í
fyrsta skipti á íslandi
næsta haust. Röskva
fagnar tilkomu nýrra
námsleiða og MBA-
■■\nám er góð og hagnýt
framhaldsmenntun
sem fjölda stúdenta
finnst spennandi. A
náminu er hinsvegar
einn verulegur galli.
MBA-menntunin verð-
ur aðeins í boði fyrir þá
sem greiða rúma millj-
ón króna við skráningu
í námið.
Háskólinn sveltur til hlýðni
Hér er á ferðinni grundvallar-
breyting á þeirri menntastefnu sem
rekin hefur verið á íslandi allt frá því
að Háskóli íslands var stofnaður í
byrjun aldarinnar. Þessi stefnu-
—vbreyting er afleiðing. Þetta eru
neyðarúrræði Háskólans eftir ára-
langt fjársvelti. Segja má að Háskól-
inn hafi á undanförnum árum verið
sveltur til hlýðni. Þrátt
fyrir að þjóðin öll, AI-
þingi, allir stjómmála-
flokkar og stúdentar
hafi margoft ítrekað
andstöðu sína gegn
skólagjöldum er Há-
skóli Islands kominn í
þá stöðu að geta ekki
tekið upp nýtt nám án
þess að nemendur
greiði milijónir fyrir
það. Háskólinn er svo
illa staddur að til að
geta tekið upp nýtt
nám verður hann að
brjóta lög og sigla í
skjóli Endurmenntun-
arstofnunar.
Röskva vill sjá MBA-nám við Há-
skóla íslands og allar þær námsleiðir
sem nútímaháskóli þarf til að bera til
að geta veitt nemendum sínum
fyrsta flokks menntun og staðist
samkeppni við erlenda háskóla.
Þessi umræða snýst hinsvegar um
grundvallaratriði - hvort taka eigi
upp skólagjöld við Háskóla íslands.
Skólagjöld
Fleiri blikur eru á lofti. A háskóla-
Stúdentaráð
Röskva hafnar skóla-
gjöldum alfarið, segir
Haukur Agnarsson,
hvort sem um grunn-
nám eða framhaldsnám
er að ræða.
hátíð í haust sá menntamálaráðherra
ástæðu til að eyða löngu máli í um-
ræðu um skólagjöld. Engu að síður
voru einungis nokkrir mánuðir liðnir
síðan ákveðið var, vegna baráttu
stúdenta, að ekki skyldi opnað fyrir
skólagjöld í sérlögum um Háskól-
ann. Ummæli menntamálaráðherra
eru verulegt umhugsunarefni, enda
ítrekaði Stúdentaráð að frumkvæði
Röskvu andstöðu sína við skólagjöld
strax eftir háskólahátíðina.
Röskva vill
jafnrétti til náms
Ljóst er að eitt helsta baráttumál
Stúdentaráðs næstu misserin verður
baráttan fyrir því að skólagjöld verði
ekki tekin upp við Háskóla Islands.
Röskva hafnar skólagjöldum alfarið,
hvort sem um grunnnám eða fram-
haldsnám er að ræða. Það eru
grundvallarmannréttindi allra ís-
lendinga að geta aflað sér menntun-
ar, á forsendum eigin verðleika og
óháð efnahag. Röskva mun alltaf
berjast af fullum krafti gegn upp-
töku skólagjalda við Háskóla Is-
lands. Nám við Háskólann á að vera
öllum opið. Aðeins þannig verður
Háskóli Islands áfram réttnefndur
þjóðskóli.
Höfundur skipar 4. sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs.
TILBOÐSDAGAR
GLERAUGNABÚDIN
Heimout KrekUcr
Laugavegi 36
í>
Umgjarðir, gler
og snertilinsur
_ Röskva gegn
skólagiöldum
Haukur
Agnarsson
Lionsklúbburinn Eir
Styrktarsýning1 í
Háskólabíói
LIONSKLÚBBURINN Eir í
Reykjavík hefur undanfarin ár átt
gott samstarf við Háskólabíó um for-
sýningarrétt á kvikmyndum. Sam-
starfið felst í því að Háskólabíó eða
framleiðandi viðkomandi mynda eft-
irláti Lionsklúbbnum sölu á frum-
sýningu. Öllum ágóðanum ver síðan
Lionsklúbburinn til ýmissa líknar-
mála.
Kvikmyndin sem sýnd verður að
þessu sinni er úrvalsmyndin „Ang-
ela’s Ashes“ miðvikudaginn 23. febr-
úar. Aðalhlutverk er í höndum Emily
Watson og Roberts Carlyle. Myndin
er gerð eftir verðlaunasögu Frank
McCourt.
Sala aðgöngumiða er í höndum fé-
lagskvenna og í anddyri Háskóla-
bíós. Á síðasta ári var uppselt á sýn-
inguna, og sýnir það mikinn áhuga
kaupenda á að styðja góð málefni og
leggja sitt af mörkum til líknarmála.
„Angela’s Ashes“ fjallar um írska
fjölskyldu sem flyst til Ameríku. Þar
gengur lífsbaráttan ekki nógu vel
svo fjölskyldan flytur aftur til ír-
lands. Sagan segir frá lífsbaráttunni
á írlandi milli 1930 og 1950. Þessi
saga hefur verið mjög umtöluð, og
má nefna að hún hefur m.a. verið
kennsluefni í Kvennaskólanum í
Reykjavík.
I fréttatilkynningu segir: „Lions-
klúbburinn Eir hefur frá upphafi
varið stærsta hluta fjáröflunar sinn-
ar til tækjakaupa fyrir fíkniefnadeild
lögreglunnar. Það hefur verið ein-
róma álit fíkniefnalögreglunnar að
stuðningur Lionsklúbbsins hafi
stuðlað að árangursríkara starfi hjá
deildinni. Mörg þeirra tækja sem
Lionsklúbburinn hefúr gefið lög-
reglunni hafa komið sér mjög vel við
rannsóknir og uppljóstranir.
Barátta gegn fíkniefnum hefur frá
stofnun klúbbsins verið aðalmálefni
Eirar. Þá hefur klúbburinn einnig
lagt mörgum öðrum líknarmálum
lið.“
-----------------
Fyrirlestur
um náms-
örðugleika
barna
FYRIRLESTUR á vegum FABS,
Félags aðstandenda barna með sér-
þarfir í Hafnarfirði, verður miðviku-
daginn 23. febrúar kl. 20.
Fyrirlesari verður Ragna Freyja
Karlsdóttir sérkennari og mun hún
fjalla um nám barna sem eiga í nám-
sörðugleikum og um samstarf kenn-
ara og foreldra. Einnig mun hún
fjalla um útivistarþjálfun. I lokin
mun Ragna svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Ragna Freyja starfar nú sem
sérkennari í grunnskóla í Kópavogi.
Hún hefur haldið fjöldan allan af fyr-
irlestrum fyrir foreldra, fagfólk og
aðra þá sem að börnunum koma.
AlUr eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Danska útvarpshljómsveitin, ein besta sinfónluhljómsveit Norðurlanda,
kemur við á fslandi á leið sinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna. Stjórnandi
á tónleikunum í Háskólabíói er hinn þekkti hljómsveitarstjóri Yuri Temirkanov,
aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Pétursborg. Einnig
verður með í förinni danska tónskáldið Paul Ruders, en á tónleikunum
verður flutt verk hans, Concerto in Pieces. Á efnisskránni eru einnig Sinfónía
nr. 4 eftir Carl Nielsen og Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius.
Tryggið ykkur miða á þennan einstaeða tónlistarviðburð!
HOTELS & RESORTS
Miðasala virka daga kl. 9-17
Háskólabió v/Hagatorg
Sími 562 2255
www.sinfonia.is
Radisson SAS Hótel Saga
stuðningsaðili menningarborgar Reykjavíkur 2000
Gisting á góðu verði! tengslum við tónleika
Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi
Tónleikar
Radiosymfoniorkestret
í Háskólabíói mánudaginn
28. febrúar kl. 20
Hljómsveitarstjóri:
Yuri Temirkanov
HMM