Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 53

Morgunblaðið - 22.02.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 53 + 011a Stefanson hét fullu nafhi Olivía Svanhvft og var Vestur-íslending- ur. Olla fæddist 18. júlí 1917. Hún lést eft- ir skamma legu á hjúkrunarheimili Betel á Gimli 20. jan- úar siðastliðinn. Olla var dóttir hjónanna Maríu og Sigurðar Einarson, ábúenda á Thorsmork í Min- erva-héraði, suðvest- ur af Gimli í „Nýja Is- landi“, í Manitoba- fylki Kanada. Olla var þriðja yngst fimratán systkina, en nú eru eftirlifandi af þeim stóra hópi aðeins systurnar Gudrun Ingimundarson og Sigrid- ur Benediktson. Látin eru: Vil- hjalmur, Einar, Haraldur, Thor- oddur, Stanley, Palmi, Ingvar, Kristjan, Karl, Bergthora (Tait), Gudbjorg (Holm) og Adalheidur (Bonser). Olla giftist eftirlifandi eigin- Ég vil minnast mikillar sóma- konu og Islandsvinar, Ollu, eða 01- iviu Svanhvítar Stefanson. Hún var mjög mörgum íslendingum kunn, hafði með óeigingjörnu starfi sínu og greiðvikni greitt götu og veitt viðurgjörning svo ótrúlega mörgum Islendingum sem heimsóttu byggð- ir Vestur-íslendinga. Olla var bæði frumkvöðull og hvatamaður að því að styrkja tengsl Vestur-íslendinga heim til Islands. Sjálf sótti hún ísland fyrst heim ár- ið 1964 með systrum sínum Guð- rúnu og Heiðu. Seinna var hún ásamt manni sínum Stefáni Stefan- son einn stofnenda ferðaskrif- stofunnar Viking Travel Ltd. á Gimli og skipulagði hún og stýrði fjöldamörgum ferðum Vestur-ís- lendinga til íslands. í öllu starfi sínu stóðu þau hjónin sem einn maður. Oftar en ekki var um þau talað sem Ollu og Stefan og á það bæði við hér á landi og í samfélagi Vestur-íslendinga. Það er erfitt að halda tölu yfir það hve oft Olla og Stefán komu „heim til íslands“, og er þau voru hér var örðugt að greina að hér fóru hjón sem ekki voru innfædd, svo skýr og hrein var tunga þeirra og svo íslenskt fas þeirra allt. Þannig var einnig er þau voru sótt heim á Gimli. Þó umhverfið væri sléttur og kornakrar með vélafjöld að amer- ískum hætti, þá var innandyra boð- ið upp á vínartertu, skyr og margar aðrar „íslenskar" krásir. Það var boðið heim hvort sem um var að ræða háa eða lága. Tóku þau á móti þremur íslenskum forsetum, for- sætisráðherrum auk annarra ráð- herra, ráðamanna og annarra ís- lendinga. Þá önnuðust þau að miklu leyti, ásamt með sameigendum sín- um í Viking Travel, Marge og Ted Arnason, móttöku og skipulagn- ingu komu 864 íslenskra gesta til íslendingabyggða í tengslum við Islendingahátíðina árið 1975, sem haldin var á íslendingadaginn ann- an mánudag í ágúst. Fyrir þetta hlutu þau sérstaka viðurkenningu og þakkir íslenskra stjórnvalda. Ræktarsemin við Island og ís- lendinga var eins og sjálfgefin í huga Ollu, en þar bjó einnig stolt og reisn Vestur-íslendingsins sem hafði rifið sig upp, oft kostað öllu sínu til og lagt sig eftir nýjum at- vinnuháttum í svo framandi um- hverfi, til að afla sér og sínum far- borða. Vestur-íslendingar eiga sér merka sögu bæði hvað varðar menningu og atvinnulíf. Þeir náðu fljótt tökum á, þróuðu og efldu fisk- veiðar undir ís, svo eitthvað sé nefnt. Helstu minjar þessarar sögu er nú að finna í gamla íshúsinu á Gimli, þar sem Islendingasafnið er til húsa. Olla og Stefan voru meðal helstu hvatamanna að stofnun þess og önnuðust um það að miklu leyti í aldarfjórðung. manni sínum, Stefani Stefanson, 4. febrúar 1936. Þau byggðu sér heimili, „Sol- heima“, á fóðurarf- leifð Stefans við Gimli og bjuggu þar alla tíð, en héldu einnig lengi heimili í Winnipeg er Stefán gegndi störfum fóg- etaþar. Börn Ollu og Stef- ans eru: 1) Loma, maki Terry Terge- sen og em börn þeirra: Svenn, maki Amy; Soren, látinn; Stefan, maki Joanne; Jóhann, maki Angela; og Tristin. 2) Emest, maki Claire og er dóttir hans Sigrid. 3) Maria, maki Gerald Bear og em börn þeirra Laura og Morgan. 4) Vald- imar, böm hans eru Jackie og Tara. 5) Eric, maki Barbara og em böm þeirra Brynna, Aiden og Log- an.Langömmuböm Ollu em fimm. Útför Ollu fór fram á Gimli 22. janúar sl. Með Ollu er kvödd kona sem svo mjög hefur munað um og er mikið skarð fyrir skildi þar sem hún var. En athafnasemi hennar og eigið ágæti gekk aldrei inn. Fas hennar og viðkynni öll mótuðust af alúð og hlýju. Hún var nærverugóð og hafði það lag að láta öðrum finnast þeir eiga heima þar sem hún var. Það verður vart til hennar hugsað nema að bros vakni því hlýju sína og hvatningu gaf hún og er ég í hópi svo margra sem búa að því að hafa fengið að kynnast henni. Minningarnar era margar frá því ég kynntist þeim hjónum fyrst, þá unglingur og gestkomandi í byggð- um Vestur-Islendinga. Þá vissi ég ekki hve skyld við voram, en svip- mót og fas var þó allt svo kunnug- legt. En þó gaman hafi verið að komast á snoðir um skyldleika okk- ar, þá vora tengslin hafin áður og byggðust fyrst og fremst á því að ég var Islendingur. Síðan höfum við fengið að rækta þessi tengsl marg- oft bæði á Gimli og hér heima, en ekki hvað síst er þau hjónin komu í heimsókn tvisvar ár hvert til mín og fjölskyldu minnar í Chicago. Olla og Stefán voru þá komin á áttræðis- aldur, að mestu hætt launuðum störfum og höfðu það eins og far- fuglarnir að leita suður á bóginn yf- ir vetrartímann. Þau létu sig ekki muna um það að keyra frá Gimli suður til Flórída, hátt í fjögur þús- und kílómetra leið. Það var tilhlökkunarefni fyrir okkur hjónin og litla drenginn okk- ar þegar hann var fæddur, að fá þau í heimsókn. Þegar þeirra var von þá vorum við að fá „fólkið okkar“ eins og það er kallað vestan hafs. Það er ekki ofsagt því lengi lifði af þeirri alúð og umhyggju sem þau skildu eftir hjá okkur. Við þökkum gefandi samfylgd og biðjum Guð að blessa Stefán og fjölskyldu þeirra hjóna. Gunnar Rúnar Mattíasson. í heildarsögu íslendinga urðu mikil hvörf haustið 1875. Þá fluttu vesturfarar að strönd Winnipeg- vatns og námu nýtt land. Það var gufubátur, sem bar heitið Coleville, er dró sex flatbotna viðarpramma frá ósum Rauðár og norður Winni- pegvatn. Þessir bátar báru rúmlega tvö hundrað íslendinga og farang- ur þeirra frá Winnipeg, niður Rauð- ána og nú var síðasti spölurinn haf- inn norður að mynni íslendinga: fljóts, en þar skyldi land byggja. í fyrstu gekk ferðalagið vel á vatn- inu, en fimmtudaginn 22. október hvessti og öldur risu á vatninu. Skipstjórinn á Coleville vildi ekki halda lengra og urðu menn nú að leita lands og flekarnir dregnir eða þeim stjakað að sendnu nesi, sem hlaut nafnið Víðines (WHlow Point) og er skammt sunnan þar sem nú er bærinn Gimli. Fór nú vetur í hönd og með honum hófst sú barátta og þær frumraunir, sem vissulega fylgdu landnáminu mörg hin næstu ár. Nákvæmur listi er ekki til um nöfn þeirra, sem stigu á land á Víði- nesi í sumarlok 1875, en vitað er, að flestir komu af Norðurlandi. í þessum hópi var Jóhann Vil- hjálmur Jónsson, f. 1851 á Jódísar- stöðum í Eyjafirði, en hann hafði farið vestur um haf ásamt foreldr- um sínum 1874 og dvalið fyrsta árið í Ontario. Eiginkona Jóhanns Vil- hjálms var Sigríður f. 1849 Ólafs- dóttir, Einarssonár frá Gilsá í Eyjafirði og konu hans Unu Jóns- dóttur frá Litladal. Þau námu land nálægt Gimli. Sonur þeirra hjóna, Jón Ölafur, var fyrsta barnið sem fæddist í Nýja-Islandi, en börn þeirra urðu mörg og meðal þeirra var dóttirin María, sem fæddist 1880. Hún giftist Sigurði Einars- syni, f. 1872. Sigurður var sonur Einars Einarssonar frá Auðnum í Laxárdal og Guðbjargar Gríms- dóttur frá Oddsstöðum á Sléttu. Einar flutti vestur um haf 1879 og nam land og nefndi að Auðnum. María og Sigurður eignuðust mörg börn. í þeim hópi var Olivia (Olla) Svanhvít, sem lést á Betel á Gimli, 20. janúar sl. Með þessum orðum er hennar minnst með virð- ingu og þökk. Flestir kölluðu hana Ollu. Hún fæddist 18. júlí 1917 og ólst upp með fjölskyldu sinni á bænum Þorsmörk í Mínervabyggð í Nýja-íslandi. Hinn 4. feb. 1936 gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um. Hann heitir Stefán Júlíus og varð 85 ára hinn 13. feb. sl. Stefán var sonur Valdimars Stefánssonar, bónda á Gimli. Hann var fæddur 1889. Foreldrar hans voru Stefán Eiríksson frá Djúpadal í Skagafirði og kona hans Pálína Stefánsdóttir. Móðir Stefáns Júlíusar var Guðný Björnsdóttir, f. 1890, Jónssonar frá Hornstöðum í Laxárdal og konu hans Guðfinnu Sigurðardóttur frá Saurhóli í Saurbæ Ólafssonar. Olla og Stefán áttu farsæla sam- leið í nálega 64 ár og í huga okkar flestra era nöfn þeirra svo sam- tengd að við hljótum ætíð að hugsa til þeirra beggja þá annað þeirra er nefnt. Þau voru bæði alin upp í Nýja-íslandi og bjuggu þar lengst. Þar fæddust börn þeirra og ólust upp. Lengi var hlutskipti Ollu að sjá um heimili sitt og börn og fórst henni það vel. Þau hjón voru mjög gestrisin og fús að greiða götu fólks í hvívetna. Þegar um hægðist og börnin komust upp óx þátttaka þeirra hjóna í ýmsu félagslífi. Olla tók virkan þátt í starfi kvenfélags- ins í byggð sinni og árið 1979 hlaut hún þann heiður að vera Fjallkonan á íslendingadeginum, en með því vilja menn gjarnan votta konum sérstaka virðingu og þökk fyrir for- ustu og farsæl störf í þágu ís- lenskra málefna. Þau hjón tóku virkan þátt í störfum Þjóðræknisfé- lagsins og lögðu mikla rækt við ís- lenska minjasafnið á Gimli. Þau vora í hópi þeirra, sem af frábæram dugnaði önnuðust móttöku og um- sjá þeirra rúmlega þúsund íslend- inga, sem fóru vestur um haf sum- arið 1975, er minnst var hundrað ára afmælis landnámsins í Nýja- íslandi. Hjónin stofnuðu með öðrum ferðafélagið Viking Travel. Það fé- lag stóð fyrir mörgum ferðum hing- að til lands og voru þau hjón oft far- arstjórar og hafa þannig kynnst landi og þjóð mjög náið. Þau hafa einnig tekið á móti mörgum ferða- hópum frá íslandi og verið leið- sögumenn þeirra á slóðum Islend- inga í Kanada. Það er sannast sagna að lipurð þeirra, ljúflyndi og hjálpsemi var öllum þakkarefni. Olla var fríð kona og heiðríkja í öllu viðmóti hennar. Líf hennar er fagurt dæmi um það hversu hlutur góðrar konu af íslenskum ættum hefur orðið gifturíkur í mannlífi vestan hafs. Margir blessa minn- ingu Oliviu Svanhvítar og þakka störf hennar í þágu íslenskra mál- efna. Við hugsum til Stefáns yfir hafið með einlægri samúð og biðj- um honum og fjölskyldu hans bless- unar Guðs. Bragi Friðriksson. OLLA STEFANSON t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VERNHARÐS SIGURGRÍMSSONAR, Holti, Flóa. Gyða Guðmundsdóttir, Guðbjörg Vernharðsdóttir, Guðmundur Vernharðsson, Sigríður Helga Sigurðardóttir, Katrín Vernharðsdóttir, Eiríkur Vernharðsson, Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Vernharður Reynir Sigurðsson, Ingibjörg Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Sjónarhóli, Sandgerði. Anna M. Jónsdóttir, Haukur Guðmundsson, Ásdís Jónsdóttir, Jón B. Sigurðsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Hafsteinn Ársælsson, Svanhiidur Jónsdóttir, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Ingimundur Ingimundarson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður Rauðarárstíg 40. Sæmundur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, Jón Sæmundsson, L. Ýr Sigurðardóttir, Margrét Sæmundsdóttir og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR M. BJARNADÓTTUR, Orrahólum 7, Reykjavík. Örn Ingvarsson, Ester Eiríksdóttir, María Kristíne Ingvarsson, Birgir H. Traustason, Bjarni Ingvarsson, Hafdís Hallsdóttir, Lilja Ingvarsson, Einar Bj. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRDÍSAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, áður til heimilis í Stangarholti 34. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun. Edda Magnúsdóttir, Berta Snorradóttir, Garðar Snorrason, Rósalinda Helgadóttir, Kristinn Helgason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.