Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 5 7
í.
ÞJÓNUSTA/FRETTIR
Ur dagbók lögreglunnar
Ófærðin setti mark
sitt á lögreglustörf
Helgin 18. til 21.
febrúar
FLEST verkefni lögreglunnar
um helgina voru vegna ófærðar
sem olli mörgum þeirra 72 um-
ferðaróhappa þar sem eignatjón
varð um helgina.
21 ökumaður var grunaður um
ölvun við akstur og 28 um of hrað-
an akstur.
Fremur rólegt var í miðborg-
inni um helgina en talsvert um
stympingar og pústra víðsvegar
um borgina. Ekki voru höfð af-
skipti af unglingum vegna aldurs
og ekki þurfti að fjarlægja neinn
úr miðbænum vegna ölvunar.
Lögreglan var við hraðamæl-
ingar í Hvalfjarðargöngum um
helgina og mældust þar bifreiðir á
yfir 100 km hraða sem er auðvitað
fráleitur hraði á þessum stað.
Um hádegi á laugardag var bif-
reið ekið um afrein frá Reykja-
nesbraut að Vesturlandsvegi. Þar
missti ökumaður vald á bifreiðinni
er hún rakst á grindverk og kast-
aðist yfir á nyrðri akreinina. Oku-
maður fann til erfiðleika við and-
ardrátt og eymsla í vinstri fæti.
Hann var fluttur á slysadeild til
aðhlynningar og er grunaður um
ölvun við akstur.
Færð þyngdist vegna veðurs
álaugardagskvöld
Bflvelta varð á Vesturlands-
vegWíkurvegi síðdegis á laugar-
dag. Ökumaður missti vald á bif-
reiðinni með þeim afleiðingum að
hún valt. Ökumaðurinn kvartaði
undan eymslum í baki.
Klukkan að ganga níu á laugar-
dagskvöld var Víkurvegur orðinn
þungfær og veður farið að versna.
Um klukkan níu var Selásbraut
talin ófær fólksbifreiðum og færð-
in orðin þung á Bæjarhálsi. Um
þetta leyti tók lögreglan í notkun
þrjár jeppabifreiðir til að hafa í
ófærðinni. Stuttu síðar hófu
björgunarsveitirnar Kyndill og
Ingólfur að aðstoða fólk. Um
klukkan tíu var talið orðið ófært á
Vesturlandsvegi við Keldur og
talsvert af bílum fyrir. Um klukk-
an hálfellefu hafði lögreglan á
Akranesi samband og sagði að vit-
laust veður væri á Kjalarnesi og
myndu þeir mælast til þess að
göngunum yrði lokað fyrir um-
ferð. Tilkynnt var frá svæðis-
stjórn björgunarsveitanna að fáir
bflar yrðu frá þeim vegna fjarveru
tveggja sveita úr borginni og leit-
ar sem væri í uppsiglingu á Aust-
urlandi. Þeir myndu því miða sína
aðstoð við neyðartilfelli en ekki
venjulega aðstoð.
Óhöpp í umferðinni
Á Hverfisgötu við Lækjargötu
var bifreið ekið aftan á aðra bif-
reið aðfaranótt sunnudags.
Reyndi ökumaður þeirrar fyrr-
nefndu að stinga af og ók austur
Hverfisgötu. Á gatnamótum
Hverfisgötu og Rauðarárstígs var
bifreiðinni ekið á umferðarvita.
Var ökumaðurinn handtekinn en
hann var grunaður um ölvun við
akstur.
Á sunnudagsmorgun missti
ökumaður stjórn á bifreið sinni á
Vesturlandsvegi í Kollafirði og
hafnaði hún utan vegar í ræsi. Bif-
reiðin var ónýt eftir óhappið en
ökumaður óslasaður.
Á Möðrufelli við Suðurfell varð
bílvelta um hádegi á sunnudag.
Ökumaður sagði að bifreið hefði
verið ekið í veg fyrir sig og hann
því þurft að sveigja frá, en missti
við það vald á bifreiðinni með
þessum afleiðingum.
Á Miklubraut vestan Kringlu-
mýrarbrautar varð umferðarslys
síðdegis á sunnudag. Bifreið ók
aftan á aðra sem kastaðist á þá
þriðju. Ökumenn og farþegar úr
tveimur bifreiðanna voru með
minniháttar hálsmeiðsl.
Á föstudag var tilkynnt um inn-
brot í bifreið í Mosfellsbæ. Þarna
hafði verið brotist inn þannig að
hliðarrúða var brotin. Bifreiðin
var skemmd verulega og stolið úr
henni framhjóli með felgu, vatn-
skassa, útvarpi, miðstöðinni, og
hanskahólfinu í heilu lagi. Bifreið
þessi hafði verið til viðgerðar en
ósótt.
Á laugardagsmorgun höfðu
verið brotnir upp nokkrir stöðu-
mælar í Þingholtunum, fjármunir
teknir og mælarnir skemmdir.
Brotist inn í bfla í Breiðholti
Aðfaranótt mánudags var til-
kynnt um innbrot í bíl í Hóla-
hverfi. Rótað var talsvert til í bif-
reiðinni en engu stolið. Spor voru
rakin og á leið þeirra hafði verið
farið inn í átta bfla sem fundust
opnir eða ólæstir.
Á laugardagskvöld kom kona
heim á bifreið sinni í Vesturbæn-
um og þegar hún lagði henni kom
neisti undan mælaborði og í fram-
haldinu kviknaði í bifreiðinni. Það
náðist að slökkva í en einhverjar
skemmdir urðu á mælaborði.
Áhugi nema vakinn á
hönnun og hugviti
GRENSÁSDEILD: Mánud-fdstud. kL 16-19.30, laugard.
og sunnud. kl. 14-19.30 og e. samkl.
LANDAKOT: A öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími.
Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s.
525-1914.______________________________________
ARNARHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími.
LANDSPÍTALINN: Kl. 18.30-20.
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir
samkomulagi við deildarstjóra.
BARNASPÍTALIHRINGSINS: Kl. 15-16 eða e. samkl.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
KVENNADEILD, KVENLÆKNINGADEILD: Kl. 18.30-
20._____________________________________________
SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14-21 (feður, systkini,
ömmur og afar).
VÍFILSSTAÐASPÍTALI: KL 18.30-20.
SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar-
tími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla daga kl. 15-16 og 19-
19.30.
SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar-
tími a.d. kl. 15-16 og kl. 18.30-19.30. Á stórhátíðum kl. 14-
21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suð-
umesja er 422-0500.
AKUREYRI - SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga
kl. 15.30-16 og 19-20. Á bamadeild og hjúkrunardeild
aldraðra Sel 1: kl. 14-19. Slysavarðstofusími frá kl. 22-8,
s. 462-2209._______________________________
BILANAVAKT____________________________________
VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfi vatns og
hitaveitu, s. 552-7311, kl. 17 til kl 8. Sami sími á helgi-
dögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 568-6230. Kópavog-
un Vegna bilana á vatnsveitu s. 892-8215. RafVeita Hafn-
arfjarðar bilanavakt 565-2936
SOFN
ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Arbæjar em lokuð frá 1. sept-
ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu-
dögum, miðvikudögum og fóstudögum kl. 13. Einnig er
tetóð á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn.
Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8-16 alla virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 577-1111.
ÁSMUNDARSAFN í SIGTÚNI: Opið a.d. 13-16.
BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aðalsafn, Ping-
holtsstræti 29a, s. 552-7155. Opið mán.-fun. kl. 9-21, fóst-
ud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16.
BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI 3-6, mán.-fim.
kl. 9-21, fóst. 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S. 557-
9122.
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán.-fim. 9-21, fóst 12-
19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270._______
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 553-6814. Ofangreind
söfh og safnið í Gerðubergi em opin mánud.-fím. kl. 9-
21, fóstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16.
GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mán. kl.
11-19, þrið.-fóstkl. 15-19.
SEUASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 587-3320. Opið mán. kl. 11-
19, þrið.-mið. kl. 11-17, fim. kl. 15-19, fóstud. kl. 11-17.
FOLDASAFN, Grafarvogskirkju, s. 567-5320. Opið mán.-
fím. kl. 10-20, föst kl. 11-19, laugard. kl. 13-16.
BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina.
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.
BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.-fóst 10-20. Opið
laugd. 10-16 yfir vetrarmánuði.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3-6: Mánud.-
fímmtud. kl. 10-21, fóstud kl. 10—17, laugard. (1. okt-30.
apríDkl. 13-17.________________________
BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið
mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.
BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu
15: Opið mánudaga til fóstudaga kJ. 9-12 og ld. 13-16.
Sími 563-1770. _______________________
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Op-
ið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús,
Vesturgötu 6,1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl.
13-17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60,16. júní - 30.
september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 565-5420.
Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laug-
ard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar
alla virka daga kl. 9-17.
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið E
13.30-16.30 virka daga. Sími 431-11266.
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loflskeytastijðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fímmtud. og sunnud. frá kl.
13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam-
komulagi.
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551. Bréfsími 423-7809. Opið aUa daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
frákl.9-19.
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fímmtud., fóstud. og
laugardaga kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKA-
SAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.1&-
19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á
sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud.
S: 525-5600. Bréfs: 525-5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug-
ard. og sunnud. frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er
opinn alla daga.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-fóstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//
www.natgall.is
LISTASAFN KÓI’AVOGS - GERÐARSAFN: Opið dag-
lega íd. 12-18 nema mánud.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906.
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá ld. 13-16. Sími 563-2530.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjamamesi. Lokað
yfir vetrarmánuðina. Hópar geta skoðað safnið eftir
samkomulagi.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á
sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi
fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka aaga kl. 8-16.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 ul 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
revna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffí, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang
minaust@eldhom.is.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam-
komulagi. S. 567-9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Safnið er opið maí-sept.
kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá safnverði á öðr-
um tímum í síma 422-7253.
IÐNADARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
Sími 462-3550 og 897-0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÓRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30-16.______________________________
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalin 12-17 alla daga nema mánud.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga
og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu-
lagi. S: 565-4242. Bréfs. 565-4251, netfang: aog@na-
tmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-
17. S. 581-4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
UppLís: 483-1165,483-1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kL 10-18.
Sími 435-1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Ámagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til föstudaga kl.
14-16 til 15. maí.
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið aUa daga kl.
13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566.
ÞJÓÐMINJ AS AFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánu-
dagakl. 11-17.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga U1 fóstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-
18. Lokað mánudaga.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam-
band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462-
2983.______________________________
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní -
1. sept. Uppl. í síma 462-3555.
NORSKA HÚSEÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17.________________________
ORÐ PAGSINS ______________________________
Reykjavík súni 551-0000.
Akureyri s. 462-1840._____________________
SUNPSTAÐIR _______________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kL 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-2030. Kjalameslaug opin v.d. 17-21, helgar 11-15. Á
frídögum og hátíðisdögum verður opið eftir nánari
ákvörðun hveiju sinni. Upplýsingasími sundstaða í
Reykjavík er 570-7711.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.-fóst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. SundhöU Hafnaríjarðar: Mád.-
fóst 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-lR
SUNDLAUGIN ( GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-830 og 14-22,
helgar 11-18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-fóst kl. 7-9 og 1550-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-fóst 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆÐI ___________________________
HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-17. Lok-
að á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjöl-
skyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á vetuma.
Sími 5757-800.____________________________
SORPA________________~~ ______________
SKRIFSTOFA SORPU er onin kl. 8.20-16.15. Endur-
vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-1930 en lokaðar á
stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust Garðabær og
Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. UppLsími 620-
2205.
Fyrirlestur
um ála
BJARNI Jónsson flytur fyiirlestur
miðvikudaginn 23. febrúar á vegum
Líffræðifélags íslands, sem hann
nefnir: Álar á íslandi, vistfræðileg
sérstaða? Staða þekkingar og nýjar
rannsóknir.
í fyiirlestrinum verður fjallað um
lífsögu ála með áherslu á ísland auk
þess sem dregnar verða saman ýms-
ar heimildir, jafnt ntaðar og munn-
legar um ála við ísland. Við þetta
verður fléttað nýjum upplýsingum
úr yfirstandandi rannsóknum og
með þvi reynt að veita sem heild-
stæðasta mynd af stöðu þekkingar á
íslenskum álum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Odda, stofu 101, og hefst kl. 20. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
RÉTTARHOLTSSKÓLI og Haga-
skóli standa sameiginlega að keppni
meðal nemenda skólanna um „hönn-
un og hugvit“. Samkeppnin fer fram
í hátíðarsal Réttarholtsskóla, þriðju-
daginn 22. febrúar og hefst hún kl.
19.30 og stendur til kl. 21.
Tilgangur samkeppninnar er að
vekja áhuga nemenda á nýsköpun,
tækni og eðlisfræði. Samkeppnin
felst í því að nemendur útbúa farar-
tæki sem ætlað er að leysa ákveðna
þraut. Farartækið má ekki kosta
meira en sem nemur 1.000 kr. í út-
NY verslun hefur opnað í Hafnar-
firði að Hjallahrauni 8 og er úrval
áklæða á húsgögn á boðstólum.
Áklæðin eru frá ýmsum löndum, t.d.
Þýskalandi, Hollandi og Frakk-
landi. Leðuráklæði eru einnig til
sölu í versluninni. Viðskiptavinir
geta pantað efni eftir að hafa skoð-
að sýnishornin sem þarna eru. Af-
greiðslufrestur er 7 til 10 dagar.
Þá getur þessi nýja verslun einn-
lögðum kostnaði. 10 keppendur hafa
skráð sig í keppnina sem haldin er í
fyrsta sinn. Ef vel tekst til er ætlunin
að gera keppnina að árlegum við-
burði.
Undirbúningur og framkvæmd
samkeppninnar eru styrkt af Ný-
sköpunarsjóði, Impru - þjónustu-
miðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á
Iðntæknistofnun og menntamála-
ráðuneytinu. Verðlaun eru gefin, af
Nýsköpunarsjóði og Opnum kerfum,
þeim sem lenda í fyrsta og öðru sæti.
ig boðið upp á viðgerðir á gömlum
húsgögnum því að Óskar Halldórs-
son, annar eigandi verslunarinnar,
hefur aðstöðu til þess á Lyngbergi
39b. Hinn eigandinn er Helga Jens-
dóttir.
Óskar Halldórsson rak verslunina
Dúna fyrst á Auðbrekku í Kópavogi
og síðan í Síðumúla í Reykjavík.
Verslunin er opin frá kl. 13-18
alla virka daga.
Opinn stjórn-
málafundur
Samfylkingar-
innar
SAMFYLKINGIN heldur opinn
stjórnmálafund á Hótel Höfn þriðju-
daginn 22. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur eru Guðmundur
Ámi Stefánsson, alþingismaður og
fulltrúi í kjördæmanefnd Alþingis,
Margrét Frímannsdóttir, alþingis-
maður og talsmaður Samfylkingar-
innar og Einar Már Sigurðarson, al-
þingismaður.
Til umræðu verður stjórnmálavið-
horfið, kjördæmamálið og fleira. All-
ir velkomnir.
Sýna franska
grínmynd
KVIKMYNDASÝNING verður í
Alliance Francaise, Austurstræti 3,
miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20.
Kvikmyndin „Tatie Danielle" verður
sýnd.
Myndin er með íslenskum texta og
er grínmynd sem fjallar um eldri
konu sem lætur bömin sín fara í
taugarnar á sér og beitir þau ýmsum
bellibrögðum.
LEIÐRÉTT
„Utlendingadekur“
I grein í sunnudagsblaði um svo-
kallaða „fjalla-íslensku“ var lokasetn-
ingin heldur endaslepp. Féll niður
fyrir slysni síðasta orðið í setning-
unni, orðið „útlendingadekur“. Setn-
ingin í heild var því sem hér segir:
„Eg held að það séu engin efni til að
telja að það hvort íslenska eða enska
er notuð í gögnum og formlegum
bréfaskriftum vegna framkvæmda
snúist um útlendingadekur."
Morgunblaðið/Jim Smart
Verslun með áklæði á húsgögn