Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 22.02.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 61 I DAG BRIPS Umsjón Guðmundur I'áll Arnar.son BRIDSHÁTÍÐ fór fram í nítjánda sinn á Hótel Loft- leiðum um helgina og var þátttaka mjög góð eins og endranær, 124 pör í tví- menningnum og 79 sveitir í Flugleiðamótinu. Þeir sem tóku þátt í báðum mótum hafa afgreitt tæplega 200 spil, misjafnlega eftirminni- leg, eins og gengur. Brids- þátturinn verður helgaður spilum frá hátíðinni á næstu dögum og við byrjum á slemmutækifæri úr tví- menningnum: Spil 76. Suður gefur; AV á hættu (áttum breytt). Norður * RG96 ¥ AG63 ♦ KG2 Vestur + D8 Austur A 752 + D1083 v K954 ¥ D72 ♦ 865 ♦ D1073 * 973 Suður + Á4 *G4 ¥ 108 ♦ Á94 + AK10652 Slemma er nokkuð góð í NS, en náðist ekki víða. Flest pörin enduðu í þremur gröndum og fengu tólf slagi eftir hjarta út. Sagnhafi á ellefu slagi í upphafi og fær þann tólfta með þvi gefa austri á hjartadrottningu og svína svo fyrir kónginn í vestur. Tólfti slagurinn er lang- sóttari með öðru útspili, því austur liggur með öll lykil- spilin í spaða og tígli á eftir blindum. En ef sagnhafi les rétt í spilin getur hann alltaf unnið slemmu. Segjum að út komi spaðasjöa, eins og gerðist á nokkrum borðum. Sagnhafi reynir níuna, drep- ur tíu austurs með kóng og prófar laufið. Að því loknu spilar hann hjartatíu. Vest- ur leggur á og sagnhafi tek- ur með ás. Síðan eru tveir efstu í tígli teknir og öll lauf- in. Hugmynd sagnhafa er að ná upp þriggja spila endast- öðu þar sem blindur á KG i spaða og hjartagosa. Hann gerir ráð fyrir að austur fari niður á Dx í spaða og hjarta- drottningu, og meiningin er að spila hjarta og neyða austur til að spila upp í spaðagaffalinn. En áður en að þessu kemur þvingast austur í þremur litum, því hann á líka D10 í tígh og verður að henda báðum spil- unum. Sem þýðir að sagn- hafi fær slag á tígulníu. Fleiri leiðir liggja að tólf slögum, en sagnhafi virðist þó alltaf þurfa að gefa sér einhverjar forsendur um leguna. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga íyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og simanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj@mbl.- is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla P A ÁRA afmæli. í dag, Ö vl þriðjudaginn 22. febrúar, verður sextugur Gunnar B. Bjartmarsson, Þiljuvöllum 29, Neskaup- stað. Hann verður að heim- an í dag en tekur á móti gestum á heimili fósturdótt- ur sinnar, Öldugötu 46, Hafnarfirði, á afmælisdag- pT A ÁRA afmæli. l) U Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 22. febrúar, Einar Bragi Bergsson, Mosarima 8, Reykjavik. Eiginkona hans er Guðrún Bernódusdóttir. Þau ætla að taka á móti gestum í Há- túni 12, Betri stofunni, laug- ardaginn 26. febrúar nk. frá kl. 15.30 til 20. Með morgunkaffinu Ast er. £.. 10-27 að nota sama sparigrísinn Þetta eru ómögulegar bréfservíettur sem ég keypti hérna. Þær þola ekki þvott. Ég leyfi Lúðvík stund- um að ráða hvar hann situr. 911 — SKAK llinsjóii Margeir l'étiirxson Hvítur á leik ÞESSI staða kom upp á milli þeirra Alexand- ers Morozevich, hvítt, og Predrags Nikolic á Corus- ofurmótinu í Wijk aan Zee. 36. Bh6! Hg8 37. Hbdl! Hbf8 38. Bxg7+! Rxg7 38. - Hxg7 39. Dxf8+ Rxf8 40. b8=D leiðir einnig til vinnings fyrir hvítan. 39. Dxf8! Hxf8 40. Hd8 Re6 Svartur verður mát eftir: 40. - Dxb7 41. Hxf8# 41. Hxf8+ Rxf8 42. b8=D Kg7 43. Da7+ Kh6 44. Df7 og svartur gafst upp. UOÐABROT ROKKVISA Úr þeli þráð að spinna mér þykir næsta indæl vinna; eg enga iðn kann finna, sem öllu betur skemmti mér. Eg sit í hægu sæti og sveifla rokk með kvikum fæti, eg iða öll af kæti, er ullarlopinn teygjast fer, og kvæða kver á skauti skikkju minnar æ opið er, því verð eg þrátt að sinna rokkurinn meðan suðar sér- rokkurinn suðar sér. Jón Thoroddsen. STJORMJSPA eftir Francex Urake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert að mörgu leyti við- kvæmur persónuieiki og bjartsýni þín gengur stund- um úrhófi fram. En þú ert vinur vina þinna. Hrútur (21. mars -19. apríl) Maður á að rétta öðrum hjálp- arhönd af því að mann langar til þess en ekki til þess að hljóta einhver laun fyrir. Hafðu það ávallt að leiðarljósi. Naut (20. apríl - 20. maí) Jafnvel leiðinlegustu verk geta reynst skemmtileg ef maður bara nálgast þau með jákvæðu hugarfari. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) rtA Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Það er fyrir öllu að koma hreinskiln- islega fram. Krabbi (21.júní-22.júlí) Þú þarft að leysa ákveðið mál heima fyrir og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Taktu þvi með bros á vör. Ljón (23. júll - 22. ágúst) M Þeir eru margir sem bíða í of- væni eftir því að heyra hvað það er sem þú hefur fram að færa. Mundu að þú mátt eng- um bregðast í frásögn þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Það er óþarfi að spara aurinn og fleygja krónunni. Þú verð- ur að taka þig á í fjármálunum því annars færðu ekki við neitt ráðið og allt fer úr skorð- um. Vog rrx (23. sept. - 22. október) 4* 4* Draumar eru til þess að láta þá rætast svo nú skaltu bara bretta upp ermamar og hefj- ast handa við það sem þig hef- ur alltaf langað til að gera. Sþorðdreki ™ (23. okt. -21. nóv.) MR Það getur verið erfitt að kom- ast að niðurstöðu þegar málin eru fjölbreytt og flókin. En þá er bara að gefa sér tíma til að kanna alla málavexti vand- lega. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ítS) Ræktaðu þinn innri mann svo að þú megir öðlast meiri þroska og lærir að meta feg- urð heimsins og það sem hann hefur upp á að bjóða. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er ljóst að þú verður að leggja á þig talsverða auka- vinnu til þess að klára þau verkefni sem þú hefur tekið að þér. Reyndu svo að áætla betur framhaldið. Vatnsberi , . (20. jan.r -18. febr.) Cáú Það er allt í lagi með þau atriði sem þú leggur mesta áherslu á. Vertu þvi þolinmóður og gefðu öðrum tíma til þess að skilja um hvað málið snýst. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Mundu að það geta alltaf komið upp vandamál og þá er betra að taka þau strax fyrir og leysa þau því ekkert er verra en að sópa vandanum undir teppið. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaYegra staðreynda. FRETTIR Fyrirlestur um kristni- tökuna á Islandi FJÓRÐI fundur Vísindafélagsins veturinn 1999-2000 verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 20.30. Þar flytur Hjalti Hugason fyrirlestur í tilefni 1000 ára kristni í landinu sem hann nefnir: Um kristnitök- una á Islandi og rannsóknir á henni. Undanfarin ár hefur Hjalti Hugason leitt vinnu við ritun Sögu kristni á íslandi sem Alþingi mun gefa út innan skamms í tilefni þess að 1.000 ár eru liðin frá kristnitöku. I fyrirlestrinum mun hann gera grein fyrir ýmsum vandamálum sem við er að glíma við rannsóknir á kristnitökunni og fjalla um kristntökuna sem ein- stakan atburð og langtímaþróun. í fréttatilkynningu segir: „í kjölfar kristnitökunnar tók ís- lenskt þjóðfélag og menning margháttuðum breytingum, fram kom fastmótuð stofnun - kirkja - í Professionals annars stofnunarsnauðu samfélagi. Þjált ritmál ruddi sér til rúms í samfélagi sem fram til þess tíma hafði að mestu orðið að treysta á munnlega miðlun menningar. Þá komust á traust tengsl milli kirkjunnar og höfðingjastéttarinn- ar í landinu. Allt kann þetta að hafa stuðlað að því að samstaða landsmanna styrktist. Jafnframt komust tengsl Islendinga við um- heiminn á mun formlegri grunn en verið hafði. Gildir þá einu hvort um Niðarós eða Róm var að ræða. Af þeim sökum urðu Islendingar nú t að Evrópumönnum í eiginlegum skilningi. Að öllu samanlögðu má því segja að kristnitakan sé einn afdrifaríkasti atburðurinn í elstu sögu okkar Islendinga. Eða var hún atburður?" Fundurinn er öllum opinn. Að fyrirlestri og umræðum loknum verður kaffistofa Norræna hússins opin. Andlitskreni og förðunarlína Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína? Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd sími, 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs sími, 554 3020. Vatnsútsala Vegna vatnsleka verðum við með 50-70% afslátt af vörum í nokkra daga Einnig veitum við 15% afslátt af nýjum vörum á meðan ít>. £& Og Þtí %k°x,l'Zur?o ^551-227/ wmmmMmmmmmm Er heima best? Flest slys gera boð á undan sér Hafðu augun opin, finndu slysagildrurnar heima hjá þér og komdu þeim fyrir kattarnef! □ Lausar mottur □ Hál gólf □ Snúrur, dreglar og þröskuldar □ Lyf og hreinsiefni □ Þungir hlutir sem standa tæpt □ Eggjárn á glámbekk □ llla stillt eða biluð blöndunartæki □ Léleg eða röng lýsing □ Rafhlöðulaus reyksynjari Flest slys verða innan veggja heimilisins. Þar getur þú fækkað slysunum. Gríptu í taumana áður en það verður of seint. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.