Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 25 ERLENT Stríðsglæpadómstóll fjallar um Srebrenica Krstic svarar til saka Ilaag. AP. Saksóknarar Sameinuðu þjóð- anna hófu í gær málflutning sinn gegn serbneslca hershöfðingjan- um Radislav Krstic en hann er sakaður um aðild að þjóðar- Radislav Krstic morði Krgtic er æðsti liðsforingi Bosníu-Serba sem dreginn hefur verið fyrir alþjóð- lega stríðsglæpadómstólinn í Haag. Krstic er sakaður um að hafa stjórnað aðgerðum gegn íbúum borgarinnar Srebrenica árið 1995 en þangað höfðu mörg þúsund múslimar leitað í von um að njóta verndar friðargæsluliða SÞ. „Þús- undir óbreyttra borgara sem höfðu lagt niður vopn voru myrtir með skipulögðum hætti af Bosníu-Ser- bum og hinum ákærða,“ sagði bandaríski saksóknarinn Mark Harmon. „Umfang glæpanna sem framdir voru er meira en heimur- inn hefur orðið vitni að síðan í seinni heimsstyrjöld." Saksóknarar segja að Krstic hafi skipað fyrir um „þjóðarhreinsun" en í henni má heita að þjóðarbrot múslima á staðnum hafi verið þurrkað út með skipulögðum fjöldamorðum og brottrekstri. Að sögn Harmons voru þeir sem reyndu að fela sig á heimilum sín- um „eltir uppi með hundum og síð- an slátrað". Hann sagði að sér- fræðingar í réttarlækningum hefðu þegar grafið upp um 1.800 lík. Tal- ið væri að um 7.500 manns hefðu týnt lífi í Srebrenica eða væri sakn- að. Jóhannes Páll II páfí biður um fyrirgefningu á syndum kirkjunnar Gyðingar fagna en vilja frekari aðgerðir Páfagarði, New York, Jerúsalem. AP, AFP. LEIÐTOGAR gyðinga víða um heim hafa fagnað því að Jóhannes Páll II páfi skyldi við messu í Páfagarði á sunnudag biðja Guð fyrirgefningar á syndum kaþólsku kirkjunnar á umliðnum öldum. Sumir þeirra töldu þó að ekki væri gengið nógu langt. Meir Lau, yfirrabbíni í ísrael, sagðist „mjög óánægður“ yfir því að páfi skyldi ekki nefna hel- fórina í syndajátningunni. Leiðtogi þýskra gyðinga, Michael Friedman, tók í sama streng og sagði að páfi hefði misst af „sögulegu tækifæri" er hann sleppti því að nefna sérstaklega glæpi nasista. En hann sagði að samt sem áður væri afsökun páfa „mikilvægt fyrsta skref“. Margir leiðtogai- gyðinga hafa sakað kirkjuna og þá einkum Píus páfa XII um að hafa þagað yfir grimmdarverkum nasista gegn gyðingum á stríðs- árunum. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, sagði í gær að aldrei hefði verið ætlunin að biðja fólk fýrirgefningar. Páfinn bæði Guð að fyrirgefa. Meir Lau segist vona að páfi muni ræða um hel- fórina þegar hann heimsækh’ helfararminnis- merkið Yad Vashem í ísrael í pílagrímsferð sinni til Landsins helga sem hefst á miðvikudag. Óttast sverta ímynd Séra John Pawlikowski, prófessor í félagssið- fræði við Kaþólska guðfræðiháskólann í Chicago, sagði að páfi hefði gengið eins langt og honum var unnt þegar höfð væri í huga andstaðan við slíka af- sökunarbeiðni meðal þeirra kaþólikka sem óttuð- ust að ummælin myndu sverta ímynd kirkjunnar. Sjálfur sagðist hann myndu hafa kosið að páfi hefði lýst yfir iðrun vegna þess hvernig and-gyð- Reuters Jóhannes Páll II páfi heldur á gullinni Bibliu við athöfnina á sunnudag þar sem hann bað Guð fýrirgefningar á syndum kirkjunnar. ingleg hugsun hefði verið tjáð öldum saman í predikunum, trúarlegum barnalærdómi og mynd- list kirkjunnar á umliðnum öldum. Og jafnframt að páfinn hefði viðurkennt að sumir syndararnir hefðu verið í hópi æðstu leiðtoga stofnunarinnar. Greville Janner lávarðm', formaður breskra samtaka sem vilja fræða almenning um helförina, hrósaði páfa fyrir bónina um fyrirgefningu en lét einnig í ljós von um að skjalasöfn Páfagarðs frá tímum nasista yrðu opnuð. Það vakti mikla athygli er Roger M. Mahoney, kardínáli í Los Angeles, fjallaði um hlutskipti sam- kynhneigðra er hann baðst í liðinni viku fyrirgefn- ingar á syndum kirkjunnar. Talsmaður kaþólskra kvennasamtaka í Chicago, Donna Quinn, sagði að væri páfinn „að biðja af einlægni um fyrirgefningu yrði hann að breyta þeirri stefnu kaþólsku kirkjunnar að mismuna konum, til dæmis í sam- bandi við prestsvígslu". Kirkjan leyfir ekki að kon- ur gegni preststörfum. Páfi bað Guð fyrirgefningar á syndum sem drýgðar hefðu verið gagnvart gyðingum, konum og minnihlutahópum en orðalagið var almennt. „Kristnir menn hafa oft afneitað guðspjöllun- um, látið valdagræðgi fara sínu fram, þeir hafa brotið rétt á þjóðum og þjóðarbrotum, sýnt menningu þeirra og hefðbundinni trú fyrirlitn- ingu,“ sagði páfí. Hann nefndi ekki sérstaklega helförina, krossferðirnar eða rannsóknarrétt kirkjunnar á nafn. ítalska dagblaðið Corriera della Sera sagði að ummælum páfa hefði verið breytt nokkrum mínútum fyrir messuna og þau útvötnuð vegna þrýstings frá öflum innan kirkjunnar sem voru mótfallin yfirlýsingu í þessa veru. Cohen vel tekið í Víetnam WILLIAM Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Phan Van Tra, varnarmálaráðherra Víetnam, sjást hér ásamt heiðurs- verði víetnamska hersins við komu Cohens til Víetnam í gær. Cohen varð þar með fyrsti varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna til að heimsækja landið frá lokum Víet- namstríðsins fyrir 25 árum. „Eg ætla að beina athyglinni að framtíð en ekki fortíð," sagði Cohen við komuna í gær. Megintilgangur tveggja daga op- inberrar heimsóknar Cohens er, að hans sögn, að leggja áherslu á Síun- einað átak Bandaríkjanna og Víetn- am við að finna og endurheimta líkamsleifar bandarískra hermanna sem hurfu í stríðinu, en bandarísk stjómvöld vildu þó einnig bæta al- menn samskipti þjóðanna. „Við von- umst til að bæta almenn samskipti og að hernaðarþátturinn verði hluti þess,“ sagði Cohen sem hefur áhuga á hernaðarsamstarfi við Víetnam m.a. við að íjarlægja gamlar jarð- sprengjur. Cohen heimsótti í gær hóp Banda- ríkjamanna og Víetnama sem leita líkamsleifa bandarískra llugmanna og í dag ávarpar hann Hermálaaka- demfu Víetnams og fundar með leið- toginn Kommúnistaflokksins. Heimsókn Cohens á sér stað um það leyti sem Víetnamar fagna því að 25 ár era liðin frá því að þeir unnu sigur í Víetnamstríðinu. Cohen kvaðst hins vegar frekar vilja leggja áherslu á þann áfanga að brátt séu fimm ár liðin frá því AP þjóðimar tóku upp stjórnmálasam- band á ný. Um 58.000 bandarískir hermenn féllu í Víetnamstríðinu og er um 2.000 enn saknað. Þá féllu rúmar þijár milljónir Víetnama í átökun- um, þar af tvær milljónir óbreyttra borgara. Fjölmiðlasamruni í Bandaríkjunum Tribune kaupir LA Times Los Angeles. AP. SKÝRT var frá því í gær að bandaríska fjölmiðlafyrirtæk- ið Tribune Co í Chicago muni taka yfir Times Miraor Co sem hefur undir forystu Chandler- fjölskyldunni rekið dagblaðið The Los Angeles Times frá 1882. Fjölskyldan á meirihluta í Times Mirror og fær fjóra af 16 stjórnarmönnum nýju sam- steypunnar, einnig ákveðin sérréttindi, m.a. við val á út- gefanda blaðsins. Nýja fjölmiðlafyrirtækið verður hið þriðja stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Það mun gefa út 11 dagblöð, reka 22 sjónvarpsstöðvar og markaðsvirðið verður um 11,7 milljarðar dollara eða um 900 milljarðar króna. Stjórnendur Times Mirror samþykktu tO- boð Tribune á sunnudag en eftir er að fá formlegt sam- þykki á fundi hluthafa. Auk þess er hugsanlegt að leita þurfi undanþágu vegna reglna um að fyrirtæki megi ekki eiga bæði dagblað og sjónvarpsstöð á sama markaðssvæðinu. Framkvæmdastjóri Times Mirror, Mark H. Willes, hefur undanfarin fimm ár beitt sér fyrir miklum breytingum í rekstrinum og verið umdeild- ur. í desember sl. baðst LA Times afsökunar á því að hafa leynt fréttamenn og lesendur því að tekjum af auglýsingum sem birtust í greinum um nýtt íþrótta- og tómstundastöð, Staples Center, hefði bak við tjöldin verið skipt milli stöðv- arinnar og blaðsins. Var skuldinni einkum skellt á Kathryn M. Downing, útgef- anda LA Times og Michaels Parks ritstjóra sem hefðu gengið erinda Willes. Hinn síðastnefndi hefur m.a. haft þá stefnu að brjóta skuli niður múrana milli rit- stjórnar og auglýsingadeildar blaðsins. Blaðamenn hafa mót- mælt kröftuglega og bent á að stefnan valdi hagsmuna- árekstri. Willes segist hafa orðið „mjög undrandi“ þegar hann heyrði um samrunahugmynd- irnar fyrir tveim vikum en hann muni hætta þegar samn- ingurinn um samrunann hafi verið staðfestur. Downing seg- ist ekki ætla að segja upp. Sagt er að brotthvarf Willes geti dregið úr gremju margra starfsmanna vegna Staples Center-málsins. „Vonandi verður þetta til að setja punkt á eftir öllu mál- inu,“ sagði Jan Christensen, ritstjóri á íþróttadeildinni, í gær. Með tvíburabróð- ur inni í sér Peking. AFP. KÍNVERSKUR bóndi lifði í 28 ár með fóstrið að eineggja tvíbura sínum inni í sér og það uppgötv- aðist ekki fyrr en hann meiddist í maganum við vinnu, eftir þvi sem X/nhua-fréttastofan í Kína greindi frá. Skurðlæknar við háskóla- sjúkrahúsið í Xian fjarlægðu úr bóndanum - sem ekki var nafn- greindur en sagður koma frá Shaanxi-héraði í Norður-Kína - sex kílóa þunga blöðru sem í var stífnað karlkyns fóstur. „Tönnum, hári, húð og skapa- hárum svipar til þess sem er á fullorðnu fólki, en endaþarmur- inn og naflinn eru eins og á fóstri. Fóstrið var sagt vera eineggja tvíburi mannsins og uppgötvun- inni lýst sem „einstæðu læknis- fræðilegu fyrirbæri". Sérfræðingar sögðu fóstrið hafa dáið en haldið áfram að þroskast vegna þess að það fékk áfram næringu í gegnum milta- slagæðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.